Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Gengur ekki upp er það, að eitthvað leynifélag eigi Málefnin og að við Málverjar vitum ekkert um hvort að Málefnin verða til á morgun.

6 posts in this topic

Hingað til hafa Málefnin virkað sem skúmaskot íslenskrar þjóðfélagsumræðu, eins konar Drangey þar sem vondir fá að vera. Engin viðurkennir að lesa Málefnin eða er undir nafni nema þá ég og Hallgeir ef ég man rétt.

Ég var undir nafni frá byrjun, fannst það alltaf frekar svona perralegt að standa ekki við allt sem maður skrifar. Skil samt vel hvers vegna sumir kjósa að vera undir nikki, en hefur alltaf fundist það skrýtið, kannski dáldið eins og að vera á grímuballi, hálf í gammi. En líka að viðkomandi eru hræddir um að það geti meitt þá í íslensku þjóðfélagi að segja skoðanir sínar, ekki beint svona meðmæli með okkur sem þjóð er það?

En hvað um það, gengur það upp að Málefnunum er haldið út af einhverju leynifélagi? Þegar Málefnin dóu fyrir núna mörgum árum startaði ég umræðu síðu og kallaði hana Kjaftaklöppina. Hún dó svo, yfirtekin af spami og ég nennti ekki að halda henni gangandi. 

Fyrir ári setti ég upp umræðu vef í sambandi við beint af búi bíssnesinn hjá mér sem virkar nokkuð vel. Þegar Málefnin dóu svo aftur 2018, tengdi ég þá við síðu Málefna-vef, eini munurinn að Málefnin eru stöfuð með "á" í staðinn fyrir "a" www.málefnin.com 

Veit að Fleebah reyndi að komast yfir Málefnin þegar þau dóu síðast en var neitað. Veit ekki hvers vegna, sýnist að þeir sem haldi Málefnunum úti geri það með annarri hendinni, veit ekki hvað er í gangi.

Svo alltaf þegar eitthvað gerist, eitthvað klikkarí eins og núna grunar mig að einhver hafi ákveðið að drepa Málefnin, hvarfasýki ío mér kannski :-), þjóni ekki tilgangi sínum lengur og að þeir vilji í rauninni ekki frjálsa þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Að þeir sem ráði fjölmiðlaheiminum á Íslandi í dag hafi tekist að koma þjóðfélagsumræðunni í fjötra aftur og vilji hana þar, Málefnin frjáls þjóðfélagsumræða sem er ekki þolandi, að þeir sem ráði þjóðfélagsumræðunni eigi þjóðfélagið.

Ég borga $30 á mánuðu fyrir mitt uppihald á mínum vef, tilbúinn að borga meira ef að umferðinn eykst. En kannski að Málverjar eigi að hugsa um aðra möguleika, gengur bara ekki upp að eitthvað leyni leyni eytthvað eigi þennan vef og að við vitum ekki hvort að hann verður hérna á morgun, verður að vera einhver undir nafni að mínu mati.

Kannski að Fleebah eigi að hugsa um að stofna annan umræðuvef, setja eitthvað upp með auglýsingum eða eitthvað til þess að standa undir kostnaði. einhver undir nafni verður að halda svona umræðu vef úti svo að við getum flutt úr Drangey á meginlandið, vil bara ekkert vera þar lengur. Hvað segja Málverjar?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég veit ekki, hef fengið mikið úr þvi að skrifa hér í gegnum árin, hjálpar að hugsa áfram það sem maður er að pæla í. Hluti af því, að ræða bara við sjálfan sig, annað að láta Málverja sjá og fá hugsanir þeirra til baka. Lært um sjálfan mig að ég hef gaman að því að skrifa, líka að íslenskan er mitt móðurmál, ekki eins góður og ég vildi í enskunni.

En líka mál að vita að aðrir í þjóðfélaginu gátu fylgst með umræðunni, viss ánægja að vera með í þjóðfélagsumræðunni, ef bannfærður til sjós og lands, óferjandi og óalandi. Ef að þetta eiga bara að vera ég, Feu, Hallgeir, Breyskur, 4 sinnum, 5 sinnum og svo framvegis, engir aðrir að sjá þetta, held ég að ég sé hættur, finni mér bara annað tómsundagaman.

Ég vidli trúa því að ég væri rödd í loftslagsumræðunni á Íslandi þó að MR-V héldi því fram að innlitin í hana væru eitthvað hakk eða eitthvað, ekki alvöru innlit, kitlaði mér þó. :-)

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sem sagt, engin veit hvað er í gangi, hvort að eigendur Málefnanna hafa reynt að laga villuna sem er komin í Málefnin, eða bara ánægðir með að Málefnin deyja hægum dauða svona. Alltaf grunað að þeir sem komust yfir Málefnin á sínum tíma hafi viljað þau dauð, en betra að eiga þau en láta einhverja sem virkilega vilja frjálsa þjóðfélagsumræðu ráða yfir þeim.

Má vel vera að þetta sé nauðhyggja í mér, en mín reynsla í lífinu að við séjum barasta ekkert eins góð og við þykjumst vera. Einn stór hluti af þvi að halda völdum í þjóðfélagi er að ráða þjóðfélagsumræðunni, eitthvað sem hefur vandlega verið haldið utan um á Íslandi í áratugi, Málefnin stríddu því svo.

Facebook virkar ekki sem þjóðfélagsumræða, hlutirnir týnast bara í kattar myndböndum og ruglingslegri uppsetningu þeirra. Að halda því fram að einhver þjóðfélagsumræða sé í gangi í hefðbundnum fjölmiðlum er blekking sem er haldið að okkur, henni vandlega stýrt og "kværúlöntum" haldið í burtu, ritstjórar lítið annað en hliðverðir valdsins.

Jú jú, við sjáum valdabaráttu pólistískra fylkinga um völd í fjölmiðlum, en það hefur ekkert með frjálsa þjóðfélagasumræðu að gera, þessi völd aðeins að takast um hvor þeirra á að ráða, sammála um að halda öllum öðrum frá kjötköttlunum.

Svo ef að Málefin deyja sem virðist raunin, vitið að það var alltaf planið, nema auðvitað að þetta sé þráðhyggja í mér. Munið bara að Málefnin geta haldið áfram hérna www.málefnin.com

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Síðast þegar ég vissi þá var Netheimur með Málefnin. :)

Annars þá hafa flest umræðuborð eins og Málefnin eru verið í lægð þar sem fólk er frekar að nota samfélagsmiðla eins og Facebook og slíkt.  En það er alveg hárrétt hjá þér að slíkir miðlar eru alveg glataðir sem einhver alvöru umræðuvettvangur þar sem allt týnist bara og erfitt að leita að upplýsingum í umræðunni.

Hvort að Málefnin hafi verið keypt til að þagga niður í umræðunni efast ég nú um þar sem þau hafa lifað í mörg ár eftir að ég lét lyklavöldin af hendi.  Held að það sé aðallega bara breyttir tímar sem eru að valda þessari djúpu lægð sem Málefnin eru í.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, falcon1 said:

Síðast þegar ég vissi þá var Netheimur með Málefnin. :)

Annars þá hafa flest umræðuborð eins og Málefnin eru verið í lægð þar sem fólk er frekar að nota samfélagsmiðla eins og Facebook og slíkt.  En það er alveg hárrétt hjá þér að slíkir miðlar eru alveg glataðir sem einhver alvöru umræðuvettvangur þar sem allt týnist bara og erfitt að leita að upplýsingum í umræðunni.

Hvort að Málefnin hafi verið keypt til að þagga niður í umræðunni efast ég nú um þar sem þau hafa lifað í mörg ár eftir að ég lét lyklavöldin af hendi.  Held að það sé aðallega bara breyttir tímar sem eru að valda þessari djúpu lægð sem Málefnin eru í.

Ekki rétt hjá þér að mínu mati, Málefnin  voru eimmitt að ná sér á strik aftur vegna þess að fólk er orðið þreytt á þessum risa-vefum þar sem allt týnist og er vísvitandi sett upp þannig, tilgangurinn eingöngu að láta þig sjá sem flestar auglýsingar.

Ég var dáldið að fylgjast með hverjir kæmu inn á Málefnin, ótrúlega margir sem bara lásu óskráðir og svo kjarna Málverjar sem héldu umræðunni gangandi. Og sem meira er, á því að umræðan hér hafi haft áhrif út í þjóðfélaginu, að tildæmis loftslagumræðan hérna hafi haft miklu meiri áhrif á Íslandi en nokkur vilji viðurkenna!! 

Má vera að ég sé bannfærður á Íslandi, óalandi og óferjandi, en þegar ég kem heim virðast allir þekkja mig, bara eins og það er. Ég er eimmitt á því að ástæðan að þessi villa er ekki löguð að þeir sem eigi þráðinn vilji ekki að þetta margir lesi hann, vilji ekki þessi áhrif Málefnanna í þjóðfélagsumræðunni.

Heldur þú að þeir sem eyða stór fjárhæðum í að halda úti hefðbundnum fjölmiðlum, ég að tala um virkilegar stór fjárhæðir, séu ánægðir meða að fólk fylgist með þjóðfélagsumræðunni á svona vef, held nú ekki. Þeir sem eiga fjölmiðlanna eiga þig líka og vilja ekki svona frelsisbrölt eins og þetta. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Breytilegur kostnaður fyrir netþjónustu að halda úti vef eins og þessum er hverfandi. Þakkar vert engu að síður. Eins og nýlegar rannsóknir hafa sýnt er bróður partur umferðar á netinu ekki af völdum fólks heldur véla. Sama gildir um flettingar hér á malefnum. Í samhengi þjóðfélagsumræðunnar er þetta vefsvæði líklegast algerlega áhrifalaust. Við erum hér að kvaka örfáir sérvitringar. Mest auðvitað bull út í loftið.

Samfélagsmiðlarnir - fjandinn hirði þá alla sem einn - gengu frá ótal íslenskum vefjum. Sumir bara nokkuð fjölmennir og vinsælir. Bíladellu-pjakkar voru um langa hríð fjölmennir á þessum vef: http://www.live2cruize.com/spjall/forum.php

Mér sýnist hann dauður og síðustu innlegg í mörgum flokkum sett inn fyrir 2-3 árum. Litla íslenska málsvæðið fór hrikalega út úr samfélags-miðla-væðingunni. Hrun malefna er alfarið vegna hennar.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.