Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Rafmagns flugvél ætti að vera hagkvæm við viss skilyrði.

29 posts in this topic

Í mörgum löndum, flestum, er bruni á jarðefnaeldsneyti, olíu og kol, stærsti eða einn af stærstum orkugjöfum.

Ég held að við hér á Íslandi með rafmagnsgnægtina og fámennið einfaldlega skiljum ekki, meðtökum ekki, að þetta sé svo. Við bítum það í okkur að allir geti einfaldlega skipt yfir í rafmagnsknúin ökutæki, bíla og flugvélar, og bjargað plánetunni! Þvílíkt barnafáfræði.

Það eru örfá ríki á jörðinni þar sem rafmagn er framleitt með yfir 90% endurnýjanlegum orkugjöfum, Ísland já, Noregur, en þarf að leita að öðrum löndum.

Nota bene, fyrir land sem fær t.d. 70% af ramagnsframleiðslu úr jarðefnaeldsneyti, þá þýðir rafmagnsbílavæðing og rafflugvélavæðing einfaldlega það að það þarf að brenna meira af viðkomandi jarðefnaeldsneyti til að hlaða þessi flutningstæki. Það verður einnig orkutap við slíkt.

Rafbílavæðing, rafflugvélavæðing, þetta er bara prump sem gagnast bara "smug" örfáum. Þú ert ekki að bjarga plánetunni á neinn hátt.

Best væri að fókusera á að koma rafmagnsframleiðslunni yfir í minna mengandi orkugjafa. Allt tal um rafmagnsbíla og rafrellur er bara svo fáránlegt í mínum huga...

Rafbílar eru alveg jafn mengandi ef ekki meira mengandi en bensínbílar. Sama gildir með rafrellur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það hljóta að vera hellingur af gömlum flugvélum sem borgar sig ekki að gera upp vegna þess að það er of dýrt að gera upp hreiflana  í þeim, en hægt að setja raf hreifil í þær? 

Ættu að vera í lagi í hopp tildæmis út í Vestmanneyjar og svoleiðis, í loftið og svo að lenda um leið. Hver væri kostnaðurinn við að reka svona vél tildæmis milli lands og Eyja?

Minn draumur er svo rafhreiflar og svo ódýr dísel rafall i vélinni sem sæji hreiflinum/hreiflunum fyrir rafmagni í lengra flugi, jafnvel hægt að taka rafalinn úr vélinn í styttri flugum?

Er varðskipið Þór ekki með raf skrúfur og svo rafal? Hvað tapast mikil orka með því að umreyta henni yfir í rafmagn? Væri hægt að setja rafmótóra á tildæmis DC3 flugvél?

 

 

https://www.thedetroitbureau.com/2019/12/small-canadian-airline-becomes-1st-to-commercially-fly-an-electric-airplane/

Odds are that you’ve never heard of Canada’s Harbour Air, or its CEO Greg McDougall, but both entered the aviation history books this month.

With McDougall in the pilot’s seat, the Vancouver-based airline became the first to commercially fly an electric-powered aircraft – in this case, a 63-year-old De Vavilland Beaver seaplane.

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

 

Ég trúi því að framtíðin sé 8 mínútur inn í myndbandið, hybrid vél. Og ef að ég skil rétt, tveir rafmagns mótórar einn á eftir öðrum og aðeins í flugtaki eða þega þarf meiri kraft báðir notaðir. Þetta eru rafmagns mótórar úr bílum og mér finnst athyglisvert að það er hægt að nota þá. Rafgeymarnir líka, upp á 90 kíló sem mér finnst ekki mikið. Heldur svona prótólegt hjá þeim en góð byrjun, 5 tíma flug ekkert slor.

Svo er rafall sem framleiðir rafmagn en aðeins nóg til þess að viðhalda flugi. Segja að þeir fái 5 tíma flug úr þessu og ekkert mál að gera það lengra. 

Þetta er þá komið mjög nálægt þessari vél sem ég hugsaði upp, hugsið ykkur, 10 tíma drægni. Getur Breyskur sagt mér hvort að það sé hagkvæmara orkulega séð að setja rafmótóranna svona í röð eða á vængina sitt hvoru megin. Held að ég viti svarið, að þetta sé besta fyrirkomulagið. Nú er að finna gamla Príusa, rífa úr þeim mótóranna, ef að það er hægt að setja þá tvo svona saman, þá hvers vegna ekki, jafnvel þrjá eða fjóra eftir þörf, nefið lengra, en hægt að setja rafgeymanna undir sætin til þess að jafna viktina.

Mér finnst meiri háttar gaman að hanna svona vél í hausnum við búverkin. Hamfarahlýnun hér í janúar og ég að grafa upp tré til undirbúnings tjarnar sem á að verða miðlunarlón fyrir þessa rafstöð sem ég ætla að setja upp, sem verður líklega aldrei. 

En hver veit, aldrei að gefast upp og hafa plön langt inn í framtíðina. Aldrei að vita, gæti verið, ef ósennilegt, að plönin gangi upp. Núna er ég að koma á stað að senda kúnnunum kjötið með UPS og virðist að það sé að byrja að fljúga eftir langt og erfitt flugtak. www.springlake.farm

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Þetta er alveg ótrúlegt, ætla að fá mér eina svona.

https://www.opener.aero/

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skoðið þetta myndband og hvað lítið rafmagn hún notar þann tíma sem hún er í loftinu. Og ef að hún er notuð við kennslu, þá skilst mér að hún hlaði sig við lendingu. Ég hissa hvað hún notaði lítið rafmagn þennan tíma sem hún var uppi, mest auðvitað í flugtakin en sam var hún í 97% hleðslu eftir flugtak.

Kannski að geymarnir tapi hraðar þegar þeir eru hálftómir og auðvitað ekki hægt að fljúga henni þangað til geymarnir eru tómir, þarf auðvitað eitthvað til vara. Skilst að við kennslu sé hægt að hafa auka rafgeyma og skipta þeim út og halda svo áfram. Viðhald á svona vél er svo brot á vél með sprengihreifli. 

Þetta er auðvitað framtíðin í stuttu flugi, ég sé mig geta notað svona hafandi jarðir með nautpeningi fyrir norðan mig og myndi á þá aðeins þurfa að fara þangað á sumrin þegar nautpeningurinn væri þar á beit, á vetrum hér á bænum á heyjum.

Má alveg hafa drauma er það ekki, hjálpar manni að komast á fætur á morgnanna.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.