Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Hagar selja 3 bónus verslanir

9 posts in this topic

Ég er eiginlega orðlaus. Vegna samruna þá þurfa Hagar að selja 3 bónus verslanir, í skeifu, hallveigarstíg, og við Smiðjuveg í kópavogi.

Þetta er vegna þess að íslensk stjórnvöld krefjast þess, þ.e. samkeppniseftirlitið.

Maður er hugsi.

Um 30 árum eftir að Bónus opnar sína fyrstu verslun við Smiðjuveg í kópavogi, þá koma stjórnvöld og loka henni.

Einnig er tveimur  öðrum verslunum lokað.

Allt er þetta í óþökk viðskiptavina og íbúa. Hvað annað kemur í staðinn? Ekkert fyrir víst. En þetta fullnægir víst samkeppniseftirlitinu, það viti borna fólk sem þar starfar... bleh..

Það hefur enginn bannað neinum að opna verslun í skeifunni, þar opnaði Víðir, átti ekki séns, alltof hátt verð.
Það hafa verið aðrar verslanir í smiðjuhverfinu, en verið alltof dýrar.

Samkeppni snýst ekki um að minnka markaðshlutdeild árangursríkra fyrirtækja með lokunum og bönnum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Samkeppniseftirlitið er mjög undarleg stofnun. En líklegt er að Hagar hafi lagt til einmitt þessar verslanir. Sennilega ekki með þeirra veltumeiri búðum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 minutes ago, hvumpinn said:

Samkeppniseftirlitið er mjög undarleg stofnun. En líklegt er að Hagar hafi lagt til einmitt þessar verslanir. Sennilega ekki með þeirra veltumeiri búðum.

Þetta eru veltumiklar búðir, skeifan er gríðarlega vel sótt, og smiðjuhverfið búið að vera í operation í 30 ár samfleytt, og alltaf mikið af fólki þar. Mikið af fólki í miðbænum grætur brotthvarf bónuss enda eina lágvöruverslunin þar.

Samkeppniseftirlitið hefur gefið neytandanum eitt stórt fokk-jú merki.

 

Reyndar var verið að byggja nýja bónus verslun á reitnum sem brann í skeifunni... núna veit enginn hvað verður þar!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tvíbennt með Bónus, þokklegt fyrir neytendur að versla það en ákaflega erfitt fyrir aðra að keppa á móti þeim.

Spjallaði einu sinni við heildsala.  Sá var ekki mjög sáttur við Bónus end þeir höfðu sitt fram með miklli frekju.  Þeir vildu fá lægsta verðið af öllum á markaðnum sama hvað tautaði og raulaði.   Einu sinni hafði heildsalinn selt annari keðju nokkur bretti af súkkulaði sem var við það að renna út á tíma.   Gaf þeim gott verð fyrir enda var það beggja hagur að koma þessu út.  Bónus urðu brjálaðir og hótuðu að hætta viðskiptum við hann.  

Eins var það þegar þeir ætluðu að vera með einhverja vöru á vikutilboði var honum tilkynnt hvaða verð þeir ætluðu að vera með, og ekkert hlustað á já en þá verður þetta undir kostnaðarverði sem aðrir þurfa þá að borga upp, annað hvort selur okkur á þessu verði eða við hættum viðskiptum við þig.

Niðurstaðan er sú að Bónus gat selt sýnar vörur með álagningu skrambi nærri því sem aðrir voru að fá þær á í heildsölu og áttu þá eftir að leggja smásöluna ofan á. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Aldrei heyrt íslending kvarta undan því að einhver sé að berjast fyrir lægsta verði fyrir neytendur. Meðvirkni?

Hvernig ætli Costo fúnktioni? Já, líklega fara þeir silkimjúkum höndum um birgja sína og biðja aldrei um lægsta verðið!

Svo er samkeppnisstofnunin búin að algjörlega snúast í andhverfu sína og orðin að samkeppnishaftastofnun sem hefur þann tilgang að loka frjálsum verslunum og koma í veg fyrir að neytendur hafi aðgang að lægstu verðum.

Ég bara á ekki til orð.

Haldið þið virkilega að aðrar verslanir á þessum stöðum opni? Nei. Hvað þá verslanir með verð sem eru nálægt því sem bónus býður upp á.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og nota bene, 2 af þessum verslunum er á svokölluðum "walkable living city" staðsetningum.

Þ.e. í kringum Skeifuna, þar sem margir búa og hafa gert ráð fyrir því að geta gengið í bónus verslun sem er staðsett þarna.

Svo er það kvosin þar sem bónus verslun við hallveigarstíg er smack-down-town-101 og þjónar íbúabyggð sem er þarna allt í kring, fyrir þá íbúa sem voru nægilega hardcore að kjósa að búa áfram í 101 þar til 101 umbreyttist í airbnb-101.

Það er öllum sama um bónus verslun einhversstaðar í Ögurhvarfi í Kópavogi, sem allir þurfa að keyra í. En hinar tvær, þetta er ömurlegt í alla staði fyrir þá sem vilja geta lifað án einkabílsins.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Newton said:

Aldrei heyrt íslending kvarta undan því að einhver sé að berjast fyrir lægsta verði fyrir neytendur. Meðvirkni?

Held ekki endilega að Bónus hafi verið að berjast fyrir lægsta mögulega verði til neytenda, heldur lægsta mögulega verði til sín.   Ef þeir ná að kreysta framleiðendur og heildsala geta þeir hækkað eigin álögur og losað sig við samkeppni, það er ekki þar með sagt að þeir láti það ganga til neytenda.  

2 hours ago, Newton said:

Og nota bene, 2 af þessum verslunum er á svokölluðum "walkable living city" staðsetningum.

Þetta er afleitt og hér mætti borgin beita sér.   Þokklegustu búðir miðsvæðis eru ekki á hverju strái og mikill missir af þeim fyrir skemmur í úthverfum með tilheyrandi akstri og útblæstri.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Reyndar held ég að fyrsta Bónusverslunin hafi verið opnuð í Skútuvogi, þar sem hún er enn...

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Breyskur said:

Held ekki endilega að Bónus hafi verið að berjast fyrir lægsta mögulega verði til neytenda, heldur lægsta mögulega verði til sín.   Ef þeir ná að kreysta framleiðendur og heildsala geta þeir hækkað eigin álögur og losað sig við samkeppni, það er ekki þar með sagt að þeir láti það ganga til neytenda.  

 

Bónus gjörbylti verslun á Íslandi og kom með eina mestu lífskjarabót í seinni tíð. Ef þú spyrð einhvern íslending sem býr í bæjarfélagi úti á landi, þar sem nær engin verslun er nema einhver okurbúlla, hvað hann myndi vilja, þá væri bónus verslun líklega númer #1 hjá flestum.

Ef það væri ekki fyrir bónus að kreista úr birgjum lægsta verð þá væri verðlag hér mun hærra fyrir alla, enda hefðu birgjar enga ástæðu til að lækka verð og hagræða hjá sér.

Þetta kallast bara samkeppni og frjáls markaður, sem skilar kjarabót til neytenda.

Einsog ég segi, samkeppniseftirlitið búið að snúasta í andhverfu sína.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.