Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Er bókaútgáfa á fallanda fæti? - Líklega.

7 posts in this topic

      Ekki er hægt að segja, að bækur, almennt séð, renni út eins og "heitar lummur" þessi misserin. Hvað þá um jólin eins og raunin var á árum áður. Allt er reynt til að koma út og í umferð því bókaflóði sem útgefendur sitja uppi með.  Stórmarkaður hefur verið settur upp í Laugardal og hvaðeina gert til þess að reyna að grynnka flóðið. - Meira að segja fjallar Sigmundur Ernir á stöð sinni, Hringbraut,  fjálglega um bækur í þætti sínum Bókahornið og ferst það að sjálfsögu vel úr hendi eins og hans er von og vísa. Athyglivert er að horfa á þáttinn, þar sem stjórnandinn situr innan um mikinn stafla bóka (sem enn virðast óseldar?). Hvað um það er það til marks um að reyna að höfða til hinna ýmsu hópa, að þar er m.a. tekin fyrir ný bók um klámið. Er það nú orðið vinsælast í "bransanum"? - Staðreyndin er samt sú, að bækur eru orðnar "til trafala" á mörgum heimilum, ef svo má að orði komast. Og fólk sem stendur í flutningum - er að minnka við sig húsnæði - kemur bókaflóði sínu ekki út. - Það vill enginn bækur lengur. Hvað á fólk að gera við bókasöfnin sín, heilu hilluraðirnar af bókum? Þetta er orðið vandamál, stórt vandamál. - Um sík vandræði má einmitt lesa í enn einni bókinni sem nýlega kom út: Bókasafn föður míns eftir Ragnar nokkurn, son Ólafs heitins Ragnarssonar, þess þekkta og vinsæla sjónvarpsmanns, útgefanda og rithöfundar. Þar lýsir sonur Ólafs heitins á skýran og skemmtilegan hátt, og raunsæan, hvernig það er að "sitja uppi með" gífurlegt bókasafn og eiga í erfiðleikum með að koma því fyrir einhvers staðar utan veggja heimilisins svo skammlaust sé. - Þess vegna er tímabært að kasta fram spurningunni; Er bókaútgáfa á Íslandi á fallaanda fæti? - Hver er framtíð bókarinnar yfirleitt?

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Jú því miður, bækur eru að hverfa. Og ekki bara bækur, heldur einnig tímarit. Fyrir ca 25-30 árum var fjöldinn allur af tómstundatímaritum gefin út  t.d. fyrir ljósmyndun, báta, flugvélar viðavinnu,'electronic' og fl. Þessi tímarit eru flest öll horfin. 

Konan mín les mikið og byrjaði að kaupa allt sem hún les fyrir Kindle, fyrir einhverjum árum.  En ég, gamall skarfurinn var lengi að streytast á móti þessari þróun og gat bara ekki lesið bók á tölvuspjaldi og burðast þessvegna með bækur (stundum 3 í einu á löngum ferðum) sem ég týndi síðan í flugvélum og hótelherbergum, margt voru sömu bækurnar og konan keypti á stafrænu formi. Um mitt síðasta ár fór ég loksins að nota 'kindlellinn' minn  og viti menn, þar er fjöldin allur af bókum, flestar týndu bækurnar mínar og fjöldi bóka  sem konan hefur keypt og deilir nú með mér.

Reyndar hef ég sjálfur ekki enn keypt neina stafræna bók,  nóg er enn á lager inni í 'spjaldinu' og konan er langt á undan mér og nösk að fynna áhugavert efni. 

Já ég held að bækur séu að hverfa hér í henni Ameríku og sama gerist auðvitað á Íslandi.

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Natturulega motsagnakennt. Her er alltaf hamrad a slagordum eins og "bokathjod", "flestir rithofundar per haus", "enginn jol an boka" etc. Svo endar allt i Sorpu eftir erfdaskiptin! Enginn vill thetta! Bokautgefendur hafa att greidann adgang ad fjolmidlum gegnum auglysingar og lofid um "besta bok hofundar hingad til" og "timamotabok" hljomar eins og N-Koreubull. Thad er illa borgud vinna fyrir flesta ad skrifa. Thad er svona 0,5 % flokkur tharna med big money, restin fengi meiri pening i frystihusi eda skuringum. Bokautgafan sjalf er sveflukennd, thu verdur ad fa "metsolubok" til ad borga fyrir thad sem thu vilt gefa ut og selst svona og svona. Nylega var virdisaukaskattur felldur nidur til ad hressa uppa soluna i greininni. Slikt bjargar samt ekki fallandi markadi. Hofundar eru ekki einsleitur hopur. Fagbokafolkid hafa fæstir heyrt um, bækur thess seljast illa en tharna er besta stöffid. Einstaka höfundar reyna ad gefa ut sjalfir ef their seljast ok. Thad er ordid einfaldara en adur og thu rekst a thetta folk hlaupandi med tiu bækur i kassa milli Bonusbudana fyrir jolin.

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Á árum áður var Dalalíf Guðrúnar frá Lundi til á ‘öllum’  heimilum og lesið var fyrir heimilisfólkið. Það var Netflix samtímans og Dalalíf var vinsælasta ‘telenovellan’ í mörg ár. Í dag er það 50 tommu flatskjár, í stofunni og annar í svefnherberginu. Það er ‘Braking Bad’ eða Walking Dead og fyrir framan sitja mamman og pabbinn, systir er inn í herbergi að horfa á sinn skjá og hvað það er, hef ég ekki hugmynd um, strákurinn er bakvið lokaðar dyr að spila Call of Duty.

   Bókin, sem afþreyingarmiðill er dauð

Share this post


Link to post
Share on other sites

       Þótt bókin sé líklega "dauð" berjast útgefendur og bóksalar ("hetjulega") við að halda bókum að fólki gegnum bókamarkaði sem eru líklega einskis megnugir til að dreifa bókaflóðinu. Þetta er bara staðreynd sem ekki verður forðað. Það er ekki nema við Íslendingar færumst niður á "annað" lífskjarastig, að bækur koma inn í líf landsmanna. - Kannske núverandi "kjarabaátta" og meðfylgjandi niðurfærsla komi vitinu fyrir okkur? - Ekkert virðist framundan annað en "niður, niður, niður"  í þeim efnum. Kröfurnar munu krefjast fórna og þær eru augljósar......ekki satt?

Share this post


Link to post
Share on other sites

    Held að bókin sé best geymd og seld í Bónus-búðum eða slíkum stórmagasínum þar sem fólk kemur til að versla aðrar nauðsynjar. - ekki í bókabúðum sem slíkum. Bókabúðir verða þó alltaf nauðsynlegar, enda er þar óramargt annað en bækur til sölu - ekki síst annars konar efni skylt bókum svo sem erlendir pésar og upplýsingaefni fyrir útlendinga og ferðafólk. - En bókin, hin íslenska innbundna bók og bókasöfn eru fyrir bí. - Þetta er allt því miður, en samt staðreynd. - Það merkilega er, að það er kominn nýr þáttur á Hringbraut, þar sem Sigmundur situr með sveittan "skallann" og ræðir "bækur" og útgáfustarfsemi hvers konar. Allt til einskis, Eða er þessi þáttur upphaf að einhverju?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég kaupi ekki bækur. Hef aldrei haft gaman af bókum. Ekki mitt format. Einu bækurnar sem ég hef keypt í gegnum tíðina eru námsbækur, og þeir eru ansi duglegir við það í þeim geira, námsbókunum, að úreldra þær fljótt, gefa út nýja útgáfu með smá lagfæringum og tilfærslum svo ekki sé hægt að nota við kennslu á næsta skólaári, þó það bæti engu við námsefnið. Mætti setja lög um það að banna slíkt, enda kostar slíkar bækur morðfé fyrir fátæka nema. Tæpur 100 þús kall á önn bara í bækur ef þú kaupir allt nýtt. Getur keypt af eldri nemendum sömu bók á 50-60% afslætti, en ekki ef þessi kerfisvél er búin að úrelda hana.

Það er skrýtið hvað almennt bækur þurfa engar eða fáar leiðréttingar, þær fá að standa óbreyttar. Kannski endurprentun lagfæri augljósar stafsetningarvillu. Vísindabækur sem eru komnar til ára sinna fá að standa óbreyttar, enda enginn að fara lagfæra theory of evolution eða theory of relativity. En námsbækur, það virðist sem það sé ekki hægt að ná því rétt hvernig á að kenna algebru, tölfræði eða þvíumlíkt, það virðist vera eitthvað sem er sífellt í þróun ár eftir ár.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.