Sign in to follow this  
Followers 0
Frater DOV

Hvað er eðlilegt og ásættanlegt á Íslandi?

14 posts in this topic

Stundum kíki ég mér til ergelsis og tuðhvata á síður DV. Sjaldan bregst þessi miðill í lágkúrunni og undirmálsmennskunni og gerði hann það ekki heldur í dag.

Þar lærði ég afar áhugaverðann hlut um lesendur DV, sem væntanlega er einskonar þversnið af þjóðinni

Fyrirsögnin fjallaði um að þeir sem stunda dýraníð (kynlíf með dýrum) eru ekki endilega ógeð. Eða möo þá er það stundum ókey að stunda kynlíf með dýrum.

http://www.dv.is/frettir/2018/8/31/kristin-sem-stunda-kynlif-med-dyrum-eru-ekki-endilega-oged/Capture.JPG

Greinin fór ekki í smáatriði um hvenær eða hvers vegna kynlíf með dýrum er ekki alltaf níð, en Kristín, sem skrifa'ði lokaritggerð í háskólanum um efnið sem er uppspretta þessarar greinar, talaði um að hún hafi lesið um mann sem varð ástfanginn af hestinum sínum og að það hafi henni fundist ókey sem svo varð til þess að hún kynnti sér málið frekar sem endaði með umræddri ritgerð.

Áhugaverð "umræða" spannst af virkum í athugasemdum sem flestir töldu það hina mestu siðleysu að stunda kynlíf með dýrum, þar sem dýrin gætu ekki gefið samþykki.

Þó að ég sé því að mestu leiti sammála, að það er hin mesta ógæfa að vera nauðgað, þá sé ég samt stórann mun á því og því sem er að gerast og hefur verið að gerast bjá bændum og í sláturhúsum heimsinns í árþúsundir.

Enginn virðist kippa sér upp við að við ölum dýr upp, oft í hrylllegum og kvalarfullum aðstæðum, til þess eins að geta étið hold þeirrra. Hvar er samþykki dýrsinns við þeirri meðhöndlun..?

Ég er að pæla í þvi hvers vegna það er verra fyrir dyrið að láta nauðga sér, en að láta ala sig upp til að vera slátrað og étið? Möo, hvers vegna er það verra að misnota dýr kynferðislega, en t.d. að þvinga fæðingar á kvenndýrðið og að ala  afkvæmi þess upp sem fanga með það eitt að leiðarljósi að slátra því og bera hold þess sér til munns.

Kanski að rollan myndi frekar óska sér þess að vera nauðgað einu sinni eða tvisvar, frekar en að láta éta öll afkvæmi sín og sjálfa sig þegar tíminn kemur. Hvort myndir þú vilja..?

Vakti líka pælingar um hvort hægt sé að "drepa" á mannúðlegann hátt, hvort dráp og mannúð sé yfirhöfuð sæmræmalegt ... og ef svo er hvað þá með mannúðlega nauðgun?

 

Er það verra að láta nauðga sér en að vera með merktann bás á færibandinu í sláturhúsið?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sláturhúsadráp er siðferðilegt álitaefni sem ég sem kjötæta verð að láta liggja á milli hluta. Öðrum kosti get ég ekki réttlætt kjötát mitt. Sem er hvort eð er engin réttlæting yfir höfuð.

En dýranauðgun er eitthvað sem ég hef blessunarlega ekki leitt mikið hugann að.

En nú spyr ég eins og bjáni: eru dýr önnur en mannskepnan með næga vitund (e. awareness) til að túlka kynferðislega nauðung með sama hátt og mannskepnan?

Ekki það að ég sé að réttlæta kynlíf með dýrum, langt í frá.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Victor Laszlo said:

En nú spyr ég eins og bjáni: eru dýr önnur en mannskepnan með næga vitund (e. awareness) til að túlka kynferðislega nauðung með sama hátt og mannskepnan?

Ég stofnaði þráðinn utaf þversögninni í því þegar fólk sér níð, ógeð og óréttlæti þegar manneskja svalar kynferðislöngunum sínum með dýri, þá er dýrið verðugt fórnarlamb og fær meðaumkun.

En þetta sama fólk sér ekkert að því að drepa sama dýr og éta það, í því samhengi er dýrið óverðugt fórnarlamb, sem fær enga meðaumkun

 

Það er líklega rétt að dýr hefur ekki vitund til að skilja nauðgun sem nauðung, þó það skilji án efa sársauka.

En spurningin sem ég kasta fram fjallar ekki um dýrið, heldur um sýn okkar mannfólksinns á hvað er rétt og hvað er rangt.

Að okkur finnist rangt að nauðga dýri, en það er allt í lagi að drepa það og éta það.

Einkennilegt cognitive dissonance .. og segir meira en margar bækur um viðhorf okkar til kynlífs ...

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég lærði líka eitt nýtt við lestur þessarar fréttar. Að það sé tekið sérstaklega fram í lögum að kynlíf með býflugum sé bannað. BÝFLUGUM.... :)

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af því flestir eru líklegast ekki að spá í dýrinu sjálfu heldur láta ógeðisfaktorinn ráða. Jafnvel þó það væri hægt að með einhverri leið að sýna fram á það að dýrið væri viljugt þá myndi það ekki breyta neinu. Þetta samþykkisdæmi er bara eitthvað tækniatriði sem er þægilegt að grípa í en rótin er bara sú að fólki finnst þetta ógeðslegt að einhver sé með svona hugsanir og langanir.

34 mínútum síðan, jenar said:

Ég lærði líka eitt nýtt við lestur þessarar fréttar. Að það sé tekið sérstaklega fram í lögum að kynlíf með býflugum sé bannað. BÝFLUGUM.... :)

Djöf... þetta er alveg búið að eyðileggja plönin mín um býflugnaræktun. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Hallgeir said:

Af því flestir eru líklegast ekki að spá í dýrinu sjálfu heldur láta ógeðisfaktorinn ráða. Jafnvel þó það væri hægt að með einhverri leið að sýna fram á það að dýrið væri viljugt þá myndi það ekki breyta neinu. Þetta samþykkisdæmi er bara eitthvað tækniatriði sem er þægilegt að grípa í en rótin er bara sú að fólki finnst þetta ógeðslegt að einhver sé með svona hugsanir og langanir.

Djöf... þetta er alveg búið að eyðileggja plönin mín um býflugnaræktun. 

:)

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, jenar said:

Ég lærði líka eitt nýtt við lestur þessarar fréttar. Að það sé tekið sérstaklega fram í lögum að kynlíf með býflugum sé bannað. BÝFLUGUM.... :)

Maja byfluga var nu alltaf helviti sexy,,,:lol:

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, jenar said:

Að það sé tekið sérstaklega fram í lögum að kynlíf með býflugum sé bannað.

Hvort sem þú trúir þvi eða ekki þá hefur (meintur) vísindamaður Bruce Bhagemil fundið út að jafnvel húsflugan getur sýnt af sér kynferðislega hegðun og verið hommi.

Hérna er listi yfir þær dýrategundir sem hafa sýnt "samkynhneigða hegðun" - jamm Ef Hallgeir er eitthvað fyrir skriðdýr, skordýr, loðdýr eða önnur dýr þá á hann fullt af sjens ...

 

3 hours ago, Hallgeir said:

Af því flestir eru líklegast ekki að spá í dýrinu sjálfu heldur láta ógeðisfaktorinn ráða. Jafnvel þó það væri hægt að með einhverri leið að sýna fram á það að dýrið væri viljugt þá myndi það ekki breyta neinu.

Þannig að þeim er í raun alveg sama hvort rollunni hafi verið nauðgað áður eða eftir að hún var skorin á háls??  :o

sorrí að ég hljóma over the top morbid ...hef bara þannig húmor stundum ... :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Femínistar á Alþingi hafa greinilega misskilið það herfilega, þegar einhver feitur sveittur þingmaður, miðaldra og hvítur, sagðist vilja vera fluga á vegg... :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, jenar said:

Femínistar á Alþingi hafa greinilega misskilið það herfilega, þegar einhver feitur sveittur þingmaður, miðaldra og hvítur, sagðist vilja vera fluga á vegg... :)

:lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

En hvaða persónufornafn er notað þegar maður upplifir sig sem flugu á vegg? :)

On 9/6/2018 at 1:01, Frater DOV said:

Hvort sem þú trúir þvi eða ekki þá hefur (meintur) vísindamaður Bruce Bhagemil fundið út að jafnvel húsflugan getur sýnt af sér kynferðislega hegðun og verið hommi.

Hommaflugur... vá allt er greinilega til. Er þetta þá það sem kallað er fruit flies á ensku? 

On 9/6/2018 at 1:01, Frater DOV said:

Hérna er listi yfir þær dýrategundir sem hafa sýnt "samkynhneigða hegðun" - jamm Ef Hallgeir er eitthvað fyrir skriðdýr, skordýr, loðdýr eða önnur dýr þá á hann fullt af sjens

Ekki að ég þekki þetta persónulega en ég held að það sé varasamt að yfirfæra kynja-kynhneigðina yfir á dýrahneigðina. Það er allavega þannig þegar kemur að pedófílíunni að það er ekki endilega samræmi þarna á milli. Alveg inni í myndinni sem dæmi að gagnkynhneigðir karlar misnoti drengi.

En já takk fyrir þennan lista en eina loðdýrið sem ég er fyrir er karlmaðurinn :) 

On 9/6/2018 at 1:01, Frater DOV said:

Þannig að þeim er í raun alveg sama hvort rollunni hafi verið nauðgað áður eða eftir að hún var skorin á háls??  :o

sorrí að ég hljóma over the top morbid ...hef bara þannig húmor stundum ... :lol:

Já það sem skiptir öllu máli er hvort maðurinn er með ógeðslegar hugsanir eða ekki.

Tökum dýraræktun sem dæmi. Það er sjálfsagður hlutur að rúnka karldýri í hólk til að ná sæðinu. Ef sá sem framkvæmir það hinsvegar örvast kynferðislega þá sér fólk það í allt öðru ljósi. Dýrið finnur engan mun samt frá sjónarhorni þess er engin munur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
42 minutes ago, Hallgeir said:

Hommaflugur... vá allt er greinilega til. Er þetta þá það sem kallað er fruit flies á ensku? 

Einmitt og "one night stands" eru kallaðar dægurflugur ....

35 minutes ago, Hallgeir said:

Ekki að ég þekki þetta persónulega en ég held að það sé varasamt að yfirfæra kynja-kynhneigðina yfir á dýrahneigðina.

Ég held líka að það sé varasamt að lesa mannlegar hneigðir og tilfinningar í hegðun dýra.

Það verður samt fyrst alvarlega fyndið þegar menn lesa kynferðishegðun (hvað þá samkynhneigða hegðun) í húsflugur eða magaorm.

Hvað ætli eigandinn segi um hundinn sinn, sem riðlast á fæti manns; er hundurinn þá zoofil hommi??

og ef manni finnst það fyndið og hefur gaman að því, er maður þá samsekur? :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er allavega heppinn með það að minn hundur sen er ógeldur lætur fætur alveg í friði. Ég hef samt tekið eftir því að hann er alveg jafn líklegur til þess að fara upp á annan rakka eins og tík. 

58 mínútum síðan, Frater DOV said:

og ef manni finnst það fyndið og hefur gaman að því, er maður þá samsekur? :lol:

Já ertu ekki bara kynferðisbrotamaður by proxy þá :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
15 hours ago, Hallgeir said:

Já ertu ekki bara kynferðisbrotamaður by proxy þá :)

Örugglega ... :lol:

Annars hressandi að geta gert grín á þennan hátt án þess að menn velja að meiða sig, móðast eða krumpast saman í feimni.

:thumbsup:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.