Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Myndband af lögregluþjóni ganga í skrokk á manni vekur reiði

23 posts in this topic

http://www.visir.is/g/2018180819752/myndband-af-logregluthjoni-ganga-i-skrokk-a-manni-vekur-reidi

 

Ég horfði á þetta vídjó oft til að átta mig á atburðarrásinni. Vídjóið sýnir auðvitað ekki undanfarann, maður veltir fyrir sér afhverju. Er það til að láta lögreglumanninn líta verr út, einsog hann sé að ráðast á þennan gettó-thug af engri ástæðu?

En greinum fyrstu sekúndur myndbandsins.

1. Maðurinn hallar sér upp að andliti lögreglumannsins og öskrar á hann, "so what!!" eða álíka.
2. Lögreglumaðurinn ýtir honum frá sér þar sem maðurinn hagar sér ógnandi með því að ganga inn í "personal space" lögreglumannsins.
3. Maðurinn við þetta slær í hendina á lögreglumanninum og öskrar "don't touch me!".
4. Lögreglumaðurinn bregst við með valdbeitingu.

Þetta eru fyrstu 4 sekúndur myndbandsins og kannski erfitt fyrir suma að átta sig á þessu. En þessi thug, sem virðist ekki kunna að klæða sig, er klárlega að ráðast að lögreglumanninum. Lögreglumaðurinn er í rétti að nota vald til að handtaka hann þar sem hann berst gegn lögreglumanninum.

Afhverju honum var vikið frá störfum er óskiljanlegt. Ef lögreglumenn mega ekki tækla einstaklinga sem haga sér svona þá er lítil von fyrir þá.

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lögregluþjónninn missti stjórn á skapi sínu og réðst á þennan illa klædda dóna.

Jafnvel þó að menn eru illa upp aldir, dónalegir, hrópa á lögregluna, þá gefur það lögreglunni ekki leyfi til að beita viðkomandi líkamsmeiðingum.

Jafnvel í bandaríkjunum hefur lögreglan einungis leyfi til að beita ofbeldi til að verja sig og jafnvel þá verða þeir að beita ofbeldi í samræmi við þá ógn sem þeir verða fyrir.

Möo þá geta þeir ekki lamið menn bara af því að viðkomandi var dónalegur eða öskraði á lögregluna, ég veit að það gerist stöðugt, en það er ekki löglegt. Þess vegna er mál útaf þessu myndbandi. Sama hvað gerðist á undan, þá hafa lögregluþjónarnir vald yfir aðstæðum og er ekki ógnað á þeim tímapunkti þegar annar þeirra missir stjórn á sér.

Youtube er stútfullt af videóum af samskonar valdníðslu bandarísku lögreglunnar. Svona mál er erfitt að lögsækja og lítill möguleikiu á að fá lögregluþjóna dæmda, m.a. þess vegna er BNA kallað lögregluríki. 

Þú ert ekkert í lögreglunni Newton ...?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Maðurinn var ógnandi í augum lögreglumannsins.

Fólk á að sýna lögreglumönnum virðingu, ekki hrópa á þá og ganga nærri þeirra persónulega rými með handapotum. Við hverju gat þessi hálfviti búist? Hann gerði sjálfum sér þetta.

Hann virti ekki lögreglumanninn og þessi atriði sem ég nefndi hér að ofan er fullkomin réttlæting fyrir lögreglumanninn að yfirbuga manninn.

Lögreglumaðurinn hefði getað handtekið hann með öðrum aðferðum, en líklega hefur hann talið að þessi dólgur myndi streitast á móti, þannig að þessvegna fer hann strax í að yfirbuga hann.

Nei, ég er ekki lögreglumaður. Ég sé bara hlutina einsog þeir eru, ólíkt öðrum sem vilja nota svona hluti í einskonar áróður.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sko. Það er rétt, að við sjáum ekki aðdragandann, né hvað maðurinn hafði sagt við lögregluþjóninn. En hann var ekki að ógna lögregluþjóninum á neinn hátt, í skilningi orðisins. Gæti hafa rifið kjaft og allt það, en það er ekki tilefni til þessara viðbragða hjá löggíkallinum. Og fólk þarf ekki að sýna lögregluþjónum neina virðingu eða lotningu, eins og þú virðist krefjast. Þessvegna eru Vesturlönd kölluð "réttarríki." Af því að lögreglan má ekki ráðast á borgarana af tilefnislausu. Ekki einu sinni þó þeir rífi stólpakjaft og séu dónalegir...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Horfðu á vídjóið, hann slær hendina á lögreglumanninum. Það flokkast sem árás á lögreglumann. Svo einfalt er það.

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, Newton said:

Horfðu á vídjóið, hann slær hendina á lögreglumanninum. Það flokkast sem árás á lögreglumann. Svo einfalt er það.

Ég get ekki séð að þarna sé um árás á lögregluþjón að ræða, en ef við bara gefum okkur að svo sé, þá gefur það löggunni samt ekki grænt ljós á að berja manninn.

Lögreglan er bundin lögum, andstætt glæpamönnunum sem þeir fást við, þó að maður sé stundum í vafa.

Þetta vídeó sýnir greinilega hvernig lögregluþjónn missir stjórn á skapi sínu og lætur höggin dynja á borgara sem var með stæla.

Það er ekkert sem afsakar slíkar barsmíðar. 

5 hours ago, Newton said:

Við hverju gat þessi hálfviti búist? Hann gerði sjálfum sér þetta.

Ég get verið þér sammála um að gaurinn hefði átt að vita betur og sýna smá virðingu, þar sem svona lögregluofbeldi er svo algengt í BNA.

En það réttlætir ekki lögregluofbeldið ....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Góður lögreglumaður missir ekki stjórn á sér í starfi sama hversu mikið honum er ögrað. Valdbeiting á að vera hófleg og til að ná stjórn á aðstæðum en ekki til að refsa eða ná hefndum.

Lögreglan er ekki fyrir alla. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Yfirmaður minn  í einni af mörgum vinnum sem hef unnið um ævina hafði verið löggímann. Reyndar íslenska lögreglan, en samt - hann sagði mér að stundum hefði hann þurft að taka á allri þolinmæði sem hann átti til. Sérstaklega, sagði hann, þegar hann hafði verið á aukavöktum og var kannski búinn að vera 12 tíma á vakt, þurfti að díla við einhverjar aðstæður og það var bara rifið kjaft og jafnvel hrækt á hann. 

Það er rétt hjá Hallgeiri - lögreglan er ekki fyrir alla...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er í Baltimore. Það er borg sem er ekki langt frá Detroit og Chicago í glæpatíðni og gengjaglæpum. Það er galli að videóið frá "aktívistanum" byrjar rétt áður en allt hefst. Er það tilviljun að enginn aðdragandi er? Hjá "aktívista"? Mín reynsla af aktívistum er að þau eru langt frá því sanngjörn eða rökrétt þegar kemur að því að tala við/um lögregluna eða yfirvald samfélagsins yfir höfuð.

En lögreglumaðurinn átti að vita betur en að byrja hreinlega að lemja gaurinn. Þetta er bara líkamsárás. En af einhverjum ástæðum vorkenni ég gaurnum heldur ekki neitt. Sumir eru bara að biðja um að vera kýldir, leita sér að vandræðum, það er nú bara þannig stundum. Hvort sem það er sveitaball á Íslandi eða the hood í Baltimore.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Borgarinn réðst á lögreglumanninn, líkamsárás. Það gefur lögreglumanninum ástæðu til að handtaka borgarann, og lögreglan hefur rétt til að beita ofbeldi til að yfirbuga fólk. Það er ekki fallegt en ég vona að lögreglan sem á að vernda mig bregðist svona við í slíkum aðstæðum. Fólk á ekki að komast upp með að beita lögreglumenn andlegu eða líkamlegu ofbeldi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 minutes ago, Femma Hrútsdóttir said:

ég vona að lögreglan sem á að vernda mig bregðist svona við í slíkum aðstæðum.

Vonum að löggumann ráðist ekki á þig í æðiskasti sínu ....

11 minutes ago, Femma Hrútsdóttir said:

Fólk á ekki að komast upp með að beita lögreglumenn andlegu eða líkamlegu ofbeldi.

Hvað er "andlegt ofbeldi" í þessu samhengi??

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 minutes ago, Frater DOV said:

Vonum að löggumann ráðist ekki á þig í æðiskasti sínu ....

Hvað er "andlegt ofbeldi" í þessu samhengi??

Fyrir utan alla þá málverja sem búa í BNA, þá sýnist mér að nokkrir í viðbót mættu flytja þangað. Þá fengju þeir akkúrat þá löggu sem þeir vilja. Vera bara ekki of lengi úti í sólinni, því þá gætu þau orðið of brún fyrir löggunnar smekk... :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
31 minutes ago, Frater DOV said:

Vonum að löggumann ráðist ekki á þig í æðiskasti sínu ....

 

Þetta var ekkert æðiskast, mér fannst þetta vel yfirvegað hjá löggimann.

32 minutes ago, Frater DOV said:

Vonum að löggumann ráðist ekki á þig í æðiskasti sínu ....

Hvað er "andlegt ofbeldi" í þessu samhengi??

Að hrópa ókvæðisorð að einhverjum. Hvað annað?

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Femma Hrútsdóttir said:

Þetta var ekkert æðiskast, mér fannst þetta vel yfirvegað hjá löggimann.

jahá, þetta er það sem þú kallar "yfirvegað"

Ég myndi kalla það stjórnlausa bræði.

2 hours ago, Femma Hrútsdóttir said:

Að hrópa ókvæðisorð að einhverjum. Hvað annað?

...og finnst þér eðlilegt að lögreglan bregðist við ókvæðisorðum með því að berja viðkomandi?

 

Það eru til mismunandi viðhorf og það á að vera pláss fyrir allar skoðanir.

en ég verð að segja að mér finnst þín afstaða minna dáltið mikið á aðferðarfræði þeirra sem vilja leysa vanda með ofbeldi.

Sjálfur er ég ekki fylgjandi slíkum aðferðum, kýs frekar að leysa vandann á friðsamlegann hátt ef það er mögulegt og í það minnsta að lögreglan fari að lögum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 minutes ago, Frater DOV said:

 

...og finnst þér eðlilegt að lögreglan bregðist við ókvæðisorðum með því að berja viðkomandi?

 

 

Það er ljótt að snúa út úr, Frater minn.

Þetta er ekki það sem gerðist.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er ekki að snúa út úr, ég er að reyna að skilja þig  ...

Þú segir

4 hours ago, Femma Hrútsdóttir said:

Borgarinn réðst á lögreglumanninn, líkamsárás. Það gefur lögreglumanninum ástæðu til að handtaka borgarann

  [.. snip ...}

Fólk á ekki að komast upp með að beita lögreglumenn andlegu eða líkamlegu ofbeldi.

Þar sem ég sé ekkert líkamlegt ofbeldi af borgaranns hálfu á vídeóinu, en ég sé að hann öskrar á löggumanninn, þá dreg ég þá ályktunb að það sé öskrið sem þú meinar, en er ekki alveg viss svo ég orða það sem spurningu ...

22 minutes ago, Frater DOV said:

...og finnst þér eðlilegt að lögreglan bregðist við ókvæðisorðum með því að berja viðkomandi?

og þá segir mig snúa út úr ...

En svo er ekki, afstaða þín er bara svo langt frá því sem mér þykir eðlilegt að ég á erfitt með að fylgja þér.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 8/12/2018 at 10:03 PM, Newton said:

Horfðu á vídjóið, hann slær hendina á lögreglumanninum. Það flokkast sem árás á lögreglumann. Svo einfalt er það.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
56 minutes ago, Frater DOV said:

Þar sem ég sé ekkert líkamlegt ofbeldi af borgaranns hálfu á vídeóinu, en ég sé að hann öskrar á löggumanninn, þá dreg ég þá ályktunb að það sé öskrið sem þú meinar, en er ekki alveg viss svo ég orða það sem spurningu ....

Þarf að fara yfir þetta með þér ramma fyrir ramma? Er hugsunar-biasinn orðin svona gríðarlegur að hann lokar á sýnina þína?

Rýndu í fyrstu 5 sek, horfðu á þær 20 sinnum, reyndu að búa til atburðarrás, hver gerir hvað hvenær. Þá kemstu að því að atburðarrásin er einsog ég var að lýsa í upphaflega innlegginu.

Þessi gæji hallar sér upp að lögreglumanninum, stingur hausnum á sér inn í persónulega rými lögreglumannsins og öskrar á hann. Það sést ekki á myndbandinu hvort fruss eða álíka kemur með, en það gæti alveg verið líklegt þar sem hann öskrar svona nálægt lögreglumanninum.

Það að fara svona nálægt lögreglumanni getur verið túlkað sem öryggisógn gagnvart lögreglumanninum. Hann stingur hausnum á sér um 15 sm frá hausi lögreglumannsins, hallar líkama sínum að honum, þarna er hann kominn í góða stöðu til að skalla lögreglumanninn, eða jafnvel reyna að taka vopnin af honum.

Lögreglumaðurinn ýtir þessum gæja frá sér til að halda honum í hæfilegri fjarlægð frá sér öryggisins vegna.

Við það bregst þessi gæji með því að slá í lögreglumanninn.

Lögreglumaðurinn bregst við með því að yfirbuga hann.

 

Það er enginn að segja mér að eitthvað annað sér að gerast í þessu vídjói. Lögreglumaðurinn var fullkomlega í rétti sínum. Hann er að sinna skyldum sínum í hættulegu hverfi, hann er einkennisklæddur á gangi, og þarna er einstaklingur sem hann veit ekki deili á sem hegðar sér ógnandi gagnvart honum. Segðu mér, átti kannski lögreglumaðurinn að beygja sig fyrir hann og biðjast afsökunar og hafa sig á brott með skottið milli fótanna? Lögreglumaðurinn er þarna til að halda uppi öryggi, lög og reglu. Hann getur ekki tryggt það ef hann má ekkert gera.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Newton said:

Lögreglumaðurinn bregst við með því að yfirbuga hann.

Það má vel vera að það hafi verið ástæða til að handtaka þennan gaur.  Aðferðin er hins vegar kolröng.   Löggan ætti að leggja hann yfirvegað niður og í járn og kalla fleiri til ef þörf er á frekar en að nota hann eins og boxpúða.  

Hérna er til dæmis sýnd tækni tilkomin af slæmu tilefni.   Þrjóturinn snúinn niður og í járn á þann veg að líkur á að hvort sem er lögreglan eða sakborningur meiðist eru í lágmarki.   

https://pix11.com/2015/03/03/nypd-teaching-officers-new-takedown-technique/

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 minutes ago, Breyskur said:

Það má vel vera að það hafi verið ástæða til að handtaka þennan gaur.  Aðferðin er hins vegar kolröng.   Löggan ætti að leggja hann yfirvegað niður og í járn og kalla fleiri til ef þörf er á frekar en að nota hann eins og boxpúða.  

Hérna er til dæmis sýnd tækni tilkomin af slæmu tilefni.   Þrjóturinn snúinn niður og í járn á þann veg að líkur á að hvort sem er lögreglan eða sakborningur meiðist eru í lágmarki.   

https://pix11.com/2015/03/03/nypd-teaching-officers-new-takedown-technique/

Það má alveg skeggræða það, hvort þessi hafi fengið slíka þjálfun eða ekki. Það var rétt að yfirbuga þennan gæja, en kannski beita öðru en hnefum, þó líklega sé ekki neitt sérstaklega skilgreint hvað séu viðurkenndar yfirbugunaraðferðir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.