Herkúles

Málsvörn Sigmundar Davíðs

18 posts in this topic

SDG vísar til annarra og ljótari mála, í þeim málum hafi menn ekki sagt af sér eða farið í frí,

þeir séu svo margir að þingið yrði óstarfhæft ef ,,þeir allir" færu í frí!  

Þessar fullyrðingar eru auðvitað einskis verðar nema sannanir fylgi. Hótanir um slíkt a la SDG fylgja reyndar þessari frétt.

Það mætti líka spyrja SDG hvers vegna Gunnar Bragi og Bergþór fóru yfirleitt í frí?

En málsvörn SDG er gamalkunn því þegar flokksmenn/flokkar brjóta af sér er iðulega bent á samskonar dæmi annarra flokka og mál sem þeir hafa komist upp með.

Hér þverneita reyndar aðrir þingmenn og engar sannanir eru til.

 

 

ruv.is 3/12 2018

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn þeirra sem tók þátt í samræðum á Klaustrinu þann 20. nóvember, sagði í kvöldfréttum RÚV að hann teldi sig ekki þurfa að fara í leyfi á meðan málið sé skoðað. Ef gæta eigi samræmis þyrftu þá svo margir þingmenn að fara í leyfi að þingið yrði óstarfhæft. Hann sagðist að sjálfsögðu sjá hrikalega eftir að hafa tekið þátt í samtalinu en það alvarlegasta væri að hafa tekið þátt í slíku í öll þessi ár.

Nú hefur forseti Alþingis beðið þjóðina afsökunar vegna ummæla sem féllu á Klausturbar. Er ekki eðlilegt að þið biðjið líka þjóðina afsökunar?

„Við höfum beðið afsökunar nú þegar. En það sem er auðvitað kannski alsorglegast í þessu máli er að það sé verið að draga inn í þetta eitthvað fólk  úti í bæ án þess að í því sé nokkurt sérstakt fréttagildi. Fólk sem menn hafa verið að ræða um á mjög óvarfærinn hátt og á þann hátt sem því miður alltof oft kannski tíðkast þegar menn telja að þeir séu bara að ræða við vini sína og enginn heyrir til."

Eruð þið ekki að afvegaleiða umræðuna með því að benda á þetta?

„Nei."

Draga athyglina frá kannski alvarleika málsins?

„Ja, alvarleiki málsins er sá að menn skuli í stjórnmálunum, ja frá því ég byrjaði, hafa, og ég undanskil mig svo sannarlega ekki, setið undir svona umræðum, hlustað á þær, ýtt undir þær."

Þarftu þá ekki að nefna hvaða ummæli þú ert að tala um? Nafngreina fólkið?

„Jú, ég velti því fyrir mér núna, ég verð að segja alveg eins og er. Er það núna orðin skylda mín að rekja það hvað tilteknir þingmenn hafa sagt um aðra þingmenn, sem sumt hvert, því miður, er jafnvel töluvert grófara en það sem við höfum heyrt á þessum upptökum. Er staðan orðin sú að okkur ber núna skylda til þess að rekja það sem við höfum heyrt menn segja, hversu óviðeigandi sem það kann að vera?"

Þingið yrði óstarfhæft

Réttlætir það þessi ummæli sem þið viðhöfðuð, þið sexmenningarnir?

„Nei, að sjálfsögðu ekki. Ekki á nokkurn skapaðan hátt. Er ég er í rauninni að segja að sé ennþá verra. Af því að maður skammast sín ekki bara fyrir þetta, maður skammast sín fyrir að hafa öll þessi ár tekið þátt í þessu."

Nú er búið að reka tvo þingmennina úr flokki fólksins, tveir liðsmenn þínir eru farnir í leyfi ótímabundið Er ekki eðlilegt að þú og Anna Kolbrún farið líka í leyfi á meðan þetta mál er skoðað?

„Nei, eins og ég segi, ástæðan fyrir því að mér þykir það ekki eðlilegt er að við hljótum að vilja gæta einhvers samræmis. Og ef að sú er raunin, þá eru svo margir þingmenn sem þyrftu að fara í leyfi að ég held að þingið væri óstarfhæft. Það breytir ekki því að að sjálfsögðu átti ég ekki, svo ég ítreki það, og ekki Anna Kolbrún heldur, að sitja þarna og fylgjast með og taka þátt í svona löguðu."

Eins og lesið hafi verið upp úr dagbókinni þinni

En sérðu eftir því að hafa tekið þátt í þessu samtali?

„Að sjálfsögðu. Ég hef lent í mörgu erfiðu í pólitíkinni frá því ég byrjaði, í þessi tíu ár, en engu eins og þessu. Engu svona persónulegu. Ég veit ekki hvort menn geta sett sig í þessi spor en þetta er eins og það sé brotist inn til þín og lesið upp úr dagbókinni þinni eða eiginlega verra því þetta eru illa ígrunduð ummæli."

En samtalið fór fram og þið sex tókuð þátt í þessu samtali. Og þú sérð eftir því?

„Ég sé að sjálfsögðu alveg hrikalega eftir því. En ég sé eftir svo mörgum öðrum samtölum líka."

Ýmsir hafa sagt enn ljótari hluti

Hvernig heldurðu að þú getir farið að vinna með þessu fólki sem þið voruð að tala um þarna?

„Ég held nú að reynslan af pólitíkinni sé sú að maður þurfi að vinna með fólki sem maður hefur heyrt segja alveg ótrúlega ljóta hluti um sig. Og ýmsir samstarfsmenn mínir hér hafa sagt ennþá ljótari hluti um mig opinberlega heldur en ég sagði um nokkurn mann í þessum samtölum. Svoleiðis að þetta er eitthvað sem maður þarf bara að búa við í þessu starfi."

Share this post


Link to post
Share on other sites

SDG er enginn Jesús... það er leim að geta bara breytt stóli í reiðhjól.... :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Katrín er með þetta á hreinu sjá kjarnann.is

 

 

Katrín Oddsdóttir 5. desember 2018

Sæll Sig­mund­ur.

Upp­takan frá Klaustri Bar í nóv­em­ber hefur legið þungt á mér und­an­farna daga, líkt og við á um stóran hluta þjóð­ar­inn­ar. Hinn 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn, heyrði ég þig svara blaða­mönnum sem spurðu þig hvort þú íhug­aðir afsögn. Þú sagð­ist ekki gera það og rökin sem þú gafst fyrir því voru þau að við störf þín sem þing­maður hefðir þú í gegnum árin orðið vitni að mörgum sam­bæri­lega rætnum umræðum á meðal þing­manna og jafn­vel enn verri. Þú sagðir að ef sam­ræmis ætti að gæta og þú þyrftir að víkja þá yrðu: „svo margir þing­menn sem þyrftu að fara í leyfi að ég held að þingið væri óstarf­hæft.“

Um þennan rök­stuðn­ing langar mig að fjalla í þessu bréfi mínu og nota tæki­færið og beina til þín þremur spurn­ingum í lokin sem ég yrði afar þakk­lát ef þú myndir svara með skrif­legum hætt­i

Sé það rétt sem þú segir að Alþingi Íslend­inga yrði „óstarf­hæft“ ef orð þing­manna okkar yrðu gerð opin­ber má gefa sér að á þing­inu hafi safn­ast ein­hvers konar „sori þjóð­ar­inn­ar“. Nýjar skoð­ana­kann­anir gefa til kynna að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þjóð­ar­inn­ar, eða u.þ.b. 90%, vill að þið sem voruð þátt­tak­endur í þessu sam­tali segið af ykkur þing­mennsku. Ástæða þess­arar óvana­legu afger­andi nið­ur­stöðu er ein­föld: Sam­talið sam­ræm­ist ekki almennri sið­ferð­is­vit­und fólks­ins í land­inu. Mér þykir sú töl­fræði, að nær allir á þingi til­heyri þeim 10-15% lands­manna sem telja að slíkt tal eigi ekki að valda afsögn – í sann­leika sagt – afar ólík­leg og held að lang­flest­ir, sem slíkar full­yrð­ingar heyra, hafni þeim sem bæði röngum og ósönn­uð­um. Það hefur svo einnig komið fram með skýrum hætti af hálfu sam­starfs­fólks þíns á Alþingi sem hefur sagt opin­ber­lega að þessi full­yrð­ing þín eigi ekki við rök að styðj­ast.

Ein af meg­in­reglum rétt­ar­rík­is­ins er sak­leysi uns sekt er sönn­uð. Í ljósi þess að þing­menn hafa svarið af sér slíkt orð­færi, verðum við að fá að trúa því Sig­mundur að fólkið á þing­inu (sem margt hvert hefur eflaust látið mis­gáfu­leg og mis­fögur orð falla í gegnum tíð­ina eins og við flest) sé ekki almennt talandi klukku­tímum saman með þeim óbæri­lega hætti sem þú og vinir þínir gerðu þetta kvöld. Sú stað­reynd þýðir hins vegar að skýr­ing þín á því hvers vegna þú vilt ekki víkja bygg­ist á til­bún­ingi. Þá má velta fyrir sér hver til­gang­ur­inn með þessum til­bún­ingi þínum sé. Mér sýn­ist í fljótu bragði tveir mögu­leikar vera þar á:

Í fyrsta lagi er mögu­legur til­gangur að drepa mál­inu á dreif. Beina athygli annað en að sjálfum þér, líkt og þú gerðir á fés­bók­ar­síðu þinni þegar fyrstu fréttir bár­ust af upp­tök­unni þar sem þú sagð­ist vona að farið yrði í „að­gerð­ir“ gegn fjöl­miðlum vegna máls­ins. Þá afstöðu hefur þú reyndar ekki dregið til baka að mér vit­an­lega. 
 

Í öðru lagi sýn­ist mér að til­gangur þessa rök­stuðn­ings gæti verið að hóta með óbeinum hætti sam­starfs­fólki þínu að þú munir upp­lýsa um eitt­hvað sem þú vilt meina að það hafi í gegnum tíð­ina sagt. Þessi mögu­leiki fær stoð í spurn­ingu sem þú varpar fram í fyrr­greindu við­tali við frétta­stofu Rúv þar sem þú segir orð­rétt: „Er það núna orðin skylda mín að rekja það hvað til­teknir þing­menn hafa sagt um aðra þing­menn, sem sumt hvert, því mið­ur, er jafn­vel tölu­vert gróf­ara en það sem við höfum heyrt á þessum upp­tök­um.“ Ef slíkar und­ir­liggj­andi hót­anir eru til­gangur full­yrð­inga þinna má velta fyrir sér hvort þú sért með þeim hætti að gera til­raun til að kúga til­tekna þing­menn til þagnar í því máli sem snýr að því hvort þér sjálfum sé stætt á áfram­hald­andi þing­setu.
 

Það sem mér finnst allra verst við ofan­greindan rök­stuðn­ing þinn er hins vegar það sem ég vil nú koma að og felur í sér hyl­djúpa hugs­ana­villu. Þú virð­ist telja (og ég hef heyrt þig nota svipuð rök áður) að ef ein­hver aðili í sam­bæri­legri stöðu og þú sjálfur hefur áður hegðað sér með hætti sem er ámæl­is­verður þá verði það til þess að þér sé sjálfum heim­ilt að gera slíkt hið sama. Ef þetta er raun­veru­leg ástæða þess að þú hefur ekki svo mikið sem íhugað að stíga til hliðar sem þing­mað­ur, þá hef ég veru­legar áhyggjur af því að þér sé yfir höfuð falið opin­bert vald. Þetta segi ég í allri ein­lægni.

Þú hefur barist eins og ljón fyrir því að halda starfi þínu sem alþing­is­maður og þér hefur heppn­ast það vel. Þar með ert þú af gríð­ar­lega ein­beittum ásetn­ingi að velja þér vinnu­stað sem þú segir að sé fljót­andi í orð­færi á borð við það sem þið við­höfðuð á barn­um, á vinnu­tíma. Það er hins vegar þitt per­sónu­lega val og auð­vitað mátt þú velja þér atvinnu­að­stæður eftir smekk. En ekki gleyma því að í hvert sinn sem þú býður þig fram ert þú að sækj­ast eftir hluta af lög­gjaf­ar­valdi íslensku þjóð­ar­inn­ar. Þó hefur þú á sama tíma sýnt af þér hegðun sem gefur sterk­lega til kynna að þú berir ekki mikla virð­ingu fyrir lög­unum sem frá Alþingi kom­a. 

Hér nefni ég í fyrsta lagi sem dæmi þá stað­reynd að þú hefur í gegnum tíð­ina gerst upp­vís að því að mæta afar illa í vinn­una sem þing­maður þrátt fyrir að þing­skap­ar­lög kveði skýrt á um að það sé þín lög­bundna skylda. Í öðru lagi skráðir þú lög­heim­ili þitt í öðru kjör­dæmi en þú hafðir fast aðsetur í, sem er brot á lög­heim­il­is­lög­um. Þú gafst, í þriðja lagi, ekki upp þá hags­muni sem fólust í helm­ings­eign á Wintris aflands­fé­lag­inu, sem þú hafðir með mála­mynda­gern­ingi fært yfir á eig­in­konu þína. Þú sagðir auk þess ósatt um tengsl þín við félagið í fjöl­miðla­við­tali, kannski vegna þess að með eign ykkar hjóna í félag­inu hafðir þú í raun setið báðum megin borðs­ins í samn­inga­við­ræðum sem vörð­uðu þjóð­ina afar miklu. Þetta eru bara dæmi af handa­hófi sem mér duttu í hug í dag. 

Auð­vitað sækir ótti á venju­legan borg­ara, eins og mig, um það að fyrst þetta sé afstaða þín til þess­ara til­teknu laga þá sé afstaða þín svipuð til ýmissa ann­arra laga. Raunar benda orð þín til að svo sé því í hinni marg­nefndu upp­töku frá Klaustur bar stað­festir þú að það sem Gunnar Bragi Sveins­son hafi sagt um sendi­herra­spill­ing­una sé satt. Þetta gefur til­efni til að ætla að þú hafir verið vit­orðs­maður í fjórða lög­brot­inu sem felst í mis­notkun opin­bers valds.

Öll mann­leg kerfi byggj­ast á trausti. Þar er rétt­ar­ríkið ekki und­an­tekn­ing. Án trausts þá hrein­lega leys­ist sam­fé­lagið okkar upp. Sé það nið­ur­staðan að þing­maður geti framið lög­brot og sagt sið­ferði­lega skelfi­lega hluti, en skákað svo í skjóli þess að aðrir hafi gert sam­bæri­lega eða verri hluti en hann sjálf­ur, þá rofnar aug­ljós­lega alfarið traustið sem hægt er að bera til lög­gjaf­ar­sam­kund­unnar sem hann til­heyr­ir. Þar með raknar upp grunn­ur­inn að trausti gagn­vart öllum þeim sam­fé­lags­legu kerfum sem eru grund­völluð á íslenskum lög­um. Til að varpa ljósi á hversu alvar­leg sú nið­ur­staða er má taka dæmi úr umferð­inni. Við förum út í hana á hverjum degi hvort sem er keyr­andi, hjólandi eða gang­andi í þeirri blindu trú að við getum treyst hvort öðru. Ef mál þró­ast með þeim hætti að bara sumir stoppa á rauðu ljósi en aðrir ekki verður það fyrst til þess að sak­lausar mann­eskjur hljóta tjón af og að lokum til þess að kerfið hryn­ur. Allt stopp­ar.

Rök­stuðn­ing­ur­inn sem þú not­ast við er því hættu­legur og rangur sé hann skoð­aður út frá sið­ferð­is­legum mæli­kvörðum en hann er einnig rangur í lög­fræði­legum skiln­ingi. Dóm­stólar hafa margoft kveðið á um það að hafa beri að engu varnir í dóms­málum sem byggj­ast á því að sýkna skuli aðila á grund­velli þess að fjöl­margir aðrir aðilar hafi við­haft sam­bæri­lega hátt­semi og ákært er fyr­ir. Það þarf ekk­ert próf í rök­fræði til að skilja að ef þessi rök­stuðn­ingur er hald­bær væri aldrei hægt að ná fram­förum í sam­fé­lag­inu, því í honum felst að til þess að ámæl­is­verð hegðun hafi afleið­ingar þurfi að refsa öllum þeim sem mögu­lega hafa gerst sekir um slíka hegð­un. Þannig virkar rétt­ar­kerfið auð­vitað ekki, heldur sæta þeir refs­ingu sem hægt er að sanna að hafi fram­kvæmt ámæl­is­verða hluti. Líkt og við á um þig og vini þína á barn­um.

Í ljósi þess að þú telur þennan rök­stuðn­ing vera nægi­legan til að þú íhugir ekki einu sinni afsögn hef ég veru­legar áhyggjur af með­ferð þinni á lög­gjaf­ar­valdi. Til þess að skilja betur hvort áhyggjur mínar séu rétt­mætar bið ég þig að svara þremur spurn­ing­um:

Varstu að ljúga þegar þú tókst undir orð Gunn­ars Braga um að til­tekin skipun sendi­herra myndi þýða að hann ætti inni greiða hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um?

Hvað meintir þú nákvæm­lega þegar þú sagðir um Lilju Alfreðs­dótt­ur: „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karl­menn eins og kven­fólk kann“?

Í sím­tali þínu til Freyju Har­alds­dótt­ur, bar­áttu­konu fyrir mann­rétt­ind­um, útskýrðir þú að það sem þú meintir þegar þú sagðir að Gunnar Bragi hefði sér­stakan áhuga á Freyju væri sú stað­reynd að póli­tískar skoð­anir Freyju færu mjög í taug­arnar á Gunn­ari. Hvaða skoð­anir Freyju eru það sem þér er kunn­ugt um að fari í taug­arnar á Gunn­ari?

Með von um við­brögð, 

Katrín Odds­dótt­ir, mann­rétt­inda­lög­fræð­in

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
21 hours ago, jenar said:

SDG er Donald Trump Íslands... :)

Fixed.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sigmundur er fórnarlamb þess að bjórinn var leyfður 1. mars 1989. Enginn bjór - engin klaustursupptaka. 

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Æi Katrín Oddsdóttir er lame athyglissjúkur do-gooder

Share this post


Link to post
Share on other sites

..þegar maður sér tilsvörin hér fyrir ofan spyr maður sig hvort

málverjum sé fyrirmunað að stunda rökræður?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kæri Herkúles - það eru engar rökræður mögulegar í þessu máli og engar slíkar hafa farið fram, einungis fordæming hinna heilögu og syndlausu (sem aldrei hafa hallmælt nokkrum) á soratali fallinna þingmanna. .... og svo eymingjalegar afsakanir og útskýringar þingmannanna föllnu sem skilja ekkert í sjálfum sér að hafa látið svona munnsöfnuð út úr sér.

...but the show must go on ....

:snack:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki nóg með að Herkúles hafi talið rök SDG haldlaus, heldur líka KO sbr bréf hér fyrir ofan:)

Þú hefur skoðun og þú færir rök fyrir henni

Rökin eru síðan metin, samþykkt eða  önnur rök dregin fram og aðrar ályktanir dregnar og þannig áfram

(Skoðið ath.semdir frá SSSól, hvumpinn og DoctorHver hér fyrir ofan. Hver ætlar að segja að þetta sé boðlegt í rökræðu?)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessir mannasiðir eru ekki til fyrirmyndar, svo mikið er víst. Það er samt mjög erfitt að taka þátt í þessari umræðu síðustu daga. Með því er maður að leggja sitt lóð á vogarskál persónustjórnmála sem gjörsamlega tröllríða vestrænum samfélögum og gjaldfella og útiloka nánast efnislega umræðu um raunveruleg stjórnmál. Innihaldsleysið í því helv. öllu saman er svo yfirgengilegt að fjöldi fólks er steinhættur að nenna að fylgjast með stjórnmálum. Stundum dettur manni í hug að þetta sé hreinlega þaul-skipulögð aðför að lýðræðinu af hálfu valdamikilla afla sem fá þá að vera í friði á meðan. En kannski er skýringin frekar mannlegt eðli og einföld markaðsöfl - þetta selur blöð. Annað útilokar þó ekki hitt. 

Með því að leggjast í skotgrafirnar og moka yfir þá sexmenninga (sem eru ALLS ekki jafnir í málinu) þá er maður að kalla yfir sig meira af svo góðu. Við erum alveg að verða komin að kynlífs-skandölunum sem hafa tröllriðið Breskum stjórnmálum um langt árabil. Merkilegt nokk hefur slíkt fengið að liggja í láginni hér sem betur fer.

Ég hef ekki nennt að hugsa það í gegn. En á einhvern hátt tengist þetta líka þeirri tröllvöxnu ritskoðun á jaðar-sjónarmiðum víðsvegar á netinu, einkum stóru samfélagsmiðlunum, sem á sér stað um þessar mundir. Stóra pressan í boði fyrirtækjanna er auðvitað fyrir löngu síðan búin að henda því öllu saman út. Bara kúmbæja þar á bæ og rétthugsandi pistlahöfundar og eingöngu kórréttar þýðingar á kórréttum erlendum fréttum - sem eru mest kórrétt haugalygi ráðandi afla á vesturlöndum. Samfélagsumræðan er að renna saman kórrétta teflonhúðaða kúmbæja stemmingu al-la Dýrin í Hálsaskógi. Um eitt má þó enn rífast og það hressilega:

Það sem erlendir kalla idendity politics. Sem er löngu orðin alger plága og snýst um að etja saman þjóðfélagshópum og fordæming á þeim sexmenningum smellpassar í þann farveg.  Hér er munstrið klassískt, hvíta karlremban gegn konum, fötluðum og svo framvegis. Hvað sem því öllu líður sé ég ekkert benda til neins árangurs af þeirri umræðu. Jú, rýmingaráhrifin eru alveg stórkostleg, fátt annað kemst að. Ég ætla ekki að leggja mín lóð á þessa vogarskál.

Ég ætla að eftirláta kjósendum að sortera þetta mál út.

 

2 users like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Frater DOV said:

Kæri Herkúles - það eru engar rökræður mögulegar í þessu máli og engar slíkar hafa farið fram, einungis fordæming hinna heilögu og syndlausu (sem aldrei hafa hallmælt nokkrum) á soratali fallinna þingmanna. .... og svo eymingjalegar afsakanir og útskýringar þingmannanna föllnu sem skilja ekkert í sjálfum sér að hafa látið svona munnsöfnuð út úr sér.

...but the show must go on ....

:snack:

Sex menningar. 

Á móti 

- Bannað að taka upp fólk án þeirra samþykkis. 

- Margir Íslendingar eru góðir við vini og vandamenn en vondir við óvini og þá sem þeir eru ósammála. 

Með

- Talið á Klaustri var brot á stjórnarská Íslands. Stjórnarskráin er að sem veitir Alþingismönnum brautargengi og ver mannréttdindi. Það er vegið að fötluðum og konum með þessu tali. Þetta eru Alþingismenn sem eiga að rökræða um ný lög og samþykkja ný lög. Ef þeir eru með fordóma skv. stjórnarskrá þá eiga þeir ekki hæfir til að rökræða um lög sem senrta konur og fatlaða. 

- Gunnar Bragi laug þegar hann vissi ekki um upptökurnar. Sem Alþingismaður hefur hann glatað nauðsynlegu trausti til að taka þátt í alvöru umræðum um alvöru mál á Alþingi. Það má ekki rugla lygi saman við lygi. Stjórnmál eru í grunninn lygi, við frambjóðendum ætlum að gera allt fyrir alla en það er auðvitað ekki hægt og þar af leiðandi lygi þegar einhver lofar einhverju sem hann getur ekki staðið við. 

Í klaustursmálinu var að hann ljúga um framferið en ekki pólítík. Það er munur þar að mér finnst. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 tíma síðan, SSSól said:

- Talið á Klaustri var brot á stjórnarská Íslands. Stjórnarskráin er að sem veitir Alþingismönnum brautargengi og ver mannréttdindi. Það er vegið að fötluðum og konum með þessu tali. Þetta eru Alþingismenn sem eiga að rökræða um ný lög og samþykkja ný lög. Ef þeir eru með fordóma skv. stjórnarskrá þá eiga þeir ekki hæfir til að rökræða um lög sem senrta konur og fatlaða. 

Af hverju gleymirðu að telja upp smjörbræðsluhomma? Ertu svo fordómafullur að finnast þeir skipta minna máli en fatlaðar konur? 

En fordómar eru annars hluti af mannlegu eðli og allir eru með einhverja fordóma. 

1 tíma síðan, SSSól said:

- Gunnar Bragi laug þegar hann vissi ekki um upptökurnar. Sem Alþingismaður hefur hann glatað nauðsynlegu trausti til að taka þátt í alvöru umræðum um alvöru mál á Alþingi. Það má ekki rugla lygi saman við lygi. Stjórnmál eru í grunninn lygi, við frambjóðendum ætlum að gera allt fyrir alla en það er auðvitað ekki hægt og þar af leiðandi lygi þegar einhver lofar einhverju sem hann getur ekki staðið við. 

Svipað dæmi hérna. Allt fólk lýgur, þ.m.t. allir stjórnmálamenn.

Ómögulegt að vera í mannlegum samskiptum án þess að einstaka sinnum þurfa að ljúga. Sá sem segir alltaf satt á enga vini. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, Herkúles said:

Ekki nóg með að Herkúles hafi talið rök SDG haldlaus, heldur líka KO sbr bréf hér fyrir ofan:)

Þú hefur skoðun og þú færir rök fyrir henni

Rökin eru síðan metin, samþykkt eða  önnur rök dregin fram og aðrar ályktanir dregnar og þannig áfram

(Skoðið ath.semdir frá SSSól, hvumpinn og DoctorHver hér fyrir ofan. Hver ætlar að segja að þetta sé boðlegt í rökræðu?)

 

Ég var ekki að bjóða upp á rök ræðu heldur staðreind. Ef þig skortir röksemdir þá þarfu ekki annað enn að skoða hvernig Trump hegðar sínum málfluttingi og hvernig Sigmundur Davíð hegðar sínum málfluttingi. Ef þú ert fljótur að leggja saman 2+2 þá kemmstu að því að þeir beita samskonar hræðsluáróðri.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vegna umræðunnar vil ég segja þetta:

Persónulega nota ég sögnina að ljúga ekki mikið og helst aldrei. Mér finnst þetta gróft orðfæri sem ekki tíðkaðist meðal góðs og vandaðs fólks í mínu ungdæmi. Íslenskan á fleiri sagnir en að ljúga. Til dæmis að skrökva og segja ósatt. Sjaldan heyrist þetta í nútímamáli, sem er vottur um að málið sé að þynnast út. En vegna mikillar umræðu um hverjir hafi "logið" þessu eða hinu þá finnst mér vert að benda á nokkur atriði.

Að ljúga, segja ósatt og skrökva merkir í grunninn það sama og að skálda eitthvað upp. Búa til ósannar sögur um eitthvað, eða greina rangt frá einhverju gegn betri vitund.

Það að láta eitthvað ógert sem maður hefur lofað er ekki lýgi, skrök eða ósannindi. Slíkt heitir á réttu máli svik, og er allt annars eðlis en að segja ósatt. Sbr að svíkja loforð.

Svik eru í mínum huga alvarlegra athæfi en að segja ósatt.

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, Hallgeir said:

Af hverju gleymirðu að telja upp smjörbræðsluhomma? Ertu svo fordómafullur að finnast þeir skipta minna máli en fatlaðar konur? 

En fordómar eru annars hluti af mannlegu eðli og allir eru með einhverja fordóma. 

Það virðist vera eitthvað í menningu okkar sem veldur því að þegar karlmenn lenda í svona hakkavélum þá vekur það minna athygli en ef að kona gerir það. Sama á við um að ef að kona ásakar karlmann þá hefur kyn hennar þau áhrif að umhverfið, samfélagið, hlustar meira á hana en ef kynum væri víxlað.

Þetta eru alveg örugglega forréttindi sem konur munu aldrei láta af hendi, kvarta yfir, eða viðurkenna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Haukur Heiðar er með góða ábendingu um muninn á svikum og lygi, ekki veitir okkur af,

en til að flækja málin aðeins má segja að

ef X lofar að gera eitthvað en gerir það ekki heiti það svik

loforðið sjálft getur í sjálfu sér verið lygi ef X ætlaði aldrei að efna það..

 

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Varðandi það að þetta mál sem ekki tækt þe ekki sé hægt að rökræða það:

Að sjálfsögðu eigum við að nota heilbrigða skynsemi hér eins og annars staðar og þá þýðir ekki að drepa öllu á dreif

Við sjáum að Katrín Odds. notar aðferðir lögfræðinnar hér fyrir ofan.

Og hér erum við að ræða um SDG og hvernig hann ver sig í þessu máli.

-Hann talar ósæmilega

-Hann viðurkenni það og biðst afsökunar og lofar bót og betrun

 

-Refsingin: 

-Margir vilja hann segi af sér og hætti á þingi, vísa til ferils hans osfrv

-Aðrir vilja hann segi af sér meðan rannsókn málsins fer fram á vegum þingsins (Siðanefnd)

 

-Hann telur ónauðsynlegt að segja af sér þrátt fyrir sitt brott, afsakanir nægi, og beitir fyrir sig þeirri ástæðu að

aðrir hafi líka talað svona áður, þetta sé alsiða og hótar að leggja fram upptökur af öðru eins tali þingmanna

 

Spurningin er þá hvort þetta sé gild vörn eða næg ástæða til að láta gott heita?

Ef þessi vörn dugar ekki má skilja svo að hann ætti að segja af sér.

 

Katrín:

Rök­stuðn­ing­ur­inn sem þú not­ast við er því hættu­legur og rangur sé hann skoð­aður út frá sið­ferð­is­legum mæli­kvörðum en hann er einnig rangur í lög­fræði­legum skiln­ingi. Dóm­stólar hafa margoft kveðið á um það að hafa beri að engu varnir í dóms­málum sem byggj­ast á því að sýkna skuli aðila á grund­velli þess að fjöl­margir aðrir aðilar hafi við­haft sam­bæri­lega hátt­semi og ákært er fyr­ir. Það þarf ekk­ert próf í rök­fræði til að skilja að ef þessi rök­stuðn­ingur er hald­bær væri aldrei hægt að ná fram­förum í sam­fé­lag­inu, því í honum felst að til þess að ámæl­is­verð hegðun hafi afleið­ingar þurfi að refsa öllum þeim sem mögu­lega hafa gerst sekir um slíka hegð­un. Þannig virkar rétt­ar­kerfið auð­vitað ekki, heldur sæta þeir refs­ingu sem hægt er að sanna að hafi fram­kvæmt ámæl­is­verða hluti. Líkt og við á um þig og vini þína á barn­um.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, Hallgeir said:

Af hverju gleymirðu að telja upp smjörbræðsluhomma? Ertu svo fordómafullur að finnast þeir skipta minna máli en fatlaðar konur? 

En fordómar eru annars hluti af mannlegu eðli og allir eru með einhverja fordóma. 

Svipað dæmi hérna. Allt fólk lýgur, þ.m.t. allir stjórnmálamenn.

Ómögulegt að vera í mannlegum samskiptum án þess að einstaka sinnum þurfa að ljúga. Sá sem segir alltaf satt á enga vini. 

Mundi ekki eftir því.

 

Svo var ég að segja að það væri mundur á lygi og hvítri lygi. 

2 hours ago, fleebah said:

Það virðist vera eitthvað í menningu okkar sem veldur því að þegar karlmenn lenda í svona hakkavélum þá vekur það minna athygli en ef að kona gerir það. Sama á við um að ef að kona ásakar karlmann þá hefur kyn hennar þau áhrif að umhverfið, samfélagið, hlustar meira á hana en ef kynum væri víxlað.

Þetta eru alveg örugglega forréttindi sem konur munu aldrei láta af hendi, kvarta yfir, eða viðurkenna.

Konur lenda líka í þessum hakkavélum. Hildur Lillendahl, Lilja (hlutstaðu á upptökurnar) og fleiri.

Konur eru nýbúnar að stíga fram á sviði stjórnunar og stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir er t.d. algjörlega valdlaus. Aðförin á henni er rosalega en hún hljóðleg en skilvirk. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.