Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Kveikur; "uppalningur" Sjónvarps RÚV!

4 posts in this topic

      Ekki er nokkur vafi á, að sjónvarpsþátturinn "Kveikur" sem RÚV-Sjónvarp státar svo mjög af fer mjög svo annarlegar slóðir í "umfjöllun" sinni á mönnum og málefnum. - Þannig má án efa ætla, að bæði umfjöllunarefni "Kveiks" þessa í kvöld (þriðjud. 16.4.) hafi farið fram úr öllum mörkum skynseminnar og ekki hvað síst seinni helmingur þáttarins. Í seinni fréttum sjónvarps sama kvöld birtist þannig afsökunarbeiðni RÚV á því, að "farið hefði verið rangt með atriði í þættinum" og þar með látið við sitja! - Ekki er heldur nokkur vafi á því, að margir eru hneykslaðir (sumir sárir) hvernig þessi þáttur og stjórnendur hans láta "vaða á súðum" um mál sem í raun eru alltof viðkvæm og fjarlæg til að taka til meðferðar með slíkum hætti sem gert var! - Þáttinn Kveik má sannarlega flokka undir "uppalning" RÚV, - einskonar "óþekktarorm"  sem er langt frá því að vera vinsælastur RÚV-þátta, og oftast fráhrindandi sjónvarpsefni. - Sem alltof mikið er af á RÚV-sjónvarpi, þessu ríkirekna battaríi, sem VIÐ greiðum fyrir, Óspurð!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég sé ekki alveg vandamálið. Landsréttur skeit í deigið. Það má tala um það.

Áttu ekki til einhverjar spólur með Barnaby?

Share this post


Link to post
Share on other sites

       það er ekki bara eitt, það er svo til ALLT, sem RÚV stendur fyrir sem er varhugavert að halda úti á kostnað skattgreiðenda. - Fréttir RÚV sjónvarps eru mestan part erlendar fréttir og svo langt frá íslenskum áhorfendum að fráleitt er að sýna þær! - Hvað varðar okkur hér á Íslandi um forsetakosningar í Indónesíu?? - og fleira í þeim dúr. Fréttir frá opnun og spreningu í Dýrafjarðargöngum voru t.d . settar seint í fréttatímann!! - Þátturinn Kastljós er liklega einna bestur hjá RÚV þar sem rætt er við fólk um málefni dagsins eða þess sem er í deiglunni í það og það skiptið. - En í leiðinni; Mastro minn góður: Fáðu þér Barnaby-spólur, það verður þér til góðs, en ekki mér. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

        Ég held mig við mína "bábylju" og sem ég veit að margir eru sammála um, fréttir RÚV eru ekki upp á marga fiska. - Hinsvegar verður sjónvarp RÚV að fá sína kredit fyrir einstaklega GOTT val á erlendum kvikmyndum sem sýndar eru í kvölddagsskrá sinni, en það er að vísu ekki oft. Í gærkvöld var þó ein af þessum myndum í hæsta gæðaflokki: Myndin: "Me Before you" var sannkölluð GÆÐA-mynd.  Áhugaverð og skildi eftir margar spurningar um lífð sjálft og allt sem því fylgir. - Þar á eftir, sem sé næsta mynd sjónvarpsins var íslensk! Það var ljót mynd, illa leikin og hörmuleg að efni til. Horfði samt á hana til vita hvort hún væri öll ljót. Hún var það, þótt reynt hafi verið að bera í einhverja "bætifláka" í lokin, en þeir voru ekki stórfelldir. Þetta var "ljót" mynd eins og þær gerast flestar, þessar íslensku myndir.  En Sjónvarpið á sínar björtu hliðar í vali á kvikmyndum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.