Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Svo hvað eru aðilar til í hörð átök í kjarabaráttunni?

4 posts in this topic

Gengur það ekki allt út á það, atvinnurekenduer vilja græða meira, launafólk komast af og getað gefið börnunum að borða? Er verkalýðsforustan til í slaginn? Er þrýstingur neðan frá að leggjast í hörð átök eða bara að reyna að komast í gegnum samninga og strjúka svo kviðinn og elska friðinn?

Hvað með atvinnurekendur? Hvað eru þeir til í hörð átök? Hvað segja þeir með fingurna á púlsinum? Hvað segja Málverjar sem eru ekki upp í fjöllum í annarri heimsálfu? Veit einhver hvað þessir aðilar eru að hugsa? Búnir að grafa upp stríðsöxina eða á bara að reyna að komast í gegnum þetta án blóðs?

Við sem reynum að fylgjast með, vitum í rauninni ekki hvað er í gangi, hvað Gulu-vesta-hreifingin er, eða hvaða straumar kusu Trump tildæmis, skýringin að við séjum mest "deplorables klinging to our guns and religion" ekki nóg skýring. 

Er bylting í loftinu í mörgum löndum? Þá jafnvel byggð á Búsáhaldarbyltingunni á Íslandi nema þá kannski hér í Bandaríkjunum, annað í gangi? Mótmæli bæði á Spáni og Grikklandi sem dóu svo út, kraumar ennþá undir?

Ég að ræða þetta við konuna yfir morgunmatnum, að ástandið væri kannski eins og fyrir stríð, bara að hugmyndafræðin er ekki fullmótuð, byltingin veit ekki ennþá hvað hún vill, nema þá höfuð þessa 1% sem er búin að stela öllu af okkur, stórfyrirtækjunum, bönkunum öllu! Það virðast skýrustu skilaboðin úr Gulu-vesta-byltingunni "off with their heads!!".

French rev..jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

Heimurinn er alltaf að farast.

Hata þegar það gerist!

Fáir eftir með afhöfðunarblæti eftir Frakkar hættu að nota fallöxi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er ekkert að halda niðri í mér andanum með kjarasamninga. Held að að meirihluta til sé fólk með hausinn í lagi sem er að semja þessa dagana. Starfsgreinasambandið verður fyrst til að semja, það verður á hógværu nótunum og svo fylgja aðrir í kjölfarið og fá ekki hótinu meira.

Það er kannski helst hætta á að Efling og VR fari í verkfall en Villi á Skaganum geri það ekki.

Þetta er ekki flókið, m.v. hvernig þróun kjarasamninga er þegar margir eru að semja á sama tíma: Fyrsti samningurin gefur tóninn fyrir þá sem eftir koma. Og því er í mínum huga  þetta orðið þannig að Sólveig Anna og Ragnar eru komin í þrönga stöðu, hvor sem þau semja fyrst eða síðast að semja. Því ef þau semja fyrst, og aðrir semja svo aðeins betur, þá missa þau "face" miðað við allar yfirlýsingarnar og brjálæðið sem undan er gengið. Ef þau eru síðust þá eru 95% líkur á að þau þurfi að sætta sig við það sama og aðrir sem fyrir fóru. Sem verður eflaust hóflegt m.v. samningsstöðuna sem nú liggur fyrir. Og þá er bara að fara í verkfall og læti. Og þar tapa allir. Líka skjólstæðingar VR og Eflingar.

Þannig að ég, fyrir mitt leiti, er ekkert að óttast mikil læti. En grunar að þetta ár verði erfitt fyrir Ragnar, Sólveigu og aðra yfirlýsingaglaða og herskáa sósíalista. Því mörg þeirra hafa því miður sett sitt eigið egó framar hagsmunum launþega í þessum herskáu yfirlýsingum undanfarið. Og þegar maður er búinn að setja sig á háan stall. þá er fallið...... hátt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, fleebah said:

Ég er ekkert að halda niðri í mér andanum með kjarasamninga. Held að að meirihluta til sé fólk með hausinn í lagi sem er að semja þessa dagana. Starfsgreinasambandið verður fyrst til að semja, það verður á hógværu nótunum og svo fylgja aðrir í kjölfarið og fá ekki hótinu meira.

Það er kannski helst hætta á að Efling og VR fari í verkfall en Villi á Skaganum geri það ekki.

Þetta er ekki flókið, m.v. hvernig þróun kjarasamninga er þegar margir eru að semja á sama tíma: Fyrsti samningurin gefur tóninn fyrir þá sem eftir koma. Og því er í mínum huga  þetta orðið þannig að Sólveig Anna og Ragnar eru komin í þrönga stöðu, hvor sem þau semja fyrst eða síðast að semja. Því ef þau semja fyrst, og aðrir semja svo aðeins betur, þá missa þau "face" miðað við allar yfirlýsingarnar og brjálæðið sem undan er gengið. Ef þau eru síðust þá eru 95% líkur á að þau þurfi að sætta sig við það sama og aðrir sem fyrir fóru. Sem verður eflaust hóflegt m.v. samningsstöðuna sem nú liggur fyrir. Og þá er bara að fara í verkfall og læti. Og þar tapa allir. Líka skjólstæðingar VR og Eflingar.

Þannig að ég, fyrir mitt leiti, er ekkert að óttast mikil læti. En grunar að þetta ár verði erfitt fyrir Ragnar, Sólveigu og aðra yfirlýsingaglaða og herskáa sósíalista. Því mörg þeirra hafa því miður sett sitt eigið egó framar hagsmunum launþega í þessum herskáu yfirlýsingum undanfarið. Og þegar maður er búinn að setja sig á háan stall. þá er fallið...... hátt.

Já það er nú það, annað hvort er bylting í loftinu, þá rekin áfram af örvæntingu þeirra sem eru undir í þjóðfélaginu, eða ekki, það spurningin. Þessi Sólveig og Ragnar ráða engu um það, verða bara að vita hvort að þetta er bylting eða ekki, mistök Trumps að skilja það ekki.

Trump er bara Trump en komst til valda vegna byltingar sem hann gat virkjað, hans mistök að skilja það ekki nógu vel á síðasta ári. Ef að hann hefði verið harðari þá væri hann ennþá með báðar deildir trúi ég.

LePenn átti svo að verða forseti, byltingin að byrja í Frakklandi en þeim tókst að fá Marcon til þess að slá á það. En samt ekki, byltingin hélt bara áfram að grafa um sig. Veit ég hvað er að gerast, nei, en að reyna að spá í það eins og Styrmir Gunnarsson, við báðir eins og átjan barna feður úr Álfheimum..

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.