Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Handtaka á Assange pólitísk?

37 posts in this topic

Fróðlegt að fylgjast með fréttaflutningi af þessu hér í Bandaríkjunum, blaðamenn skipulega að taka Assange niður, segja frá öllu neikvæðu um hann sem þeir geta fundið. Það síðasta að honum hafi verið hent út úr sendiráðið vegna þess að hann hreinsaði ekki upp eftir köttinn sinn og aðrar þannig pælingar.

Já ég held að hann muni ekki fá stuðning frá blaðamönnum yfirleitt vegna Hillary, Assagne kennt um að hún er ekki Forseti í dag. Í rauninni ógeðslegt að fylgjast með hvernig blaðamenn eru að ýta honum frá sér "að hann sé ekki blaðamaður" etc. etc.

Hver ákveður hvort einhver er blaðamaður eða ekki, Blaðamannafélag Íslands? Ég hefði haldið að hverjum sem er sé leifilegt að kalla sig blaðamann og þar með blaðamaður eða er það ekki?

Væri fróðlegt að ræða það, hverjir eru blaðamenn og hverjir ekki? Þarf að fá skírteini frá Blaðamannafélagi Íslands til þess? Verða blaðamenn að hafa "réttar" skoðanir? Er Assagne blaðamaður eða ekki?

Svo er gaman að fylgjast með hvernig fjölmiðlar eru að reyna að tengja Trump og Assagne vegna þess að Trump sagði eitthvað í gríni um Assagne í hita kosningabaráttunnar. Held ekki að almenningur sé það vitlaus.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég næ ekki upp í af hverju sendiráðsmenn létu lögreglu fjarlæga Assagne, nema ef vera skyldi að hann vildi ekki yfirgefa sendiráðið eftir að hafa verið tilkynnt um að hann hefði ekki lengur pólitískt hæli í landinu. En sorglegt mál allt saman. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Fróðlegt að fylgjast með fréttaflutningi af þessu hér í Bandaríkjunum, blaðamenn skipulega að taka Assange niður, segja frá öllu neikvæðu um hann sem þeir geta fundið. Það síðasta að honum hafi verið hent út úr sendiráðið vegna þess að hann hreinsaði ekki upp eftir köttinn sinn og aðrar þannig pælingar.

Já ég held að hann muni ekki fá stuðning frá blaðamönnum yfirleitt vegna Hillary, Assagne kennt um að hún er ekki Forseti í dag. Í rauninni ógeðslegt að fylgjast með hvernig blaðamenn eru að ýta honum frá sér "að hann sé ekki blaðamaður" etc. etc.

Já, meðvirkni fjölmiðla gegn Assange er mögnuð. Alveg mögnuð. Og það er bjartara en sólin af hverju: jú, hann birti gögn um Demókrata. Hann fór gegn Hillary og Demókrötum og það er big No No hjá "blaðamönnum" sem btw eru að lúga að okkur alla daga.

Það er því alveg magnað að sá sem Góða Fólkið™ elskar að hata, Tucker Carlson, fer að segja sannleikann sem þau þegja yfir eða ljúga um, þá er það í rauninni sólarljósið sem skín á hræsni og falskheit Góða Fólksins™.  

Hér er hinn frábæri Jimmy Dore að benda á hræsnina og ógeðið sem lekur af Góða Fólkinu™ þessa dagana, enn eina ferðina.

Tucker Carlson btw situr undir hótunum og ofsóknum brjálaða vinstrasins daginn út og inn, Antifa reyndi að riðjast inn á heimili hans, aktívistahópar hóta styrktaraðilum Tuckers, Media Matters og Right Wing Watch og álíka liggja á honum daginn út og inn. Og svo þykist þetta lið vera boðberar sannleikans og góðmennsku, enda Góða Fólkið™ holdi klætt, að eigin mati.

Eins og Forrest Gump sagði: "Evil is what evil does." 

Brjálaða vinstrað er í rauninni einu fasistarnir í dag. Haga sér eins og fasistar, gera eins og fasistar, tala eins og fasistar. Authoriterian sósíalistar, fasistar.

Góða Fólkið™ er í raun að ganga í takt við Trump þessa dagna, merkilegt nokk, í meðvirkni sinni gegn Assange. Fari þetta lið og veri.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Setti þetta myndband á Facebook, annars ekki mikið þar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bjuggust þið virkilega við því að stóra Bandaríska pressan fjallaði af sanngirni um þetta mál? Klappstýrur bandaríska stríðsglæpahyskisins sem hafa fyrir löngu úthýst öllum gagnrýnisröddum á utanríkisstefnuna og stríðsfargan stórveldisins.

Hvað dettur ykkur næst í hug?

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, MR-V said:

Bjuggust þið virkilega við því að stóra Bandaríska pressan fjallaði af sanngirni um þetta mál? Klappstýrur bandaríska stríðsglæpahyskisins sem hafa fyrir löngu úthýst öllum gagnrýnisröddum á utanríkisstefnuna og stríðsfargan stórveldisins.

Hvað dettur ykkur næst í hug?

Það er ekkert samsæri í gangi. Assange náði pönkast þvert á pólitískar línur og aflaði sér þar með óvina á meðal allra. Prinsippin hjá fjölmiðlafólki fauk út um gluggann á 0,1 við minnsta mótvind því þau eru flest til vinstri og Assange náði að eyðileggja kosningu Clinton (líklega). Hefur líklega lítið með eitthvað samsæri að gera og mest með algera vöntun á grunngildum hjá blaðamönnum og fjölmiðlafólki upp til hópa. Það eru helst sjálfstæðir blaðamenn og álitsgjjafar sem rifa kjaft. En stóru fjölmiðlarnir sem og samtök blaðamanna þegja þunnu hljóði. Blaðamannafélag Íslands hefur t.d. ekki ropað bofsi um þetta. Og ekki eru þau samtök eitthvað í vasa stríðsglæpahyskis.

Þetta mál er bara enn eitt sandkornið í þann haug sem kalla má "faglega hræsni og tvískinnung blaðmanna" og afhjúpar það að þegar þau þykjast vera einhverjir boðberar sannleikans þá sjáum við að nefið á þeim tekur að lengajst.

Share this post


Link to post
Share on other sites

@fleebah Þér er tíðrætt um samsæri - og þú fullyrðir að ekkert slíkt sé í gangi... Það er alveg rétt hjá þér, en tal þitt um samsæri eða ekki bendir til að þú hafir ekki velt þessu nógu og vel fyrir þér;

Það var enginn ráðinn á flokksblöðin íslensku nema þeir sem voru taldir vera á réttu línunni. Síðan sá innan húss kúltúrinn og aðlögunarhæfni fólks um rest. Á nýjum vinnustað finna flestir fljótlega hvað er vel séð og hvað illa og haga seglum eftir því. Þarf ekki blaðamennsku til. Þannig varð til local bergmálshellir og það þurfti almennt ekki neinar hnútasvipur eða ritskoðun á staffið. Nýlegt dæmi er þegar Ólafur Stef var rekinn af mogganum eftir að sjávarútvegurinn leysti það batterí til sín eftir gjaldþrotið. Pólitík Ólafs passaði augljóslega ekki við hagsmuni nýrra eigenda. Þá var haug af blaðamönnum einfaldlega sagt upp og aðrir ráðnir í stað þeirra með tíð og tíma. Manneskja mér kunnug, sem var einmitt ráðinn fljótlega eftir að Davíð varð ritstjóri, hló og giggaði yfir því að einhver skipti sér af því sem hún skrifaði, hún taldi sig hafa algert frelsi í sinni blaðamennsku. Akkúrat, ég þekki hana og veit alveg hvar hennar lína liggur í flestum málum og veit að mogginn þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hún hlaupi út undan sér. Einfalt og þægilegt system. 

Nú í stóru pressunni vestan hafs, og raunar víðar og víðar, hefur orðið einskonar hrun síðustu áratugi með tilkomu netsins og aukinnar samkeppni þaðan. Þar sem áður voru reknar feitar fréttastofur með hundruði blaðamanna eru eftir fáeinir tugir. Peningastreymið gufaði næstum því upp hjá prentmiðlunum og flestir fóru hreinlega á hausinn. Þeir sem eftir lifa eru síðan í breyttu umhverfi þar sem allt snýst meira og minna um að lifa af fjárhagslega og þá um leið eru fréttirnar orðnar söluvara. Hversu mörg klikk fá þær á netinu og svo framvegis. Þetta nýja umhverfi er verulega súrt fyrir sjálftæði ritstjórna og blaðamennsku yfirleitt. Við sjáum líka hverskonar drasl fjölmiðlar eru orðnir, vefir þeirra virðast vera í keppni við samfélagsmiðlana um smellina. Infotainment er líklega orðið yfir þetta allt um lykjandi Smartland sem blasir t.d. við á íslensku "frétta" miðlunum. Það er bara RÚV sem hefur efni á að sleppa þessu virðist vera.  

Þeir sem eftir lifa verða náttúrulega að sníða sér stakk eftir vexti, í því felst að blaðamenn mega ekki hrófla við sjónarmiðum sem koma miðlinum illa. Fyrst er það eigendahópurinn sem má ekki styggja um of, líklega jafn slæmt er að styggja auglýsendurna. Það þýðir að nánast öll pressa er pro-business. Alveg sama hvaða skítabusiness það er. Í Bandaríkjunum er stríðsrekstur og brölt þar mjög ofarlega á baugi og verulega stór hluti af efnahagslífinu sem þó er tröllvaxið á alla skala. Blandaðu síðan saman allri þjóðrembunni og þjóðarstoltinu sem er búið að leggja í ímynd hersins, bandarísku hetjunnar sem er þakkað í kjörbúðinni "thank you for your service" og svo framvegis og legðu við það hagsmuni stríðsvélarinnar og þá er stutt í heilagar kýr sem ekki má rýna eða fjalla um öðruvísi en með einhverskonar hetjuljóma. Annað element er aðgengi að upplýsingum og heimildamönnum úr stjórnkerfinu, hernum og jafnvel ríkisstjórninni. Slíkt aðgengi getur verið make or brake fyrir blaðamenn á tímum þar sem hvorki er fjármagn né þolinmæði fyrir alvöru blaðamennsku og löngum rannsóknum og heimildavinnu. Ef þú síðan skrifar eitthvað óheppilegt gufa þessir heimildamenn upp. Þannig er "ríkið" beint og óbeint að verja sig. Um einmitt þetta hafa margir fyrrverandi blaðamenn fjallað.

Síðan er það náttúrulega pólitíkin sem fléttast inn í alla fjölmiðla. Well, í U.S er tveggja flokka system svo úrvalið er ekki beisið. Og flestar fréttaveiturnar keyra á markhóp sem eru þeir sem eru líklegir til að lesa fréttirnar þeirra - sem er heilt yfir fólk með einhverja eða verulega menntun og þá er stutt í Demókrataflokkinn með öllu sínu hafurtaski. Því miður hefur neo-con stríðsglæpahyski löngu tekið hann yfir stefnulega séð og situr í vanhelgu hjónabandi með herskara af félagslegum réttlætisriddurum. Útkoman er hroðalegur kokteill. Þessi öfl, hafa síðan veruleg áhrif á þá fáu stóru fjölmiðla sem dóminera (í þröngu eignarhaldi) bandaríska fjölmiðlamarkaðinn.

Leggðu þetta saman í pott og hrærðu í honum og þú ert með stóru bandarísku pressuna í dag. Hún steinheldur kjafti um stóra fláka af umdeildum málum og glamarar sem hæst um þau sem talið er óhætt að fjalla um. Og helsta rödd friðar er orðin Tucker Carlson á FOX ?!

Samsæriskenningin - ef þú villt - er þín eigin. Að blaðamenn séu allir bitnir hræsnis og "góðafólks" veirunni, óalandi og óferjandi. Það er ekki þannig, þetta eru ekki lengur fjölmiðlar í eldri skilningi. Þetta eru fyrirtæki sem fjóta eins og skán ofan á suðupotti pólitíkur og viðskiptahagsmuna. Um það eru ótal vitnisburðir fyrrverandi starfsmanna. Þessir miðlar vinna ekki eða þjóna almenningi og Julian Assagne er "bad for business".

Brave new world ...

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einu sinni var pláss á The New York Times fyrir þann mann sem þetta skrifar, hann vann þar í áratug eða meira. Nú er hann útlagi á R.T. Ætli hann sé ekki bara föðurlands-svikari, hann fær í það minnst hvergi inni í stóru pressunni vestra lengur.

https://www.zerohedge.com/news/2019-04-15/chris-hedges-martyrdom-julian-assange

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, MR-V said:

Infotainment er líklega orðið yfir þetta allt um lykjandi Smartland sem blasir t.d. við á íslensku "frétta" miðlunum. Það er bara RÚV sem hefur efni á að sleppa þessu virðist vera.  

Infotainment, hehe, gott orð. En takk fyrir þetta innlegg, @MR-V, töluvert mikið til í þessu hjá þér.

Brave new world....

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, MR-V said:

@fleebah Þér er tíðrætt um samsæri - og þú fullyrðir að ekkert slíkt sé í gangi... Það er alveg rétt hjá þér, en tal þitt um samsæri eða ekki bendir til að þú hafir ekki velt þessu nógu og vel fyrir þér;

Það var enginn ráðinn á flokksblöðin íslensku nema þeir sem voru taldir vera á réttu línunni. Síðan sá innan húss kúltúrinn og aðlögunarhæfni fólks um rest. Á nýjum vinnustað finna flestir fljótlega hvað er vel séð og hvað illa og haga seglum eftir því. Þarf ekki blaðamennsku til. Þannig varð til local bergmálshellir og það þurfti almennt ekki neinar hnútasvipur eða ritskoðun á staffið. Nýlegt dæmi er þegar Ólafur Stef var rekinn af mogganum eftir að sjávarútvegurinn leysti það batterí til sín eftir gjaldþrotið. Pólitík Ólafs passaði augljóslega ekki við hagsmuni nýrra eigenda. Þá var haug af blaðamönnum einfaldlega sagt upp og aðrir ráðnir í stað þeirra með tíð og tíma. Manneskja mér kunnug, sem var einmitt ráðinn fljótlega eftir að Davíð varð ritstjóri, hló og giggaði yfir því að einhver skipti sér af því sem hún skrifaði, hún taldi sig hafa algert frelsi í sinni blaðamennsku. Akkúrat, ég þekki hana og veit alveg hvar hennar lína liggur í flestum málum og veit að mogginn þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hún hlaupi út undan sér. Einfalt og þægilegt system. 

Nú í stóru pressunni vestan hafs, og raunar víðar og víðar, hefur orðið einskonar hrun síðustu áratugi með tilkomu netsins og aukinnar samkeppni þaðan. Þar sem áður voru reknar feitar fréttastofur með hundruði blaðamanna eru eftir fáeinir tugir. Peningastreymið gufaði næstum því upp hjá prentmiðlunum og flestir fóru hreinlega á hausinn. Þeir sem eftir lifa eru síðan í breyttu umhverfi þar sem allt snýst meira og minna um að lifa af fjárhagslega og þá um leið eru fréttirnar orðnar söluvara. Hversu mörg klikk fá þær á netinu og svo framvegis. Þetta nýja umhverfi er verulega súrt fyrir sjálftæði ritstjórna og blaðamennsku yfirleitt. Við sjáum líka hverskonar drasl fjölmiðlar eru orðnir, vefir þeirra virðast vera í keppni við samfélagsmiðlana um smellina. Infotainment er líklega orðið yfir þetta allt um lykjandi Smartland sem blasir t.d. við á íslensku "frétta" miðlunum. Það er bara RÚV sem hefur efni á að sleppa þessu virðist vera.  

Þeir sem eftir lifa verða náttúrulega að sníða sér stakk eftir vexti, í því felst að blaðamenn mega ekki hrófla við sjónarmiðum sem koma miðlinum illa. Fyrst er það eigendahópurinn sem má ekki styggja um of, líklega jafn slæmt er að styggja auglýsendurna. Það þýðir að nánast öll pressa er pro-business. Alveg sama hvaða skítabusiness það er. Í Bandaríkjunum er stríðsrekstur og brölt þar mjög ofarlega á baugi og verulega stór hluti af efnahagslífinu sem þó er tröllvaxið á alla skala. Blandaðu síðan saman allri þjóðrembunni og þjóðarstoltinu sem er búið að leggja í ímynd hersins, bandarísku hetjunnar sem er þakkað í kjörbúðinni "thank you for your service" og svo framvegis og legðu við það hagsmuni stríðsvélarinnar og þá er stutt í heilagar kýr sem ekki má rýna eða fjalla um öðruvísi en með einhverskonar hetjuljóma. Annað element er aðgengi að upplýsingum og heimildamönnum úr stjórnkerfinu, hernum og jafnvel ríkisstjórninni. Slíkt aðgengi getur verið make or brake fyrir blaðamenn á tímum þar sem hvorki er fjármagn né þolinmæði fyrir alvöru blaðamennsku og löngum rannsóknum og heimildavinnu. Ef þú síðan skrifar eitthvað óheppilegt gufa þessir heimildamenn upp. Þannig er "ríkið" beint og óbeint að verja sig. Um einmitt þetta hafa margir fyrrverandi blaðamenn fjallað.

Síðan er það náttúrulega pólitíkin sem fléttast inn í alla fjölmiðla. Well, í U.S er tveggja flokka system svo úrvalið er ekki beisið. Og flestar fréttaveiturnar keyra á markhóp sem eru þeir sem eru líklegir til að lesa fréttirnar þeirra - sem er heilt yfir fólk með einhverja eða verulega menntun og þá er stutt í Demókrataflokkinn með öllu sínu hafurtaski. Því miður hefur neo-con stríðsglæpahyski löngu tekið hann yfir stefnulega séð og situr í vanhelgu hjónabandi með herskara af félagslegum réttlætisriddurum. Útkoman er hroðalegur kokteill. Þessi öfl, hafa síðan veruleg áhrif á þá fáu stóru fjölmiðla sem dóminera (í þröngu eignarhaldi) bandaríska fjölmiðlamarkaðinn.

Leggðu þetta saman í pott og hrærðu í honum og þú ert með stóru bandarísku pressuna í dag. Hún steinheldur kjafti um stóra fláka af umdeildum málum og glamarar sem hæst um þau sem talið er óhætt að fjalla um. Og helsta rödd friðar er orðin Tucker Carlson á FOX ?!

Samsæriskenningin - ef þú villt - er þín eigin. Að blaðamenn séu allir bitnir hræsnis og "góðafólks" veirunni, óalandi og óferjandi. Það er ekki þannig, þetta eru ekki lengur fjölmiðlar í eldri skilningi. Þetta eru fyrirtæki sem fjóta eins og skán ofan á suðupotti pólitíkur og viðskiptahagsmuna. Um það eru ótal vitnisburðir fyrrverandi starfsmanna. Þessir miðlar vinna ekki eða þjóna almenningi og Julian Assagne er "bad for business".

Brave new world ...

 

Ætli þetta sé ekki einmitt málið í hnotskurn. Má kannski bara bæta við þetta, að með tilkomu netsins, þá er þörfin á skúbbum og að vera fyrstir með fréttir orðin alger. Enginn tími til að vinna fréttir almennilega. Sést best á því að fréttir, eins og t.d. á visir.is,virðast ekki einu sinni lesnar yfir og eru fullar af málfræði- og stafsetningarvillum. Hraðaniðursoðning, það er líka orðið málið. Í samkeppni við samfélagsmiðla...

9 hours ago, fleebah said:

Það er ekkert samsæri í gangi. Assange náði pönkast þvert á pólitískar línur og aflaði sér þar með óvina á meðal allra. Prinsippin hjá fjölmiðlafólki fauk út um gluggann á 0,1 við minnsta mótvind því þau eru flest til vinstri og Assange náði að eyðileggja kosningu Clinton (líklega). Hefur líklega lítið með eitthvað samsæri að gera og mest með algera vöntun á grunngildum hjá blaðamönnum og fjölmiðlafólki upp til hópa. Það eru helst sjálfstæðir blaðamenn og álitsgjjafar sem rifa kjaft. En stóru fjölmiðlarnir sem og samtök blaðamanna þegja þunnu hljóði. Blaðamannafélag Íslands hefur t.d. ekki ropað bofsi um þetta. Og ekki eru þau samtök eitthvað í vasa stríðsglæpahyskis.

Þetta mál er bara enn eitt sandkornið í þann haug sem kalla má "faglega hræsni og tvískinnung blaðmanna" og afhjúpar það að þegar þau þykjast vera einhverjir boðberar sannleikans þá sjáum við að nefið á þeim tekur að lengajst.

Þetta er nú kannski ekki alveg alfarið rétt hjá þér. Í þætti á útvarpi Sögu, þar sem vinstri "villimaðurinn" Gunnar Smári sá um, var hann einmitt að tala við blaðamenn, þ.m.t. ritstjóra Stundarinnar (glæpavinstrikona sennilega í þínum kokkabókum, hehe) og allir voru sammála um að handtaka Assagne væri svartur dagur í sögu blaðamennsku...

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

@MR-V Scott Adams er töluvert sammála þér í þessu. Með fjölmiðla og að elta vinsældir (sem segir margt um ást þeirra á því sem satt er, en kannski óþægilegt).

Btw, Scott Adams las það nokkuð fljótt í stöðuna að Trump myndi vinna kosningarnar.

Note, hann spáir fyrir um Assange og Trump á 6. mínútu og knee-jerk Rorschach viðbrögð fjölmiðla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég verð að segja eins og er, ég standra við það sem Scott segir síðast: Að fjölmiðlar munu byrja að útdeila "réttri skoðun" á þessu algerlega efitr því hvað Trump kemur til með að segja. Ef Trump "tekur létt" á Assange þá mun Fox taka undir það en CNN vera á móti og finna Assange allt til foráttu. Ef Trump verður harður á Assange þá mun Fox gera það líka, kalla hann svikara etc en CNN og MSNBC verja Assange.

Djöfull verður fróðlegt að fylgjast með því hver viðbrögðin verða.

Share this post


Link to post
Share on other sites
28 mínútum síðan, fleebah said:

Ég verð að segja eins og er, ég standra við það sem Scott segir síðast: Að fjölmiðlar munu byrja að útdeila "réttri skoðun" á þessu algerlega efitr því hvað Trump kemur til með að segja. Ef Trump "tekur létt" á Assange þá mun Fox taka undir það en CNN vera á móti og finna Assange allt til foráttu. Ef Trump verður harður á Assange þá mun Fox gera það líka, kalla hann svikara etc en CNN og MSNBC verja Assange.

Djöfull verður fróðlegt að fylgjast með því hver viðbrögðin verða.

Já, það er athyglisverð spá hjá kappanum Scott, þegar hann er að velta fyrir sér hvort Julian verði kannski tekinn og 'þveginn' og öll vitneskjan sem Trump kæmist yfir þar myndi þá ekki leiða til fangelsisvistar hjá Assange.

En ég held þetta snúist ekki bara um að sýna fram á hver sé alheimslöggan, heldur líka um markaðsöflin og náttúrulega kosningar DT á næsta ári. Hvernig getur hann nýtt Assange í áróðursstríðinu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
47 minutes ago, Skrolli said:

Hvernig getur hann nýtt Assange í áróðursstríðinu?

Blákalt? Með því að láta vinstrað bregðast við eins og fávita við því sem Trump segir. Nota orð sín um Assange sem Rorschach test á fjölmiðla og Demókrata. Trump virðist vera tilbúinn að senda tugþusunda manna í "Sanctuary cities" í þessum tilgangi, að trölla Demókrata til að sýna sitt rétta andlit, held að hann geti "nýtt sér" Assange í sama tilgangi.

Og svo notar hann þau viðbrögð gegn þeim.

Elizabeth Warren er frábært dæmi um það hvernig Trump getur Tröllað Demókrata til að hoppa eftir sínu höfði og hafa sig að fífli í leiðinni. Kallaði hana Pocahontas til að ráðast að henni út af því að hún sagðist vera af indjánaættum. Og hún beit á agnið og gerði sig að fífli í leiðinni, blessunin. Og þegar hún gaf út tölfræðina (sem sýndi að hún væri næstum því alls ekki indjáni), þá sagði Trump "ætli ég verði ekki að hætta að kalla hana Pocahontas".  Epic trolling. Algerlega epic. En kannski ekki alveg forseta sæmandi :) .

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér áður fyrr voru það lesendur sem voru viðskiptavinir blaðanna. Fjölmiðlar þurftu tryggð áskrifendanna og slurk af trausti, nokkuð sem útheimti heiðarleika og sannsögli, eða eigum við að segja alvöru blaðamennsku sem snerist um að negla niður staðreyndir. Hvar, hvenær og hvers vegna og svo framvegis.  Þetta viðskiptamódel er hrunið að mestu. Það sem kemur í staðinn er viðskiptamódel þar sem auglýsendur eru viðskiptavinir fjölmiðlanna. Lesandinn er söluvara fjölmiðla rétt eins og notendur facebook.

Þetta er alger grundvallar breyting og hefur alveg óhjákvæmilega í för með sér breytingar á áherslum og efnistökum fjölmiðla. Tryggð þeirra er ekki lengur við lesendur heldur eigendur, hagsmunahópa og kostendur. Þetta þýðir að í stað þess að segja fréttir sem varða almenning þá eru fjölmiðlarnir orðnir færibönd fyrir þær upplýsingar sem auglýsendur, kostendur og hagsmunagrúbbur vilja troða í hausinn á almenningi. Áróðursveitur!

Árangurinn blasir við - við höfum eiginlega enga fjölmiðla lengur. Stóra pressan í Bandaríkjunum er verulega langt gengin í þessu ferli eins og sést á skruminu sem flæðir frá henni. Allt sem Edward Snowden og Julian Assagne standa fyrir er ógn við margvíslega hagsmuni þeirra fyrirtækja og hópa sem toga í spottana þar á bæ og meðferðin sem þeir fá er eftir því. Þar með er öllum prinsippum og hugmyndum um fjölmiðla snúið á haus þegar þeir sem upplýsa um hina stærstu skandala eru orðnir skúrkarnir í málinu.

  

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mogginn hér heima hefur reyndar ekkert breyst. Hann var og er enn að þjóna sínum sömu hagsmunaaðilum, sem nýta miðilinn fyrir lygar, boðskap og áróður. En flestum áskrifendum er jú slétt sama, því þeir kaupa blaðið sama hvað stendur í því...og svo hinir örfáu sem kaupa blaðið vegna minningagreinanna.

En þessir stóru miðlar úti í heimi sem ekki lengur eru að fjármagna sig á áskrifendum, eru í þessu á hreinum markaðsforsendum...og þ.a.l. þjóna sínum auglýsendum og kostendum. Þeim gæti ekki verið meira sama hvort maður hafi gert siðferðilega skyldu sína með því að upplýsa um glæp, en er svo að berjast fyrir lífi sínu við alheimslöggu, sem verður að hefna sín fyrir það sem hún telur vera glæp, þ.e. að fletta ofan af stríðsglæpum.

Mér finnst blaðamannastéttin t.a.m. hér á Íslandi eitthvað voða tvístígandi þegar kemur að því að styðja Assange í hans málum. Það endar með því að enginn þorir almennilega að tjá sig um eitthvað sem hann/hún hefur vitneskju yfir og telur nauðsynlegt að komi fram í dagsljósið, af ótta að verða refsað af alheimslöggunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
22 hours ago, MR-V said:

Hér áður fyrr voru það lesendur sem voru viðskiptavinir blaðanna. Fjölmiðlar þurftu tryggð áskrifendanna og slurk af trausti, nokkuð sem útheimti heiðarleika og sannsögli, eða eigum við að segja alvöru blaðamennsku sem snerist um að negla niður staðreyndir. Hvar, hvenær og hvers vegna og svo framvegis.  Þetta viðskiptamódel er hrunið að mestu. Það sem kemur í staðinn er viðskiptamódel þar sem auglýsendur eru viðskiptavinir fjölmiðlanna. Lesandinn er söluvara fjölmiðla rétt eins og notendur facebook.

Þetta er alger grundvallar breyting og hefur alveg óhjákvæmilega í för með sér breytingar á áherslum og efnistökum fjölmiðla. Tryggð þeirra er ekki lengur við lesendur heldur eigendur, hagsmunahópa og kostendur. Þetta þýðir að í stað þess að segja fréttir sem varða almenning þá eru fjölmiðlarnir orðnir færibönd fyrir þær upplýsingar sem auglýsendur, kostendur og hagsmunagrúbbur vilja troða í hausinn á almenningi. Áróðursveitur!

Árangurinn blasir við - við höfum eiginlega enga fjölmiðla lengur. Stóra pressan í Bandaríkjunum er verulega langt gengin í þessu ferli eins og sést á skruminu sem flæðir frá henni. Allt sem Edward Snowden og Julian Assagne standa fyrir er ógn við margvíslega hagsmuni þeirra fyrirtækja og hópa sem toga í spottana þar á bæ og meðferðin sem þeir fá er eftir því. Þar með er öllum prinsippum og hugmyndum um fjölmiðla snúið á haus þegar þeir sem upplýsa um hina stærstu skandala eru orðnir skúrkarnir í málinu.

  

Þó að ég sé þér ósammála um svo margt set ég nafn mitt undir þennan pistil þinn, vildi að ég hefði skrifað þetta sjálfur "allir vildu Lilju kveðið hafa". Af einhverjum ástæðum neglir þú þetta algjörlega, eitthvað sem hefur þróast yfir mörg ár, var í gangi fyrir internetið. 

Stórfyrirtæki að kaupa heilsíðu opnur í fjölmiðlum, auðséð öllum að þeir voru að kaupa fjölmiðlanna með þessu. Svo þegar internetið kom fór þetta algjörlega úr böndunum. Aðrar ástæður líka, eitthvað með hvaðan blaðamenn koma úr þjóðfélaginu, hvernig þeir móta hvern annan, eins konar stórfjölskylda, eitthvað sem ég skil ekki nógu vel.

Kannski eru leynifundir í Blaðamannafélaginu þar sem meðlimum er kennt að hugsa ekki upp á eigin eða eitthvað. Núna man ég, lýsti svona leynifundi fyrir mörgum árum hér á Málefnunum, einskonar einhver svona djöfulsmessa þar sem sannleikanum var aflýst.

Einhver þannig grín skrif hjá mér, sá þetta allt í huganum, Styrmir standandi upp á kletti með öfuga biblíuna, allir blaðamenn á Íslandi fyrir neðan hann, Styrmir öskrandi "við trúum ekki á sannleikann."

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Assange hefur braggast heldur betur frá því hann var handtekinn. Ekki skrítið að CIA/FBI sé í skýjunum með ástand hans, allt gert klárt fyrir framsal, meira segja búnir að fá hjálp frá barnaperranum og svikaranum Sigga hakkara gegnum Íslensku lögregluna. Nú þarf Wikileaks Hrafn að hafa varann á sér, betra að halda sig hér á landi.

Hér má sjá Assange í hinu alræmda Belmarsh fangelsi..

https://m.youtube.com/watch?v=ylCDaBM3gHo

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, 4sinnum said:

Assange hefur braggast heldur betur frá því hann var handtekinn. Ekki skrítið að CIA/FBI sé í skýjunum með ástand hans, allt gert klárt fyrir framsal, meira segja búnir að fá hjálp frá barnaperranum og svikaranum Sigga hakkara gegnum Íslensku lögregluna. Nú þarf Wikileaks Hrafn að hafa varann á sér, betra að halda sig hér á landi.

Hér má sjá Assange í hinu alræmda Belmarsh fangelsi..

https://m.youtube.com/watch?v=ylCDaBM3gHo

Áhugavert, að braggast en samt þungt yfir honum þegar hann er ekki að shoot the breese eins og maður segir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.