Sign in to follow this  
Followers 0
Frater DOV

1984 George Orwells er komið

8 posts in this topic

Í söguheim 1984 var skjár og myndavél í hverju herbergi, til að innræta borgarana og til að fylgjast með þeim. Orwell datt ekki í hug að fólk væri svo heimskt að bera sjálft útbúnaðinn sem notaður er til að innræta því skoðanir og njósna um það, en í dag gerum við einmitt það og borgum fyrir tækin sjálf.

Þetta hefur jú verið vitað lengi, en flestir hafa annaðhvort ekki skilið afleiðingarnar eða kosið að stinga hausnum í sandinn. En núna er þessar upplýsingar orðnar meinstrím að símarnir okkar og önnur snjalltæki, njósna um okkur líka þegar við erum ekki að nota þá. Meira að segja vísir.is skrifar um það. En það er vafalaust orðið of seint þar sem flestir eru svo apatískir að geta ekki verið án snjallsímanns.

Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér

Quote

Hún segir nettengd leikföng einnig hafa verið í sölu í einhvern tíma og nefnir þar sem dæmi dúkkuna Cayla  sem studdist við raddstýringu í gegnum stýrikerfi frá Android og Apple. Börnin gátu talað við dúkkuna en það sem ekki var vitað er að dúkkan safnaði upplýsingum í gegnum raddstýringabúnaðinn og var bönnuð víða í Evrópu þar sem hún þótti brjóta í bága við reglur um friðhelgi einkalífs.

Helga nefnir einnig nettengda bangsa, en gagnagrunnar með persónuupplýsingum sem þeir söfnuðu voru teknir í gíslingu og fólk krafið lausnargjalds svo ekki yrðu birtar persónuupplýsingar sem náðust á bandarískum heimilum.

Þá búa margir bílar í dag yfir allskyns skynjurum sem hafa getu til að nema persónuupplýsingar án þess að einstaklingurinn viti af því.

Google Street View verkefnið, sem meðal annars náði til Íslands, var einnig umdeilt. Þar var bíl frá Google ekið um götur og hann myndaði allt umhverfið. Helga segir að bílarnir frá Google hafi komist inn í Wifi-tengingar á heimilum í Bandaríkjunum og þannig náð í tölvupósta, upplýsingar um notendanöfn og aðgangsorð ásamt því að fá aðgang að myndböndum og skjölum.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Íronían er gríðarleg í þessu því að Orwell samdi sína sögu með sovéskan kommúnisma í huga. Það var hvorki sovétið né kommúnisminn sem færði þessar hremmingar yfir okkur eftir allt.

En ég er sammála, mér finnst þessi þróun netsins skelfileg. En kannski var ekki við öðru að búast.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef miklar áhyggjur af þessu.

Þegar maður les svo hvernig Google er að ritskoða íhaldsskoðanir, facebook einnig, dyraverðir upplýsinga á netinu, þá fer um mig hrollur, smá hræðsluhrollur, ég veit ekki hverskonar samfélag verður hér ofan á ef þetta lið nær að stjórna öllu upplýsingaflæði og hafa áhrif á kosningar með því að slökkva á öllum öðrum röddum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
33 minutes ago, Newton said:

Ég hef miklar áhyggjur af þessu.

Þegar maður les svo hvernig Google er að ritskoða íhaldsskoðanir, facebook einnig, dyraverðir upplýsinga á netinu, þá fer um mig hrollur, smá hræðsluhrollur, ég veit ekki hverskonar samfélag verður hér ofan á ef þetta lið nær að stjórna öllu upplýsingaflæði og hafa áhrif á kosningar með því að slökkva á öllum öðrum röddum.

Bráðum færðu ekki far með Uber út af því hvað síminn þinn er búinn að heyra þig segja.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Langflestir vilja vera áfram sofandi og láta mata sig. 

Mér fannst þetta atriði í Matrix vera mjög sterkt og lýsandi. Flestir myndu velja þessa leið:

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 hours ago, Frater DOV said:

Í söguheim 1984 var skjár og myndavél í hverju herbergi, til að innræta borgarana og til að fylgjast með þeim. Orwell datt ekki í hug að fólk væri svo heimskt að bera sjálft útbúnaðinn sem notaður er til að innræta því skoðanir og njósna um það, en í dag gerum við einmitt það og borgum fyrir tækin sjálf.

Ég fer reglulega í gegnum öppin í símanum mínum og loka á aðgang að hljóðnemanum í öppum sem hafa ekkert með það að gera. T.d. Facebook. Alexa og álíka tæki munu aldrei koma inn á mitt heimili.

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, fleebah said:

Ég fer reglulega í gegnum öppin í símanum mínum og loka á aðgang að hljóðnemanum í öppum sem hafa ekkert með það að gera. T.d. Facebook. Alexa og álíka tæki munu aldrei koma inn á mitt heimili.

Ertu viss um að það dugi til?

Þegar það hefur komið í ljós að fyrirtæki eins og google ræna upplýsingum og hlera fólk án vitundar þeirra ...?

Quote

Google admits collecting Wi-Fi data through Street View cars

German request for data audit reveals the web giant 'accidentally' stored payload information from open networks

Þesssi grein er frá 2010

Sjáðu hvað Snowden sagði okkur um þetta 2015

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Yfirvöld voru með okkur (alla vega í BNA og UK) ,,í vasanum" fyrir þremur árum. Þeim hefur eflaust farið töluvert fram frá þeim tíma?!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.