Sign in to follow this  
Followers 0
MR-V

Pólska sem opinbert tungumál á Íslandi

9 posts in this topic

https://stundin.is/grein/8410/polska-sem-opinbert-mal-islandi/

Þetta er athyglisverð hugmynd, kannski er þetta bara besta mál. Ég hef samt efasemdir um það. Það eru dæmi um að stórir innflytjendahópar hafa fengið sér meðhöndlun, eins og t.d. að börnum þeirra sé kennt á móðurmálinu í grunnskóla. Dæmi um þetta eru spænskumælandi innflytjendur í henni kaliforníu. Það fyrirkomulag reyndist illa og var mjög gott mál þegar knúið var á um breytingar þannig að börnin lærðu frá upphafi á ensku. Gerði þeim auðvitað allt auðveldara með að taka þátt í Bandarísku samfélagi.

En kannski þýðir þetta - að gera pólsku að opinberu tungumáli á Íslandi - ekkert slíkt. Mér þykir samt líklegt að þetta muni letja pólverjana til að læra íslensku. Það tel ég óráð. Bæði fyrir þá sjálfa af augljósum ástæðum en líka fyrir íslenskuna sem mér sýnist allt að því róa lífróður að halda velli.

Tungumál og menning fyrir örlitla þjóð er algert basl. Það er alls ekki hægt að færa reynslu af t.d. ensku-mælandi löndum hingað. Enskan er svo dóminerandi tungumál og allir sem flytjast til bretlands eða bandaríkjanna pikka hana upp fyrr eða síðar. Hér er staðan sú að okkar eigin þjóðtunga á í vök að verjast gegn enskum áhrifum. Staðan er orðin þannig að maður hittir unglinga sem virðast hugsa á ensku! Eru ófær um nokkur tjáskipti önnur en yfirborðsleg á íslensku af því að orðaforðann hreinlega vantar og þau grípa iðulega til ensku til að skýra hvað þau eiga við. Spurt er, þegar þessi börn með herfilega íslensku kunnáttu verða afar og ömmur, hvaða tungumál tala barnabörnin? Hver kennir þeim og leiðréttir íslenskuna þeirra?

Nú þegar eru pólverjar orðnir um 5% af þjóðinni og engin merki um að hægist á, þeir gætu sem best verið orðnir 10% eftir áratug eða svo. Ef þeir fá pólsku sem opinbert tungumál á Íslandi bætist þar við samkeppnina gegn íslenskunni. Spurt er - þolir hún það?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
Quote

Hvenær verður tímabært að ræða um það hvort gera eigi pólsku að opinberu máli á Íslandi?

Hmm... aldrei!  Og þetta er íslenskukennari sem er að koma með þessa steypu,  hvað er að?!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fyrst varðandi íslenskuna. Baráttan er töpuð. Íslenskan mun hverfa eftir eina til tvær kynslóðir. Hún fær svipaða stöðu og írskan á Írlandi og welskan í Wales. Einhverjir munu kunna hana, en hún verður ekki hluti af daglegu tali Íslendinga. Ekki í núverandi formi. Þetta verður mögulega einhver hrærigrautur af ensku og íslensku, en líklegt að enskan verði dómínerandi mál hér, eftir nokkra áratugi. Það er vonlaust fyrir mig sem foreldri að reyna að viðhalda íslenskunni, þegar yfirvöldum virðist standa nákvæmlega á sama og leggja ekkert á sig til að veita fé í málin. Auk þess sem foreldrar eru í raun neyddir til að kaupa síma og ps tölvur fyrir krakkana, til að þau geti talist menn með mönnum. Þar sem nánast eingöngu er töluð enska, þegar krakkarnir spila á netinu. M.a.s tala þau ensku við önnur íslensk börn. Ég hef reynt að kaupa bækur handa mínum strákum, en það er í raun sóun á peningum. Þau horfa ekki einu sinni á sjónvarp eða hlusta á útvarp. Það er bara Netflix og youtube.

Þetta er bara eins og með sjálfan mig. Ég bjó á Seltjarnarnesi fram til 10 ára aldurs, þar sem við náðum Kanasjónvarpinu betur en þvi íslenska. Og ég fékk að eyða öllum laugardags- og sunnudagsmorgnum yfir barnaefninu þar. Auk þess sem ég horfði á þætti þegar foreldrarnir voru að horfa á þetta.Auðvitað horft á íslenska sjónvarpið líka, en mjög mikið á Kanann. Og hvað þýddi þetta? Jú, þegar ég flutti í Breiðholtið, þá var ég mörgum sinnum betri í ensku en hinir krakkarnir. Orðinn nokkuð mellufær bara, eða þannig.

Varðandi pólsku sem opinbert mál, þá er ég efins um að það sé endilega gott. MR-V nefnir góðar ástæður, en auk þess held ég að það sé ekkert endilega gott að hafa margar þjóðir í sama landi. Við sjáum BNA, þar sem fólk, eftir 5-10 kynslóðir kenna sig ennþá við Írland, Afríku, Kína, Pólland o.sv.frv. Hvað hefur það leitt af sér? Stanslaus átök milli hópa. Sérstaklega ef hóparnir eru dekkri á hörund. Það er auðvitað ekkert óþekkt að ólíkir hópar lifi innan sama ríkis. En hvað hefur það í för með sér? Eru ekki alltaf minnihlutahópar sem verða útundan í samfélaginu? Sem eiga minni möguleika en meirihlutinn?

Auðvitað ekki hægt að pína Pólverja til að tala íslensku sín á milli. En eins og þetta er núna, þá tala t.d. pólsk börn íslensku eins og innfædd. Svona í flestum tilfellum. Stundum smá hreimur. En við erum með pólskuna svona sem óopinbert opinbert mál, ef þannig má að orði komast. Það eru bæklingar sem eru gefnir út á bæði íslensku og pólsku, um hin ýmsu mál. Leiðbeiningaskilti á veggjum stofnana eru stundum á báðum málum. Það er sérstök meðferð á Vogi fyrir Pólverja sem fer fram á pólsku,o.sv.frv. Held að það væri óðs manns æði að eyðileggja það, að önnur kynslóð Pólverja geti talað og skilið íslensku. Slæmt mál...

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, jenar said:

Fyrst varðandi íslenskuna. Baráttan er töpuð. Íslenskan mun hverfa eftir eina til tvær kynslóðir.

Sammála. Það er búið að vera að tala um þetta lengi, alveg síðan 1980 eða lengur. Þá strax sáu menn að íslenskan var við það að hverfa, og að amerískar bíómyndir myndu útrýma henni.

https://en.wikipedia.org/wiki/Tower_of_Babel

Svipað gerðist í Bandaríkjunum þar sem þýska varð jafnrétthá ensku.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Pólverjar tala pólsku, auðvitað. Íslendingar tala íslensku, auðvitað. Hvar sem þeir eru staddir.

Hinsvegar er það spurning um áræðni og að þora að gera íslensku að tungumálinu sem ræður ríkjum hér til frambúðar. Það þýðir að kenna pólskum börnum á íslensku, og setja lög um að það skuli tala íslensku í skólum.

Íslenska hefur verið töluð á þessari eyju frá því að mannskepnan nam hér land, í þúsund ár. Það væri sorglegt ef það á að útþynna það, okkar forna víkingatungumál.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Just now, Newton said:

 

Íslenska hefur verið töluð á þessari eyju frá því að mannskepnan nam hér land, í þúsund ár. Það væri sorglegt ef það á að útþynna það, okkar forna víkingatungumál.

Kampavínssósíalistunum finnst það ekkert sorglegt, frekar fá bóner fyrir því. Gott á helvítis kapítalistana.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Núna er loksins hægt að fá afgreiðslu á íslensku... á sjálfsafgreiðslukössunum :) 

En þetta með Pólverjana, eru þeir ekki flestir hérna tímabundið? Já þeim fjölgar þegar hagkerfið er í uppsveiflu en svo fækkar þeim þegar það fer í niðursveiflu. En jú svo rekst maður alveg á Pólverja sem hafa búið hérna í 15 eða 20 ár og kunna ekki orð í íslensku. 

Kapítalistarnir í einkageiranum eru annars ekkert mikið í því að gera kröfur um íslenskukunnáttu (stofnanir meira í því). Þú ert frekar krafinn um enskukunnáttu því erlenda starfsfólkið skilur ekki íslensku. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
16 minutes ago, Hallgeir said:

Núna er loksins hægt að fá afgreiðslu á íslensku... á sjálfsafgreiðslukössunum :) 

Haha, satt segirðu, Hagkaup er í uppáhaldi þessa dagana. Hvenær skildi maður svo getað valið uppáhalds "profile" rödd afgreiðslukonunnar, með mest sexy röddina? :rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bíddu bara eftir góða fólkinu, sem heimtar að þessar vélar tali á útlensku máli...because human rights and shit.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.