Sign in to follow this  
Followers 0
Mastro Titta

Gestaþraut fyrir rafmagnsfróða

10 posts in this topic

Ég ætlaði að aðstoða ættingja með það smáræði (að ég hélt) að tengja loftljós í svefnherbergi. Þegar ég skoða tengidósina í loftinu þá blasir við haugur af marglitum vírum í flækju. Yfirleitt þegar ég hef gert svona hefur verið augljóst hvaða tveir vírar ættu að tengjast í ljósið. Hér blasir það ekki alveg við. Ég er búinn að prófa nokkrar samsetningar en engin þeirra hefur virkað. Það eru tveir slökkvarar í herberginu, einn sem á að vera fyrr loftljósið og annar fyrir veggljós. Ég læt fygja með mynd af þessari flækju, lituðu punktarnir sýna hvaðan vírarnir koma. Allir vírar af hverjum lit tengjast saman í dósinni nema þessi grái af því að hann er bara einn.

dos.png

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gulgrænir vírar eru jörð, bláir eru "núll" og svartir eru "fasi".

Ljós eiga að fá fast "núll" en "fasann" gegnum rofa. (og endilega jörð í stellið á ljósinu eða þar til gerðan tengipunkt -jörðin hefur samt ekkert að gera með virkni ljóssins og er alfarið öryggisatriði)

Rofinn (slökkvarinn sem þú kallar svo) fær inn á sig "fasa" svartan vír vonandi, og frá rofanum í ljósið er vanalega notaður annar litur. Hér gæti það verið grár eða fjólublár.

Ég mundi prófa að tengja ljósið í bláu vírana annarsvegar og hinsvegar í annað hvort gráan eða fjólubláan og sjá hvað gerist.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Grái mjög líklega fyrir loftljosið og fjólublái fyrir vegg ljósið. Sérð það líka ef þú opnar slökvarana.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hmmm.. verður þér út um volt mæli. Setur ljós á hausinn á þér. Slærð út öryggjum, stingur inn í krónutengin og mælir viðnám (samslátt, bíp hljóð). Kerfisbundið kveikir þú og slekkur á öllum mögulegum samsetningum lest niðurstöðurnar.. á að taka í mesta lagi 5 mínútur að lesa úr þessu, þ.e. hvað er hvað og hvaðan. Næst slærðu inn örygginu og mælir nú með volt á mælinum, 220V er það sem þú ert að leita að. Í mínu húsi eru tveir 110V vírar, þ.e. tvöfalt kerfi sem er fasað á einhverjum gráðum (180°?) þannig að mismunurinn á fösunum er alltaf 220V og þarf tvö öryggi fyrir hvern stofn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er augljóst að þú veist ekkert hvað þú ert að gera. Fáðu atvinnumann sem VEIT hvað hann er að gera. Ég hef séð gríðarlega mikið af fúski og hluti sem eru einfaldlega HÆTTULEGIR.

Ef þú gerir þetta ekki rétt að þá ert þú búinn að skapa eldhættu. Rafmagn er ekkert djók. Ég sé ekkert að því að amatörar séu að leika sér í smáspennu, 12 volt í bílnum til dæmis. En ef fólk veit ekki hvað það er að gera í húsarafmagni að þá á það að láta hlutina eiga sig.

Ég hef séð dæmi þar sem núllið var tekið niður í rofann og það "virkaði" já, ljós kom. Gaurinn hefur þá haldið, "hey, ég er bara helvíti góður" en vissi samt ekkert hvað hann var að gera. ALDREI setja núll í gegnum rofa. Ég veit að rafvirkjar eru ekkert ódýrir en hvað viltu fúska og "kannski öruggt" og gera þetta bara einu sinni og almennilega ?.

 

@feu þú ert með gamla góða systemið já

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já voru það ekki mistök að Ísland tók ekki upp110 volt frá Kananum? Allt miklu hættulegra á 220 og báðir vírar lifandi. Og svo er það riðið 60 á Íslandi er það ekki? 50 hér í Bandaríkjunum. Hvað segja þeir sem vita þessa hluti. Ég meiri háttari fúskari, líklega heppinn að ég er ekki að því heima, hættulegra eða hvað? 

Share this post


Link to post
Share on other sites
45 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Já voru það ekki mistök að Ísland tók ekki upp110 volt frá Kananum? Allt miklu hættulegra á 220 og báðir vírar lifandi. Og svo er það riðið 60 á Íslandi er það ekki? 50 hér í Bandaríkjunum. Hvað segja þeir sem vita þessa hluti. Ég meiri háttari fúskari, líklega heppinn að ég er ekki að því heima, hættulegra eða hvað? 

110 volta kerfið er betra fyrir klaufa sem fá straum í sig. Það er nú töluvert óþæginlegra á fá á sig 230 voltin. En málið með 110 volta kerfið er að þú þarft helmingi hærri straum en 230 volta kerfið til að skila sama afli. Hærri straumur þýðir að þú þarft sverari leiðara sem þýðir meiri kostnaður. Og í USA er þetta einhverskonar kerfi sem heitir "split phase" en þá taka þeir núllið úr miðju vafi í spenni í staðinn fyrir úr núllpunkti í 3 fasa 400 volta kerfi. Þetta kerfi er soldið kjánalegt finnst mér og úr takti í nútimanum. En hey, það virkar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 tímum síðan, Gormurinn said:

Það er augljóst að þú veist ekkert hvað þú ert að gera. Fáðu atvinnumann sem VEIT hvað hann er að gera. Ég hef séð gríðarlega mikið af fúski og hluti sem eru einfaldlega HÆTTULEGIR.

Ef þú gerir þetta ekki rétt að þá ert þú búinn að skapa eldhættu. Rafmagn er ekkert djók. Ég sé ekkert að því að amatörar séu að leika sér í smáspennu, 12 volt í bílnum til dæmis. En ef fólk veit ekki hvað það er að gera í húsarafmagni að þá á það að láta hlutina eiga sig.

Ég hef séð dæmi þar sem núllið var tekið niður í rofann og það "virkaði" já, ljós kom. Gaurinn hefur þá haldið, "hey, ég er bara helvíti góður" en vissi samt ekkert hvað hann var að gera. ALDREI setja núll í gegnum rofa. Ég veit að rafvirkjar eru ekkert ódýrir en hvað viltu fúska og "kannski öruggt" og gera þetta bara einu sinni og almennilega ?.

 

@feu þú ert með gamla góða systemið já

Point taken. Ég ætla ekki að brenna kofann og hætta á að vera ekki boðið aftur í jólaboðið... 

Stóð þó aldrei til að fikta í öðru en að tengja réttu vírana úr þessari dós í ljósið. Ef núllið er tekið niður í rofann þá væri það væntanlega ekki mitt fúsk heldur fagmannsins sem gekk frá þessu. Eða er ég að misskilja?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég var að þessu um daginn og þá var það grátt og blátt sem virkaði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
58 minutes ago, Mastro Titta said:

Point taken. Ég ætla ekki að brenna kofann og hætta á að vera ekki boðið aftur í jólaboðið... 

Stóð þó aldrei til að fikta í öðru en að tengja réttu vírana úr þessari dós í ljósið. Ef núllið er tekið niður í rofann þá væri það væntanlega ekki mitt fúsk heldur fagmannsins sem gekk frá þessu. Eða er ég að misskilja?

Rétt hjá þér. Þú vilt ekki missa af jólasteikinni. Nú veit ég ekkert hvernig það hefur verið gengið frá rafmagninu þarna. Þetta með núllið var bara eitt dæmi sem ég hef séð. Síðan er líka eitt annað. Það er ekki nóg að vita hvernig á að tengja, heldur að vita hvernig á að tengja öruggt. Ganga frá vírunum rétt. Slæmar teningar þýðir meira viðnám sem breytist í hita og þar af leiðandi eldhættu.

Ekki vera hræddur að skoða rafmagnsmálin og spyrja "er þetta í lagi". Bara ekki vera pota í hlutina ef þú kannt ekki hlutina.

Ég mæli líka með því ef fólk kaupir sér fasteign eða íbúð að fá rafvirkja til að kíkja aðeins á rafmagnið. T.d að skoða töfluna og kíkja í dósir sem hafa ekki verið opnaðar í fleiri fleiri ár. Þær safni ryki með tímanum og það þarf að blása úr þeim, ryk er fullkominn eldmatur. Það kostar auka já, en ef maður er að kaupa eitthvað fyrir milljónir að þá skipta auka þúsundkallar ekki miklu máli, en það getur samt skipt mjööög miklu máli seinna meir.

Ég er hérna með nokkur ráð.

1: Er nóg af reykskynjurum í híbýlinu ?, og ef svo virka þeir ?.

2: Slökkvitæki !. Er slökkvitæki í húsinu ?. Ekki bara það heldur kanntu að nota þau ?. Skoðaðu leiðbeiningarnar á  slökkvitækinu og negldu það í huga þér.

3: Ætlaru að fá þér einhver LED ljós ?. Ekki kaupa "no name" LED ljós á t.d ebay. Já, þú sérð led á netinu sem kostar kannski 1/5 af ljósinu frá þekktum framleiðenda. Bara ekki kaupa "no name" ljósið !. Já, það kviknar á því en frágangurinn inni í ljósinu er rusl. Já, það lítur kannski nákvæmlega eins og út ljósið frá þekktum framleiðenda (sem er taktík) en það er samt stórhættulegt og er bara bíðandi stórslys.

4: Vertu miskunnarlaus þegar það kemur að öryggismálum.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.