Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Kosningar 2020 (BNA forsetakosningar)

245 posts in this topic

Doldið magnað að sjá niðurstöður úr Iowa og svo New Hampshire. Alveg á skjön við allar kannanir undanfarið. Sjáum hvað næstu fylki skila svo. Og hvort t.d. Nevada geri eins og síðast, hendi Bernie-bros út af kosningafundinum til að tryggja elítuframbjóðandann.

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, Victor Laszlo said:

Warren er heimsk, svo einfalt er það:

 

Já, var hún ekki með aðal áhersluatriðið "trans women of color".

Er hún að halda að hún verði forseti út á slíkt?

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, fleebah said:

Doldið magnað að sjá niðurstöður úr Iowa og svo New Hampshire. Alveg á skjön við allar kannanir undanfarið. Sjáum hvað næstu fylki skila svo. Og hvort t.d. Nevada geri eins og síðast, hendi Bernie-bros út af kosningafundinum til að tryggja elítuframbjóðandann.

Sagt að Biden hafi verið veikur í þessum ríkjum þarna í norð-austri, enda meirihlutinn hvítir demókratar. Biden er að veðja á svarta og latino kjósendur í öðrum ríkjum.

Ég held að flestir kjósendur vilji ekki Biden, og það mun gerast innan 1-2ja mánaða að Biden er einfaldlega tæknilega búinn að vera í þessu framboði sínu.

En hvað sem öllu líður, þá eru líkurnar sífellt að aukast að Biden sé ekki að verða framboðsefni demókrata, heldur annar, líklegast Sanders. Það þýðir einfaldlega að Trump mun gjörsigra næstu kosningar. Þó demókratar eru asnar* þá eru bandaríkjamenn það ekki.

* Merki demókrataflokksins er asni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tim er með feita samloku um þetta.

Ragnarök fyrir demóa á næsta leiti. 1972-2.

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta var mjög duló þarna í Iowa.

En spurningin er: Hverjir eiga möguleika á því að vinna Trump? Ég tel aðeins þrjá frambjóðendur koma til greina. Bloomberg, Biden og Sanders. Konurnar verða að víkja að þessu sinni. Athyglisverðast við þessar kosningar er, að allir frambjóðendurnir eru komnir fast að áttræðu. Auk Trumps, sem er á áttræðisaldri, þó hann sé þremur til fjórum árum yngri en hinnir.  Með það í huga, þá mun val demókrataframbjóðandans á varaforsetaefni sínu sennilega vekja meiri áhuga en nokkurntíma í sögunni.

Það eru engu minna mikilvægar, kosninarnar til öldungadeildarinnar. Ég er nokkuð viss um að demókratar vinni á, en ekki víst að þeir nái að fella meirihlutann. Það mun hinsvegar gerast ´22. Ef demókratar ná Hvíta húsinu og halda fulltrúadeildinni, þá verður þó meiri þrýstingur á Mitch McConnel að safna ekki lögum sem hafa verið afgreidd frá fulltrúadeildinni áram í bunka, haldi repúblikanar meirihlutanum. Þetta verður allavega spennandi að sjá hvernig þetta fer....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki gleyma Michael Creepy Porn Lawyer Avenatti. Hann gæti enn boðið sig fram.

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 hours ago, jenar said:

En spurningin er: Hverjir eiga möguleika á því að vinna Trump? Ég tel aðeins þrjá frambjóðendur koma til greina. Bloomberg, Biden og Sanders.

Ekki gleyma Bloomberg. Sem væri æði ef hann yrði frambjóðandi Demókrata. Að flokkur hverrar forysta í dag er brjáluð yfir peningum í pólitík, hafi svo selt fyrsta sætið til milljarðamærings. Demókrataflokkurinn er skítblankur, Bloomberg kemur og borgar slatta til flokksins, og er núna kominn í toppbaráttuna. Fólk eins og Andrew Yang, Tulsi Gabbard etc. Þeim gengur ekkert og pressumaskína Demókrata berst ötullega gegn þeim. En milljarðamæringurinn.... Hann fær rauða dregilinn hjá bæði flokknum og fjölmiðlum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, fleebah said:

Ekki gleyma Bloomberg. Sem væri æði ef hann yrði frambjóðandi Demókrata. Að flokkur hverrar forysta í dag er brjáluð yfir peningum í pólitík, hafi svo selt fyrsta sætið til milljarðamærings. Demókrataflokkurinn er skítblankur, Bloomberg kemur og borgar slatta til flokksins, og er núna kominn í toppbaráttuna. Fólk eins og Andrew Yang, Tulsi Gabbard etc. Þeim gengur ekkert og pressumaskína Demókrata berst ötullega gegn þeim. En milljarðamæringurinn.... Hann fær rauða dregilinn hjá bæði flokknum og fjölmiðlum.

Uuuu - nefndi Bloomberg reyndar fyrst sko, hehehe....

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, fleebah said:

Ekki gleyma Bloomberg. Sem væri æði ef hann yrði frambjóðandi Demókrata. Að flokkur hverrar forysta í dag er brjáluð yfir peningum í pólitík, hafi svo selt fyrsta sætið til milljarðamærings. Demókrataflokkurinn er skítblankur, Bloomberg kemur og borgar slatta til flokksins, og er núna kominn í toppbaráttuna. Fólk eins og Andrew Yang, Tulsi Gabbard etc. Þeim gengur ekkert og pressumaskína Demókrata berst ötullega gegn þeim. En milljarðamæringurinn.... Hann fær rauða dregilinn hjá bæði flokknum og fjölmiðlum.

Finnst þú svolítil ráðgáta.

Af forvitni; hvar myndir þú staðsetja Sjálfstæðisflokkinn í Amerískum stjórnmálum? Nær Rebúblíkönum eða Demókrötum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, jenar said:

Uuuu - nefndi Bloomberg reyndar fyrst sko, hehehe....

:D HEhe sorrí. Var gleraugnalaus.

59 minutes ago, Melkor said:

 

Af forvitni; hvar myndir þú staðsetja Sjálfstæðisflokkinn í Amerískum stjórnmálum? Nær Rebúblíkönum eða Demókrötum?

Góð spurning....

Repúblikönum, held ég. Demókratar í dag eru farnir svoooooo langt til vinstri að flokkurinn er orðin sokkinn í póstmódernískan hagfræði- og menningarmarxisma. En ef þessi spurning hefði verið borin upp fyrir um 5-6 árum síðan hefði svarið verið erfiðara. Kannski mitt á milli.

En það gæti samt verið doldið eftir því hvaða málaflokk er verið að skoða. Málefni um byssueign eru t.d. non-issue hér á landi. Og utanríkisstefnu ríkjanna er ekki hægt að bera saman.

Doldið snúið mál og líklega ekkert auðvelt svar hér.

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 minutes ago, fleebah said:

:D HEhe sorrí. Var gleraugnalaus.

Góð spurning....

Repúblikönum, held ég. Demókratar í dag eru farnir svoooooo langt til vinstri

Behhh...

Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert það líka sko!!!!!1 Með því að gera okkur öll að nauðgurum, til dæmis.

Svona svara ég þessari spurningu:

R***********************************S****D

Share this post


Link to post
Share on other sites
22 minutes ago, fleebah said:

Doldið snúið mál og líklega ekkert auðvelt svar hér.

Sammála. Finnst einhvernvegin eins og sögulega hafi sjálfstæðismenn verið sáttir við demókrata. En eitthvað hefur breyst. Held að hinn íslenski sjálfstæðisflokkur passi mun betur við demókratta en rebúblíkana. En samanburður ekki auðveldur. Held að mjög fáir sjálfstæðismenn myndu vilja sjá rebúblíkanaflokkinn með Trump við stjórnvölinn á íslandi. Á sama tíma og þetta hefur (evt) gerst fyrir sjálfstæðisflokkinn sem þú segir, þá hefur rebúblíkanaflokkurinn tekið strikið út af tangentnum í hina áttina.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta með að bera Sjálfstæðisflokkinn við bandaríska rófið gefur ekki einhlítt svar. 

Byrjum á bandarískum stjórnmálum. Hef nefnt þetta hér áður, en þegar Repúblikanaflokkurinn var stofnaður, var hann hinn frjálslyndi borgaraflokkur, sem var stofnaður í kringum afnám þrælahalds. Hann varð auðvitað aldrei einhver vinstriflokkur, eins og við skilgreinum það í dag. Fyrsti forseti repúblikana var Abraham Lincoln, eins og alkunna er. Átti fyrst og fremst fylgi í Norðurríkjunum.

Demókratar voru auðvitað með fylgi í norðrinu líka, þar voru andstæðingar þrælahalds til, en flokkurinn var sterkastur í suðrinu og var fyrst og fremst íhaldssamur þrælaeigendaflokkur þar. Mjög einfaldað hjá mér, en svona í stórum dráttum. 

Eftir að hersetu stjórnar repúblikana í Washington lauk í suðurríkjunum á áttunda áratug 19. aldar, þá náðu demókratar völdum í hverju ríkinu þar á fætur öðru. Komið var á aðskilnaðarstefnu sem kennd var við Jim Crow lögin. Demókratar á þessum tíma voru svona svipaður flokkur og Sinn Fein var á Írlandi 100 árum seinna. Stjórnmálaarmur hryðjuverkasamtaka, samkvæmt skilgreiningu dagsins. Í stað IRA á Írlandi voru það Ku Klux Klan í suðrinu.

Þegar við komum síðan fram á fyrri hluta 20. aldar, þá ganga demókratar í suðrinu undir nafninu Dixiekratar. Þeir voru í raun langt til hægri við repúblikana. Á meðan norðurríkjademókratar voru til vinstri við þá. Sbr. FDR og New Deal og allt það.

Dixiekratar lágu eins og mara á Demókrataflokknum allt fram á tíma Lyndon Baines Johnsons, sem varð forseti við morðið á Kennedy. LBJ var suðurríkjamaður frá Texas, en varð sá sem barðist fyrir endanlegum borgararéttindum svartra, betrumbætti velferðarkerfi Roosevelts frá fjórða áratugnum og kom á medicare og medicaid o.fl. Dixiekratar börðust á móti, miklu meira en repúblikanar.

Löng saga stutt - flestir dixiekratar gengu til liðs við Repúblikanaflokkinn. Enda fræg orð LBJ þegar hann hafði komið síðustu umbótalögunum í gegn, "við (demókratar) höfum tapað suðrinu í heila kynslóð." Sem varð heldur betur raunin. Og jafnvel lengur.

Repúblikanaflokkurinn varð snemma flokkur elítunnar, þó þar væru engar öfgar hafðar í frammi, þannig séð. Í forsetakosningum um miðja 20. öldina, voru frambjóðendur þeirra oft líkari demókrötum í nútímanum, heldur en repúblikönum. Frjálslyndir og víðsýnir. Upp úr 1920 höfðu einangrunarsinnar reyndar orðið valdamiklir í flokknum. Sem vildu einangra BNA á alþjóðavettvangi. Ekki skipta sér af málefnum Evrópu o.sv.frv  En repúblikanar voru ekki við völd í heil 20 ár, þannig að þróunin varð sú, að BNA urðu það alþjóðlega stórveldi sem raun bar vitni. Þessi stefna varð síðan undir (um tíma) hjá repúblikönum, því forsetar flokksins sem seinna komu, voru með nákvæmlega sömu utanríkisstefnu og demókratar.

Fyrsti "öfga" frambjóðandi Repúblikanaflokksins var Barry Goldwater, í forsetakosningunum 1964. Til marks um hve sú stefna átti lítið upp á pallborðið hjá BNAmönnum á þeim tíma, þá vann LBJ "in a landslide," eins og sagt er. Repúblikanaflokkurinn var samt orðinn klofinn þegar þarna var komið sögu. Inn í flokkinn komu menn sem studdu stefnu Goldwaters. M.a. Ronald nokkur Reagan, sem alveg fram undir 1960 hafði verið demókrati og sem ungur maður stutt New Deal Roosevelts af heilum hug. Þessi stefna varð síðan undir í flokknum alveg fram að kosningu Reagans 1980. Þarna voru repúblikanar komnir með dixiedratana um borð, þannig að það varð sjálfgefið, að flokkurinn myndi fara lengst út á tún til hægri. Þarna aukast líka völd evengelista frá suðurríkjunum innan flokksins osv.

Hluti af skýringunni á því, af hverju repúblikanar eru komnir svona langt til hægri eru því "gömlu góðu" suðurríkin, með sín Jim Crow lög. Til marks um það, þá er nóg að benda á viðbrögðin, þegar fyrsti svarti forseti BNA er kosinn. Upp spratt öfgahægrið innan flokksins með Teboðshreyfinguna í broddi fylkingar. Nú er svo komið, að flokkarnir geta ekki talað saman. Öfgahægristefnan hefur algjörlega orðið ofan á í Repúblikanaflokknum. Ásamt fyrrnefndri einangrunarstefnu, sem legið hefur niðri í eina öld. Ekki dáið, einungis legið niðri.

Það er því kannski eðlilegt, að demókratar hafi færst til vinstri. Ef ykkur finnst Bernie Sanders hinsvegar vera öfgamaður, þá er það eingöngu vegna þess að þið horfið á rófið út frá teboðshóli. Sanders væri í Evrópu skilgreindur sem miðjukrati. Svona eins og Jón Baldvin var. Engum heilvita manni myndi detta til hugar að kalla JBH byltingasinna. Eða hvað? Eru norrænir kratar allt í einu orðnir kommúnistar í ykkar huga? 

Repúblikanaflokkurinn hefur verið algjörlega gleyptur upp af öfgahægrinu. Demókratar hafa hinsvegar ekki verið gleyptir algjörlega upp af því sem þið mynduð kalla öfgavinstrið. Hvorugur armur demókrata getur hinsvegar talað sama mál og repúblikanar. Þannig er ástandið núna. Inn í þetta fléttast síðan að viðbrögð og ástand Repúblikanaflokksins markast líka af því, að demógrafían í BNA er að breytast og þeirra stefna er því á undanhaldi. Þeir ríghalda því í völdin eins og þeir geta, í stað þess að breyta sér aftur í það sem þeir eitt sinn voru.

 

Ég get því miður ekki séð að Sjálfstæðisflokkurinn eigi neitt sameiginlegt með repúblikönum. Kannski hér áður fyrr, en ekki í dag. Hann er þó sá íslenskra flokka, ásamt Miðflokknum, sem væri í mestri hættu á að fara á svipaðar slóðir og Repúblikanaflokkurinn. En miðja evrópskra stjórnmála liggur hinsvegar langt til vinstri við miðju bandarískra stjórnmála. Enn sem komið er. Sem betur fer....

 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, jenar said:

Það er því kannski eðlilegt, að demókratar hafi færst til vinstri. Ef ykkur finnst Bernie Sanders hinsvegar vera öfgamaður, þá er það eingöngu vegna þess að þið horfið á rófið út frá teboðshóli. Sanders væri í Evrópu skilgreindur sem miðjukrati. Svona eins og Jón Baldvin var. Engum heilvita manni myndi detta til hugar að kalla JBH byltingasinna. Eða hvað? Eru norrænir kratar allt í einu orðnir kommúnistar í ykkar huga? 

Bernie sjálfur er varla "öfgamaður" en Guð minn góður hvað ofstækisvinstrað er að hrúgast í kringum hann. Hann er með slatta af fólki í kosningabaráttu sinni sem vill senda hægra fólk, repúblíkana, í "endurmenntunarbúðir" for Christ sake! Fyrir utan það að undanfarna daga hafa verið nokkrar alvarlegar árásir af Bernie Bros gegn Trump-sinnum og Repúblíkönum. En af einhverjum ástæðum steinþegja lygafjölmiðlar um þetta sem og afhúpanir Project Veritas á því hvaða ofstækislið er þarna á ferð. Og Bernie gerir ekkert í því heldur.

Munum: Byltingin í Rússlandi fór af mestu fram á vegum nokkuð liberal og lýðræðislega sinnaðs fólks, n.k. kratar. En það voru svo ofstækisguttarnir Lenín, Trodskí og aðrir Bolshevikar sem svo rændu völdunum. Þannig að þegar þú ert með mann eins og Bernie, sem virðist vera hið mesta gæðablóð (þó hagfræðin gangi ekki upp hjá honum) þá eru þarna í bakgrunni vomandi gersamlega forskrúfaðir kommúnistar sem einskis svífast og bíða færis. Eins og Lenín gerði í byltingunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég horfi nokkuð mikið á YouTube og í gær gerðist sá merkisatburður að ég opnaði video í fyrsta skipti í sennilega tvær vikur þar sem Bloomberg auglýsing fylgdi ekki með.  Hann er að kaupa sig inn.  Eins og aðrir hafa bent á, um að gera að fjárfesta í poppi því að það verður gaman að sjá hvernig Bernie verður bolað frá eina ferðina enn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Demókratar hefðu átt meiri séns ef Bernie hefði sleppt því að fara fram þetta skiptið því hann er nefnilega með hálfgerðan sértrúarsöfnuð í kringum sig sem situr heima í fýlu á kjördag (en fer svo reyndar út til að mótmæla niðurstöðunni seinna um kvöldið). 

Ég var enginn Trump maður þarna síðast en það var samt eitthvað mjög ánægjulegt við að sjá þessar týpur skæla. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 minutes ago, Hallgeir said:

Demókratar hefðu átt meiri séns ef Bernie hefði sleppt því að fara fram þetta skiptið því hann er nefnilega með hálfgerðan sértrúarsöfnuð í kringum sig sem situr heima í fýlu á kjördag (en fer svo reyndar út til að mótmæla niðurstöðunni seinna um kvöldið). 

Ég var enginn Trump maður þarna síðast en það var samt eitthvað mjög ánægjulegt við að sjá þessar týpur skæla. 

Svona svipað og það verður að sjá trumpistana væla? Fer það ekki bara eftir því frá hvaða sjónarhóli horft er?

19 minutes ago, Erlendur said:

Ég horfi nokkuð mikið á YouTube og í gær gerðist sá merkisatburður að ég opnaði video í fyrsta skipti í sennilega tvær vikur þar sem Bloomberg auglýsing fylgdi ekki með.  Hann er að kaupa sig inn.  Eins og aðrir hafa bent á, um að gera að fjárfesta í poppi því að það verður gaman að sjá hvernig Bernie verður bolað frá eina ferðina enn.

Ef þeim verður stætt á því að bola Sanders í burtu núna, þá mun það kosta þá í næstu kosningum. Feitt...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Trumpistarnir mæta til að kjósa þar liggur munurinn. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 minutes ago, Hallgeir said:

Trumpistarnir mæta til að kjósa þar liggur munurinn. 

Reyndar kusu færri Trump en Clinton 2016. Munaði þar nokkrum milljónum. 46.1% af þeim sem kusu, kusu Trump og 48.2% Clinton.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Rétt hjá þér en ég var líka ekki að tala um alla demókrata. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.