Sign in to follow this  
Followers 0
5sinnum

Nú er gamli Bush dauður.

14 posts in this topic

Nú er sá gamli fallinn frá sem mikil hetja og dáður af öllum í Ameríku og víðar.

Það sem mér finnst forvitnilegast um manninn að það hefur aldrei verið grafist fyrir um hann hvað varðar að vera í Dallas þegar JFK var myrtur. 

Hann sést þar á mynd við sjúkrahúsið , held ég og mig minnir að hann hafi alltaf þrætt fyrir að hafa verið þar. Á þeim tíma á hann að hafa unnið fyrir CIA.

Sumir vilja meina að CIA, FBI og LBJ hafi staðið á bak við morðið á JFK. 

Ég sá einu sinni viðtal við John Files held ég hann hafi heitið sem viðurkenndi að hafa skotið Kennedy frá limgerðinu sem allir reyndu að afsanna. Og hann heldur því fram að þetta hafi verið gert með vitund og vilja æðstu stjórnvalda í USA.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held að það muni aldrei koma í ljós úr þessu, hverjir drápu Kennedy. Þó alveg ljóst að Oswald var ekki einn að verki. Ef Bush var eitthvað viðriðinn það, þá var hann bara "minor player," enda ungur og til þess að gera nýbyrjaður afskiptum af pólitík.

Margir hafa viljað bendla varaforsetanum Johnson við morðið. Mér hefur alltaf fundist líklegasta skýringin sú, að vopnaiðnaðurinn hafi staðið á bakvið morðið. Í kveðjuræðu sinni í sjónvarpi, rétt áður en Eisenhower lét af embætti, varaði hann við því að vopnaframleiðendur fengju of mikil völd. Hernaðarhetjan sjálf. Kennedy var tregur í taumi þegar kom að hernum. Sást á viðbrögðum hans við Kúbukrísunni, þar sem hann, þvert gegn vilja hersins (og hergagnaframleiðenda) valdi friðsamlegu leiðina. Margir töldu hann hafa fórnað Tyrklandi í þeim prósess, en það yrði of langt mál að fara út í það. 

Ennfremur var hann tregur í taumi þegar kom að Vietnam. Sennilega fengu herinn og hergagnaframleiðendur nóg og losuðu sig við Kennedy. En hvort Johnson var með í því plotti? Veit ekki. Johnson hafði takmarkaðan áhuga á því að verða stríðsforseti. Hans áhugi lá meira í innanríkismálum, enda kom hann alveg heilum hellingi í gegn þar. En þau afrek öll falla í skuggan af stefnu hans i Víetnam. Af hverju margfölduðust aðgerðir BNA manna skyndilega i Víetnam þegar Johnson tók við? Ég held að honum hafi verið komið í skilning um hversvegna hann þyrfti að "hlýða." En þetta er bara mín kenning.

Það sem mælir síðan á móti henni er, að af hverju losa þeir sig þá ekki við Trumpinn, ef það var svona auðvelt að losa sig við Kennedy? Af hverju virðast CIA, FBI og allar aðrar stofnanir vera svona máttlausar gagnvart Trump, ef það væri svona auðvelt að losa sig við eitt stykki forseta? 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er sennilega rétt að USA vill ekki grafa mikið upp um morðið á JFK. Ég hef horft á nokkuð mikið af samsærismyndböndum og viðtölum við fólk sem eru mjög merkileg. 

T.d. viðtalið við viðhald JBJ , sem ég man ekki hvað heitir. Hún segir m.a kvöldið fyrir morðið hafi LBJ ásamt fulltrúum frá leyniþjónustunni og Edgar Hoower haldið leynilegan fund í Dallas.

Það er líka augljóst af myndbandinu þegar JFK er skotinn að skotið kemur framanfrá og frá hægri. Leigumorðingi John Files segist hafa skotið því skoti og skilið eftir skothylgi með biti í sem var hans vörumerki og segir að sér hafi verið tryggð undankomuleið. 

það er líka alveg stórfurðulegt þegar lífverði forsetans er skipað að stökkva af bílnum áður en lagt er af stað síðasta spölinn og hann lyftir höndum í undrun.

Það sem ég hef lesið út úr þessu er að það hafi verið farið að þrengja að LBJ vegna spillingar í Texas. JKF ætlaði að skipta út FBI forstjóranum Edgar Hoower sem hafði verið ósnertanlegaur frá því fyrir stríð og átti stofnunina með húð og hári. En aðal orsökin held ég að hafi verið sú stefna JKF að auka réttndi svarta í USA, og hætta stríðinu í Víetnam.

Dark Legacy: George Bush and the Murder of John Kennedy   : Það væri gaman að sjá þessa mynd sem fæst á Amazon.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 02/12/2018 at 11:00 AM, 5sinnum said:

Nú er sá gamli fallinn frá sem mikil hetja og dáður af öllum í Ameríku og víðar.

Bill Burr um afrek Bush í seinni heimstyrjöldinni.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

https://mises.org/wire/george-bushs-wars-set-stage-25-years-endless-war

Eins og lesa má á hlekknum að ofan var Bush frábær gaur og sérstaklega merkilegur af því að hann var sjálfur "stríðshetja" Einmitt! Það er til nóg af svona greinum sem lýsa þáttöku hans í stríðsglæpum Bandaríkjanna og stórveldistilburðum sem byggja á endalausum flaumi áróðurs og lyga.

Fyrir þessu liði eru mannslíf einskis virði. Sannleikurinn er það sem þeir ákveða sjálfir og á eftir dinglar heimsbyggðin í spotta. Eins og ljóslaus og skakkur aftanívagn með bilaðar hjóllegur. Svo mæta þjóðarleiðtogar grátklökkir í útför hetjunnar og rita í minningabækur.

Er hægt að lifa stærri lygasögur og tvöfaldan veruleika?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gamli Bush svona einn af þeim síðustu af "The Greatest Generation" sem bjuggu til nútíma bandaríkin. WW2 stríðshetja sem yfirsá endalok sóvétsins. Allir aðrir blikna í samanburði.

Hverjir eru eftir þarna af eftirlifandi forsetum?

Carter? Enginn man eftir neinu sem hann gerði.
Clinton? Lewinsky málið málar hans forsetatíð.
Bush jr? Allir hötuðu íraksstríðið, ein mestu mistök í sögu BNA að margra mati.
Obama? Rauðu línurnar hjá honum voru svo þunnar að þær sáust ekki. Drap þó Osama, og líklega verður hans minnst helst fyrir það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er ekkert að efast um að Bush hafi staðið sig vel í stríðinu og verið skotinn niður og allt það.

En að mínu áliti þá hefur maðurinn dekkri hliðar sem hefur verið skrifað um og það sem vekur sérstaka athygli að hann hafi sett sérstök lög þegar hann var forseti til að loka fyrir að skjöl varðandi morðið á JFK væru birt. Það eru því valdamiklir hópar sem vilja alls ekki að málið verði upplýst. 

Og nú er búið að læsa mikilvægustu skjölinni inni til ársins 2021.  En vonandi kemur sannleikurinn þá í ljós.

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 hours ago, Newton said:

Gamli Bush svona einn af þeim síðustu af "The Greatest Generation" sem bjuggu til nútíma bandaríkin. WW2 stríðshetja sem yfirsá endalok sóvétsins. Allir aðrir blikna í samanburði.

Hverjir eru eftir þarna af eftirlifandi forsetum?

Carter? Enginn man eftir neinu sem hann gerði.
Clinton? Lewinsky málið málar hans forsetatíð.
Bush jr? Allir hötuðu íraksstríðið, ein mestu mistök í sögu BNA að margra mati.
Obama? Rauðu línurnar hjá honum voru svo þunnar að þær sáust ekki. Drap þó Osama, og líklega verður hans minnst helst fyrir það.

Það er kannski einmitt málið, að friðarforsetarnir gleymast helst. Carter stóð að hinu fræga Camp David samkomulagi á milli Egypalands og Ísraels, sem verður að teljast afrek. Enda verið 40 ára friður á milli þessara landa. Hann hefði auðveldlega getað beitt stríðstólum til að frelsa sendiráðsgíslana í Íran. Hefði mögulega kostað líf einherra þeirra og hann orðið hetja og náð endurkjöri 1980. En hann ákvað að fara friðarleiðina, sem kostaði hann endurkjör. Eftir að hafa tapað kosningunum hélt hann samt ótráuður áfram í viðræðum  við Íran um að sleppa gíslunum.  Á meðan á innsetningarathöfn Reagan stóð, fékk hann fréttir af því að flugvélin sem ætti að flytja gíslana á brott til frelsis stæði á flugbrautinni á flugvellinum í Teheran. Þeir ætluðu að bíða með að sleppa gislunum uns Reagan væri formlega orðinn forseti. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 tímum síðan, 5sinnum said:

Ég er ekkert að efast um að Bush hafi staðið sig vel í stríðinu og verið skotinn niður og allt það.

En að mínu áliti þá hefur maðurinn dekkri hliðar sem hefur verið skrifað um og það sem vekur sérstaka athygli að hann hafi sett sérstök lög þegar hann var forseti til að loka fyrir að skjöl varðandi morðið á JFK væru birt. Það eru því valdamiklir hópar sem vilja alls ekki að málið verði upplýst. 

Og nú er búið að læsa mikilvægustu skjölinni inni til ársins 2021.  En vonandi kemur sannleikurinn þá í ljós.

Góður vinur minn sagði þetta m.a. þegar við vorum að ræða þetta mál:

,,sko, í fyrsta lagi, þá heitir skotmaðurinn JAMES Files og hann er ekki einu sinni í fangelsi núna! hann var 21 árs þegar hann gerði þetta og hann gerði þetta í alvörunni.

Bush var eini maðurinn á Jörðinni sem var yfir 12 ára sem man ekki hvar hann var þegar JFK var myrtur. Án gríns."

Kannski var kallinn ekki allur þar sem hann var séður (?!).

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Skrolli said:

Góður vinur minn sagði þetta m.a. þegar við vorum að ræða þetta mál:

,,sko, í fyrsta lagi, þá heitir skotmaðurinn JAMES Files og hann er ekki einu sinni í fangelsi núna! hann var 21 árs þegar hann gerði þetta og hann gerði þetta í alvörunni.

Bush var eini maðurinn á Jörðinni sem var yfir 12 ára sem man ekki hvar hann var þegar JFK var myrtur. Án gríns."

Kannski var kallinn ekki allur þar sem hann var séður (?!).

 

 

Ég bið forláts að hafa ekki munað nafnið rétt. Hann hét James en ekki John . Files. Ég held reyndar að hann hafi verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulauns fyrir annað eða önnur morð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það leikur enginn vafi á því að Kennedy bræðurnir voru myrtir af samsærismönnum. Ef ykkur langar til að lesa virkilega áhugaverða og vandaða samantekt á þessum málum þá bendi ég á tvær greinar Ron Unz um málið. Eðalstöff eins og flest sem hann skrifar og í ólíkum gæðaflokki miðað við -því miður- flest sem maður finnur á netinu um málið.

https://www.unz.com/runz/american-pravda-the-jfk-assassination-part-i-what-happened/

https://www.unz.com/runz/american-pravda-the-jfk-assassination-part-ii-who-did-it/

Það er nokkuð síðan ég las þær, en mig minnir að böndin hafi ekki borist að Bush fjölskyldunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mer varð a að klikka a nyasta þatt Jimmy Kimmel, (held það se sa nyasti) og fiflið vanvirti fyrrverandi forseta (Bush) og hans fjölskyldu svo mikið með þvi að reyna að koma höggi a Trump að það er eiginlega gratlegt.    Takið nu eftir einu gott folk,,,,,,,, þetta eru sömu aðilar,,sama folk,  ABC,,  sem köttuðu a Miss Barr. fyrir fylliry komennt a netinu um aðstoðarkonu annars fyrverandi forseta.   Hampa nuna sem fyrr þessum viðbjoði sem Kimmel annars er fyrir að vanvirða utför Bush fjölskyldunar,,,,,, við vitum vel að ef að Trump hefði ekki mætt, þa hefði (djokið) auðvitað bara verið lagað að þvi.      Þetta lið   ,,,goða folk,,,, lætur ekki einusinni jarðarfarir i friði til að koma sinu framm,,      

Share this post


Link to post
Share on other sites
15 hours ago, siggiandri said:

Mer varð a að klikka a nyasta þatt Jimmy Kimmel, (held það se sa nyasti) og fiflið vanvirti fyrrverandi forseta (Bush) og hans fjölskyldu svo mikið með þvi að reyna að koma höggi a Trump að það er eiginlega gratlegt.    Takið nu eftir einu gott folk,,,,,,,, þetta eru sömu aðilar,,sama folk,  ABC,,  sem köttuðu a Miss Barr. fyrir fylliry komennt a netinu um aðstoðarkonu annars fyrverandi forseta.   Hampa nuna sem fyrr þessum viðbjoði sem Kimmel annars er fyrir að vanvirða utför Bush fjölskyldunar,,,,,, við vitum vel að ef að Trump hefði ekki mætt, þa hefði (djokið) auðvitað bara verið lagað að þvi.      Þetta lið   ,,,goða folk,,,, lætur ekki einusinni jarðarfarir i friði til að koma sinu framm,,      

Það er ótrúlegt að menn skuli verja Trump hvað þetta varðar. Trump sem vanvirti Barböru með því að mæta ekki í jarðarför hennar, og svo vanvirðinguna við John McCain, bæði lifandi og látinn, þannig að McCain óskaði þess sérstaklega að Trump yrði ekki viðstaddur sína jarðarför.

Það var líka hreinlega pínlegt að sjá Trump þarna í jarðarförinni, innan um fyrrverandi forseta og varaforseta. Eg hef áður aðeins minnst á hinn óopinbera forsetaklúbb. Þar sem fyrrverandi forsetar (og oft sitjandi) koma saman við hin ýmsu tækifæri. Oft í tengslum við góðgerðarmál. Það var alveg ljóst þarna í þessari jarðarför, að Trump verður alltaf outsider í þeim klubbi, enda búinn að vinna sér það inn algjörlega sjálfur, einn og óstuddur. Maður pælir i tilfinningunni hvernig það hafi verið fyrir hann að sitja þarna við hliðina á fólki sem hann var svoleiðis búinn að hrauna yfir sínkt og heilagt. Frú Clinton virti hann ekki einu sinni viðlits þegar hann kom og settist þarna hjá þeim. Skiljanlega ekki.

Hann var nýbúinn að birta mynd (á twitter held ég) af Clintons og Obama, ásamt fleirum framámönnum á bak við lás og slá. Getur ekki hafa verið auðvelt fyrir hann að sitja þarna innan um þetta fólk. Enda mun hann ekki, þegar hann verður orðinn fyrrverandi forseti, vera með þessu fólki á opinberum vettvangi ótilneyddur. Og ég held að hans verði ekkert saknað. Í þessum forsetaklúbbi er hann svona trailer trash hópsins...  

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.