Sign in to follow this  
Followers 0
5sinnum

Haldlagðir munir hverfja hjá lögreglu

7 posts in this topic

Það er alveg með ólíkyndum að það skuli ekki vera frekari eftirmálar að því að haldlagðir munir hverfa hjá lögreglu. Fram kom í fréttinni að þetta væri allt að 20 milljón króna virði.

Fram koma að nokkrir ákveðnir lögreglumenn liggja undir grun en ekkert virðist vera hægt að sanna.

Nú spyr ég, þarf enginn að taka ábyrgð á svona máli. Verða þessir lögreglumenn ekki örygglega færðir til starfi til að koma í veg fyrir að svona komi upp aftur. Verður enginn breyting á vörslu muna í haldi hjá lögreglu. Geta menn bara átt von á að þeir hverfi og ekkert er gert í málinu. 

Hvað með yfirmann þeirrar deildar sem sér um vörslu muna, heldur hann bara áfram eins og ekkert hafi gerst og syngur áfram með lögreglukórnum. !!!

Ég á bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Ekkert eftirlit og engin viðbrögð. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er frekar slæmt, og gefur til kynna að spilling er til staðar innan lögreglu. Hver veit nema einhverjir lögreglumenn séu í vasa glæpamanna? Gefi þeim upplýsingar og þvíumlíkt? Maður hefur séð margar hollywood myndir um spillta ameríska lögreglumenn.

Eru það þessi lágu laun?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Íslenska lögreglan er eins og ríki innan ríkis og getur gert það sem henni sýnist. Mörg dæmi um það í gegnum árin.

Galinn er að það vantar svokallað ytra eftirlit eins og þekkist víða erlendis. 

Gott að venja sig á það að taka upp símann og setja á upptöku þegar átt er samskipti við þessa menn. Gott bara svona til öryggis ef maður lendir á stórum kalli með valdakomplex. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 mínútum síðan, Hallgeir said:

Íslenska lögreglan er eins og ríki innan ríkis og getur gert það sem henni sýnist. Mörg dæmi um það í gegnum árin.

Galinn er að það vantar svokallað ytra eftirlit eins og þekkist víða erlendis. 

Gott að venja sig á það að taka upp símann og setja á upptöku þegar átt er samskipti við þessa menn. Gott bara svona til öryggis ef maður lendir á stórum kalli með valdakomplex. 

En hvað með innra eftirlitið...er það svona spillt eða vantar ytra eftirlitið til hafa eftirlit með því innra?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef skilið þetta þannig að innra eftirlit er vinnufélagarnir að rannsaka þig en ytra er óháðir aðilar.

En óháð því hvað þetta er kallað þá gerist varla mikið þegar lögreglan fær það hlutverk að rannsaka sjálfa sig og þá sérstaklega í svona litlu samfélagi. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

En það sem mér finnst vera merkilegast er að það eru einginn viðbrögð innan lögreglunnar. Það koma engar fréttir um að menn séu færðir til í starfi eða að kerfið sé endurskipulagt til að lögreglumenn haldi ekki áfram að stela haldlögðum munum. Ber enginn ábyrgð innan lögreglunnar. 

Og telja að laun séu svo lág að menn verði að vera spilltir eða stela finnst mér ódýrt. Þeir verða þá frekar að fá sér aðra vinnu. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Því miður er það er rétt sem Hallgeir segir, Lögreglan hefur frá upphafi rannsakað sjálfa sig þegar eitthvað kemur upp og það kemur engum á óvart að þeir finna sjaldan eitthvað að. Þegar eitthað er fundið að þá eru menn færðir í starfi eða þeim er sagt að skammast sín. Engin viðurlög engin ábyrgð.

En þetta er krónískt vandamál á íslandi, þar sem erfitt er að finna óháða aðila. Það á við í pólitík, lögreglu og öðrum opinberum stofnunum sem fara með einhver völd eða peninga. Stjórnmálaflokkar hafa löngum setið um valdamestu stöðurnar og plantað sínu fólki í þessar stöður. Þetta er spilling og Ísland er gegnsýrt af því.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.