Sign in to follow this  
Followers 0
5sinnum

Laun bankamanna hjá ríkinu

23 posts in this topic

Nú berast fréttir af því að launakjör bankastjóra ríkisbankans, Landsbankans hafi verið hækkuð um 82% á stuttum tíma. 

Bankastjórn bankans segir þetta vera í samræmi við kjarastefnu bankans. Mér skilst að bankastjórinn hafi verið með lægri laun en millistjórnendur.

Nú er ég svolítið hissa á þessum launamálum hjá ríkinu. 

Ég hélt að ríkið gerði kjarasamninga við allar stéttir sem vinna hjá ríkinu. Og þar væri gert ráð fyrir launum byggt á ábyrð. Og ég hefði haldið að allar ríkisfyrirtæki ættu að fara eftir þeim kjarasamningum sem eru gerðir.

Eða er bankastjórnin bara á á fríum sjó hvað varðar launamal bankamanna, og gera það sem þeim sýnist ??

 

Þetta er nú ljóta ruglið allt saman

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er eins fáránlegt og hægt er að hugsa sér. 

Hver sem er getur rekið banka í fákeppni. 

Rökin fyrir hækkuninni eru léleg.

Rök með hækkun - tekið úr frétt frá landsbankanum. 

starfskjarastefnu

Þá segir að launin hafi verið orðin lægri en laun æðstu stjórnenda hjá öðrum stórum fjármálafyrirtækjum.

„Afleiðingin varð sú að í mörg ár voru kjör bankastjóra Landsbankans töluvert lægri en laun hjá stjórnendum sambærilegra fyrirtækja. Þau voru jafnframt lægri en laun framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum. Þær breytingar sem bankaráð hefur nú gert á kjörum bankastjóra Landsbankans eru í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem hluthafar hafa samþykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár.“

 

 

Rök gegn hækkun - tekið úr frétta frá landsbankanum. 

Í tilkynningu frá bankaráði segir að gagnrýni vegna hækkananna sé skiljanleg þar sem Landsbankinn sé að langstærstu leyti í eigu ríkisins.

 

SSSól:

Laun hjá framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum hærri en hjá bankastjóranum. Þetta eru engin rök í máli og ef maður skoðar aðra röksemdafærslu fyrir hækkuninni er talað um að laun hjá öðrum fyrirtækjum eru betri. Ef sú röksemdafærsla er færð á laun bankastjórans og framkvæmdastjóra þá ætti enginn að taka að sér bankastjórastöðu vegna þess að þá er hann ekki að frá hærri laun en framkvæmdastjóri. Af hverju þurfa laun að vera jafn há hjá Landsbankanum og hjá öðrum fyrirtækjum ef þeir gátu ráðið bankastjóra á lægri launum en framkvæmdastjóra? Ég veit af hverju...

Svo má ekki gleyma að laun framkvæmdastjóra eru of há... þá falla þessi rök um sjálf sig vegna þess að það er ekki fært nein rök fyrir af hverju framkvæmdastjórarnir eða bankstjóri eigi að hafa þessi laun. 

Það eru engin raunveruleg rök fyrir þessum launum hjá bankastjóra landsbankans. Eina sem er sagt í fréttatilkynningunni er að í samanburði við aðra, vegna kjararáðs, vegna starfskjarastefnu. Ekkert er sagt sem réttlætir þessi laun. Engin rök, bara vísanir í samanburð við annað. 

Svipað eins og þegar þú ferð á veitingastað og þú velur ekki ódýrustu flökuna  en ekki þá dýrustu heldur þá sem í miðjunni. Verðið á flöskunni segir ekkert til um raunverulegt verðgildi flöskunar. Meira að segja svindla margir veitingasaðir á kúnnum með að hafa álagninguna hæsta á millidýruflöskunni vegna þess að þeir vita að neytendur vita ekki raunverulegt virði flösku (flestir vita það ekki). 

Flaska I kostar 1000 krónur í innkaupum selt á 2000 kr. 

Flaska II kostar 2000 krónur í innkauðum selt á 6000 kr. Fólk kaupir þessa. 

Flaska III kostar 10000 í innkaupum en er selt á 12000  

 

Sama með bankastjóra landsbankans - Birna er með 5.000.000 (veit ekki hvað hún er með) en landsbankastýran er með 3.800.000 og þá er það bara allt í lagi. En hvers virði er einn bankastjóri???? Lárus Welding, Sigurjón Árnason, Bjarni Ármannson, Hreiðar Már og allir þessir kallar? Þeir hafa allir fengið að ráða sínum launum og þeir hafa allir verðlagt sig meira en þeir eru virði. 

Hvað segið þið? Að reka Ísland - 2.100.000 (Katrín Jakobs) eða einn banka sem er hluti af Íslandi (3.800.000) eða vitið þið raunverulegt gildi stjórnenda Íslands?

 

Quote

Bankaráð Landsbankans segir launahækkun bankastjórans vera í samræmi við starfskjarastefnu bankans. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. Frá 1. júlí það ár hefur bankaráðið hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Þau hafa í raun hækkað úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði en bæði laun og bifreiðahlunnindi er að ræða.

Í tilkynningu frá bankaráði segir að gagnrýni vegna hækkananna sé skiljanleg þar sem Landsbankinn sé að langstærstu leyti í eigu ríkisins.

Ráðið segist meðvitað um að kjör bankastjóra séu vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem samþykkt hefur verið af hluthöfum. Sú stefna segi til um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi.

Þá segir að launin hafi verið orðin lægri en laun æðstu stjórnenda hjá öðrum stórum fjármálafyrirtækjum.

„Að mati bankaráðs hefur lengi verið ljóst að breyta þyrfti kjörum bankastjóra Landsbankans og færa þau nær þeim kjörum sem starfskjarastefnan kveður á um. Þegar ákvörðun um laun bankastjóra Landsbankans og fleiri stjórnenda voru færð undan kjararáði með lögum sem Alþingi samþykkti, hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað tvívegis, annars vegar frá 1. júlí 2017 og hins vegar frá 1. apríl 2018. Við þá ákvörðun var ljóst að launin voru lægri en laun æðstu stjórnenda hjá öðrum stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni.

Enn fremur segir að árið 2009 hafi kjararáði verið falið að úrskurða um laun bankastjóra Landsbankans en þá hafi sagt í eigendastefnu ríkisins að laun stjórnenda ættu að standa samanburð á þeim sviðum sem viðkomandi fyrirtæki starfaði á en ekki vera leiðandi. Það er, ekki vera hæst.

Bankaráðið gagnrýndi það fyrirkomulag og biðlaði til stjórnvalda að breyta því.

„Afleiðingin varð sú að í mörg ár voru kjör bankastjóra Landsbankans töluvert lægri en laun hjá stjórnendum sambærilegra fyrirtækja. Þau voru jafnframt lægri en laun framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum. Þær breytingar sem bankaráð hefur nú gert á kjörum bankastjóra Landsbankans eru í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem hluthafar hafa samþykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár.“

http://www.visir.is/g/2019190219788/segja-haekkun-launa-bankastjora-i-samraemi-vid-starfskjarastefnu

Share this post


Link to post
Share on other sites

Aumingja konan, klárt brot á jafnréttislögum að hún sé að vinna sömu vinnu og Höskuldur og Birna á lægri launum. Sjá kommatetrin þetta ekki?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað er vandamálið? Vijiði Venezuela kommaljómann hingað? Hættiði þessu væli og farið að vinna!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, 4sinnum said:

Hvað er vandamálið? Vijiði Venezuela kommaljómann hingað? Hættiði þessu væli og farið að vinna!!

Haha. Ef þetta væri útibú hjá bandarískum banka þá væru þau sömu laun og verslunarstjóri hjá Bónus. Topparnir í New York væru með einhverja milljarða í laun. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/02/13/stjornarmadur-segir-laun-lilju-sanngjorn-svo-miklar-likur-thvi-ad-enda-fangelsi/

 

Viðskiptablaðið segir:

Quote

 

Fangelsisdómar í bunkum

Þá er vikið að ábyrgð hinna háttsettu stjórnenda, sem réttlæti launin:

„Hvernig sem því er snúið er staðreyndin sú að á Íslandi fylgir því mikil ábyrgð að taka að sér stjórnunarstöður, einkum í fjármálafyrirtækjum. Stjórnendur hafa undanfarinn áratug fengið áralanga fangelsisdóma í bunkum fyrir ákvarðanir sem þeir tóku við störf sín. Í sumum tilfellum virðist þunn lína milli þess hvort verið sé að refsa þeim fyrir efnahagsglæpi, eða einfaldlega slæmar viðskiptaákvarðanir, sem jafnvel hafa verið teknar undir fordæmalausri pressu. Í því samhengi er það spurning um sjónarhorn hvort bankastjórnendur teljist hafa of há laun. Hið minnsta er ljóst að afleiðingarnar geta orðið gríðarlegar ef þeim verður á í starfi.“

 

Þetta er þvæla. Allir sem taka þátt í samfélaginu eiga að fara í fangelsi ef þeir brjóta lög. Ímyndið ykkur að fara í starfsviðtal og segj já svo eru góðar líkur á ég fari í fangelsi að ég verð að fá það bætt... Viðskiptablaðið er svo ömurlegt að það hálfa væri nóg. Stjórn bankans ræður innri endurskoðanda og er með innra eftirliti til að koma í veg fyrir lögbrot. Á líka að greiða sérstaklega starfsfólki fyrir að brjóta ekki lög. VIÐSKIPTABLAÐ - ÖMURLEG RÖK. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, 4sinnum said:

Sjálftökulið bankanna hefur engar skýringar gefið, enda engar þegar þjófar eiga í hlut!!

Jú, en þú tekur bara ekki mark á því. Sem er ein nálgun en ekki sérlega skynsamleg, finnst mér. En hvað um það....

Hér er önnur skýring. Þetta var s.s. samkvæmt ráðningasamningi og Kjararáð kemur við sögu.

Quote

Átti að fá hækk­un­ina

Þegar Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir var ráðin banka­stjóri Lands­bank­ans var kveðið á um það í ráðning­ar­samn­ingi að laun yrðu end­ur­skoðuð sama ár. Nán­ar til­tekið þegar laun­in hættu að heyra und­ir kjararáð.

Þetta fékkst staðfest hjá Lands­bank­an­um vegna fyr­ir­spurn­ar um launa­hækk­an­ir banka­stjóra.

Ákvæðið gekk eft­ir með því að laun­in hækkuðu í tvígang og eru nú 3,8 millj­ón­ir á mánuði. Við það bæt­ist fram­lag í líf­eyr­is­sjóð. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá bank­an­um munu laun­in ekki hækka frek­ar í ár. Sam­tök starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja (SSF) hafa í um 20 ár kannað laun fé­lags­manna sinna.

Yfir 300 með yfir 1,2 millj­ón­ir
Bend­ir síðasta könn­un sem gerð var í haust til að ríf­lega 300 svar­end­ur af tæp­lega 2.800 hafi þá haft yfir 1,2 millj­ón­ir í mánaðarlaun.

Til sam­an­b­urðar höfðu þjóðkjörn­ir full­trú­ar að meðaltali 1.166 þúsund í heild­ar­laun í júní í fyrra­sum­ar. Hafa þær töl­ur ekki verið upp­færðar á vef stjórn­ar­ráðsins.

Friðbert Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri SSF, seg­ir meðallaun­in fara hækk­andi eft­ir því sem sér­fræðing­um fjölg­ar í grein­inni.

Inn­an Lands­bank­ans gætti óánægju með launa­kjör Steinþórs Páls­son­ar en hann lét af störf­um sem banka­stjóri síðla árs 2016.

Birt­ist sú óánægja í grein­ar­gerðum bankaráðs en bent var á að bank­inn þyrfti að bjóða sam­keppn­is­hæf laun, án þess að vera leiðandi.

Sam­an­lagt höfðu banka­stjóri og sex fram­kvæmda­stjór­ar Lands­bank­ans um 290 millj­ón­ir í heild­ar­laun í fyrra. Meðalárs­laun þess­ara sjö voru rúm­ar 40 millj­ón­ir.

Sniðugt, þetta hefði ekki gerst hefði Kjararáð EKKI verið lagt niður  Be careful what you wish for og allt það.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 2/11/2019 at 21:19, hvumpinn said:

Aumingja konan, klárt brot á jafnréttislögum að hún sé að vinna sömu vinnu og Höskuldur og Birna á lægri launum. Sjá kommatetrin þetta ekki?

Leiðréttið mig ef ég fer með fleipur; Landsbankinn er ríkisfyrirtæki. Hvað er það sem gerir þann vinnustað svo merkilegan, að starfsmenn hans taka ekki sömu laun samkv. launatöflu annarra ríkisstarfsmanna?

Share this post


Link to post
Share on other sites
23 minutes ago, Skrolli said:

Leiðréttið mig ef ég fer með fleipur; Landsbankinn er ríkisfyrirtæki.

Landsbankinn er hlutafélag (hf) 100% í eigu ríkisins. Þetta er ekki ríkisstofnun eða ríkisfyrirtæki í þeim skilningi sem þú ert að spá í.

https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/4710080280

Hlutafélag, almennt (hf)

ÍSAT Atvinnugreinaflokkun : 64.19.0 Önnur fjármálafyrirtæki

Á sama tíma er t.d. Fiskistofa skráð sem  84.13.0 Stjórnsýsla í þágu atvinnuveganna

Þess fyrir utan að bankinn er fjármálafyrirtæki og eftirlitsskildur sem slíkur. FME og alls kyns compliance starfssemi sem því fylgir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 mínútum síðan, fleebah said:

Landsbankinn er hlutafélag (hf) 100% í eigu ríkisins. Þetta er ekki ríkisstofnun eða ríkisfyrirtæki í þeim skilningi sem þú ert að spá í.

https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/4710080280

Hlutafélag, almennt (hf)

ÍSAT Atvinnugreinaflokkun : 64.19.0 Önnur fjármálafyrirtæki

Á sama tíma er t.d. Fiskistofa skráð sem  84.13.0 Stjórnsýsla í þágu atvinnuveganna

Þess fyrir utan að bankinn er fjármálafyrirtæki og eftirlitsskildur sem slíkur. FME og alls kyns compliance starfssemi sem því fylgir.

Hmm...já mjög merkilegt fyrirtæki, sem starfsmenn ættu jafnvel skilið að vera þéraðir...auk þess að vera á tíföldum launum á við aðra?! :D

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 minutes ago, Skrolli said:

Hmm...já mjög merkilegt fyrirtæki, sem starfsmenn ættu jafnvel skilið að vera þéraðir...auk þess að vera á tíföldum launum á við aðra?! :D

Þegar ég var að vinna í Kaupþingi/Arion þá hafði ég alltaf doldið gaman af því að stríða pabba, hann var/er svona pínu "helvítis bankarnir" kall. Nema hvað, ég sagði honum frá því að mötuneytið væri rosalega gott, og á fimmtudögum væri "fínn matur" þ.e. lambasteik, nautasteik eða álíka, og ís í eftirmat. OG að þessa daga væri þjónað til borðs. Fólk sem væri komið í mikil skuldavandræði væri fengið til að þjóna til borðs fyrir okkur. :D Kallinn pirraðist í svona tvær sekúndur svo fattaði hann að ég væri að stríða honum. Enn eina ferðina ;) En ég held ég taki þessa "þérun" nálgun næst til hans, finn einhverja nálgun á þetta, sjá hvað hann segir þá. Kannski ég nái að gabba hann aðeins lengur en tvær sekúndur....

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, fleebah said:

Jú, en þú tekur bara ekki mark á því. Sem er ein nálgun en ekki sérlega skynsamleg, finnst mér. En hvað um það....

Hér er önnur skýring. Þetta var s.s. samkvæmt ráðningasamningi og Kjararáð kemur við sögu.

Sniðugt, þetta hefði ekki gerst hefði Kjararáð EKKI verið lagt niður  Be careful what you wish for og allt það.

Er ekki í lagi með þig. Launin eru alltof há og menn hafa ekki rökstudd af hverju laun bankastjóra eigi að vera svona há. Endurskoða þegar kjararáð hættir, já hver eru rökin fyrir því að launin séu svona há. Þau hafa hvergi komið fram. 

Ég hélt að bankar hámörkuðu hagnað. Það er ekki gert með að greiða alltof há laun. 

1 hour ago, fleebah said:

Þegar ég var að vinna í Kaupþingi/Arion þá hafði ég alltaf doldið gaman af því að stríða pabba, hann var/er svona pínu "helvítis bankarnir" kall. Nema hvað, ég sagði honum frá því að mötuneytið væri rosalega gott, og á fimmtudögum væri "fínn matur" þ.e. lambasteik, nautasteik eða álíka, og ís í eftirmat. OG að þessa daga væri þjónað til borðs. Fólk sem væri komið í mikil skuldavandræði væri fengið til að þjóna til borðs fyrir okkur. :D Kallinn pirraðist í svona tvær sekúndur svo fattaði hann að ég væri að stríða honum. Enn eina ferðina ;) En ég held ég taki þessa "þérun" nálgun næst til hans, finn einhverja nálgun á þetta, sjá hvað hann segir þá. Kannski ég nái að gabba hann aðeins lengur en tvær sekúndur....

Eitthvað hefur klikkað í uppheldinu hjá karlinum. 

Það er bæði hlægilegt og sorglegt að vita af hverju stuðningsmenn hárra launa bankastjórans segja ekki raunverulegu ástæðuna fyrir því af hverju laun bankastjóra eiga vera svona há. 

F

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 tíma síðan, fleebah said:

Þegar ég var að vinna í Kaupþingi/Arion þá hafði ég alltaf doldið gaman af því að stríða pabba, hann var/er svona pínu "helvítis bankarnir" kall. Nema hvað, ég sagði honum frá því að mötuneytið væri rosalega gott, og á fimmtudögum væri "fínn matur" þ.e. lambasteik, nautasteik eða álíka, og ís í eftirmat. OG að þessa daga væri þjónað til borðs. Fólk sem væri komið í mikil skuldavandræði væri fengið til að þjóna til borðs fyrir okkur. :D Kallinn pirraðist í svona tvær sekúndur svo fattaði hann að ég væri að stríða honum. Enn eina ferðina ;) En ég held ég taki þessa "þérun" nálgun næst til hans, finn einhverja nálgun á þetta, sjá hvað hann segir þá. Kannski ég nái að gabba hann aðeins lengur en tvær sekúndur....

Hefði alveg viljað vera fluga á vegg þarna...og hlustað á kallinn! :)

En þetta með bankana, það er eins og eitthvað tregðulögmál sé í gangi varðandi þá. Það dylst engum að bankar eru staðir til að geyma peninga fólks. Þeir sem starfa þar innan veggja eru ráðnir til að passa peningana, svo þeir rýrni ekki og haldi almennt verðgildi sínu, sem er jú ágætlega göfugt starf, sem ég ætla ekki að gera lítið úr. En á nokkuð að vera samasemmerki um það að gæta fjárins og kjamsa það í sig í leiðinni? Væri þetta þá ekki eins og maður ynni í sælgætisbúð og....vegna þess hve nálægt maður væri hjá gottinu þá fyndist manni bara sjálfsagður hlutur að vera háma það í sig daginn út og inn!?

Share this post


Link to post
Share on other sites
58 minutes ago, SSSól said:

Það er bæði hlægilegt og sorglegt að vita af hverju stuðningsmenn hárra launa bankastjórans segja ekki raunverulegu ástæðuna fyrir því af hverju laun bankastjóra eiga vera svona há.

Ég hef sagt það áður og segi enn, fólki er frjálst að semja sín á milli og öðrum kemur það bara ekkert við. Ef þeir sem eiga og stjórna bankanum eða hvaða fyrirtæki sem er, er umhugað að borga vel fyrir úrvals fólk þá er þeim það frjálst. Ef þau hefðu samið að fá 10 milljónir á mánuði, nú eða 500 þúsund, greitt í ærgildum, þá hefði ég sömu afstöðu til þess: Þeim er frjálst að semja sín á milli og það kemur mér bara ekkert við.

Þetta snýst því ekki um "stuðningsmenn hárra launa bankastjóra" heldur bara að fólki sé frjálst að semja sín á milli í friði. Það er undirliggjandi prinsippið. Og btw, þetta er nokkuð algeng afstaða meðal frjálshyggjumanna og hægri liberals og endurspeglast í nokkrum öðrum prinsippum, m.a. andúð við birtingu á skattaupplýsingum almennings.

44 minutes ago, Skrolli said:

Hefði alveg viljað vera fluga á vegg þarna...og hlustað á kallinn! :)

Kallinn er með sterkar skoðanir :), gott minni og með afbrigðum mælskur síðan í JC í den. Þér hefði verið skemmt :) 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég tek undir með Skrolla hér að ofan. Af hverju gilda ekki kjarasamningar sem ríkið gerir við stéttarfélög um þá sem vinna í banka. 

Og maður veltir fyrir sér af hverju í ósköpunum ríkið tók ekki til í kjaramálum bankanna þegar hann eignaðist þá eftir hrun.

Mín skoðun er að það er enginn að stjórna í framkvæmdavaldinu, menn eru bara í í goodý feeling að reyna að vera vinsælir.  Eru bara rosa undrandi og ósáttir þegar hvert málið á eftir öðru kemur og ætla þá að fara að læra af málinu. 

Þvílíkir aumingar þessi stjórnmálamenn og ráðherrar.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, fleebah said:

Ég hef sagt það áður og segi enn, fólki er frjálst að semja sín á milli og öðrum kemur það bara ekkert við. Ef þeir sem eiga og stjórna bankanum eða hvaða fyrirtæki sem er, er umhugað að borga vel fyrir úrvals fólk þá er þeim það frjálst. Ef þau hefðu samið að fá 10 milljónir á mánuði, nú eða 500 þúsund, greitt í ærgildum, þá hefði ég sömu afstöðu til þess: Þeim er frjálst að semja sín á milli og það kemur mér bara ekkert við.

 

Bankar eru með fjármagn frá innlánseigendum, lífeyrisjóðum og hluthöfum. Hluthafar eru með takmarkaða ábyrgð og minnstan hluta af þessum fjármagni sem er í bönkum. Þetta er ekki þeirra einkamál. Hvað er eiginlega að þér, ertu algjörlega siðblindur? 

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 hours ago, SSSól said:

Bankar eru með fjármagn frá innlánseigendum, lífeyrisjóðum og hluthöfum. Hluthafar eru með takmarkaða ábyrgð og minnstan hluta af þessum fjármagni sem er í bönkum. Þetta er ekki þeirra einkamál.

Ég útskýrði mína afstöðu en þú ert ekki að hlusta og því tilgangslaust samtal hvað það varðar.

Ef eigendur bankanna eru ósáttir þá bara koma þeir sínum athugasemdum til skila gegnum stjórn. Þannig er fyrirkomulagið í hlutafélagaforminu. Það eru ekki einhverjir forskrúfaðir, eldrauðir og bitrir Skiltakallar sem stjórna þessu með frekju og fávitaskap.

En fyrst þú ert svona harður í að laun forstjóra séu ekki bara samningsatriði milli þeirra og þeirra vinnuveitanda, þá vittu til að allir forstjórar helstu og stærstu fyrirtækja landsins eru á þessu rófi í launum. Þannig að þú getur kosið með veskinu (nema ef þú ert siðblindur eins og ég) og hætt að kaupa bensín hjá ÖLLUM olíufyrirtækjunum. Nú, eða hætta að versla við Bónus og Hagkaup (Hagar). Gjör svo vel. Því þú getur alveg rakið einhverja orsakatengingu við viðskipti þín við þessi fyrirtæki og þar af leiðandi séu það þínir peningar sem borga þessi laun.

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, fleebah said:

Ég útskýrði mína afstöðu en þú ert ekki að hlusta og því tilgangslaust samtal hvað það varðar.

Ef eigendur bankanna eru ósáttir þá bara koma þeir sínum athugasemdum til skila gegnum stjórn. Þannig er fyrirkomulagið í hlutafélagaforminu. Það eru ekki einhverjir forskrúfaðir, eldrauðir og bitrir Skiltakallar sem stjórna þessu með frekju og fávitaskap.

En fyrst þú ert svona harður í að laun forstjóra séu ekki bara samningsatriði milli þeirra og þeirra vinnuveitanda, þá vittu til að allir forstjórar helstu og stærstu fyrirtækja landsins eru á þessu rófi í launum. Þannig að þú getur kosið með veskinu (nema ef þú ert siðblindur eins og ég) og hætt að kaupa bensín hjá ÖLLUM olíufyrirtækjunum. Nú, eða hætta að versla við Bónus og Hagkaup (Hagar). Gjör svo vel. Því þú getur alveg rakið einhverja orsakatengingu við viðskipti þín við þessi fyrirtæki og þar af leiðandi séu það þínir peningar sem borga þessi laun.

http://www.visir.is/g/2019190219287/taktleysi

Sko ritstjórann.

 

Ég er að hætta viðskiptum við landsbankann og er að flytja úr landi. Ég læt ekki bjóða mér svona bull.

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 minutes ago, SSSól said:

Ég er að hætta viðskiptum við landsbankann og er að flytja úr landi. Ég læt ekki bjóða mér svona bull.

Ekkert mál að flytja viðskiptin, en að flytja úr landi? Það er nú varla út af þessu?

Eins og bróðir minn sagði einu sinni við mig þegar ég var að pirrast yfir einhverju sem einhver annar sagði :"Af hverju ertu að láta óæðri vitsmunaveru hafa áhrif á skap þitt"? :) 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.