Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Alex Jones afmáður af stóru netrisunum

168 posts in this topic

Þessi stóru fyrirtæki eru orðinn allt of valdamikil. Ég er sammála þeim sem að segja að það verði að búa til einhverskonar "internet bill of rights" eins og það er kallað á ensku.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eina leiðin er að hunsa þessa kolkrabba og nota aðra miðla. Þessi ritskoðunarplága er skelfileg, líklega hefur Alex farið of langt út af sporinu og farið að tala óvarlega um eitthvað sem snerti Gyðinga. Þúsundir höfunda geta vitnað um skyndileg endalok ferilsins einmitt af slíku tilefni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alex Jones hefur lengi verið á þessum miðlum, og hann hefur talað um allt milli himins og jarðar, allskonar samsæriskenningar í langan tíma þannig að maður veltir fyrir sér réttlætingunni fyrir þessu. Ég túlka þetta ekkert annað en að pólitíkin og ritskoðunin hafi aukist hjá þessum miðlum miklu frekar en Alex Jones hafi sagt eða gert eitthvað sem er ekki í samræmi við það sem hann hefur rekið í langan tíma.

Þar að auki var ALLT efnið tekið í burtu, ekki bara einstök vídjó, heldur allt. Þetta er einsog að fjarlægja allar bækur með rithöfundi úr bókasafni því hann skrifar eina grein einhversstaðar þar sem hann segir eitthvað sem móðgar fólk.

Það sem er kannski merkilegt er tímasetningin. Allir netrisarnir banna hann á örfárra klukkustunda tímabili, sem þýðir að þetta er samræmd aðgerð milli þeirra.

Það að þeir samræmi aðgerðir sínar svona, það er merkilegt. Eru þeir að búa til sameiginlegan svartan lista yfir óæskilega einstaklinga eða miðla til að vera á þeirra þjónustum?

Þetta eru þjónustur sem ná til hvað flestra einstaklinga í hinum vestræna heimi. Þeir stýra því hvaða efni þú sérð. Í raun eru þessar miðlar hin nýju torg borga. Að þeir ritskoði svona er ógnvænlegt.

Þetta eru sömu netrisar og leyfðu ISIS að birta afhöfðunarvídjó á vefnum sínum af bandarískum ríkisborgurum, í nafni tjáningarfrelsis. Þetta eru sömu netrisar og neita að vinna með bandaríska hernum. Sömu netrisar og vilja endilega vinna með kínverska ríkinu. Lætur man hugsa og velta fyrir sér fyrir hvað þessir miðlar standa fyrir.

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tim Pool um þetta. Ég er eiginlega alveg á sömu bylgjulengd og hann í þessu.

"InfoWar is the Canary in the Coalmine"

Ég hlusta aldrei á Alex Jones. Hef samt gaman af honum þegar hann pönkast í Main stream media. Hann er skemmtilegur.  Og samsæriskenningar hans um skotárásirnar eru bara hrikalega ósmekklegar í besta falli.

En að banna hann? Alveg? Á þessum stóru miðlum? Bara í takt við ritskoðun sem verið er að þröngva fram með hugsana pjúritönum. Þrír miðlar á sama tíma? Þessir þrír? Samtímis? Mjög undarlegt og veldur manni ugg.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Allt í lagi að taka Alex Jones niður, á það skilið. Maðurinn hefur eyðilagt gífurlega fyrir hægri hugsun í pólitík. Ekki eins og það sé verið að loka hann í turninum, hann getur ennþá talað sínum máli á sínu götuhorni, eigin vefsíðu eða einhverstaðar. Drullusokkur er það ekki ljúgandi að fólki. 

Ég ber enga virðingu fyrir þessu fólki sem býr til samsæriskenningar samsæriskenninganna vegna, eins konar leikur hjá þessu fólki, verkfæri Djöfulsins í mínum huga.

Hitt er svo annað mál, eru kynlífs hringir hér og þar og allstaðar, ekki veit ég. Kannski á því að visst fólk leiti í vissar stöður, tildæmis leiklist og pólitík. Merkilegt ef að meiri hluti leikara í Hollywood voru og eru afbrigðsilegir kynferðislega, íhugunarefni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég ætla að koma með samsæriskenningu. Þessum lokunum er ekki beint gagnvart Alex Jones, eða hans rugli. Hann var bara heppilegur karakter til að taka niður, raunar nauðsynlegur til að hægt sé að halda því fram að verið sé að vinna gegn lygaáróðri og fölskum fréttaflutningi. Í tilviki Alex virkar það trúverðugt. Fólk sem fær veður af þessu þarf ekki lengi að skoða Alex og hans rugl til að verða sammála aðgerðunum og hugsar með sér; farið hefur fé betra, ekkert að sjá hér. Þar með er þetta búið af þeirra hálfu.

Á meðan og í kjölfarið þegar almenningur hefur misst athyglina er hægt að skrúfa fyrir miklu erfiðari raddir, raddir fólk sem er jafnvel í því að segja talsvert af sannleika sem er óþægilegur og passar illa inn í sögusvið heimsmála sem hannað er fyrir vesturlandabúa og dembt yfir þá af stóru pressunni.

Sjáið bara, Ritstjóri AntiWar.com og stjórnandi Ron Paul Institute. Eru þetta hættulegir menn sem eru að dreifa lygum og fölskum fréttum?

https://www.zerohedge.com/news/2018-08-07/crackdown-continues-twitter-suspends-libertarian-accounts-including-ron-paul

Ég veit svosem ekki hvað þessir menn hafa til saka unnið nákvæmlega, fylgist ekki með því. Ég veit hinsvegar að bæði AntiWar.com og Ron Paul hafa verið ákaflega gagnrýnin á stríðsbrölt bandaríkjanna og flett ofan af margvíslegri lygaþvælu þar að lútandi. Nokkuð sem er líklegast rót vandans af hálfu bandarískra stjórnvalda sem eru undirlögð af keng biluðu stríðsæsingaliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður og lýgur alveg látlaust.

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, MR-V said:

Ég ætla að koma með samsæriskenningu.

Athyglisverð samsæriskenning. Nú þurfum við bara að fylgjast með og sjá hvað gerist.

En þangað til, hér er einn sem hefur hingað til verið með alls kyns greiningar og jafnvel spár sem hafa ræst. Kemur inn á samsæriskenningu (sem ég held að sé alls ekki samsæriskenning) um hvernig þetta hafi verið samræmd aðgerð gegn honum. Trial run í þöggun til að sjá hvað gerist (sjá samsæriskenninguna góðu).

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held að menn þurfi að setja sig líka smá inn í hugarheim hægri-öfgamanna. Hvernig lítur heimurinn út fyrir þér, og hvað þú upplifir þegar hetjurnar þínar eru bannaðar af liberal-left social media sem virðast vera búnir að lýsa stríði við það sem þú trúir á.

Satt að segja þá er pólaríseringin orðin svo gígantísk þarna í USA að margir gætu farið að spinna af hjörunum. Allavega er ég nokkuð viss um að þetta "purge" mun koma til baka í smettið á þessu liði.

Alex Jones virkaði sem "outlet" fyrir þessa einstaklinga, þeir gátu horft á þetta og fundist þeir tilheyra einhverju, verið í sínu "echo chamber". Margir hlustað í meira en áratug á þennan gæja, og svo er hann bara tekinn af þeim. Og allt það sem Alex Jones hefur sagt um þetta vonda lið er allt í einu búið að sanna núna. Alex Jones hefur sagt að stríð sé að koma, að einn daginn munu þeir koma á eftir þér og fjölskyldu þinni... og núna er búið að fara á eftir Alex Jones...

 

Gott að búa á Íslandi þá, :) þessi pólarerísing ekki komin hingað, nema hjá pírötum sem eru með algjöran absólútisma um hverja þeir vinna með og ekki með... píratar er flokkur sem stundar svona polarizingu, ólíkt t.d. sjálfstæðisflokk sem vill vinna með öllum á grundvelli málefna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svona aðgerð mun bara auka paranoijuna í þessum manni og mörgum fylgjendum hans. 

8 tímum síðan, Ingimundur Kjarval said:

Ég ber enga virðingu fyrir þessu fólki sem býr til samsæriskenningar samsæriskenninganna vegna, eins konar leikur hjá þessu fólki, verkfæri Djöfulsins í mínum huga.

No comment :) 

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 minutes ago, Hallgeir said:

Svona aðgerð mun bara auka paranoijuna í þessum manni og mörgum fylgjendum hans. 

No comment :) 

Góður. Eða eins og Ása frænka sagði, þegar þú bendir á aðra, benda þrír fingur á þig sjálfan, sagði það á dönsku auðvitað. Ég var nú mest að hugsa um þessa skotárás í barnaskólanum, veit ekki einu sinni hvort að þessi Alex Jones var að kynda undir þá samsæriskenningu með að hún hefði aldrei gerst, allt búið til til að koma á strangari byssu lögum. Hvaða samsæriskenningar var hann að kynda undir?

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Allt í lagi að taka Alex Jones niður, á það skilið. Maðurinn hefur eyðilagt gífurlega fyrir hægri hugsun í pólitík. Ekki eins og það sé verið að loka hann í turninum, hann getur ennþá talað sínum máli á sínu götuhorni, eigin vefsíðu eða einhverstaðar. Drullusokkur er það ekki ljúgandi að fólki. 

Ég ber enga virðingu fyrir þessu fólki sem býr til samsæriskenningar samsæriskenninganna vegna, eins konar leikur hjá þessu fólki, verkfæri Djöfulsins í mínum huga.

Hitt er svo annað mál, eru kynlífs hringir hér og þar og allstaðar, ekki veit ég. Kannski á því að visst fólk leiti í vissar stöður, tildæmis leiklist og pólitík. Merkilegt ef að meiri hluti leikara í Hollywood voru og eru afbrigðsilegir kynferðislega, íhugunarefni.

Allskonar afbrigðilegheit viðgangast í BNA í nafni frjálslyndis. Reyndar er tjáningarfrelsið mjög vel varið í stjórnarskránni. Eina sem Alex Jones hefur gert af sér er að nota þetta tjáningarfrelsi sitt, nýta sér fyrsta viðaukann í stjórnarskránni.

Það er ekki til neitt "hate speech" í bandarísku stjórnarskránni, öll tjáning er vernduð, líka hatursorðræða. Hatursorðræða er eitthvað skilgreiningaratriði, huglægt. Ef ég segi að mér finnst blár ljótur litur, þá er það hatursorðræða gagnvart öllum með blá augu? Ég meina gime a break. Það er hægt að taka allt til sín. Það er réttur fólks að móðga aðra í BNA, það er varið.

 

Það er annars mjög áhugavert að fylgjast með ruglinu sem kemur frá Hollywood og þessum miðlum þessa dagana. PC áróðurinn er orðinn megn mikill. Það er varla horfandi á nýlegt sjónvarpsefni og kvikmyndir, það er verið að búa til undirliggjandi skilaboð í þessu efni um flóttafólk, fjölmenningu, LGBT, og allskonar svona liberal-left PC nonsense.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, fleebah said:

Athyglisverð samsæriskenning. Nú þurfum við bara að fylgjast með og sjá hvað gerist.

 

Já það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Síðhærði maðurinn í videóinu benti réttilega á að þetta er samræmd aðgerð og skýringar fyrirtækjanna halda ekki vatni. Þar sem ég er svolítið á öðru máli en hann er hvaðan þrýstingurinn kom. Hann virðist líta svo á að stóru fjölmiðlarnir og netfyrirtækin hafi sammælst um þetta, sameiginlegir hagsmunir osfrv. Hann nefnir raunar NGO's en fer ekki frekar út í það. Ég held að þar liggi hundurinn grafinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, MR-V said:

Ég ætla að koma með samsæriskenningu. Þessum lokunum er ekki beint gagnvart Alex Jones, eða hans rugli. Hann var bara heppilegur karakter til að taka niður, raunar nauðsynlegur til að hægt sé að halda því fram að verið sé að vinna gegn lygaáróðri og fölskum fréttaflutningi. Í tilviki Alex virkar það trúverðugt. Fólk sem fær veður af þessu þarf ekki lengi að skoða Alex og hans rugl til að verða sammála aðgerðunum og hugsar með sér; farið hefur fé betra, ekkert að sjá hér. Þar með er þetta búið af þeirra hálfu.

Á meðan og í kjölfarið þegar almenningur hefur misst athyglina er hægt að skrúfa fyrir miklu erfiðari raddir, raddir fólk sem er jafnvel í því að segja talsvert af sannleika sem er óþægilegur og passar illa inn í sögusvið heimsmála sem hannað er fyrir vesturlandabúa og dembt yfir þá af stóru pressunni.

 

Hárrétt.

Alex Jones er Canary in the Coal Mine

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, fleebah said:

Tim Pool um þetta. Ég er eiginlega alveg á sömu bylgjulengd og hann í þessu.

"InfoWar is the Canary in the Coalmine"

Ég hlusta aldrei á Alex Jones. Hef samt gaman af honum þegar hann pönkast í Main stream media. Hann er skemmtilegur.  Og samsæriskenningar hans um skotárásirnar eru bara hrikalega ósmekklegar í besta falli.

En að banna hann? Alveg? Á þessum stóru miðlum? Bara í takt við ritskoðun sem verið er að þröngva fram með hugsana pjúritönum. Þrír miðlar á sama tíma? Þessir þrír? Samtímis? Mjög undarlegt og veldur manni ugg.

Ef það er verið að banna hann fyrir þessar samsæriskenningar um skotárásir þá er það sennilega hið besta mál, ef markið er að fá manninn til að hætta þeim og biðja aðstandendur afsökunnar á því að hafa sagt særandi hluti.Eins og við vitum þá eru þessi mál afar viðkvæm í USA ólíkt nánast öllu öðru. Þannig að ég tel að þetta séu ekki hlutir sem menn eiga að vera að smíða miklar samsæriskenningar um. ólíkt t.d 9/11, morðinu á JFK sem er alhemisviðburður. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Newton said:

Allskonar afbrigðilegheit viðgangast í BNA í nafni frjálslyndis. Reyndar er tjáningarfrelsið mjög vel varið í stjórnarskránni. Eina sem Alex Jones hefur gert af sér er að nota þetta tjáningarfrelsi sitt, nýta sér fyrsta viðaukann í stjórnarskránni.

Það er ekki til neitt "hate speech" í bandarísku stjórnarskránni, öll tjáning er vernduð, líka hatursorðræða. Hatursorðræða er eitthvað skilgreiningaratriði, huglægt. Ef ég segi að mér finnst blár ljótur litur, þá er það hatursorðræða gagnvart öllum með blá augu? Ég meina gime a break. Það er hægt að taka allt til sín. Það er réttur fólks að móðga aðra í BNA, það er varið.

 

Það er annars mjög áhugavert að fylgjast með ruglinu sem kemur frá Hollywood og þessum miðlum þessa dagana. PC áróðurinn er orðinn megn mikill. Það er varla horfandi á nýlegt sjónvarpsefni og kvikmyndir, það er verið að búa til undirliggjandi skilaboð í þessu efni um flóttafólk, fjölmenningu, LGBT, og allskonar svona liberal-left PC nonsense.

Ísland á ekki að taka við einum flóttamanni hvort sem um er að ræða efnahagsflóttamenn eða striðshráða.

Fjölmenning er góð svo framarlega sem upprunni hennar er í N-Ameríku eða V-Evrópu. Sbr allar bíómyndir og tölvuleikir, og bækur  etc  sem við elskum :)  En ef við ættlum að taka marka þetta víð Íslenskt efnni þá er þrettándinn annsi þunnur. 

LGBT - Hverjum er ekki sama hverjum þú vilt stunda kynlíf með, eða búa með. Þó ekki að hjálpa þeim sem eru með kynáttunarvanda, með dýrum og flókknum óafturkræfum aðgerðum. Heldur sálfræði

Fóstureiðingar - Konur eiga hafa rétt til þess að ráða þessu sjálfar, sérstaklega ef þeirra eigið líf er í húfi.

Byssu löggjöf - Þarft ekki að breyta neinu á Íslandi, Ameríkanar eru nátturulega ruglaðir, en í sjálfu sér væri meira kúl ef þeir tæku upp byssu leyfi þannig að mottóið væri "get gun license and you have licence to kill" :) Gætu sennilega einnig tekið upp að aðgengi almennings miðasist síðan við þær gerðir af byssum sem stóð almenningi til boða þegar önnur greininn var skrifuð. 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
55 minutes ago, DoctorHver said:

Ef það er verið að banna hann fyrir þessar samsæriskenningar um skotárásir þá er það sennilega hið besta mál, ef markið er að fá manninn til að hætta þeim og biðja aðstandendur afsökunnar á því að hafa sagt særandi hluti.Eins og við vitum þá eru þessi mál afar viðkvæm í USA ólíkt nánast öllu öðru. Þannig að ég tel að þetta séu ekki hlutir sem menn eiga að vera að smíða miklar samsæriskenningar um. ólíkt t.d 9/11, morðinu á JFK sem er alhemisviðburður. 

Ef það á að fara að ritskoða og banna fyrir að vera særandi - þá er búið að banna nánast allt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, DoctorHver said:

Ef það er verið að banna hann fyrir þessar samsæriskenningar um skotárásir þá er það sennilega hið besta mál, ef markið er að fá manninn til að hætta þeim og biðja aðstandendur afsökunnar á því að hafa sagt særandi hluti.Eins og við vitum þá eru þessi mál afar viðkvæm í USA ólíkt nánast öllu öðru. Þannig að ég tel að þetta séu ekki hlutir sem menn eiga að vera að smíða miklar samsæriskenningar um. ólíkt t.d 9/11, morðinu á JFK sem er alhemisviðburður. 

Ég held að fólk ætti að fara varlega í að verja þennan Alex Jones, það er bara ekki rétt að halda því fram opinberlega að skotárás sem drap fjölda barna hafi ekki gerst, bara verið samsæri. Ég veit tildæmis um fólk sem trúir þessu.

Held að það væri betra ef að hægri sinnað fólk væri ekki að púkka upp á svona drasl, dáldið eins og vinstri menn sem afsaka allt sem öfgavinstrið gerir.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Ég held að fólk ætti að fara varlega í að verja þennan Alex Jones, það er bara ekki rétt að halda því fram opinberlega að skotárás sem drap fjölda barna hafi ekki gerst, bara verið samsæri. Ég veit tildæmis um fólk sem trúir þessu.

Held að það væri betra ef að hægri sinnað fólk væri ekki að púkka upp á svona drasl, dáldið eins og vinstri menn sem afsaka allt sem öfgavinstrið gerir.

Að verja málfrelsi einhvers er ekki það sama og að verja skoðanir hans, það er greinarmunur þar á.

Mér er skítsama um skoðanir hans, en hví má hann ekki hafa þær skoðanir?

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 minutes ago, Newton said:

Að verja málfrelsi einhvers er ekki það sama og að verja skoðanir hans, það er greinarmunur þar á.

Mér er skítsama um skoðanir hans, en hví má hann ekki hafa þær skoðanir?

Jamm. Það er eiginlega ekki til betra dæmi en Alex Jones, um það að tjáningarfrelsið er líka fyrir þá óhreinu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.