Sign in to follow this  
Followers 0
4sinnum

Næsta kreppa að koma

73 posts in this topic

Jamm, sveiflurnar halda áfram á markaðinum. Söguleg hækkun í gær og allt í rautt í dag. Menn hafa sem sagt verið að loka skortstöðum í gær og taka nýjar. Fyrstu hagtölur eftir að öllu var skellt í lás að sjálfsögðu ekki komnar og engum hlakkar til þeirrar lesningar nema skortseljurum. Fallið kemur liklega til með að halda áfram, gamall stuðningur fra síðustu viku testaður aftur. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, flestir eru sammála um þetta. Menn hópast að kaupa þegar björgunarpakkinn var að mótast og Trump vildi reyna opna á allt um páskanna, sem er auðvitað glapræði. 

Gullið byrjað að stíga upp eftir að menn sáu hvaða upphæðir BNA ætlar að dæla inn í kerfið. Síðan bætast við lokanir gullnáma í Sviss. Það mun reyna hressilega á fiat-gjaldmiðla næstu misseri. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hækkanir Iceair í höllinni síðustu 2 daga eru bilun.  Þetta er svona borðleggjandi dæmi um amateur kaffistofusnápa sem halda að þeir geti orðið ríkir með því að kaupa á þessu gengi.  Fólk er að fara skíttapa á þessu.  Ég myndi ekki ráðleggja mínum versta óvin að kaupa í þessu félagi.

Afhverju er alltaf þessi viðvaningsbragur á Kauphöll Íslands?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í dag kemur fyrsta "kreppustatistíkin frá USA.  Nú, vinnumarkaðurinn þar er ca. 170 milljónir manns.  Venjulega er nýskráning atvinnulausra ca. 220 þúsund, en menn reikna með að  krepputalan verði 1,5 milljónir. Svona ca. sex hundruð prósent aukning. Meira en það og markaðurinn fær spark niður í kjallarann aftur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jobless claims: 3,28 milljónir! Og bullandi uppgangur...fimm prósent! Hvað er í gangi? Sucker´s rally? Bear trap? Pump and Dump?

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 3/25/2020 at 5:52 PM, Ediksýra said:

Hækkanir Iceair í höllinni síðustu 2 daga eru bilun.  Þetta er svona borðleggjandi dæmi um amateur kaffistofusnápa sem halda að þeir geti orðið ríkir með því að kaupa á þessu gengi.  Fólk er að fara skíttapa á þessu.  Ég myndi ekki ráðleggja mínum versta óvin að kaupa í þessu félagi.

Afhverju er alltaf þessi viðvaningsbragur á Kauphöll Íslands?

Kallast "gambling". Fullt af spilafíklum á Íslandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, markaðir farnir að stíga á afleitum fréttum. Stundum er það teikn um að botninum sé náð. Búið að verðleggja markaðinn með fallinu og nú komi ekkert á óvart. Engin veit nema markaðurinn, segja menn. Markaðurinn er alltaf álitin vera hlutlaus og  ófyrirsjánlegur. Dýr sem ekki er hægt að temja. Kaupi það nú seint, það er einfaldlega of mikla peninga að græða með því að "hagræða" markaðinum. Það er endalaust verið að taka stóru fyrirtækin eins og Goldman og Morgan Stanley í því að vera að svindla. Lausnin er alltaf sátt, fyrirtækin borga fúlgur í skaðabætur. Endar aldrei fyrir dómi, því tapi fyrirtækin málinu rýkur rekstrarleyfið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nú, það er víst orðið of seint fyrir "V" viðsnúning á mörkuðum. Svona hratt niður, hratt upp. Flestir tala um "U" viðbragð, svona tveggja til sex mánaða flatt áður en trendin snýst. Og svo er það það sem allir óttast, "L", svona eins og japanski markaðurinn hefur verið í meir en  tuttugu eða þrjátíu ár. Niður og flatt forever.  Annars hrikalegt hvað búið er að gefa mikið ókeypis fé handa útvöldum úr sameiginlegum sjóðum. Og svo smitast kannski allir sem smitast geta fyrir rest engu að síður. Aldrei hefur jafnmiklum skattpeningum verið hent beint í ruslatunnuna á jafnskömmum tíma með ótímabærum lokunum segja sumir...  Hvað hefur svo gerst hingað í peningaheiminum? Markaðir fóru niður í febrúar og mars svona þrjátíu til fjörtíu prósent. Svo réttu þeir sig við á milli tíu til fimmtán prósent. Og þar stöndum við nú. Sumir segja suckers rally, aðrir botn í sýn en fyrst eftir tvo til þrjá mánuði. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er ánægður með uppsafnaða þekkingu í samfélögunum. T.d. leiddi reynsla sú af uppgangi nasistma og einræðisherra eins og Hitlers að sett var á kerfi atvinnuleysisbóta. Hitler komst til valda á tíma í Þýskalandi þegar atvinnuleysis var gríðarlegt, fólk átti ekki fyrir mat og húsnæði. 

Lærdómurinn var að fólk sem hafði tekjur, hafi húsnæði og var ekki að gera uppreisnir eða breyta um skoðanir á lífinu. Því komu til bætur til þeirra sem misstu vinnuna. 

Við í dag njótum gríðarlega góðs af þessu kerfi. Jú atvinnuleysis er gríðarlega erfitt en ímyndið ykkur stöðuna í dag ef engar atvinnuleysisbætur væru til staðar til að brúa bilið. 

Bilið er óvanalega breitt en markaðurinn mun finna sér nýjan farveg. Ferðaþjónusta er lúxus en skapaði mikið af störfum og líka heimsfaraldur. Það kemur eitthvað annað í staðinn og með atvinnuleysisbótum verður þetta minni þjáning og gludroði. 

Ég vona að við fáum eitthvað nýtt út úr þessum faraldri, einhverja einfalda reglu til að vinna á flóknum valda sem við getum gefi komandi kynslóðum eins og að átta sig á því að atvinnuleysisbætur skila miklum ávinningi sem við fengum að gjöf frá fyrri kynslóðum. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, það er verið að sparka markaðinum upp núna fyrir páska. Líka þeim íslenska. Misjafnt hvað reboundar. Flugfélög bara alveg dauð, bankar hanga aðeins eftir og tryggingarfélög. Pharma plummar sig ágætlega og fyrirtæki tengd heilsugæslu. Hagar á svipuðu róli og WalMart, nóg að gera en ekkert boom.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fitnar nú fjóspúkinn, einn ungur fjölskyldumeðlimur að læra á lífið og tilveruna, muna að greiða skuldir sínar annars lendir maður í svona málum, skuldin þrefaldast.

Nú hljóta starfsmenn og eigndur innheimtufyrirtækja að núa saman höndum í tilhlökkun fyrir komandi vertíð.

Fitnar nú fjóspúkinn.JPG

Fitnar nú fjóspúkinn.JPG

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er gjörsamlega með ólíkindum að hér hafi ekki verið tekið á innheimtuokri fyrir lifandis löngu. Meðvirknin með þessu sjálfstökuliði er furðuleg.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
31 mínútum síðan, bull-shit said:

Fitnar nú fjóspúkinn, einn ungur fjölskyldumeðlimur að læra á lífið og tilveruna, muna að greiða skuldir sínar annars lendir maður í svona málum, skuldin þrefaldast.

Nú hljóta starfsmenn og eigndur innheimtufyrirtækja að núa saman höndum í tilhlökkun fyrir komandi vertíð.

Fitnar nú fjóspúkinn.JPG

Fitnar nú fjóspúkinn.JPG

Djöfulsins rányrkja er þetta!

23 mínútum síðan, MR-V said:

Það er gjörsamlega með ólíkindum að hér hafi ekki verið tekið á innheimtuokri fyrir lifandis löngu. Meðvirknin með þessu sjálfstökuliði er furðuleg.

Það á hreinlega að slökkva á allri innheimtu í það minnsta á meðan verið er að keyra í gegnum þetta veirutímabil.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.