Sign in to follow this  
Followers 0
Skrolli

Fótboltalandsliðið á HM

1 post in this topic

http://www.visir.is/g/2018180608807/-nokkrir-bindishnutar-tharna-sem-oskra-a-hjalp-

Sá sem þetta ritar vill ekki vera neikvæður gagnvart íslenska landsliðinu í fótbolta sem er á leiðinni á HM í Rússlandi, enda stuðningsmaður og ann landsliðinu eins og allir Íslendingar og aðrir.

En hlutirnir eru ekki bara eintóm hamingja...skárra væri það nú. Að senda lið á svona mót virðist meira fyrirtæki en fólk almennt gerir sér grein fyrir og svo sannarlega ekki hafið yfir gagnrýni. Landsliðliðsþjálfarinn hefur valið 23 leikmenn til fararinnar (þeim getur fjölgað að vísu ef meiðsli verða osfrv.). En hópurinn á vegum Knattspyrnusambandsins er um ca. 60, þegar þráðarritandi heyrði töluna síðast. Þannig að það er ekki um bara 11 leikmenn að keppa í móti eins margir gætu gert sér í hugarlund. Neibs, alls konar starfsmenn og afætur eru með í för, eins og formaður sambandsins, landsliðsnefnd, sjúkraþjálfar, búningastarfsmenn, skrifstofufólk, næringarráðgjafar, greiningarstarfsmenn osfrv.

Þetta mót tekur ca. mánuð í framkvæmd (fyrirvari um þær þjóðir sem ekki komast áfram upp úr riðlum). Það skal tekið fram að auðvitað getur verið stuttur stans ef lið kemst ekki upp úr riðlinum. En við erum að tala um að liðið fer VIKU fyrr áður en fyrsti leikurinn hefst, sem kannski vel í lagt fyrir allt þetta starfsfólk sem með er í för...eða hvað finnst ykkur þarna úti?

Ég óska fótboltamönnunum alls hins besta á mótinu, enda eins og áður sagði stuðnings- og áhugamaður um íslenska knattspyrnu. Áfram Ísland.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.