Newton

Íslenska ríkið í gegnum Isavia niðurgreiðir taprekstur Wow air

26 posts in this topic

WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld
http://www.visir.is/g/2018180919180/wow-sagt-skulda-isavia-tvo-milljarda-i-lendingargjold

 

Maður veit ekki hvað þetta flugfélag skuldar öðrum, t.d. öðrum flugvöllum, en ljóst er að ef þeir skulda sínum aðalflugvelli 2 milljarða þá lofar það ekki góðu. Mig grunar að þetta flugfélag hafi verið byggt upp einsog spilaborg, með skuldum hér og þar.

En það að íslenskt ríkisfyrirtæki skuli veita einu fyrirtæki 2 milljarða lán til að standa í samkeppni við annað fyrirtæki á samkeppnismarkaði, sem skuldar sér ekkert, þá er það eitthvað sem þarf að skoða gaumgæfilega, af samkeppnisyfirvöldum.

Þetta er álíka einsog að skattstjóri myndi ákveða að veita einu fyrirtæki afslátt af því að greiða skatta, í þeim tilgangi að sigra annað fyrirtæki í samkeppni!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi frétt getur varla verið uppspuni, Morgunblaðið hlýtur að hafa heimildarmenn á bakvið þetta. Það væri mikill álitshnekkir á Morgunblaðinu að koma með svona frétt án þess að neitt sé til í henni. Fake news myndi einhverjum detta í hug.

Held að nú þurfi Isavia að gefa út fréttatilkynningu til að leiðrétta allan misskilning, aðeins þeir vita hve mikið Wow air skuldar ef eitthvað.

Það kann að vera að þessi tvö flugfélög berjist nú á banaspjótum, eru á lokametrunum, og aðeins pláss fyrir annað þeirra á markaði. Þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef einhverjir séu að grípa til slíkra örþrifaráða að láta annan aðilann lita illa út og hafa áhrif á markaði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
27 minutes ago, Newton said:

Þessi frétt getur varla verið uppspuni, Morgunblaðið hlýtur að hafa heimildarmenn á bakvið þetta. Það væri mikill álitshnekkir á Morgunblaðinu að koma með svona frétt án þess að neitt sé til í henni. Fake news myndi einhverjum detta í hug.

Held að nú þurfi Isavia að gefa út fréttatilkynningu til að leiðrétta allan misskilning, aðeins þeir vita hve mikið Wow air skuldar ef eitthvað.

Það kann að vera að þessi tvö flugfélög berjist nú á banaspjótum, eru á lokametrunum, og aðeins pláss fyrir annað þeirra á markaði. Þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef einhverjir séu að grípa til slíkra örþrifaráða að láta annan aðilann lita illa út og hafa áhrif á markaði.

Held að Skúli þurfi enga sérstaka hjálp til að líta illa út í fjölmiðlum þessa dagana. WOW hefur notið velvilja almennings og fjölmiðla en það hefur kvarnast dáldið úr því uppá síðkastið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Keflavík er bara einn viðkomustaður Wow air. Enginn veit hvaða skuldahala þetta fyrirtæki er með, á þeim tugum áfangastaða sem það flýgur til.

Held að það séu nú ansi margir sem þurfa að opna bækurnar. Icelandair er að vísu í kauphöllinni og mun strangari reglur gilda um þannig fyrirtæki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég krefst þess að fá útskýringu á þessu. Er þetta fals-frétt, tók ég þátt í að bera hana hér? Þetta er ömurlegur veruleiki!

Share this post


Link to post
Share on other sites

lendingargjöld eru borguð mánuði á eftir. ca 15m USD yfir jun-aug hjá wow myndi ég halda. Hafa orðið á eftir í greiðslum frá jún, nema mögulega að fjármálastjórnin sé svo svakalega óábyrg hjá Isavia að þeir hafi byrjað að lána fyrr. Þessi 20 M usd reikningur total væntanlega eru 10M ógreiddar núna og svo 20M frá næstu mánaðarmótum. Í öllum eðlilegum flugvallarrekstri borgaru eða ert groundaður. Tvö dæmi hjá Isavia áður:

 Chezck fyrir 2 árum minnir mig. Groundun og borgað að lokum 

Air Berlin í fyrra. Sama og borgun. 

En í báðum tilfellum að tala um milljón USD ekki 20. 

Björn Óli þarf að svara ekki seinna en á mánudaginn hversvegna hann gaf WW 10MSD í frest og með 10M USD að detta um næstu mánaðarmót. Hversvegna fór skuldin í 10M og hversvegna er hún að detta í 20M og hvað er planið?

 

tek fram að ég tel Icelandair framtíð ekkert sérlega betri en ww í dag og engir hagsmunir. En þetta eru bara skattar og forstjóri ISAVIA að ákveða að gefa þá eftir???

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 15.9.2018 at 4:59 PM, Tvíund said:

Wow aldrei skuldað Isavia tvo milljarða (ruv.is)

WOW segir þetta rangt. Þvertekur þó ekki fyrir að standa eða hafa staðið í skuld við isavia. Bara ekki upp á 2 milljarða :hmmm:

Engu logið ;) „Nam skuld fé­lags­ins, eins og viðskipta­reikn­ing­ur milli aðila stóð í lok fe­brú­ar síðastliðins 1.953.625.714 kr.“

Mbl: Sömdu um kyrr­setn­ing­una í sept­em­ber

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

http://www.ruv.is/frett/segir-isavia-hafa-leyft-wow-ad-safna-skuldum

Ég get ekki séð annað en að Ísavia hafi engan rétt til þess að kyrrsetja þessa vél, eigendur hennar ekki WOW air, er það ekki rétt hjá mér?

Lögfróðum greinir á um það, sem oftar, en hlutverk dómstóla verður að skera úr um það. Isavia vísar raunar í eldra fordæmi kröfu sinni til stuðnings. Sjáum til með það.

Telji dómstólar kyrrsetninguna og kröfuna á eiganda vélarinnar ekki standast lög, þá er eftirfarandi módel kannski fyrirsjáanlegt: 

Eigendur flugvéla geta ávallt haldið rekstri þeirra í aðskildu félagi. Gangi reksturinn ekki upp má láta rekstrarfélagið safna skuldum og falla. Eigandinn heldur hins vegar vélinni og rekstri hennar áfram í öðru rekstrarfélagi osfrv. Hér þykir mér ábyrgðarhluti af Isavia að hafa leyft félaginu að safna svona hárri skuld.

Kannski þarf sérstakt regluverk að gilda um auðfæranleg “high value capital goods”, sbr. loft- og sjóför? Allavega verður áhugavert að fylgjast með framvindunni og lyktum þessa máls.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skuld WOW við Isavia stóð í rúmum einum milljarði í lok júlí í fyrra. Hvenær ætli vanskilin hafi byrjað?

On ‎20‎.‎4‎.‎2019 at 17:13, Tvíund said:

Kannski þarf sérstakt regluverk að gilda um auðfæranleg “high value capital goods”, sbr. loft- og sjóför? Allavega verður áhugavert að fylgjast með framvindunni og lyktum þessa máls.

Höfðaborgarsáttmálinn skilgreinir alþjóðlegar leikreglur í þessu. Ísland hefur ekki verið aðili að honum hingað til en það er víst búið að standa til samt og verður óumflýjanlegt núna, sama hvernig þetta WOW-ALC-ISAVIA mál fer.

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 minutes ago, Mastro Titta said:

Skuld WOW við Isavia stóð í rúmum einum milljarði í lok júlí í fyrra. Hvenær ætli vanskilin hafi byrjað?

Góð spurning. Spyrja mætti sömu spurningar varðandi vanskilin gagnvart ALC upp á 1,6 milljarða.

Þetta er áhugaverð leikjafræðileg “valþröng” sem skapaðist. Hvorugur aðili, hvorki ALC né ISAVIA, hefði skrifað lofgrein um þann sem fyrr gripi í bremsurnar. WOW hefði svo alltaf samið um hann níðvísu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta hef ég sagt með ISAVIA, þeir vildu ekki verða fyrstir.

http://www.vb.is/frettir/isavia-vildi-ekki-yta-wow-fram-af/154187/

En jafnviss er ég um að stjórn ISAVIA ákvað þessa skuldabréfsgerð ekki uppá eigin spýtur. Fjármálaráðuneytið, og þar með Bjarni Ben. hljóta að hafa verið með í ráðum.  Verður fróðlegt að sjá hvert þetta leiðir.  Hvernig skyldi VB hafa fengið fundargerðir ISAVIA?

Og í gegnum besta árstímann, sumarið, safnaði WOW gríðarlegum skuldum 2018.  Félagið var í raun ógjaldfært þegar skuldabréfaútboðið fór fram.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Dómur fallinn, Isavia má kyrrsetja vél til að tryggja þau gjöld sem féllu á hana, það mátti ekki kyrrsetja vélina til að fjármagna kostnað vegna annara véla.   Færslan fer þá frá 2 milljörðum niður í 87milljónir.  https://www.visir.is/g/2019190509764/isavia-heimilt-ad-kyrrsetja-vel-wow-air

Þetta á eflaust eftir að fara á hin ýmsu dómsstig og er ekki loka niðurstaða enda er vélin ekki leyst úr haldi þótt eigandi hafi boðið bankaábyrgð fyrir 87milljónunum.   WoW átti einhverjar vélar á kaupleigu, það er þeir áttu nokkra eign í þeim vélum.   Athygli vekur að þær vélar voru seldar til að losa um þá peninga sem voru bundnir þar til að hella í lausafjárhítina en ekki settar sem veð eins og eðlilegt var.   Klár karl hann Skúli, losar eigið fé festir annara.   

Erfitt að ýminda sér annað en að loka dómur verði einhvað svipaður þessum, þá hlýtur eigandi að eiga bótakröfu á ISAVÍA fyrir tapaðri leigu og kostnaði sem féll til meðan vélin var ranglega kyrrsett.  

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
53 minutes ago, Breyskur said:

Dómur fallinn, Isavia má kyrrsetja vél til að tryggja þau gjöld sem féllu á hana, það mátti ekki kyrrsetja vélina til að fjármagna kostnað vegna annara véla.   Færslan fer þá frá 2 milljörðum niður í 87milljónir.  https://www.visir.is/g/2019190509764/isavia-heimilt-ad-kyrrsetja-vel-wow-air

Þetta á eflaust eftir að fara á hin ýmsu dómsstig og er ekki loka niðurstaða enda er vélin ekki leyst úr haldi þótt eigandi hafi boðið bankaábyrgð fyrir 87milljónunum.   WoW átti einhverjar vélar á kaupleigu, það er þeir áttu nokkra eign í þeim vélum.   Athygli vekur að þær vélar voru seldar til að losa um þá peninga sem voru bundnir þar til að hella í lausafjárhítina en ekki settar sem veð eins og eðlilegt var.   Klár karla hann Skúli, losar eigið fé festir annara.   

Erfitt að ýminda sér annað en að loka dómur verði einhvað svipaður þessum, þá hlýtur eigandi að eiga bótakröfu á ISAVÍA fyrir tapaðri leigu og kostnaði sem féll til meðan vélin var ranglega kyrrsett.  

 

Verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur. Og hvernig viðskiptum með þessar 4 vélar sem voru seldar til Air Canada háttaði. Kæmi ekki á óvart að eitthvað kæmi uppúr því krafsinu. 

Eitthvað hlýtur að vera farið að kvarnast úr  sértrúarsöfnuðinum sem vann hjá Skúla. 

Kannski hann ætti að reyna fyrir sér í Jesúbissniss, virðist alveg kunna á fólk.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

https://www.visir.is/g/2019190509749/isavia-vildi-frekar-vera-hluti-af-lausn-wow-air-heldur-en-valdur-ad-gjaldthroti-thess

Segir allt sem segja þarf. Meðvituð ákvörðun að halda WOW gangandi og niðurgreiða rekstur þess. Það verða líklega nærri 2,5 milljarðar sem þessi maður og fyrrverandi forstjóri kosta. Þessir menn vissu stöðuna frá fyrsta vanskiladegi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 minutes ago, hvumpinn said:

https://www.visir.is/g/2019190509749/isavia-vildi-frekar-vera-hluti-af-lausn-wow-air-heldur-en-valdur-ad-gjaldthroti-thess

Segir allt sem segja þarf. Meðvituð ákvörðun að halda WOW gangandi og niðurgreiða rekstur þess. Það verða líklega nærri 2,5 milljarðar sem þessi maður og fyrrverandi forstjóri kosta. Þessir menn vissu stöðuna frá fyrsta vanskiladegi.

Vegna niðurgreiðslu frá Isavia náði WoW að valda Icelandair stórtjóni með undirboðum.   Ef markaðurinn hefði fengið að ráða hefði WoW farið mun fyrr á hausin og tjónið vegna þeirra hefði verið lágmarkað.   Icelandair hlýtur að eiga skaðabótakröfu á Isavia.  

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er nokkuð umhugsunarefni.

Að ákveðnu leyti er fyrirgreiðsla eðlileg, en yfir 2 milljarðar er það ekki.  Sérstaklega ekki þegar veð fyrir slíku eru óljós. Og enn verra er að þetta er ríkisfyrirtæki og það hefði átt að vera meðvitað um hvernig þetta bjagar samkeppnina. Wow air lifði líklega nærri einu ári lengur en það átti að gera, á bullshitt hype.

Þetta er svolítið klassískt dæmi um það þegar skuldir einhvers eru ekki lengur hans vandamál, heldur vandamál lánveitandans. Tilhneigingin þegar aðili er "too big to fail" að reyna halda dæminu rúllandi áfram, í þeirri von að hlutirnir reddist.

 

En það er ljóst að þessi upphæð, 2 milljarðar, var rétt. Skúli afneitaði þessu, sem þýðir að hann laug um það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.