Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Rafmagns flugvél ætti að vera hagkvæm við viss skilyrði.

14 posts in this topic

Mjög áhugavert. ég læt mig svo dreyma um að fá eina svona. Gerist auðvitað aldrei, en hugmyndin að hafa nautgripi fyrir norðan mig á beit á sumrin og svo skjótast til þess að tékka hvort allt sé í lagi. EN, ég er búinn ákveða hvar flugvöllurinn á að vera og flugskýlið, rafmagnið auðvitað frá vatns rafstöðinni. :-)

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

novopolock_maski_teatr.jpg

Sem ég segi Ingimundur þú ert ekki maður einsamall, annars vegar blundar í þér praktískur umhverfissinni sem vill hreina og hagkvæma tækni, illu heilli sleppir þröngsýni kolamokarinn sem drottnar á lyklaborðinu honum ekki oft út!

Þetta var ágætistmyndband sem þú sýndir.   Þekki sjálfur raflhlöður í farartækjum af góðu einu en það eru auðvitað í bílum og það í tvinnbílum frekar ein einföldum rafbílum en samt það er mikið til í þessari tækni.  Kennsluflug, útsýnisflug, skreppa út í eyjar eða þess háttar er auðvitað snilld, klukkutími eða kannski rúmlega það í loftinu, 45min í hleðslu og svo tími kominn á annað flug.   Sinnir þessum hluta markaðarins með sóma.  https://en.wikipedia.org/wiki/Pipistrel_Alpha_Trainer#Alpha_Electro

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nú er heyskapurinn á fullu, heilu dagarnir á dráttarélinni keyrandi í hringi allan daginn, hægt að hugsa hugsanir til enda. Í gær byrjaði ég að hugsa um þessa rafmagns flugvél og ákvað að þær væru að sjálfsögðu lausnin við vissar aðstæður. Svo byrjaði ég að hanna svona vél í hausnum og ákvað að hafa marga rafmagnsmótóra í vængnum, hver mótór með sín eigin battarí, í vængnum við mótórinn. Svona mótórar hljóta að vera mjög ódýrir og geta dugað lengi án viðhalds, sérstaklega ef að kannski sex mótórar eru í vængnum, einn fer, ekkert mál.

Svo ákvað ég að byggja hönnunina á Fokker friendship vélinni, auðvitað miklu minni. Einbreið, bara einn fremst og svo einn fyrir aftan þann og jafnvel annar fyrir aftan þann. Svo hægt að fjarlæga þau sæti og nota rýmið fyrir flutning. Svo ákvað ég að hanna búkinn svo að hann gæti lent á vatni ef þyrfti. hjólin í búknum og þá var túnið búið og ég fór heim.

Nei ekki alveg, var farinn að hugsa um að ég myndi byggja flugskýli við flugvöllinn sem ég ætla að gera og ráða vinnumenn sem væru svo í að hanna þessa vél og byggja á milli búverka. Dagdraumar en hver veit.

Í þessu videói kosta mótórarnir undir $500. Fyrir módel vélar en samt.

Lærði eitt, þarf flugmanns réttindi, mín þarf að geta flogið hraðar en 55 mílur á klukkustund.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvernig er með svona rafmagns hreifla, er ekki hægt að láta þá ganga öfugt? Þar með mætti lenda á mjög stuttum brautum. Annað, rafmagns mótórar í bílum hafa víst mjög mikla spyrnu, hægt að gefa mjög fljótt í. Er ekki sama þá með svona rafmagns hreifla, mikið afl mögulegt til þess að fara í loftið, stutt flugbraut möguleg? Hvað segja þeir sem hafa vit á þessu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mjög stutt er mögulegt 0 metra braut t.d.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hreyflar eru allmennt að verða færri og stærri á farþega vélum, þessar gömlu þotur DC-8, 707 eru komnar úr umferð fyrir fyrst þriggja hreyfla vélar sem svo seinna var skipt út fyrir tveggja hreyfla.   Virðist vera betra upp á hagkvæmni og þyngd að ná sem mestu úr einni vél heldur en mörgum smáum. 

Þetta á auðvitað við um stórar vélar sem fljúga bæði hratt og langt, kannski á það ekki eins við þegar verið er að tala um skammdrægar litlar vélar.   Vandinn við rafmagnsflugvélar eru rafhlöðurnar fremur en mótorinn.   Þar fer þungi og fyrirferð fljótta að verða vandi sem skýrir stuttan flugtíma.   Það ku vera hybrid vélar á leið á markað sem verða eins og bílar  nota bæði kerfin saman til að ná hámarks afli.   Rafmagni í léttu flugi og svo einhvers konar vél til að lengja flugið. 

Hérna er skemmtilegt myndband um þróun flugvéla hvernig tæknin þróast skref af skrefi, skemmtilegt kvöld áhorf til að gefa hugmyndir.   

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við sláttinn hef ég verið að hugsa þetta upp á nýtt. Flugvél byggða eins og fokker friendship vélarnar eða Twin otter, þær Kanadísku, bara minni, jafnvel sjóvél eða bæði. Fjórir rafmagns hreiflar, mjög lítil battarí sem geta gefið aukakraft í fáeinar mínútur við flugtak og svo díesel vél innanborðs tengda við rafall sem gæti keyrt hreiflanna á flugi. Jafnvel að nota díesel vélina úr gamla Dautzinum, loftkæld sex gata og hægt að setja hana upp með forþjöppu og millikælir. 

Þá spurningin til ykkar sem vita, hvað tapast mikil orka við að breyta disel kraftinum í rafmagn og svo að keyra rafmagns hreiflanna, getur þetta yfirleitt gengið upp?? Tell me tell me???

Önnur spurning, er mikið mál að setja þessa rafmagns hreifla upp þannig að þeir geti gengið öfugt í lendingu? Eða með öðrum orðum, ef að það væri hægt, væri hægt að lenda á mjög stuttri flugbraut og ef að það er hægt að fá þennan aukakraft frá rafhlöðununm þessar fáum mínútur í flugtaki, þá þyrfti miklu minni flugbraut.

Svo ef að diesel vélin klikkaði, þá búið að hlaða rafhlöðurnar aftur og nokkrar mínútur til þess að lenda einhvers staðar. Svo ef að hreiflarnir eru allir óháðir hvor öðrum, erum við komnir með mjög örrugga vél, hægt að fljúga henni á jafnvel einum hreifli og senda allt rafmagnið þangað.

Búkurinn mjór, aðeins tvíbreiður en nógu hár til þess að það sé hægt að ganga uppréttur 

i honum.

Hafið skoðanir á þessu, plís, plís.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er langt í að rafmagnsflugvélar verða að fýsilegum kosti umfram jarðeldsneytisflugvélar.

Orkan sem þú færð úr þotueldsneyti er svo langtum meiri. Ef þú vilt fá sömu orku miðað við þyngd þá er langt í að rafmagn geti komið í stað jarðefnaeldsneytis.

T.d. tekur venjuleg bifreið um 60 lítra af bensíni, og kemst upp  og yfir þúsund kílómetra á því.
Þessir 60 lítrar eru um 45 kg af þyngd þar sem bensín er um 77% af þyngd vatns.

Bílarafgeymar í Teslur, þeir bestu sem völ er á, eru um hálft tonn að þyngd. Drægnin er margfalt minni en bensínbíls.

Ef þú myndir búa til bifreið sem notaði þotueldsneyti þá væri drægnin líklega enn meiri.

Í flugvélum er þyngd ALLT. Fyrir bifreiðar skiptir þyngd ekki nærri því eins miklu máli.

Þar að auki þá brennur jarðefniseldsneyti upp og því léttist flugvél eftir því sem það brennir eldsneyti. Rafgeymar léttast held ég nær ekkert, eru sömu þyngdar fullir hleðslu og tómir hleðslu.

Þar að auki ganga nútíma þotuhreyflar fyrir sprengikrafti þotueldsneytis. Ég er ekki að sjá sömu eiginleika í rafmagni.

Mér finnst þessi umræða á villigötum.

Jú, það er hægt að fljúga með rafmagni, jafnvel bara sólarorku, en það væri eingöngu fyrir áhugamenn á slíkri tækni.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Newton said:

Það er langt í að rafmagnsflugvélar verða að fýsilegum kosti umfram jarðeldsneytisflugvélar.

Orkan sem þú færð úr þotueldsneyti er svo langtum meiri. Ef þú vilt fá sömu orku miðað við þyngd þá er langt í að rafmagn geti komið í stað jarðefnaeldsneytis.

Mér finnst þessi umræða á villigötum.

Jú, það er hægt að fljúga með rafmagni, jafnvel bara sólarorku, en það væri eingöngu fyrir áhugamenn á slíkri tækni.

 

Veit ekki hvort þú last þetta hjá mér, ég í rauninni á sama máli og þú og þess vegna að mér datt þessi hybrid lausn, jafnvel meiri orka í diesel en steinolíu. Spurningin hjá mér var hvað mikil orka tapaðist með því að hafa rafal sem keyrði rafmagnhreiflanna beint, aðeins nóg rafgeimar til þess að gefa hreiflunum auka orku í flugtaki og að lenda ef að díesel vélin klikkaði. Aftur spurningin, hvað mikil orka tapast með því að keyra raf hreiflanna beint?? Rafhreiflar auðvitað miklu einfaldari en þotuhreifar eða skrúfu mótórar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er í rauninni dáldið spældur og sár að engin vill hjálpa mér með þetta, vildi bara fá að vita hvort það gengi upp að hafa díeselvél rafal innanborðs og fjóra rafhreifla, rafgeimarnir aðeins nógu stórir til þess að gefa aukakraft við flugtak og að lenda vélinni ef að díesel rafallinn klikkaði. Spurningin, hvað tapast mikil orka við að breyta díesel olíunni í rafmagn og keyra vélina með því? Veit þetta einhver hér eð getur bent mér á rétt slóð, voðalega eruð þið leiðilegir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekkert um hvað mikill kraftur tapast við þetta.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi rafmagnsvél lítur spennandi út Ísraelsk vél sem tekur níu farþega auk tveggja flugmanna.   Hún dregur 1000km sem eru tvær ferðir fram og aftur frá Reykavík á Akureyri eða vel rúmlega frá Reykjavík til Egilsstaða.   Styttri ferðir, útsýnisflug, fallhlífastökk og þess háttar lægi auðvitað enn betur við. 

Vél sjálf er sérlega léttbyggð úr koltrefjaefnum og rennileg til að  geta troðið sem mestu af rafgeymum í hana verða tveir þriðju af viktinni, því rafmótorarnir sjálfir eru léttir.   Þessi á að fara í flugprófanir bráðlega og verða komin í sölu um 2023 https://www.geekwire.com/2019/eviation-unveils-electric-airplane-plans-flight-tests-central-washington-state/ 

ap-alice-nine-seat-electric-airplane-cap

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef bitið í mig, án þess auðvitað að vita aldrei stoppað mig, að hybrid sé best lausnin. Aðeins rafmagnshreiflar og svo rafall sem gengur á diesel. Þá þurfa batteríinn aðeins að halda í sér nokkra mínútna hleðslu.

Hægt að keyra rafalinn í botn í flugtaki með rafhlöðunum og fá þannig fullan kraft úr rafmagnhreiflunun. Svo er hægt að fljúga með því að keyra rafalinn á hagkvæmasta hraða og rafhlöðurnar mest til vara ef að rafallinn klikkar, nokkrar mínútur þá til þess að lenda á rafgeimunum. Ætla að smíða svona vél. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.