Sign in to follow this  
Followers 0
SSSól

Íslenskir hægri menn (Sjálfstæðismenn og Viðreisn)

3 posts in this topic

Hver er ykkar framtíðarsýn?

Líf sérhvers manns er fyrirsjánlegt. 

- Fæðist

- Dagmanna/fæðingarorlof

- Leikskóli

- Grunnskóli

- Menntaskóli/vinnumarkaður

- Háskóli/vinnumarkaður

- Stofna fjölskyldu/eða hvað þið gerið annað sem stofnið ekki fjölskyldu

- Sjá fyrir sér og sínum

- Kaupa fasteign/leigja fasteign

- Rækta vini og vandamenn/þroskast

- Komast í gegnum veikindi sín eða fjölskyldumeðlima

- Fara á eftirlaun/vinna svart

- Hugsa um barnabörnin

- Spila golf/ferðalög/eða annað álíka. 

- Drepast

- Lifa aðeins í gegnum líffæri sem annar fékk að manni dauðum. 

 

Þetta tekur 80 ár. Plús mínus eitthvað.  

 

Hvað ætla að hægri menn að gera til að hámarka ævi sér hvers Íslendings? Það er nokkuð ljóst af sögunni að ekki verða það vinstri menn. 

Íslendingum fjölgar hratt. Gamla góða Ísland þar sem við vorum svo fá að þetta reddaðist allt saman. Hvað á að gera núna til að tryggja áframhaldandi lífsgæði á Íslandi? Landið okkar býður upp fyrirfram ákveðin gæði eins og rafmagn, fisk og landslag. Magnið af þessu mun ekki breytast en það sem skiptir máli er hvernig við nýtum þetta. 

Með einföldum hætti þá má segja að hægri menn hafi sagt, látum frelsið redda þessu, látum einstaklingana sjá um þetta. Þetta hefur því miður ekki dugað. Alveg eins og fyrirtæki þá þurfa að stjórnmálaflokkar að marka sér stefnu og framtíðarsýn. 

Það er hægt að fara margar leiðir, eitt er að gera ekki neitt en það er það sem maður upplifir að sé raunverulega það sem er gert. Það er hægt að auka frjálsræðið og það er hægt að auka þátttöku ríkisins. 

Hver eru vandamálin?

Sumir einstaklingar, sérstaklega unga fólkið á ekki fyrir húsnæði, matvælum og þeim lífsgæðum sem nútíma samfélag er að bjóða upp. 

Vandamálin eru á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og matvörumarkaði. Þetta hefur áhrif hvert á annað. Laun eru lág en húsnæðisverð er hátt og sömuleiðis matvöruverð. Sjálfstæðisflokkurinn styður bændur en Viðreisn styður ESB sem er í raun stuðningur við evrópskan landbúnað. Íslenskur landbúnaður á aldrei að geta staðið sig í samkeppni við annan landbúnað eða Eimskip og Samskip rukki svo mikið fyrir að flytja þetta til landsins að þetta skipti engu máli þegar upp er staðið. 

Það sem skitir raunverulegu máli eru hvernig lífsgæðin eru á Íslandi og þau eru mjög léleg fyrir marga. Fasteignamarkaður er misnotaður af ýmsum sem þýðir að þeim sem vantar húsnæði fá það ekki eða þeir sem geta borgað fyrir það þurfa að láta allt erfiðið fara í fasteign. Þetta minnir ónetianlega mikið á sósíalíst kerfi þar sem hvatinn til að standa sig er lítill, fyrir utan það í þessu íslenska kerfi þá þurfa þeir sem eiga ekkert að búa í tjöldum og unga fólkið að búa heima hjá mömmu og pabba. 

Þegar Jón Baldvin setti okkur í samstarf við  Evrópu þá var þýddi það einfaldlega að við eigum að flytja frjá Íslandi í stað þess að búa okkur til lífvænleg skilyrði. Er það líka stefna Viðreisnar að að fólk sem getur flutt til að fá lífsgæði það geri það bara. Er það lausnin? 

Heilbrigðiskerfið og skólakerfið. Heilbrigðiskerfið er annars flokks. Það er það. Lyf eru annars flokks, landið er strábýlt og hér búa fáir. Það er ekki hægt að bera saman íslenskt heilbrigðiskerfið við heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna eins og er gert í stórum könnunum á vegum alþjóða stofnanna. Það er fáránlegt. Það er eins og að taka besta sjúkrahúsið í Bretlandi, Bandaríkjunum eða Hollandi og bera það saman við okkar sjúkrahús. Þá kæmi í ljós þetta sem ég er að segja að við séum með annars flokks heilbrigðiskerfi. 

Skólakerfið... drasl. En til þess að nýtja þessi takmörkuðu auðlindir, fisk rafmagn og landslag þá þarf að mennta liðið þannig að það nýti auðlindirnar betur. Það er ekki gert. Aðrar þjóðir hafa menntað sitt fólk í að nýta auðlindirnar svo vel að það þarf að setja þessu takmörk á grundvelli náttúruvernda. Við eigum ennþá eftir að hámarka okkar nýtingu en samt erum við farin að tala um einhver markmið í loftslagmálum. Við tölum um að gera eitthvað í loftlagsmálum og svo kemur nýtt vinsælt þema og þá hoppum við í það. 

Lífeyrissjóðskerfið. Það er misnotað af stjórnendum í atvinnulífinu. Hvað er eiginlega málið með þá þeir halda að þeir geti bara tekið af vild úr sameiginlegum sjóðum (lífeyrissjóðum). Hvað halda þeir séu eiginlega pólítíkusar? Mætti halda það. Það væri ágætt að setja einhverja stefnu þar. 

Atvinnutækifæri. Lækkun krónunar til að örva láglaunastörf í ferðaþjónustu þar sem fólk af EES svæðinu vinnur láglaunastörfin er ekki spennandi, ekki nema að stefnan sé að íslendingar séu hótelstjórar og flugstjórar. Er það framtíðarsýnin? Iðnaður þar sem erlent vinnuafl byggir verksmiðjunar og landið er mengað.

Reykjavík er stærsta sveitarfélagið okkar. Braggi. Umframkeyrsla. það er það sem skiptir mestu máli? Eða Pálmatré? Er það framtíð höfuðborgar Íslands að bragar og pálmatré séu í topp standi. Fagmennska er áætlunargerð, framkvæmd og eftirfylgni. Reykjavík er yfir 200 ára gömul, er ekki enn búið að læra þetta?

Hætti að skrifa, ég er svo pirraður á þessu.

Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn að gerta til að gera þetta land lífvænlegt?Prófsteinn er húsnæðismarkaðurinn. Fólk þarf húsnæði. Reddið því. Mér er alveg saman hvernig þið gerið það, látið markaðinn redda þessu eða sósíalískar aðgerðir. Bara reddið þessu strax. Hver er sýn ykkar á þetta?

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.