Sign in to follow this  
Followers 0
Stefán

Hvað er að frétta?

3 posts in this topic

Einhver fréttaþurð er þessa daga hjá fjölmiðlum landsins.  Núna er það stórfrétt þegar fólkið sem er áberandi ná sér í kærasta eða kærustu.  Þá er teknar myndir af parinu, með mikla fyrirsögn og dramatískum texta hvernig þau fundu hvort annað.  Einnig er sagt frá einstaklingum sem hafa náð órtúlegum árangri á sumum sviðum.  Það líður ekki vika að hægt er að lesa um fólk sem hefur til dæmis tekist að létta sig um mörg kíló á sem minnstum tíma.  Þá fær það athygli og allir vita hver viðkomandi er.  En af hverju er ekki verið að tala við þá einstaklinga sem hafa náð að létta sig töluvert og haldið sig vel í nokkur ár?  Nei það er ekki eins góð frétt sem selur ekki!  Í svona fréttaþurð þá er allt orðið að frétt og stundum reynt að poppa þær upp í æsifréttastíl!  Því miður í svona fréttaþurð er ekki verið að reyna að finna jákvæðar og uppbyggilegar fréttir.  Nei það þarf að vera frétt sem fær landann til að taka andköf og tala um í einhvern tíma.  Svo er fréttaþurðin það mikil að það er alltaf verið að tala við sama fólkið dag eftir dag.  Frétt gærdagsins er toguð fram í dag og sett meira krydd á hana til að fólk lesi fréttina.  Í raun er lítið sem bætist við frétt gærdagsins!  Í hverjum fjölmiðli er alltaf eitthvað verið að minnast á Wow air og það er orðið frekar þunn kleina og ekkert sem kemur þar á óvart lengur.  En jú það er fréttaþurð og eitthvað þurfa fréttamenn að setja í sína fjölmiðla svo þeir seljast.  Í þessari fréttaþurð er til dæmis hægt að segja góðar og gleðilegar fréttir, bara að leita þær uppi og segja frá.  Það eru tvær hliðar á peningnum gleðilega hliðin má koma oftar upp. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

     Þetta er hárrétt hjá þér, það ER "fréttaaþurrð" þessa dagana - og jafnvel vikurnar! - Klifað á fréttum frá Austurlöndum fjær út í eitt - og náttúrlega alltaf eitthvað týnt til um forseta BNA, Trump og helst eitthvað neikvætt. Svo er það búið. Lítið sem ekkert um landsbyggafréttir, heldur ekki um fréttir af Rekjavíkursvæðinu, t.d ófærðina og kraðakið á götum borgarinnar, þar sem allt stendur fast á morgnana og síðdegis! Ekkert farið um borgina og fólk tekið tali um eitt og annað sem það hefur áhuga á að segja frá. Er t.d. farið að bera á túristafækkun, svo sem sýnilegt er á veitingastöðum (eins og t.d. á Kaffivagninum þar sem ég kem oft í viku og tek eftir verulegri fækkun erlendra ferðamanna).- jÁ ÞAÐ ER SANNANRLEGA FRÉTTAÞURRÐ.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.