Sign in to follow this  
Followers 0
SSSól

Störf framtíðar

7 posts in this topic

Núna eru framundan miklar breytingar á störfum.  

Ísland er að keppa við önnur lönd og ef við verðum undir minnka lífsgæði.

Störfum sem eru til i dag mun fækka. Kannski koma ný störf í stað þeirra sem eru lögð niður, kannski kom þau ekki.

Menn sem eru að selja framtíðina án okkar starfa í dag segja að ný og betri störf komi í staðinn.

Það getur verið rétt en það er lang frá því að vera víst.

Þetta minnir á falspámennina sem sögðu að EES , frjálsræði og einkavæðing mundi skila Íslendingum aukin lífsgæði.

Það er auðvitað rétt að sumir njóta lífsgæða en það eru fáir.

Gylfi Zoega segir að kaupmáttur sé 20% hærri em 2007. Hvaða máli skipir það fyrir þá sem misstu af heilum áratug? 20% meðaltal mun ekki koma í staðinn fyrir þjáninguna og glötuðu tækifærin sem hrunið olli okkur. Gylfi er hagfræðiprofessor og er sem slíkur ónæmur fyrir hagsveiflum.

Gylfi er gott dæmi um aðila sem græða á einkavæðingu og EES. Störfin hurfu ekki og það koma engir erlendir verkamenn til að halda niðri launum hjá íslenskum iðnaðarmönnum.

Ég held að næsta ræknibylting muni ganga af okkur dauðum en koma sér vel fyrir fámennan hóp sérréttindafólks.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hefur verið kallað 4. iðnbyltingin.

Störf hafa alltaf úreldast. Það er alltaf þróun í gangi og ný störf koma í staðinn.

Hinsvegar er stóra vandamálið með það sem er framundan er að þróunin er að verða hraðari, störf verða úreltari hraðar en manneskjur ná að meðhöndla.

Áður fyrr gat fólk verið nokkuð öruggt í sínu starfi áratugum saman, jafnvel starfaði hjá sama fyrirtæki alla sína starfsævi. Núna er það að breytast. Starfstími fólks á hverjum stað er sífellt að styttast.

Við þetta að störf úreldist svona hratt þá verða margir einstaklingar undir sem fá ekki annað starf við hæfi. Það er nefnilega ekkert endilega auðvelt fyrir fullorðið fólk að endurmennta sig fyrir annað starf. Það tekur mörg ár, og ekki eitthvað sem er á færi allra.

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, SSSól said:

Ég held að næsta tæknibylting muni ganga af okkur dauðum en koma sér vel fyrir fámennan hóp sérréttindafólks.

Þú ert líklega að meina með sérréttindum, "fólk sem kann að velja skynsamlega"? T.d. ekki fólk sem ákveður að læra femíníska dansþerapíu (kynjafræði) eða fólk sem ákveður að læra sagnfræði (fortíðina)?

En það er líka í þessu þau störf sem í dag krefjast aðkomu mannsins en mun verða automatic eða vélvæddur í framtíðinni, t.d. mörk störf í verksmiðjum og skyndibitastöðum þar sem hægt er að vélmennnavæða störfin enn frekar en það sem komið er í dag.

Og það sem best (verst?) er, það er að krafan um lögbundin lágmarkslaun er að flýta fyrir þessari þróun. Bernie Sanders og co eru að mótívera fullt af atvinnuleysi meðal láglaunafólks. Vel gert :( .

Við erum nú þegar búin að sjá fyrstu viðbrögðin því því, þ.e. pöntunarglugginn í McDonalds, þegar lágmarkslaun eru lögbundin og fyrirtæki þurfa þá að lækka breytilegan kostnað töluvert á móti til að halda samkeppnisfærni sinni.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, fleebah said:

Og það sem best (verst?) er, það er að krafan um lögbundin lágmarkslaun er að flýta fyrir þessari þróun. Bernie Sanders og co eru að mótívera fullt af atvinnuleysi meðal láglaunafólks. Vel gert :( .

 

Að því að þeir myndu nefnilega ekki búa til vélmenni annars?

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Dr.Splattenburgers said:

Að því að þeir myndu nefnilega ekki búa til vélmenni annars?

"Flýta fyrir" kom þarna fyrir. Þetta kom fram þegar umræðan um "minum salary" fór fram. Þetta er ekki forsenda þessarar þróunar heldur flýtir fyrir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það geta ekkert allir unnið við róbóta og gervigreind.

Stór hluti fólks á vinnumarkaði er einmitt í störfum sem má flokka einhæf, láglauna.

Ímyndið ykkur umhverfi þar sem 80-90% allra starfa úreldast á 20 ára fresti. Fólk sem menntar sig í háskóla, útskrifast 23-25 ára, þá verður sú menntun og starfsreynsla orðin úreld eftir 2 áratugi, 43-45 ára gamalt, og kannski ekki í stakk búin að fara aftur í háskóla enda komið með börn á framfærslu og húsnæði sem þarf að greiða af.

 

Meðalaldur fólks í háskólum á Íslandi er mjög hár, og það þykir ekki stórt mál að eldra fólk fari í háskólanám. En ég er þó þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að hafa aðgang að öllum tegundum náms á hvaða aldri sem er. Þá er það með tilliti til þjóðfélagslegrar hagkvæmni. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að niðurgreiða læknanám fyrir 20 ára einstakling, en ekki fyrir 50 ára gamlan einstakling, þar sem 20 ára einstaklingur er líklegri til að vera læknir í 4-5 áratugi en sá 50 ára í bara stuttan tíma.

En til eru nám sem eru ekki dýr, og eru stutt, og einstaklingar ættu að hafa aðgang að þeim auðveldlega.

Ég tel að háskólaumhverfið hér á Íslandi þurfi í auknum mæli huga meira að því að hugsa sig sem símenntunnar eða endurmenntunarstofnun, frekar en hið klassíska 3-5 ára háskólanám fyrir ungt fólk.
Því ef fólk þarf að fara og öðlast nýja menntun á 2-3 sinnum á lífsleiðinni þá er núverandi fyrirkomulag ekki hentugt.

Ég er hlynntari styttri námum sem gefa þér rétt eða gráðu sem fyrst, og svo getur þú bætt við þig auknum réttindum eða gráðum.

T.d. skil ég ekki hví leikskólakennaranám sé orðið 5 ára langt, það meikar engan sense, þú þarft ekkert 5 ára háskólanám til að vinna á leikskóla, jafnvel 2ja ára nám er sæmilega hæfilegt. En ég myndi ekki sjá neitt að því að fólk fái leikskólakennarapróf eftir 2 ár, en geti öðlast meistararétti eftir önnur 2 ár hyggi það á að vera t.d. leikskólastjóri.

Fólk sem er orðið 40 ára gamalt er ekki að fara í 5 ára háskólanám aftur til að endurmennta sig. 1 ár er hæfilegur tími, 2 ár max.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.