Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Kosningar 2020 (BNA forsetakosningar)

480 posts in this topic

Trump er orðinn sjóaður í forsetaembættinu, og sífellt sjálfsöruggari, það sést. Hann hefur lært mikið.

Ef hann náði að sigra Hillary Clinton mjög óreyndur í pólitík, ímyndið ykkur hvernig hann fer með óreyndan demókrata.

Nú þegar eru einhverjir demókratar byrjaðir að stíga fram og bjóða sig fram, og enginn þekkir þá.

Ég held að Trump muni sigra aftur, því einhver óreyndur sætur demókrati mun ekki geta sigrað. Þar að auki er trendið hjá demókrötum núna að ultra-left eru í náðinni, þannig að Trump fer létt með einhvern kommúnista sósíalista.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég rakst fyrst á Elizabeth Warren á netinu áður en hún varð nokkurskonar opinber fígúra. Hún var á kafi í því að afhjúpa lánastarfsemi banka í U.S. til fasteignakaupa fyrir fátæklinga og útskýrði mætavel hvernig keðjað virkaði. Síðar kom auðvitað í ljós að þarna var hún spot-on í að afhjúpa tröllvaxið svindl sem síðar leiddi til fjármálakrísunnar 2008.  Allar götur síðan hefur Wall Street mafían hatað hana og últra hægrið í U.S. - sem er líklega argasta samansafn fábjána á hnettinum - er búið að vera á eftir henni eins og hundar á roði út af hlægilegum smátriðum. "Pocahontas"

Því miður bendir ýmislegt til að demókratakvörnin sé búin að mala það besta úr Warren, flokkurinn er and- og hersetinn af gjörsamlega snarklikkaðri elítu Gyðinga og töskubera þeirra sem kallast í daglegu tali neo-cons. Niðurstaðan er últra herskár demókrataflokkur sem er í vasanum á elítum Zíónísta og buktar sig og beygir fyrir stríðsglæpahyski af flestu tagi og tilbiður glæpastjórn Ísrael og allt sem henni tengist. Skammt er að minnast þess að Hillary Clinton fagnaði ákaft og hló yfir því þegar Gaddafi féll í Líbíu eftir ólöglegar árásir NATO sem voru de-facto stríðsglæpir á alla lund. Síðan hefur Líbía verið í algerum hörmungum, ríki sem var áður vonarstjarna Afríku! Glæpir þessa hyskis eru ólýsanlegir og ófyrirgefanlegir! Hver hugur Warren er til alls þessa skal ósagt látið. Ég hef samt verulegt álit á henni. Tulsi Gabbard - það litla sem ég hef séð af henni mjög álitleg, hún er fyrrverandi hermaður og veit um hvað stríðsglæpavélin snýst og er ekki sammála. Það er gríðarlegur kostur.

Hver vinnur 2020? Allt í lagi að hafa það í huga að stóra pressan afhenti Trump forsetaembættið með endalausri umfjöllun um hann.

 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef Trump býður sig fram þá sigrar hann. 

Demóar hafa engan trúverðugan kandídat og engin trúverðug stefnumál.

Efnahagsaðgerðir Trumps eru að stækka kjósendahóp hans með því að fjölga fólki í vinnu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Trump "sigraði" með þremur milljónum færri atkvæðum en Clinton. Clinton, sem flestir BNA menn höfðu samt lítinn áhuga á. Sigur hans var í skásta falli tæknilegt slys, sem hafði með kjörmenn í lykilríjum að gera, þar sem hann var að sigra með nokkur þúsund fleiri atkvæðum. Trump fékk 46,1% atkvæða í kosningunum. Það er minnsta fylgi sigurvegara í sögunni, þegar einungis tveir frambjóðendur hafa verið í framboði. 

Haugur af skoðanakannanafyrirtækjum hafa ýmist verið að gefa Trump fylgi yfir 50% eða undir 40% síðustu tvö árin. Hefur algjörlega farið eftir því hvorumegin á pólitíska skalanum þau hafa verið. Gallup er því mögulega eina fyrirtækið sem hægt er að taka mark á, þegar kemur að trausti. 

https://news.gallup.com/poll/203198/presidential-approval-ratings-donald-trump.aspx

Trump hefur aldrei verið að skora yfir 45% samkvæmt Gallup. Nýjustu kannanir gefa honum 37%, núna í janúar 2019. Samkvæmt skoðanakönnunum kenna líka fleiri BNA menn honum um lokun ríkisstofnana en þinginu. Þannig að þessi lokun á mögulega eftir að draga stóran dilk á eftir sér fyrir Trump. 

Og það er auðvitað algjör þvæla að enginn demókrati geti sigrað Trump, af því að flokkurinn sé orðinn svo "sósíalískur." Alveg eins og trendinn innan repúblikanaflokksins hefur verið að fara til hægri, hefur trendinn innan demókrataflokksins líka verið að fara til vinstri. Þeir sem eru eldri en tvævetur vita, að fyrir bara 15-20 arum hefði enginn frambjóðandi með vikt getað kallað sig sósíalista, öðruvísi en að binda þarmeð endi á pólitískan feril sinn. Núna eru þeir þónokkrir, sem náðu kjöri undir þeim fána. Þá verður þó að hafa í huga, að bandarískir "sósíalistar" eiga lítið skylt við þá evrópsku.

Það er því ekkert sem segir, að bandarískur "sósíalisti" gæti ekki orðið næsti forseti BNA...

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 minutes ago, jenar said:

Trump hefur aldrei verið að skora yfir 45% samkvæmt Gallup. Nýjustu kannanir gefa honum 37%, núna í janúar 2019. Samkvæmt skoðanakönnunum kenna líka fleiri BNA menn honum um lokun ríkisstofnana en þinginu. Þannig að þessi lokun á mögulega eftir að draga stóran dilk á eftir sér fyrir Trump. 

Hann atti heldur ekki moguleika 2016 ,,, manstu var hlegið upp i opið geðið a honum þa,,af öllum alveg fra Isl. stjjornmalafræðingum til motframbjoðanda hans i Bna. Og um flest önnur lönd. Samt sigraði hann.        Ja Trump sannarlega sigraði heiminn.   Gerðu betur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 minutes ago, siggiandri said:

Hann atti heldur ekki moguleika 2016 ,,, manstu var hlegið upp i opið geðið a honum þa,,af öllum alveg fra Isl. stjjornmalafræðingum til motframbjoðanda hans i Bna. Og um flest önnur lönd. Samt sigraði hann.        Ja Trump sannarlega sigraði heiminn.   Gerðu betur.

Það er eitt að sigra í baráttunni um útnefningu flokks síns fyrir bandarískar forsetakosningar. Annað að sigra í forsetakosningunum sjálfum. Og nei, Trump hefur EKKI sigrað heiminn, hehehe Helstu bandamenn BNA treysta þeim ekki lengur. NATÓ er í hættu og svo mætti lengi telja.

Ég held að hann skíttapi í næstu forsetakosningum. Og mögulega fær hann sterkt mótframboð innan síns eigin flokks. Annar möguleiki er að hægrimenn bjóði fram undir merkjum þriðja framboðsins, sem þá tryggir demókrötum sigur. Slíkt hefur nokkrum sinnum áður haft áhrif á kosningaúrslit, nú síðast 1992 þegar Ross Perot tryggði Clinton sigurinn...

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, jenar said:

Það er eitt að sigra í baráttunni um útnefningu flokks síns fyrir bandarískar forsetakosningar. Annað að sigra í forsetakosningunum sjálfum.

Nu skil eg þig ekki,,,,,hann sigraði bæði,,.

Just now, siggiandri said:

Nu skil eg þig ekki,,,,,hann sigraði bæði,,.

Hann er þegar buinn að sigra heiminn,,,,,þarf ekki að gera það aftur.    Kannski kominn timi a einhvern annann,, getur vel verið,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, En Trump sigraði heiminn,,,,,,,, against all odds.

Share this post


Link to post
Share on other sites
16 minutes ago, siggiandri said:

Nu skil eg þig ekki,,,,,hann sigraði bæði,,.

Hann er þegar buinn að sigra heiminn,,,,,þarf ekki að gera það aftur.    Kannski kominn timi a einhvern annann,, getur vel verið,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, En Trump sigraði heiminn,,,,,,,, against all odds.

Hann sigraði í forvali repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar, og það gegn ölllum líkindum. En sigurinn var hans. Í forsetakosningunum sjálfum fékk hann þremur milljónum færri atkvæði. Hann rétt náði að merja fram tæknilegan kjörmannasigur, með minnsta prósentufylgi í sögunni (þ.e. þegar aðeins tveir frambjóðendur voru í framboði). Og hann hefur síðan þá aldrei náð því fylgi. Þessu 46,1% sem hann fékk í kosningunum sjálfum. Ekki samkvæmt könnunum Gallup (sem er kannski eitt af fáum fyrirtækjum í bransanum sem mark er takandi á). Hann hefur því aldrei notið stuðnings meirihluta BNA manna. Né er nokkuð sem bendir til að hann myndi sigra í næstu kosningum. 

Bush yngri vann fyrri forsetakosningar sínar á svipaðan hátt og Trump. Með færri atkvæðum. Þó var munurinn mörgum sinnum minni en í tilfelli Trumps. Hann sigraði næstu kosningar, en þá var málum líka háttað þannig, að hann naut miklu meira fylgis þjóðarinnar en Trump núna. 

Síðan þetta með heiminn. Hann hefur aldrei nokkurntíma notið stuðnings heimsins. Þvert á móti. Og sérstaklega ekki á meðal helstu bandalagsþjóða BNA. Evrópubúar hlæja að honum.Ráðamenn í Evrópu treysta honum ekki. Ekki einu sinni Pútín getur treyst honum. Af því að (thank god) hann hefur ekki alræðisvald... 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Trump reyndar tókst það sem engum hafði tekist áður og það var að fá N-Kóreu í viðræður við sig (USA) og Suður-Kóreu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
36 minutes ago, falcon1 said:

Trump reyndar tókst það sem engum hafði tekist áður og það var að fá N-Kóreu í viðræður við sig (USA) og Suður-Kóreu.

Engum "tókst" það áður, af þvi að engum datt til hugar að gefa harðstjóranum tækifæri á að eiga "photo opportunity" með forseta BNA. Enda allt sem bendir til þess að þetta hafi bara verið það - photo opportunity. Innihaldið eitthvað minna. Eða ekkert....

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, jenar said:

Hann sigraði í forvali repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar, og það gegn ölllum líkindum. En sigurinn var hans. Í forsetakosningunum sjálfum fékk hann þremur milljónum færri atkvæði. Hann rétt náði að merja fram tæknilegan kjörmannasigur, með minnsta prósentufylgi í sögunni (þ.e. þegar aðeins tveir frambjóðendur voru í framboði). Og hann hefur síðan þá aldrei náð því fylgi. Þessu 46,1% sem hann fékk í kosningunum sjálfum. Ekki samkvæmt könnunum Gallup (sem er kannski eitt af fáum fyrirtækjum í bransanum sem mark er takandi á). Hann hefur því aldrei notið stuðnings meirihluta BNA manna. Né er nokkuð sem bendir til að hann myndi sigra í næstu kosningum. 

 

Jú hann er með meirihluta. Það sem sumir vilja ekki heyra minnst á eru þeir ólöglegu innflytjendur sem kusu demóa. Þess vegna eru demóar desperat að halda landamærunum opnum, því það er eina sóknarfæri þeirra - fleiri atkvæði ólöglegra.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
15 minutes ago, jenar said:

Engum "tókst" það áður, af þvi að engum datt til hugar að gefa harðstjóranum tækifæri á að eiga "photo opportunity" með forseta BNA. Enda allt sem bendir til þess að þetta hafi bara verið það - photo opportunity. Innihaldið eitthvað minna. Eða ekkert....

Það er nu annar fundur i bigerð nuna i næsta manuði,,en nog um það.     Allt og allar tölur sem demoar og aðrir hafa komið fram með HINGAÐ TIL ALLAVEGA,,,,,,,  hafa reynst fake news.     Það vissulega kemur að þvi að hann missir völd,,,,,,,,,  en ekkert af þvi sem ultra vinstrið hefur kvabbað a fra upphafi hefur reynst satt hingað til.....   Skil ykkur ekki annars,,,,i stað þess að strjuka kviðinn og kjosa friðinn,,,,, er allt svo gersamlega kolvitlaust sem manngreyið gerir að það eru heilu veiturnar sem vilja koma honum fra,,,,,,,,,,,,,, oftast með lygum og tölum sem svo standast ekki,,,,,,,,,,   Hvað er að þvi að hafa forseta sem vill þjoð sinni vel,,,,,  hann er ju forseti sinnar þjoðar en ekki annara.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég botnaði ekkert í því á sínum tíma af hverju kaninn kaus fyrirbærið Trump sem forseta. Það kostaði mánuði fyrir utan verndarsvæði stóru pressunnar til að botna í því. Athugasemdakerfið á Unz er alger fjársjóður til að fá innsýn í hugarheim borgara stórveldisins. Það útheimtir verulega síun því að þar er auðvitað misjafn sauður í mörgu fé og margir kújónar sem þættu víðast hvar vafasamur félagsskapur. En inni á milli eru greinargóðir pennar, sumir frábærir og með tímanum rennur þetta upp fyrir manni. En þetta er tímafrekt og nánast nauðsynlegt að hafa hraðlestartækni til að skanna óralanga athugasemdahala, nema fólk hafi því meiri tíma aflögu. Munurinn á athugasemdakerfinu á Unz og öðrum sem ég hef fundið er samt með ólíkindum. Flest athugasemdakerfi eru gagnslaust prump þar sem öskurapar og rugludallar hafa tekið yfir og þeir sem hafa eitthvað raunverulegt að segja eru löngu flúnir. 

Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt afar veikt fylgi við utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem rúllar áfram eins og óstöðvandi járnbrautarlest - yfir hvern forsetann á fætur öðrum og ekkert breytist. Stór hluti þjóðarinnar er löngu búinn að fá nóg af þessu og hinum óskaplega fjáraustri til hermála. Þetta les maður ekki í stóru pressunni, nema hugsanlega í einhverjum skúmaskotum á blaðsíðu 32. Annað sem fjölmargir borgarar Bandaríkjanna eru óánægðir með er þessi gegndarlausa fylgispekt við Ísrael, eins og það "ágæta" ríki sé á einhvern hátt í sérstakur "vinur" Bandaríkjanna og að "hagsmunir" ríkjanna fari saman. Fyrir marga meikar þetta bara engan sense og þau hafa jafnvel á tilfinningunni að Ísrael og málefni þess séu oft á tíðum sett skör ofar en málefni Bandaríkjanna og borgara þeirra. Auðvitað grunar marga að fylgispektin við Ísrael og endalaus stríð í mið-austrinu undir gunnfána hryðjuverkastríðs séu tengd fyrirbæri og þegar við leggjum þetta saman við nánast algert hrun á tiltrú almennings á stóru pressunni þá er ekki ýkja flókið að sjá að stór hluti kjósenda grunar "djúpríkið" um græsku.

Hnattvæðingin svokallaða hefur verið feiknarleg blóðtaka fyrir megnið af Bandaríkjunum. Nema kannski helst stórborgirnar hvar elítan og stjórmálastéttin þrýfst og horfir niður á restina. Ótal töpuð iðnaðarstörf um gjörvöll Bandaríkin, N.B verðmæt og vel borguð störf hurfu og skildu eftir stór landsvæði í efnahagslegri rúst. Þegar efnahagslífið í þessum fyrrum iðnaðarborgum er hrunið flyst fólk í burtu eftir störfum annarsstaðar, þ.e. þeir sem það geta og hinir sem eftir sitja horfa upp á innviðina í kringum sig grotna niður, og ennfremur herskara af fátæklingum safnast upp og innflytjendur og svartir taka yfir borgarhverfi og jafnvel heilu landsvæðin sem verða í kjölfarið argasta slum.  Þessu hefur bandarísk pólitík ENGU svarað s.l áratugi. Hagkerfið er mælt eftir Wall Street og Kísildal í Kaliforníu (og með fölsuðum verðbólgutölum) lítur staðan í U.S. út fyrir að vera bara sæmileg. En hún er það ekki, það er stóra lygin í þessu. Þriðji heimurinn er fyrir löngu kominn með stórfelld útibú í Bandaríkjunum og staðan fer versnandi ár frá ári. Fátæktin er agaleg og ameríski draumurinn lifir eingöngu í stórborgum á ströndunum meðal talandi stétta og elíta. Fyrir hina - stóran hluta landsmanna er hann orðinn að martröð fyrir löngu.

Annað stór mál sem ekki er hægt að tala um í Bandaríkjunum er aðlögun svartra sem hefur gjörsamlega mistekist. Öll prógrömmin og allur barningurinn og allar tilfæringarnar hingað til virðast vera til lítils. Jújú það er lítill hópur svartra sem plummar sig fínt, en heilt yfir er stóra myndin eins sorgarsaga. Þeir flokkast saman í eigin samfélög í stórum stíl sem eru alger gettó. Glæpatíðni svartra er um 6-8 föld á við hvíta eða "hispanics". Þetta er auðvitað óskaplega viðkvæmt og erfitt málefni og einu svörin sem pólitíkin hefur -og fjölmiðlar- er að keyra upp volume takkann á rasistaspilinu. Þetta er allt rasismi og þannig er þetta vandamál jarðsett sífellt. En auðvitað vita ótal margir Bandaríkjamenn og líka innflytjendahópar að vandamálið er til staðar af því að þeir finna það á eigin skinni þegar hverfi þeirra breytast í einskonar þriðjaheimsríki. Þannig fagna t.d. sumir íbúar Kaliforníu flóði "hispanics" inn í borgirnar - af því að þeir innflytjendur með sínum klíkuskap ruddu burtu svörtum glæpagengjum. Niðurstaðan sumsstaðar er síðan algert hrun í glæpatíðni þegar "hispancis" höfðu tekið yfir hverfin. Ótrúlegt en satt.

Stærsta málefnið er síðan afleiðing og sambland af því sem að ofan er talið. Stöðnun eða jafnvel afturför kjara millilstéttarinnar s.l. 40 ár. Sé tillit tekið til þess að U.S. breyttu verðbólgumælingum í tíð Clintons - nýja aðferðin skilar mun lægri verðbólgu og þar með hærri hagvexti - þá blasir við að líklega hefur enginn raunverulegur hagvöxtur verið í stórveldinu um langa hríð. Á sama tíma tekur fjármálagreirinn og hið margfræga 0,01% sífellt stærri hluta kökunnar. Vinnandi fólk í Bandaríkjunum borgar helling í skatta, sumstaðar nærfellt því sem gerist í Evrópu - og hvað fær það í staðinn? Einkarekið heilbrigðiskerfi sem er ekki innifalið, stríðsbrölt sem kostar trilljónir og gagnast þeim ekkert, og sífelldar árásir frá ríkinu og fjölmiðlum og menntastéttum um að þau séu heimskir og menntunarsnauðir aular sem eiga ekkert betra skilið fyrir allan sinn rasisma.

Ég hefði kosið dautt svín fram yfir gæludýr stóru flokkanna í Bandaríkjunum og er ekki vitund hissa þó að Trump hafi hlotið kjör. Svipað fyrirbæri og þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri en samt öðruvísi. Það er enn standandi ráðgáta hvað Trump vill og hvað hann getur. Hann kom auðvitað inn í embættið vinafár og þurfti vafalaust að gera málamiðlanir, pólítískar áherslur hans eru síðan ómarkvissar og furðulegar, eins og hann sjálfur. Fullt af ráðgátum kringum hann. Engar ráðgátur kringum Clinton - hún var einfaldlega ómöguleg nema fyrir flokkshesta Demókrata og íbúa Evrópu - sem eftir lestur stóru pressunnar vita ekkert um Bandaríkin. Ekki baun í bala.

 

 

 

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, jenar said:

Hann sigraði í forvali repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar, og það gegn ölllum líkindum. En sigurinn var hans. Í forsetakosningunum sjálfum fékk hann þremur milljónum færri atkvæði. Hann rétt náði að merja fram tæknilegan kjörmannasigur, með minnsta prósentufylgi í sögunni (þ.e. þegar aðeins tveir frambjóðendur voru í framboði). Og hann hefur síðan þá aldrei náð því fylgi. Þessu 46,1% sem hann fékk í kosningunum sjálfum. Ekki samkvæmt könnunum Gallup (sem er kannski eitt af fáum fyrirtækjum í bransanum sem mark er takandi á). Hann hefur því aldrei notið stuðnings meirihluta BNA manna. Né er nokkuð sem bendir til að hann myndi sigra í næstu kosningum. 

Bush yngri vann fyrri forsetakosningar sínar á svipaðan hátt og Trump. Með færri atkvæðum. Þó var munurinn mörgum sinnum minni en í tilfelli Trumps. Hann sigraði næstu kosningar, en þá var málum líka háttað þannig, að hann naut miklu meira fylgis þjóðarinnar en Trump núna. 

Síðan þetta með heiminn. Hann hefur aldrei nokkurntíma notið stuðnings heimsins. Þvert á móti. Og sérstaklega ekki á meðal helstu bandalagsþjóða BNA. Evrópubúar hlæja að honum.Ráðamenn í Evrópu treysta honum ekki. Ekki einu sinni Pútín getur treyst honum. Af því að (thank god) hann hefur ekki alræðisvald... 

Þu veist þeir eru að standa i mannaraðningum  a CNN nuna þessa dagana. Eg skal mæla með þer,,,skorar eflaust ofar en margir sem reyna sig þar þessi misserin. Sem eg seigi,,,,eg skil ykkur ekki,,,,,bara skil það ekki,,, hvað þið berjist fyrir,,, hulið fyrir mer,,eg se ekki hvað maturinn verður betri við að Trump fari fra.   Eg helt kjafti allann timann sem Obama var stjori,,,,enda ekki kosinn af mer,,,og fullt af hlutum sem hann setti a sem eg var ekki með a.  En andskotinn hafi það að eg færi að reyna velta rettkjörnum stjora ur stol,,,, bara svo eg hafi mitt framm. Slikt er frekjan hja sumum,,,,,  Kannski verður nornin Hillary kjörin næst,,,ef hun byður sig framm,,,,þa bara verð eg að kalla hana minn forseta,,ekki mitt val en mun þo gera það.   

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held raunar að andúðin á flokkunum í U.S. sé orðin slík að einhver sæmilegur "villihestur" gæti bakað þá ef hann nær að troða sér á lista hjá þeim - eins og Trump gerði. Einhvert þekkt andlit - leikari t.d. - með sæmilegan feril sem liti út fyrir að vera fyrir utan og til í að hlusta á almenning og taka upp eitthvað af þeim málum sem ég rakti að ofan mundi líklegast baka glæudýr flokkanna. Þið munið Regan - sem var raunar bara stengjabrúða.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Trump var kosinn.

Margir vilja ekki viðurkenna afhverju, heldur bara úthúða Trump, skoða ekki rótina, hví svo margir kusu hann.

Trump hefur ekki gleymt því hversvegna hann var kosinn, og þið sjáið núna andstöðuna, CNN og demókrata.

Þetta er eins mikið hart stál í stál núna, ríkisstofnanir lokaðar núna. Demókratar stúfullir af hugmyndafræði um opin landamæri vilja ekki neina samninga við Trump, hafna Trump, vilja ekki sjá eða tala við Trump.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta tilboð sem forsetinn kom nuna með til Demoa,, var eitt besta utspil sem þaðan gat komið til að stoppa lokun a alrikisstofnunum. ,,,,  Var auðvitað nokkuð vel vitað samt i þeim herbuðum að þvi yrði hafnað,,,,,,,,   en forsetinn kom með STORT TILBOÐ UM AÐ enda þessa vitleisu sem lokun er.,,,,,,,,,, Bara ekki tekinn til greina hja Demo liðinu.  Demo arnir eru sennilega i profunum fyrir eitthvað nytt (eitur) lyf þvi þeir hlusta ekki a nein rök,,,,ekki einusinni sin gömlu rök þegar þeir voru allir i þvi að kjosa og gefa meira i landamæragæslu,,,,þo það væri kallað veggur þa. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, Femma Hrútsdóttir said:

Jú hann er með meirihluta. Það sem sumir vilja ekki heyra minnst á eru þeir ólöglegu innflytjendur sem kusu demóa. Þess vegna eru demóar desperat að halda landamærunum opnum, því það er eina sóknarfæri þeirra - fleiri atkvæði ólöglegra.

Já, svo má ekki gleyma atkvæðunum sem Svíar og Frakkar fluttu í heilu skipsförmunum til BNA fyrir framboð Clintons. Gott ef hún fékk ekki einhver atkvæði utan úr geimnum líka... :)

5 hours ago, siggiandri said:

Þetta tilboð sem forsetinn kom nuna með til Demoa,, var eitt besta utspil sem þaðan gat komið til að stoppa lokun a alrikisstofnunum. ,,,,  Var auðvitað nokkuð vel vitað samt i þeim herbuðum að þvi yrði hafnað,,,,,,,,   en forsetinn kom með STORT TILBOÐ UM AÐ enda þessa vitleisu sem lokun er.,,,,,,,,,, Bara ekki tekinn til greina hja Demo liðinu.  Demo arnir eru sennilega i profunum fyrir eitthvað nytt (eitur) lyf þvi þeir hlusta ekki a nein rök,,,,ekki einusinni sin gömlu rök þegar þeir voru allir i þvi að kjosa og gefa meira i landamæragæslu,,,,þo það væri kallað veggur þa. 

Þú hlýtur að vera að djóka... :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 hours ago, MR-V said:

Ég botnaði ekkert í því á sínum tíma af hverju kaninn kaus fyrirbærið Trump sem forseta. Það kostaði mánuði fyrir utan verndarsvæði stóru pressunnar til að botna í því. Athugasemdakerfið á Unz er alger fjársjóður til að fá innsýn í hugarheim borgara stórveldisins. Það útheimtir verulega síun því að þar er auðvitað misjafn sauður í mörgu fé og margir kújónar sem þættu víðast hvar vafasamur félagsskapur. En inni á milli eru greinargóðir pennar, sumir frábærir og með tímanum rennur þetta upp fyrir manni. En þetta er tímafrekt og nánast nauðsynlegt að hafa hraðlestartækni til að skanna óralanga athugasemdahala, nema fólk hafi því meiri tíma aflögu. Munurinn á athugasemdakerfinu á Unz og öðrum sem ég hef fundið er samt með ólíkindum. Flest athugasemdakerfi eru gagnslaust prump þar sem öskurapar og rugludallar hafa tekið yfir og þeir sem hafa eitthvað raunverulegt að segja eru löngu flúnir. 

Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt afar veikt fylgi við utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem rúllar áfram eins og óstöðvandi járnbrautarlest - yfir hvern forsetann á fætur öðrum og ekkert breytist. Stór hluti þjóðarinnar er löngu búinn að fá nóg af þessu og hinum óskaplega fjáraustri til hermála. Þetta les maður ekki í stóru pressunni, nema hugsanlega í einhverjum skúmaskotum á blaðsíðu 32. Annað sem fjölmargir borgarar Bandaríkjanna eru óánægðir með er þessi gegndarlausa fylgispekt við Ísrael, eins og það "ágæta" ríki sé á einhvern hátt í sérstakur "vinur" Bandaríkjanna og að "hagsmunir" ríkjanna fari saman. Fyrir marga meikar þetta bara engan sense og þau hafa jafnvel á tilfinningunni að Ísrael og málefni þess séu oft á tíðum sett skör ofar en málefni Bandaríkjanna og borgara þeirra. Auðvitað grunar marga að fylgispektin við Ísrael og endalaus stríð í mið-austrinu undir gunnfána hryðjuverkastríðs séu tengd fyrirbæri og þegar við leggjum þetta saman við nánast algert hrun á tiltrú almennings á stóru pressunni þá er ekki ýkja flókið að sjá að stór hluti kjósenda grunar "djúpríkið" um græsku.

Hnattvæðingin svokallaða hefur verið feiknarleg blóðtaka fyrir megnið af Bandaríkjunum. Nema kannski helst stórborgirnar hvar elítan og stjórmálastéttin þrýfst og horfir niður á restina. Ótal töpuð iðnaðarstörf um gjörvöll Bandaríkin, N.B verðmæt og vel borguð störf hurfu og skildu eftir stór landsvæði í efnahagslegri rúst. Þegar efnahagslífið í þessum fyrrum iðnaðarborgum er hrunið flyst fólk í burtu eftir störfum annarsstaðar, þ.e. þeir sem það geta og hinir sem eftir sitja horfa upp á innviðina í kringum sig grotna niður, og ennfremur herskara af fátæklingum safnast upp og innflytjendur og svartir taka yfir borgarhverfi og jafnvel heilu landsvæðin sem verða í kjölfarið argasta slum.  Þessu hefur bandarísk pólitík ENGU svarað s.l áratugi. Hagkerfið er mælt eftir Wall Street og Kísildal í Kaliforníu (og með fölsuðum verðbólgutölum) lítur staðan í U.S. út fyrir að vera bara sæmileg. En hún er það ekki, það er stóra lygin í þessu. Þriðji heimurinn er fyrir löngu kominn með stórfelld útibú í Bandaríkjunum og staðan fer versnandi ár frá ári. Fátæktin er agaleg og ameríski draumurinn lifir eingöngu í stórborgum á ströndunum meðal talandi stétta og elíta. Fyrir hina - stóran hluta landsmanna er hann orðinn að martröð fyrir löngu.

Annað stór mál sem ekki er hægt að tala um í Bandaríkjunum er aðlögun svartra sem hefur gjörsamlega mistekist. Öll prógrömmin og allur barningurinn og allar tilfæringarnar hingað til virðast vera til lítils. Jújú það er lítill hópur svartra sem plummar sig fínt, en heilt yfir er stóra myndin eins sorgarsaga. Þeir flokkast saman í eigin samfélög í stórum stíl sem eru alger gettó. Glæpatíðni svartra er um 6-8 föld á við hvíta eða "hispanics". Þetta er auðvitað óskaplega viðkvæmt og erfitt málefni og einu svörin sem pólitíkin hefur -og fjölmiðlar- er að keyra upp volume takkann á rasistaspilinu. Þetta er allt rasismi og þannig er þetta vandamál jarðsett sífellt. En auðvitað vita ótal margir Bandaríkjamenn og líka innflytjendahópar að vandamálið er til staðar af því að þeir finna það á eigin skinni þegar hverfi þeirra breytast í einskonar þriðjaheimsríki. Þannig fagna t.d. sumir íbúar Kaliforníu flóði "hispanics" inn í borgirnar - af því að þeir innflytjendur með sínum klíkuskap ruddu burtu svörtum glæpagengjum. Niðurstaðan sumsstaðar er síðan algert hrun í glæpatíðni þegar "hispancis" höfðu tekið yfir hverfin. Ótrúlegt en satt.

Stærsta málefnið er síðan afleiðing og sambland af því sem að ofan er talið. Stöðnun eða jafnvel afturför kjara millilstéttarinnar s.l. 40 ár. Sé tillit tekið til þess að U.S. breyttu verðbólgumælingum í tíð Clintons - nýja aðferðin skilar mun lægri verðbólgu og þar með hærri hagvexti - þá blasir við að líklega hefur enginn raunverulegur hagvöxtur verið í stórveldinu um langa hríð. Á sama tíma tekur fjármálagreirinn og hið margfræga 0,01% sífellt stærri hluta kökunnar. Vinnandi fólk í Bandaríkjunum borgar helling í skatta, sumstaðar nærfellt því sem gerist í Evrópu - og hvað fær það í staðinn? Einkarekið heilbrigðiskerfi sem er ekki innifalið, stríðsbrölt sem kostar trilljónir og gagnast þeim ekkert, og sífelldar árásir frá ríkinu og fjölmiðlum og menntastéttum um að þau séu heimskir og menntunarsnauðir aular sem eiga ekkert betra skilið fyrir allan sinn rasisma.

Ég hefði kosið dautt svín fram yfir gæludýr stóru flokkanna í Bandaríkjunum og er ekki vitund hissa þó að Trump hafi hlotið kjör. Svipað fyrirbæri og þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri en samt öðruvísi. Það er enn standandi ráðgáta hvað Trump vill og hvað hann getur. Hann kom auðvitað inn í embættið vinafár og þurfti vafalaust að gera málamiðlanir, pólítískar áherslur hans eru síðan ómarkvissar og furðulegar, eins og hann sjálfur. Fullt af ráðgátum kringum hann. Engar ráðgátur kringum Clinton - hún var einfaldlega ómöguleg nema fyrir flokkshesta Demókrata og íbúa Evrópu - sem eftir lestur stóru pressunnar vita ekkert um Bandaríkin. Ekki baun í bala.

 

 

 

 

Alltsaman satt og rétt. En að halda að Trump sé svarið er mér hulin ráðgáta...

17 hours ago, siggiandri said:

Þu veist þeir eru að standa i mannaraðningum  a CNN nuna þessa dagana. Eg skal mæla með þer,,,skorar eflaust ofar en margir sem reyna sig þar þessi misserin. Sem eg seigi,,,,eg skil ykkur ekki,,,,,bara skil það ekki,,, hvað þið berjist fyrir,,, hulið fyrir mer,,eg se ekki hvað maturinn verður betri við að Trump fari fra.   Eg helt kjafti allann timann sem Obama var stjori,,,,enda ekki kosinn af mer,,,og fullt af hlutum sem hann setti a sem eg var ekki með a.  En andskotinn hafi það að eg færi að reyna velta rettkjörnum stjora ur stol,,,, bara svo eg hafi mitt framm. Slikt er frekjan hja sumum,,,,,  Kannski verður nornin Hillary kjörin næst,,,ef hun byður sig framm,,,,þa bara verð eg að kalla hana minn forseta,,ekki mitt val en mun þo gera það.   

Ég er sennilega meira sammála þér en þú heldur. Eini munurinn er sá, að ég bara fatta ekki af hverju fólk heldur að Trump sé "bjargvætturinn..." Alveg óskiljanlegt.

Varðandi það að koma forsetum úr embætti, þá gerir stjórnarskráin ráð fyrir því. Ef þú lest bandarísku stjórnarskrána, þá lýsir hún því ferli nákvæmlega. Landsfeður BNA í lok 18. aldar gerðu sér grein fyrir því, að einn daginn gæti komið forseti sem ekki virti þrískiptingu valdsins og hagaði sér eins og einvaldur. Þannig að það að koma forseta frá er ekki frekja eða valdarán, heldur lýðræðislegt ferli. Það virðast Trumpistarnir hinsvegar skilja afar illa...

Share this post


Link to post
Share on other sites
21 hours ago, Newton said:

Trump var kosinn.

Margir vilja ekki viðurkenna afhverju, heldur bara úthúða Trump, skoða ekki rótina, hví svo margir kusu hann.

Trump hefur ekki gleymt því hversvegna hann var kosinn, og þið sjáið núna andstöðuna, CNN og demókrata.

Þetta er eins mikið hart stál í stál núna, ríkisstofnanir lokaðar núna. Demókratar stúfullir af hugmyndafræði um opin landamæri vilja ekki neina samninga við Trump, hafna Trump, vilja ekki sjá eða tala við Trump.

 

Þetta feitletraða er auðvitað bara bull....

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.