Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Hvað finnst ykkur um þessa flugvél?

12 posts in this topic

Flott ultralite en hún kostar US$389,000 !.

Share this post


Link to post
Share on other sites
51 minutes ago, Gormurinn said:

Flott ultralite en hún kostar US$389,000 !.

Wow, las ekki síðuna, sá bara myndbandið. En eins og sum ykkar vita hef ég flugvél í hausnum, hún með disel vél. Dautz loftkældum, jafnvel gömlum, þarf ekki að vera fullkomlega áreiðanlegur. Svo fleiri rafmagns hreifla í vængjunum og aðeins nóg battarí til þess að lenda henni ef vélin bilar og aukakraft við flugtak. Finnst fallegt að sjá vél sem getu lent bæði á landi og vatni.

Hvers vegna gætu ekki verið fleiri rafmagns hreiflar í þessum vængjum frekar eins og þetta er sett upp í þessari. Dautz vélin væri svo fyrir aftan flugklefann í eigin rými lágt og geimarinir undir farþega rýminu. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég ætla að fá að vera viðstaddur fyrsta flugtak á þessari vél þinni Ingimundur. Það verður dýrðarstund þegar hún hefur sig til flugs þvert á eðilsfræðilögmálin.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, MR-V said:

Ég ætla að fá að vera viðstaddur fyrsta flugtak á þessari vél þinni Ingimundur. Það verður dýrðarstund þegar hún hefur sig til flugs þvert á eðilsfræðilögmálin.

Og hver vegna það. Hver vegna segiru að díesl vél geti ekki gefið rafmagn í rafmagns hreifla,  auðvitað rafall tengdur við diesel vélina. Má vel vera að hún yrði of orkufrek, en sjálfsögðu gæti hún flogið. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef við tökum vélina sem þráðurinn snýst um þá er hún með 100 hestafla mótor sem viktar 62kg fyrir utan skrúfuna. Burðargeta flugvélarinnar er tæp 250 kg með henni.   Hvað viktar 100 hp Deutz + rafall + rafmótorar + rafgeymar? You do the math!

En jú það er hægt að fljúga með diesel, en þeir eru ekki að nota gamlan Deutz með rafal og græjum.

https://www.flyingmag.com/aircraft/diesel-aircraft-engines-revolution#page-2

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 hours ago, MR-V said:

Ef við tökum vélina sem þráðurinn snýst um þá er hún með 100 hestafla mótor sem viktar 62kg fyrir utan skrúfuna. Burðargeta flugvélarinnar er tæp 250 kg með henni.   Hvað viktar 100 hp Deutz + rafall + rafmótorar + rafgeymar? You do the math!

En jú það er hægt að fljúga með diesel, en þeir eru ekki að nota gamlan Deutz með rafal og græjum.

https://www.flyingmag.com/aircraft/diesel-aircraft-engines-revolution#page-2

Auðséð að þú hefur mjög góðan skilning á þessu, annað en ég, bara bóndi með skiptilykil. Ég bara að tala um þessar Deutz loft/olíu kældu díesel vélar vegna þess að ég er veikur fyrir þeim, eitthvað sem Þjóðverjar þróuðu mjög snemma og í allskonar vinnuvélum. Ef að ég veit rétt, líka í þýskum skriðdrekum seinni heimstyrjaldarinnar. Hægt að finna þær út um allt. Ég er með eina í Deutz 8006 dráttarvél, 6 gata, ekki túrbó ekki neitt frá 1968, vélin ennþá eins og ný. Sama vél svo í 10006 með túrbó og svo 13006 með túrbó og loftþjöppu. Hægt að fá þessar vélar í allskonar útgáfum, hver cylender sjálfstæður eins og í mótór hjóli, 5 gata, 4 gata séð 3 gata und zu vider. 

Með rafallinn, ætla að rífa hann úr Dodge pacifica hybrid eftir nokkur ár þegar þeir verða rifnir, jafnvel að setja þann rafal í röð, tvo, þrjá allt eftir þörfum. Marga litla rafmagns hreifla í vængjunum. 

Auðvitað geri ég þetta aldrei, en ágætt að hugsa um við að flytja heyrúllurnar heim. Svo kaupi ég land upp við Kanadísku landamærin fyrir nautgripina á sumrin til þess að hafa á beit og flý í tækinu til þess að tékka á þeim. :-)

Ég sé að það sé hægt að létta vélina, gera olíu pönnuna léttari, minni olíu til kælingar og smurningar og þannig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Góðu fréttirnar eru kannski þær að diesel vélin hefur þróast verulega síðustu áratugi. Þær eru farnar að nálgast bensínvélar í afli miðað við þyngd. Eins og greinin sem ég linkaði á hér ofar vísar til þá eru Evrópskir farnir að nota Benz fólksbílavélar sem grunn í flugvélamótora. Merkilegt sem það er líka þá endast þessar nýrri aflmeiri vélar síst verr en margar þær gömlu þó að þær geti vissulega boðið upp á marvíslegar flóknar bilanir.

Ég held að gamli loftkældi Deutz sé alveg dottinn út af markaði hér. Síðast fékkst hann í rafstöðvum sem giltu líklega engar mengunarreglur um.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, MR-V said:

Góðu fréttirnar eru kannski þær að diesel vélin hefur þróast verulega síðustu áratugi. Þær eru farnar að nálgast bensínvélar í afli miðað við þyngd. Eins og greinin sem ég linkaði á hér ofar vísar til þá eru Evrópskir farnir að nota Benz fólksbílavélar sem grunn í flugvélamótora. Merkilegt sem það er líka þá endast þessar nýrri aflmeiri vélar síst verr en margar þær gömlu þó að þær geti vissulega boðið upp á marvíslegar flóknar bilanir.

Ég held að gamli loftkældi Deutz sé alveg dottinn út af markaði hér. Síðast fékkst hann í rafstöðvum sem giltu líklega engar mengunarreglur um.

Forþjappan var besta afmælis gjöf sem diesel velin hefur nokkurntima fengið,,, turbo er eitt af undrum veraldar,,,,  einfaldara en gummi skor,  en virkar eins og hatækni bunaður.    Annars er eg ekki mikið fyrir diesel velar til einkanota,  og er eg þo diesel mechanic.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já og svo varð önnur bylting í diesel þegar rafeindastýringar og loks svokallað common rail eldsneytiskerfi tók við fyrir u.þ.b 20 árum. Loksins voru diesel fólksbílar orðnir léttir og sprækir í akstri og eyðslan ótrúlega lítil. Á þessu er eitthvað bakslag í dag, þ.e.a.s. eyðslunni vegna mengunarbúnaðar og stillinga á eldsneytiskerfunum til að lágmarka mengun. Margir óhressir með að nýi diesel bílllinn þeirra eyðir meira en sá gamli. Ég hef persónulega ekki stóran áhuga á þeim, mest af því ég ek svo lítið og yfirleitt stutt í einu, sú notkun hentar þeim ekki sérstaklega vel og dýr vandamál sem geta fylgt slíkri notkun. 

8 hours ago, siggiandri said:

Forþjappan var besta afmælis gjöf sem diesel velin hefur nokkurntima fengið,,, turbo er eitt af undrum veraldar,,,,  einfaldara en gummi skor,  en virkar eins og hatækni bunaður.    Annars er eg ekki mikið fyrir diesel velar til einkanota,  og er eg þo diesel mechanic.

Flugvélin hjá þér hlýtur að verða með Cummins, trúi ekki öðru. :D

Share this post


Link to post
Share on other sites

Annars er ég á því að það sé misskilningur í gangi hérna. Þessi flugvél mín gengur út á að breyta öllum kraftinum frá diesel vélinni í rafmagn og rafmagns hreiflar sem keyra flugvélina áfram. Þess vegna þarf díesel vélin ekki að skila krafti á mismunandi hröðrum sem er einn veikleiki diesel véla, bara að keyra á þeim hraða og álagi sem er hagkvæmast fyrir hana. Þess vegna að ég tel þessar gömlu og enn framleiddar Dautz vélar ekkert út í loftið, mjög hagkvæmar og sparneytnar miðað við þyngd.

Hvort að það gengur svo upp að snúa kraftinum í rafmagn og keyra vélina áfram með rafmagnshreiflum annað mál sem ég veit ekki nóg um, en séð humyndir um það annars staðar. Mín hugmynd að hafa battarí aðeins til þess að gefa aukakraft í flugtaki og þegar Deutz vélin bilar til þess að lenda, örfáar mínútur.

Skilst að rafmagns hreilflar séu mjög einfaldir í viðhaldi, rafallinn þá líka myndi ég halda. Og ég veit með Dautz vélarnar, halda áfram án viðhalds áratug eftir áratug. Ekki að tala um olíu skipti og þannig, heldur endurbyggingu eins og flugvélahreiflar þurfa jú með vissu millibili, eftir svo og svo marga klukkutíma og ekki það marga.

Öryggið byggir svo á því að battarín gefa smá tíma, þegar eitthvað bilar. Í flugvéla hreifli, hvort sem að það er í eldnsneyti eða annað, hefur þú engan kraft um leið, down you go.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.