Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Píratar móðga mann og annan

25 posts in this topic

„For­seti vill átelja fram­komu hátt­virtra þing­manna Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur og Björns Levís Gunn­ars­son­ar við upp­haf ræðu hátt­virts þing­manns Bergþórs Ólason­ar hér áðan. Jafn­framt vill for­seti minna á orð fyrr­ver­andi for­seta þings sem sögð voru við álíka til­efni í þingsal í nóv­em­ber 2012, þegar hann sagði að at­vik af þess­um toga eru ekki við hæfi og að í þess­um sal tjái menn sjón­ar­mið sín og viðhorf úr ræðusal.“

Þetta sagði Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, vara­for­seti Alþing­is og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, úr for­seta­stóli í þing­ingu áðan, í til­efni af mót­mæl­um þing­manna Pírata, sem stóðu um stund við hlið Bergþórs Ólason­ar þing­manns Miðflokks­ins með svo­kallaðar „Fokk of­beldi“ húf­u

Mót­mæltu með „Fokk of­beldi“ húf­um

Bryn­dís vísaði þarna til um­mæla sem Árni Þór Sig­urðsson lét falla úr sæti for­seta árið 2012, eft­ir að þing­mennirni Lúðvík Geirs­son og Björn Val­ur Gísla­son gengu til skipt­is fram fyr­ir ræðustól Alþing­is með spald sem á stóð „MÁLÞÓF“ er Ill­ugi Gunn­ars­son var í ræðustól.

Báðir stigu þeir í ræðustól síðar sama kvöld, er rætt var um fjár­laga­frum­varp, og báðu Ill­uga Gunn­ars­son af­sök­un­ar á hátt­semi sinni.  Ill­ugi sagðist taka af­sök­un­ar­beiðnina til greina en sagði málið verra fyr­ir Alþingi Íslend­inga.

Brynj­ar Ní­els­son sat í for­seta­stóli í þing­inu er þing­menn Pírata fram­kvæmdu „þögul mót­mæli“ sín í kvöld og virt­ist tals­vert hissa á fram­ferði þing­mann­anna. Skömmu síðar skipti hann svo við Bryn­dísi, sem átaldi fram­ferði þeirra, sem áður seg­ir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Menn komast á austurvöll til að móðga, en þingið til að ráða. Einhverjir eru á röngum stað.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Björn Leví er svo mikið karlmenni og harður af sér að hann leitar sér sálfræðiaðstoðar af því að einhver sagði eitthvað ljótt einhvers staðar. Merkilegt nokk, ég veit að hann heimsækir Pírataspjallið reglulega. Það skiptir líklega máli í hans huga um hvern er verið að segja ljóta hluti. Það eru örfáir einstaklingar innan Pírata sem ég hef miklar mætur á en upp til hópa, og þá sérstaklega hin svokallað "grasrót" (maður sér hana á Pírataspjallinu), eru þetta bitrir, órökréttir og heiftúðugir póstmódernískir kjánar sem endalaust tala um "valdastöður" og alls kyns intersectionality kjaftæði.

En hei, kannski var þessi kjánagjörningur hans og "mannréttindalögfræðingsins" eftir ráðgjöf sálfræðingsins. Hver veit.

En var hann í skóm?

Btw, inni á Pírataspjallinu eru þau núna að missa sig af gleði yfir þessu. Þau skilja ekki að Píratar eru orðin birtingamynd sama meins og þessar Klaustursupptökur afhjúpuðu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar menn hafa ekki siðferðislegan styrk til að segja af sér þegar þeir fara yfir strikið...

Annars eru margir kjósendur svo meðvirkir spillingunni, að þessi viðbrögð þessara tveggja þingmanna verða mögulega álitin einelti. Athugum, að endurkoma þessara tveggja sem höfðu sig mest í frammi á Klaustursupptökunum inn á þing, olli mjög miklum titringi. 

Kannski er að myndast sú krafa, að þingmenn sem fari yfir strikið, segi af sér. Vonandi. En það ættu auðvitað fleiri að vera búnir að því fyrir lifandis löngu. T.d. maður eins og Bjarni Ben, sem eftir allt sem á undan er gengið varðandi hrunið, fær áfram að sitja á þingi og hlaða undir sig og sína.

Nú er bara að sjá hvort samkvæmnin er fyrir hendi hjá þessum þingmönnum, ef Ágúst Ólafur Ágústsson ákveður að koma inn á þing aftur...

Share this post


Link to post
Share on other sites
28 minutes ago, jenar said:

Þegar menn hafa ekki siðferðislegan styrk til að segja af sér þegar þeir fara yfir strikið...

Annars eru margir kjósendur svo meðvirkir spillingunni, að þessi viðbrögð þessara tveggja þingmanna verða mögulega álitin einelti. Athugum, að endurkoma þessara tveggja sem höfðu sig mest í frammi á Klaustursupptökunum inn á þing, olli mjög miklum titringi. 

Kannski er að myndast sú krafa, að þingmenn sem fari yfir strikið, segi af sér. Vonandi. En það ættu auðvitað fleiri að vera búnir að því fyrir lifandis löngu. T.d. maður eins og Bjarni Ben, sem eftir allt sem á undan er gengið varðandi hrunið, fær áfram að sitja á þingi og hlaða undir sig og sína.

Nú er bara að sjá hvort samkvæmnin er fyrir hendi hjá þessum þingmönnum, ef Ágúst Ólafur Ágústsson ákveður að koma inn á þing aftur...

Gildir það sama um borgarstjóra sem fara yfir strikið?

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 minutes ago, Femma Hrútsdóttir said:

Gildir það sama um borgarstjóra sem fara yfir strikið?

Algjörlega...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lofum pírötunum að sprella, þvíumlíkt hefur oft áður verið praktíserað á þinginu.......

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, jenar said:

Algjörlega...

Æ, mér finnst bara skjóta skökku við þegar eru talin upp hneykslismál síðari tíma að mál Don Beggertsonar sé ekki nefnt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
27 minutes ago, Femma Hrútsdóttir said:

Æ, mér finnst bara skjóta skökku við þegar eru talin upp hneykslismál síðari tíma að mál Don Beggertsonar sé ekki nefnt.

Uuuuuuu - er ekki búið að fjallla um bragga- og pálmatrésmál? Ertu ekki að djóka? Hehehe...

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Herkúles said:

Lofum pírötunum að sprella, þvíumlíkt hefur oft áður verið praktíserað á þinginu.......

Virðing alþingis komin í núll.  Eineltishrottar með FO húfur að sprella og fólk með þriggja stafa greindarvísitölu fer að hugsa um að flytja eitthvað annað.

Ísland er ónýtt land.  

Share this post


Link to post
Share on other sites
20 hours ago, Herkúles said:

„For­seti vill átelja fram­komu hátt­virtra þing­manna Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur og Björns Levís Gunn­ars­son­ar við upp­haf ræðu hátt­virts þing­manns Bergþórs Ólason­ar hér áðan. Jafn­framt vill for­seti minna á orð fyrr­ver­andi for­seta þings sem sögð voru við álíka til­efni í þingsal í nóv­em­ber 2012, þegar hann sagði að at­vik af þess­um toga eru ekki við hæfi og að í þess­um sal tjái menn sjón­ar­mið sín og viðhorf úr ræðusal.“

Þetta sagði Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, vara­for­seti Alþing­is og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, úr for­seta­stóli í þing­ingu áðan, í til­efni af mót­mæl­um þing­manna Pírata, sem stóðu um stund við hlið Bergþórs Ólason­ar þing­manns Miðflokks­ins með svo­kallaðar „Fokk of­beldi“ húf­u

Mót­mæltu með „Fokk of­beldi“ húf­um

Bryn­dís vísaði þarna til um­mæla sem Árni Þór Sig­urðsson lét falla úr sæti for­seta árið 2012, eft­ir að þing­mennirni Lúðvík Geirs­son og Björn Val­ur Gísla­son gengu til skipt­is fram fyr­ir ræðustól Alþing­is með spald sem á stóð „MÁLÞÓF“ er Ill­ugi Gunn­ars­son var í ræðustól.

Báðir stigu þeir í ræðustól síðar sama kvöld, er rætt var um fjár­laga­frum­varp, og báðu Ill­uga Gunn­ars­son af­sök­un­ar á hátt­semi sinni.  Ill­ugi sagðist taka af­sök­un­ar­beiðnina til greina en sagði málið verra fyr­ir Alþingi Íslend­inga.

Brynj­ar Ní­els­son sat í for­seta­stóli í þing­inu er þing­menn Pírata fram­kvæmdu „þögul mót­mæli“ sín í kvöld og virt­ist tals­vert hissa á fram­ferði þing­mann­anna. Skömmu síðar skipti hann svo við Bryn­dísi, sem átaldi fram­ferði þeirra, sem áður seg­ir.

Rannska málið strax af hverju fordæmdi Brynjar ekki framferðið?

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 hours ago, DoctorHver said:

Rannska málið strax af hverju fordæmdi Brynjar ekki framferðið?

Hann sá ekki hvað var í gangi, sá ekki hvað stóð á húfunum.  Hélt að þetta væri bara enn eitt tískuslys Björns Leví.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi tvö píratafífl eru löngu hætt að koma á óvart. 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, hvumpinn said:

Þessi tvö píratafífl eru löngu hætt að koma á óvart. 

Skoðun þín á hegðun þessara þingmanna er bara það. Þín skoðun. I siðuðu lýðræðisþjóðfélagi hefðu þessir Klaustursþingmenn aldrei átt afturkvæmt á þing. Hefðu þurft að segja af sér. Ætti það ekki að vera sjónarhornið í þessari uppákomu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
53 minutes ago, jenar said:

Skoðun þín á hegðun þessara þingmanna er bara það. Þín skoðun. I siðuðu lýðræðisþjóðfélagi hefðu þessir Klaustursþingmenn aldrei átt afturkvæmt á þing. Hefðu þurft að segja af sér. Ætti það ekki að vera sjónarhornið í þessari uppákomu?

Ja, við erum þá tveir/tvö ég og sá sem lækaði póstinn. Mér er slétt sama hvað menn röfla fullir eða ófullir. Segir mest um þá. En það er eitthvað skrýtið með viðundrið sem hljóðritaði þá...

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, hvumpinn said:

Ja, við erum þá tveir/tvö ég og sá sem lækaði póstinn. Mér er slétt sama hvað menn röfla fullir eða ófullir. Segir mest um þá. En það er eitthvað skrýtið með viðundrið sem hljóðritaði þá...

Íslendingar eru heimóttarlegir sveitamenn, sem eru algjörlega óvanir svona aktívisma og fussa og sveija í hneykslan þessvegna. Fókusinn á að sjálfsögðu að vera á Klausturþingmennina og af hverju þeir segja ekki af sér...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta voru hvað sirka 100 manns sem mættu á Austurvöll til að heimta afsögn (og hlusta á Báru).

Svo jú jú þetta er stórt mál hjá fjölmiðlamönnum og pólitískum andstæðingum en meðalmanninum virðist vera nokkuð sama um þetta ómerkilega mál. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, jenar said:

Skoðun þín á hegðun þessara þingmanna er bara það. Þín skoðun. I siðuðu lýðræðisþjóðfélagi hefðu þessir Klaustursþingmenn aldrei átt afturkvæmt á þing. Hefðu þurft að segja af sér. Ætti það ekki að vera sjónarhornið í þessari uppákomu?

Two wrongs make a right.

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, Hallgeir said:

Þetta voru hvað sirka 100 manns sem mættu á Austurvöll til að heimta afsögn (og hlusta á Báru).

Svo jú jú þetta er stórt mál hjá fjölmiðlamönnum og pólitískum andstæðingum en meðalmanninum virðist vera nokkuð sama um þetta ómerkilega mál. 

Þetta innlegg segir eiginlega allt sem segja þarf. Kjósendum er nákvæmlega sama um siðferði þingmanna sinna. Langsennilegasta skýringin er sú, að það sé af því að siðferði þeirra sé á sama stigi. En ef einhverjir þingmenn setja upp asnalegar húfur, þá verða þeir alveg andaktugir af hneykslan...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef sagt það áður og segi enn, Píratar eru hræsnarar. Þau þykjast vera svo guðdómlega góð að prumpið þeirra ylmar sem nýútsprungnar rósir, og af þeirri ímynd þykjast þau vera til þess bær að tala niður til allra annarra í niðrandi tóni. En svo snúa þau sér við og gera svipaða hluti og allir aðrir gera.

Nú hjólaði einn varaþingmaður Pírata, Snæbjörn Brynjarsson, í blaðakonu eina sem ég þekki btw og af góðu einu. Nú verður fróðlegt að sjá kjaftæðið sem mun koma frá Pírötum til að afsaka þetta, breiða yfir þetta, og humma þetta fram af sér inn í gleymskunnar ró.

Quote

Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu

„Ég sagðist fyrirlíta hana fyrir að vinna hjá Birni Inga Hrafnssyni,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, um svívirðingar sem hann jós yfir Ernu Ýri Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum aðfaranótt laugardags.

„Þetta var mjög óþægilegt og ógnandi,“ segir Erna Ýr og fullyrðir að Snæbjörn hafi lýst því yfir að hann hataði hana og sagst vilja berja hana, þar sem hún stóð á spjalli við tvo menn á reykingasvæði Kaffibarsins. Þetta upphlaup hafi komið henni verulega á óvart enda þekki hún Snæbjörn ekki persónulega og hafi aldrei talað við hann fyrr.

Erna segir að í ljósi umræðu í samfélaginu um háttsemi þingmanna, finnist henni þessi framkoma varaþingmannsins eiga erindi við almenning.

Fréttablaðið ræddi við annan mannanna sem urðu vitni að atvikinu og er kunnugur Snæbirni. Hann staðfestir að Snæbjörn hafi lýst fyrirlitningu sinni á Ernu, verið mikið niðri fyrir en segir hann ekki hafa hótað henni ofbeldi.

„Ég myndi aldrei hóta blaðamanni, en ég skulda henni samt afsökunarbeiðni fyrir að vera að segja skoðun mína á Birni Inga. Maður á ekki að vera með leiðindi við fólk í glasi,“ segir Snæbjörn.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.