Sign in to follow this  
Followers 0
4sinnum

737-MAX allt um þessa flugvélategund

74 posts in this topic

Heyrði minnst á hlut sem ég hafði pælt í sjálfur, en ekki séð hérna svo ég muni. Að þessi Max vél hefði verið teigð og breikkuð, stærri hreiflar settir á hana, án þess að breyta henni í grundvallar atriðum, eimmitt til þess að geta sagt að hún væri sama vélin, bara hagkvæmari og seld þannig til flugfélaganna sem fannst gott að fá vél sem þau þekktu.

En eimmitt þess vegna að þessi vél sé varasöm komin með eiginleika sem voru ekki í upphaflegu vélinni sem var byggð frá grunni til þess að vera það sem hún var, þessi afskræmi af þeirri vél og aldrei fullprófuð og svo verið að laga innbyggða galla í hana með tölvuforriti.

Við vitum að þetta hefur gerst aftur og aftur í bílaiðnaðinum. Bíll er hannaður frá grunni og veldur byltingu, gífurleg framþróun. Svo er hann framleiddur í mörg ár og byrjar að úreldast,. Þá er byrjað að setja meira króm á þá, allskonar fídúsa til þess að reyna að selja bílinn, en endanlega verður að hætta framleiðslunni.

Feu minntist á að í flugvélaiðnaðinum þarf að prófa allt aftur og aftur, hvað ef að Boeing var reyna að komast fram hjá öllu því með þessari Max vél og að þessi vél varð til í þannig umhverfi, hvað ef að hún gengur endanlega ekki upp.

Tek fram að ég hef ekki hugmynd, bara að pæla út í loftið, hef ekki hugmynd hvort að þessar véla hafa aðra flugeiginleika en gömlu vélarnar, en sagt í þessu sem ég heyrði, að Max vélin hefði aðra flugeiginleika sem væri svo verið að laga með tölvu forrriti, ekki veit ég.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hreyflarnir eru framar á vélinni, sem þýðir að það geta verið meiri líkur á að hún ofrísi. Þetta átti að spara eldsneyti.

Þekki ekki útreikningana með þetta, en þetta hef ég lesið.

Svo eru nemar sem skynja það hvort hún sé að ofrísa, og þá grípur inn í eitthvað tölvuforrit sem steypir nefinu niður.

Það sem gerist svo er að þessir nemar bila, og tölvan les í aðstæður vitlaust, og steypir nefinu niður þó hún sé ekki að ofrísa.

En þarna eru menn að nota tölvu til að leiðrétta ástand sem myndast vegna breyttrar flughæfislegrar hönnunar á vélinni. Menn töldu sig geta lagað vankantana með tölvuleiðréttingum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst þannig lykt af þessu að sjálfvirk kerfi hafi átt að bæta upp vankanta í flughæfni vélanna án þess að flugmönnum væri gerð grein fyrir því. Það virðist ekki hafa tekist.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 minutes ago, MR-V said:

Mér finnst þannig lykt af þessu að sjálfvirk kerfi hafi átt að bæta upp vankanta í flughæfni vélanna án þess að flugmönnum væri gerð grein fyrir því. Það virðist ekki hafa tekist.

Akkúrat. Vélin var þannig seld til flugfélaganna, að það þyrfti enga auka þjálfun á þær, þær væru eins og fyrri kynslóð vélarinnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það geta allar flugvélar ofrisið. Ofris er í raun of lítill hraði til að mynda afl í formi lyftingu. Flugvél í flugtaki þarf að ná og viðhalda ákveðnum hraða á sama tíma og hún notar hreyflina til að auka lyftinguna. Of mikið horn í lyftingu þýðir minna í að viðhalda hraðanum sem þýðir að lokum, of lítil lyftigeta vængja. Þetta gildir að sjálfsögðu um allar flugvélar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er alveg rétt, og einmitt þess vegna vaknar spurningin af hverju Boeing leggur svo mikla áherslu á sjálfvirka stýringu og að því er virðist lélega upplýsingagjöf og þjálfun til flugmanna. Einhver er ástæðan fyrir þessum sjálfvirkni-æfingum. Varla hefur tölvuleikjakynslóðin tekið fyrirtækið yfir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vegna þess að ofriss gerist lang oftast vegna mannlegra mistaka. Þessi búnaður er mjög sniðugur ef hann er tæknilega útfærður rétt. Það sem mér sýnist í fljótu er að útfærslan sé vægast sagt kauðaleg þar sem bilun í sensor virðist nægja til að kerfið hrynju. Einfaldasta mál í heimi að auka líkur á virkni með fleiri lögum.

Dæmi. Það að x-hlutur gerist á einhverju x-sekúndubroti í lífspani ákveðins hlutar eru ákveðnar líkur. Það að x og y gerist á nákvæmlega sama tíma og þar að auki, bili á nákvæmlega sama hátt, eru stjarnfræðilega minni líkur, bætir þú z lagi við, þá ertu með algjörlegaskothelt kerfi.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, feu said:

Vegna þess að ofriss gerist lang oftast vegna mannlegra mistaka. Þessi búnaður er mjög sniðugur ef hann er tæknilega útfærður rétt. Það sem mér sýnist í fljótu er að útfærslan sé vægast sagt kauðaleg þar sem bilun í sensor virðist nægja til að kerfið hrynju. Einfaldasta mál í heimi að auka líkur á virkni með fleiri lögum.

Dæmi. Það að x-hlutur gerist á einhverju x-sekúndubroti í lífspani ákveðins hlutar eru ákveðnar líkur. Það að x og y gerist á nákvæmlega sama tíma og þar að auki, bili á nákvæmlega sama hátt, eru stjarnfræðilega minni líkur, bætir þú z lagi við, þá ertu með algjörlegaskothelt kerfi.

 

Það að helstu sérfræðingar Boeing séu ekki klárari en þú og vissu ekki af þinni hugmynd, tja, ég væri hissa. Ég held við getum gefið okkur það að þeir hafi vitað nákvæmlega það sem bezzerwisserinn í þér veit um flugtækni, en þrátt fyrir það hafi þetta klikkað.

Sjálfvirkur búnaður er nauðsynlegur, en þegar sjálfvirkur búnaður byrjar að krassa flugvélum og taka stjórn af flugmönnum, þá er of langt gengið í hugmyndafræðinni.

Toyota lenti í sambærilegu fyrir nokkrum árum, bensíngjöfin festist inni á ákveðnum gerðum af Toyotum í BNA. Margir drápust og Toyota fékk stóra sekt.

 

En segjum að þeir séu ekki klárari en svo...

Ég þekki marga forritara og þeir eru flestir ekkert voðalega klárir, þá skortir mikið innsæi, þeir forrita voðalega "problem solution" lega, þ.e. ef þeir fá vandamál þá forrita þeir lausn á vandamálinu en pæla ekki í hliðarverkunum eða neinu öðru í umhverfinu. Þetta er einsog að biðja alvitra alvalda tölvu um að leysa hungur heimsins, og alvitra alvalda tölvan fjarlægir magann úr öllum... problem solved, enginn svangur aftur þar sem enginn er með maga.

Í gamla daga var það líka þannig að starfsaldur hjá þessum fyrirtækjum einsog Boeing var, lífstíðarráðning. Menn lögðu sig fram fyrir fyrirtækið, höfðu mikla þekkingu á hlutunum sem tengdust þeirri tækni. Allar þessar eldri Boeing vélar í dag voru hannaðar af fyrri kynslóðum verkfræðinga, núna er önnur kynslóð að spreyta sig og yfir 300 manns hafa borgað fyrir það með lífi sínu.

Í dag er það þannig að starfsaldur er stuttur, nokkur ár, og menn fljótir að breyta um starf. Þannig að þetta metnaðarlega "loyalty" er ekki það sama. Menn vilja bara fá launaseðil, og svo fara þeir á betri staði... í raun vilja ekki festast á einum stað.

Sennilega eru langflestir sem forrituðu þessa 737 max búnir að færa sig til annarra fyrirtækja. Það er engin stofnanaleg þekking eftir til að geta lagað hlutina. Þeir munu kljást við eftirmálana lengi.

2 users like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 3/15/2019 at 10:00 PM, Newton said:

 

Það að helstu sérfræðingar Boeing séu ekki klárari en þú og vissu ekki af þinni hugmynd, tja, ég væri hissa. Ég held við getum gefið okkur það að þeir hafi vitað nákvæmlega það sem bezzerwisserinn í þér veit um flugtækni, en þrátt fyrir það hafi þetta klikkað.

Sjálfvirkur búnaður er nauðsynlegur, en þegar sjálfvirkur búnaður byrjar að krassa flugvélum og taka stjórn af flugmönnum, þá er of langt gengið í hugmyndafræðinni.

Toyota lenti í sambærilegu fyrir nokkrum árum, bensíngjöfin festist inni á ákveðnum gerðum af Toyotum í BNA. Margir drápust og Toyota fékk stóra sekt.

 

En segjum að þeir séu ekki klárari en svo...

Ég þekki marga forritara og þeir eru flestir ekkert voðalega klárir, þá skortir mikið innsæi, þeir forrita voðalega "problem solution" lega, þ.e. ef þeir fá vandamál þá forrita þeir lausn á vandamálinu en pæla ekki í hliðarverkunum eða neinu öðru í umhverfinu. Þetta er einsog að biðja alvitra alvalda tölvu um að leysa hungur heimsins, og alvitra alvalda tölvan fjarlægir magann úr öllum... problem solved, enginn svangur aftur þar sem enginn er með maga.

Í gamla daga var það líka þannig að starfsaldur hjá þessum fyrirtækjum einsog Boeing var, lífstíðarráðning. Menn lögðu sig fram fyrir fyrirtækið, höfðu mikla þekkingu á hlutunum sem tengdust þeirri tækni. Allar þessar eldri Boeing vélar í dag voru hannaðar af fyrri kynslóðum verkfræðinga, núna er önnur kynslóð að spreyta sig og yfir 300 manns hafa borgað fyrir það með lífi sínu.

Í dag er það þannig að starfsaldur er stuttur, nokkur ár, og menn fljótir að breyta um starf. Þannig að þetta metnaðarlega "loyalty" er ekki það sama. Menn vilja bara fá launaseðil, og svo fara þeir á betri staði... í raun vilja ekki festast á einum stað.

Sennilega eru langflestir sem forrituðu þessa 737 max búnir að færa sig til annarra fyrirtækja. Það er engin stofnanaleg þekking eftir til að geta lagað hlutina. Þeir munu kljást við eftirmálana lengi.

Blessaður vertu það eru einmitt guttar eins og feu sem halda að þeir séu ómissandi og þeirra forritunarkóðar geti læknað allt milli himins og jarðar. Nú þetta nýjasta að Bill Gates Windows tölvur geti haldið flugvélum öruggum í loftinu frá A til B.

Það eru einmitt stærstu mistök Boeing að ráða gutta eins og feu til leiks, til að laga "mechanical" vandamál með tölvum og gallahugbúnaði sem fíflin munu náttúrlega aldrei fá til að virka og xxxx marga dauða farþega þarf til til að menn átti sig í hvers lags dj. vitleysu menn hafa látið ana sig út í!

Þeir hjá FAA naga sig í handabökin yfir þessari dj. vitleysu allri!!

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þið eruð nú ljótu fíflin, það megið þið eiga og það alveg skuldlaust. 

Þetta klúður mun skrifast á endanum á FAA eða eftirlits-aðilann. Þennan sem á að taka út allar nýjungar og samþykkja þær. Alveg eftir bókinni að menn hengja sig í algjör smáatriði en skauta algjörlega yfir stóru atriðin.. ja, eins og þau að tölva taki yfir stjórn vélarinnar og keyri hana ofan í jörðina. Viss um að FAA eyði meira púðri í að samþykkja stólhnapp en það gerði með þennan "fítus"

Næst í röðinni er innra eftirlit með svona innleiðingu hjá Boing. Það að stóla á einn sensor er svo fáránlega fávitalega barnalegt að ég bara trúi varla ennþá að það hafi veriðo raunin, en það er 100% rökrétt ályktun engu að síður. 

Afhverju?

Jú, þessi "sensor" hefur bilað ítrekað skv. skýrslum frá flugmönnum. Ef það eru notaðir tveir eða fleiri í einu í stað eins og gögn frá þeim borin saman áður en þau eru samþykkt, þá er bilun stjarnfræðilega ólíkleg.. og ekki í nánd við það sem gögn sína. Því að líkurnar á því að sensorar bili á nákvæmlega sama hátt á nákvæmlega sama tíma er bara á allt öðru róli en þegar einn bilar á sínu eigin intervali og eigin hátt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, feu said:

Þið eruð nú ljótu fíflin, það megið þið eiga og það alveg skuldlaust. 

Þetta klúður mun skrifast á endanum á FAA eða eftirlits-aðilann. Þennan sem á að taka út allar nýjungar og samþykkja þær. Alveg eftir bókinni að menn hengja sig í algjör smáatriði en skauta algjörlega yfir stóru atriðin.. ja, eins og þau að tölva taki yfir stjórn vélarinnar og keyri hana ofan í jörðina. Viss um að FAA eyði meira púðri í að samþykkja stólhnapp en það gerði með þennan "fítus"

Næst í röðinni er innra eftirlit með svona innleiðingu hjá Boing. Það að stóla á einn sensor er svo fáránlega fávitalega barnalegt að ég bara trúi varla ennþá að það hafi veriðo raunin, en það er 100% rökrétt ályktun engu að síður. 

Afhverju?

Jú, þessi "sensor" hefur bilað ítrekað skv. skýrslum frá flugmönnum. Ef það eru notaðir tveir eða fleiri í einu í stað eins og gögn frá þeim borin saman áður en þau eru samþykkt, þá er bilun stjarnfræðilega ólíkleg.. og ekki í nánd við það sem gögn sína. Því að líkurnar á því að sensorar bili á nákvæmlega sama hátt á nákvæmlega sama tíma er bara á allt öðru róli en þegar einn bilar á sínu eigin intervali og eigin hátt.

Kannski að hann hafi verið keyptur á Ebay, made in Hong Kong.

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 tímum síðan, SSSól said:

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/03/18/boeing_fekk_mikid_vald_a_oryggiskodunum/

Boeing í vondum málum.

Hvað með Icelandair? Þeir segjast treysta á Boeing. Er það í lagi að gera það? Verður Icelandair ekki að taka ábyrgð á flugvélum sem það ákveður að kaupa og svo flýja farþega með?

Jens?

Þú ert að misskilja fréttina illa. Þessi frétt er mjög sterk ádeila á FAA þ.e. eftirlitsaðilann. 

Quote

 

Stöðug pressa að end­ur­meta ákv­arðanir

Seattle Times seg­ir FAA, sem beri við skorti á fjár­fram­lög­um, hafa um ára­bil aukið sjálfs­vald Boeings til að taka á sig sí­fellt stærri þátt í að votta ör­yggi eig­in flug­véla. Við upp­haf vott­un­ar Max vél­ann­ar átti verk­efnið að skipt­ast milli sér­fræðinga FAA og sér­fræðinga Boeing, en eft­ir því sem verk­efnið dróst á lang­inn tóku yf­ir­menn FAA að þrýsta á sína und­ir­menn að hraða ferl­inu. Tím­inn skipti Boeing öllu.

„Það var stöðug pressa á að end­ur­meta upp­haf­leg­ar ákv­arðanir okk­ar,“ hef­ur blaðið eft­ir ein­um fyrr­ver­andi starfs­manna FAA sem seg­ir yf­ir­menn hafa talið sér­fræðinga stofn­un­ar­inn­ar hafa tekið of mikið af verk­efn­um við vott­un­ina á sig. „Það var eng­in heild­ar­skoðun á skjöl­un­um,“ seg­ir hann og kveður skoðunum hafa verið flýtt í gegn til að stand­ast tím­aramma.

Í ein­hverj­um til­fell­um, þegar sér­fræðing­um FAA vannst ekki tími til að sinna verk­inu, vottuðu stjórn­end­ur sjálf­ir verk­in eða sendi þau aft­ur til Boeing til end­ur­skoðunar.

„Það eru stjórn­end­ur FAA, ekki sér­fræðing­arn­ir, sem hafa loka­orð varðandi framsalið,“ bæt­ir hann við.

Eitt þeirra verk­efna sem Boeing var falið var ör­ygg­is­skoðun á MCAS stýri­kerf­inu sem m.a. gerði þær breyt­ing­ar á hreyfi­mögu­leika hæðar­stýri­kambs­ins að hann fór úr því að geta hreyfst um 0,6 gráður í 2,5 gráður án þess að FAA væri kunn­ugt um þá breyt­ingu fyrr en farþegaþota Lion Air hrapaði.

Peter Lemme, fyrr­ver­andi flug­véla­verk­fræðing­ur hjá Boeing, seg­ir að af því MCAS stýri­kerfið get­ur end­ur­ræst sig aft­ur og aft­ur þá hafi það í raun ótak­markað vald. „Það hef­ur vald til að hreyfa stél­flöt­inn alla leið. Það var eng­inn þörf á því,“ sagði Lemme. „Eng­inn hefði átt að samþykkja að veita því [MCAS] ótak­markaða stjórn.“

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 minutes ago, feu said:

Þú ert að misskilja fréttina illa. Þessi frétt er mjög sterk ádeila á FAA þ.e. eftirlitsaðilann. 

 

Ekkert að misskilja. 

Ef íslensk stjórnvöld segja að það sé í lagi að taka mikið af erlendum lánum. Þá lenda þeir í súpunni sem geta ekki borgað tilbaka ef þeim vantar erlendan gjaldeyrir.

FAA hefur eftirlitshlutverk. Með hverju rekstrinum. Icelandair og Boeing bera ábyrgð á rekstrinum.

Skil vel að þú sjáir ekki heildarmyndina. Hún er flókin.

Varstu að vinna hjá Icelandair eða fyrir það? 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 tíma síðan, SSSól said:

Ekkert að misskilja. 

Ef íslensk stjórnvöld segja að það sé í lagi að taka mikið af erlendum lánum. Þá lenda þeir í súpunni sem geta ekki borgað tilbaka ef þeim vantar erlendan gjaldeyrir.

FAA hefur eftirlitshlutverk. Með hverju rekstrinum. Icelandair og Boeing bera ábyrgð á rekstrinum.

Skil vel að þú sjáir ekki heildarmyndina. Hún er flókin.

Varstu að vinna hjá Icelandair eða fyrir það? 

Þú ert nú meira fíflið.. Boing er vissulega í skítamálum. Þeir eru í skítamálum gagnvart flugfélögum og þannig farþegum.

FAA ber hinsvegar gríðarlega ábyrgð bæði gagnvart flugfélögum, farþegum en líka, flugframleiðendum. FAA (Federal Aviation Administration) ber ábyrgð á því að flugvélar standist flughæfni og eru þannig þak fyrir allt sem heitir öryggi og vottun á slíkt. Að sjálfsögðu gengur ekki upp að FAA afhendi framleiðendum þetta vottunarhlutverk, segir sig sjálft. 

Ef þú ferð með gamlan bíl í skoðun og færð fulla skoðun afþví að þú fékkst að skoða bílinn sjálfur og votta, lendir síðan í því að lega gefur sig og dekk dettur undan rétt á eftir og drepur saklausa vegfarendur í leiðinni, þá beinast spjótin að skoðunaraðilanum sem er ætlað að öryggisskoða bílinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eitt áhugavert sem ég las er að báðar Airbus og 737 max eru "fly by wire". Sá fídus hefur verið í airbus frá byrjun, semsagt hönnuð með því markmiði enda eru þær mjög öruggar. Þessu hefur samt bara nýlega verið bætt í 737 vélarnar, max í þessu tilfelli. Var það vandamálið ?. Að bæta nýrri tækni við vél sem var annars góð ?. Ég styð "fly by wire" en í tilfelli 737 segi ég, if it ain't broke don't break it.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 mínútum síðan, Gormurinn said:

Eitt áhugavert sem ég las er að báðar Airbus og 737 max eru "fly by wire". Sá fídus hefur verið í airbus frá byrjun, semsagt hönnuð með því markmiði enda eru þær mjög öruggar. Þessu hefur samt bara nýlega verið bætt í 737 vélarnar, max í þessu tilfelli. Var það vandamálið ?. Að bæta nýrri tækni við vél sem var annars góð ?. Ég styð "fly by wire" en í tilfelli 737 segi ég, if it ain't broke don't break it.

"Fly by wire" er annað orð yfir sjálfvirkni og aðkomu tölvu, ekki eins og orðið gefur til kynna, að vírar séu bein tengdir.

Ég á mótorhjól sem er síðasta kynslóð þar sem mekkaník stjórnar inngjöf. Næsta kynslóð af þessu hjóli kom með "Fly by Wire" og fylgdu því allskonar vandamál. By wire þýðir í raun, rafmagnsvír, ekki stálvír eins og í denn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, feu said:

Þú ert nú meira fíflið.. Boing er vissulega í skítamálum. Þeir eru í skítamálum gagnvart flugfélögum og þannig farþegum.

FAA ber hinsvegar gríðarlega ábyrgð bæði gagnvart flugfélögum, farþegum en líka, flugframleiðendum. FAA (Federal Aviation Administration) ber ábyrgð á því að flugvélar standist flughæfni og eru þannig þak fyrir allt sem heitir öryggi og vottun á slíkt. Að sjálfsögðu gengur ekki upp að FAA afhendi framleiðendum þetta vottunarhlutverk, segir sig sjálft. 

Ef þú ferð með gamlan bíl í skoðun og færð fulla skoðun afþví að þú fékkst að skoða bílinn sjálfur og votta, lendir síðan í því að lega gefur sig og dekk dettur undan rétt á eftir og drepur saklausa vegfarendur í leiðinni, þá beinast spjótin að skoðunaraðilanum sem er ætlað að öryggisskoða bílinn.

þu getur buið til leiðindi ur engu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 hours ago, feu said:

Þú ert nú meira fíflið.. Boing er vissulega í skítamálum. Þeir eru í skítamálum gagnvart flugfélögum og þannig farþegum.

FAA ber hinsvegar gríðarlega ábyrgð bæði gagnvart flugfélögum, farþegum en líka, flugframleiðendum. FAA (Federal Aviation Administration) ber ábyrgð á því að flugvélar standist flughæfni og eru þannig þak fyrir allt sem heitir öryggi og vottun á slíkt. Að sjálfsögðu gengur ekki upp að FAA afhendi framleiðendum þetta vottunarhlutverk, segir sig sjálft. 

Ef þú ferð með gamlan bíl í skoðun og færð fulla skoðun afþví að þú fékkst að skoða bílinn sjálfur og votta, lendir síðan í því að lega gefur sig og dekk dettur undan rétt á eftir og drepur saklausa vegfarendur í leiðinni, þá beinast spjótin að skoðunaraðilanum sem er ætlað að öryggisskoða bílinn.

Þú ert nú mesta fíflið hér, spegilmynd af forriturunum sem eiga að "redda" þessu 737-MAX flugvélarusli úr þessu "MCAS Software" rugli. Þú heldur að vandamálið sé bara einum skynjara að kenna, forrita tölvur upp á nýtt og ulala 737-MAX fái að fljúga aftur.

Í þokkabót heldurðu þeirri vitleysu fram að FAA séu í miklu verri málum en Boeing, sem er tóm steypa!

Þetta er svo miklu stærra mál, að hálfa væri nóg. Bara það að "mechanical stall" vandamáli sé reddað með tölvu (MCAS) sem rúnkar "jack-screw" í stéli 737-MAX án þess að nokkur viti, fær mann til að forðast þessa flugvélategund að eilífu!!

Boeing faldi MCAS tölvukerfið fyrir flugmönnum, kemur hvergi fram í "Flight Manuals" fyrir flugmenn! Í raun er Boeing búið að baka sér þvílíkar skaðabótakröfur að vandséð verður að sjá hvernig þeir "redda" sér úr því!!

Ég tel nú meiri líkur en minni að 737-MAX fari á ruslahaug sögunnar en í loftið aftur!!

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.