Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Kryddsíldin. Blaðamenn eiga ekki að sitja við sama borð og stjórnmálamenn, verið að gefa þeim völd sem þeir eiga ekki að hafa.

4 posts in this topic

http://www.visir.is/g/2018181239896/formenn-skiptust-a-skotum-um-klaustursmalid

Fyrst fyrst. Í upphafinu er minnst á að Kryddsíldin sé gerð þar sem vinnustofa afa var. Í dag glæsilegt húsnæði með útsýni yfir Austuvöll. Þá voru þetta ömurlegar vistarverur undir súð og ekkert útsýni, aðeins hallandi þakgluggar í þakinu. Ljótur skammarblettur á þjóðinni að þá mesti listamaður hennar bjó við slíkar aðstæður og svaf í vinnustofu sinni. Skammarblettur rétta orðið og ennþá á þjóðinni, ekki eitthvað sem hverfur.

Í rauninni ógðeðslegt að sjá þetta, sögufölsun, margir örugglega halda í dag að vinnustofa afa hafi verið eins og húsnæðið er núna og engin í því að segja þjóðinni sannleikann, sleppt í upphafi Kryddsíldarinnar þegar nefnt var að þetta hefði verið vinnustofa afa. Eins og ég sagði, skammarblettur á þjóðinni og engin sögufölsun mun hreinsa hann.

Ætla ekki að segja mikið um Kryddsíldina, bara þetta, það á ekki að gefa blaðamönnum þessi völd, stjórnmálamenn eru kosnir af þjóðinni en ekki blaðamenn, þeir eiga ekki heima sitjandi  við sama borð og valdstjórn landsins, gengur bara ekki upp.

Segi þó þetta, loftslagsmálin eiga eftir að verða stjórnmálamönnum og blaðamönnum blóðstokkur þar sem þeir verða leiddir til slátrunar fyrir skoðanir sínar á loftslaginu, engin þeirra mun sleppa frá því. Hvenær það gerist veit ég ekki, en sá tími að færast nær. Heimskingar og loddarar eru heimskingar og loddarar og munu dæmast samkvæmt því, sérstaklega stjórnmálamenn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On ‎1‎/‎1‎/‎2019 at 6:42 AM, Ingimundur Kjarval said:

Ætla ekki að segja mikið um Kryddsíldina, bara þetta, það á ekki að gefa blaðamönnum þessi völd, stjórnmálamenn eru kosnir af þjóðinni en ekki blaðamenn, þeir eiga ekki heima sitjandi  við sama borð og valdstjórn landsins, gengur bara ekki upp.

Kannski eitthvað se til i gamla maltækinu, þögn er sama og samþykki,, allavega eru allir þögulir um þetta her.  Þetta er alveg 100 prosent rett hja þer.  

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 1/2/2019 at 7:17 PM, siggiandri said:

Kannski eitthvað se til i gamla maltækinu, þögn er sama og samþykki,, allavega eru allir þögulir um þetta her.  Þetta er alveg 100 prosent rett hja þer.  

Þakka þetta, skulum vona að þetta sé rétt hjá þér. 

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/01/03/ritstjori-frettabladsins-hjolar-ruv-thetta-er-einungis-litid-daemi-um-yfirgang-rikisutvarpsins/

Þetta karp sýnir kannski vel hvað íslenskt þjóðfélag er ógeðslegt, ekki bara fyllerísröflið á Klausturbarnum, valdabröltið allstaðar óheiðarlegt og skítugt, logið og blekkt, fólk troðið undir með allskonar brögðum og blekkingum, þetta er það Ísland sem ég ólst upp í, þekki og man.

En vegna þess að Kryddsíldin byrjaði á því að minnast á afa og að Kryddsíldin væri tekin upp í fyrrverandi vinnustofu afa, sögufölsun í anda íslenskrar sögufölsunar á fortíð okkar sem grasserar á Íslandi. Ætla ég að setja inn grein úr Vísir frá því fyrir stríð sem lýsir þessum húsakynnum afa.

Mér finnst að viðkomandi eigi að biðjast afsökunar á þessari vísvitandi sögufölsun. Ef að þeim fannst við hæfi að minnast á að þetta væru fyrrverandi húsakynni afa í "skrautfjöður" þessa fjölmiðlis, þá líklegast til þess að láta eitthvað af ljóma Kjarvals falla á sig,  þá áttu þeir lika að nefna, að þá var þetta undir súð og ekki eins og í dag. Margur sem sá þetta fengið þann skilning að þetta hefði virkilega verið þessi glæsilegu húsakynni þegar afi var þar:

Grein í Vísi fyrir stríð skrifuð af "guis":

"Nú skulum við snöggvast líta inn í súðarherbergi í Austurstræti, þar sem einn frægasti núlifandi Íslendingur berst við örðugleika daglegra lífsþarfa . Fyrir okkur verða ekki gljáborinn og bólstruð húsgögn, speglar, klæðaskápar, svefnherbergi og vinnustofa . Nei þar er aðeins ein stofa með risgluggum og dúklögðu steingólfi. Hér býr Kjarval!

Þetta eru nú herligheitin mín segir hann, dálítið stríðnislega, um leið og hann dregur fram kollóttann stól og býður mér að setjast. Hvað hafið þér búið hér lengi? Og eg er búinn að hýrast hérna síðan 1929, og raunverulega hef ég ekki undan neinu að kvarta. Ég hef ekki einu sinni efni á því að á því að búa svona vel hvað þá betur.

Þegar hann hefir sýnt öll lausleg verk sín sem hér eru inni, verður mér litið á þiljurnar, sem alsettar eru skuggalegum kynjamyndum frá gólfi til lofts. Er þetta málað á striga? Nei eg málaði fyrst yfir með hvítum lit yfir veggfóðrið, sem hér var fyrir, þegar eg flutti hingað. Síðan hef eg stundum krassað hér ýmislegt þegar illa og vel hefir legið á mér og mér finst einstöku sinnum að þilið þarna hafi eg málað mínar skárstu myndir. Þetta er ódauðleikinn. Þetta trúin og þarna er gyðingurinn gangandi, segir Kjarval og bendir á þrjár svartar myndir sem mér sýnist að vísu allar eins, og auk þess mjög ólíkar því, sem menn almennt mundu hugsa sér slíka hluti færða upp á léreft. Það er áreiðanlegt, að ein hvern tíma þykjumst við Íslendingar af því að hafa átt mann eins og Kjarval, en það er bara af býsna litlu að þykjast ef við sýnum honum ekki verðskuldaðan sóma meðan krafta hans nýtur við.

Fyrir ári síðan var Kjarval fimmtugur og var hans þá vel og maklega minst , en hátíðarljóminn hvarf furðu fljótt, Jóhannes Kjarval er einn þeirra örfáu Íslendinga, sem heimurinn hefir veitt eftirtekt. Hann er einn þeirra manna sem ber upp hróður Íslands vorrar aldar, meðal stórþjóða heimsins, en hann er líka einn af mörgum, sem Íslenska þjóðin hefir misskilið og tortryggt og synjað hjálpar meðan blómaskeið lífs hans var að ganga honum úr greipum. Það er ekki ofmælt, að Íslendingum hefir farist miður vel við mann eins og Kjarval, og mun það betur og maklega eiga síðar eftir að koma í ljós".

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.