Sign in to follow this  
Followers 0
MR-V

Fjarstýrð ljós - það sem fólki dettur í hug!

4 posts in this topic

Ég kom í íbúð á dögunum hvar búið er að setja upp fjarstýringarkerfi fyrir ÖLL ljós í íbúðinni. Ekki nóg með það heldur er búið að fjarlægja alla ljósarofana og loka dósunum varanlega, spasla og mála yfir. Það er enginn ljósarofi í íbúðinni lengur. Ekki einn einasti.

Það sem eftir stendur er ein lítil fjarstýring sem stýrir öllum ljósum, á baðinu, í svefnherbergjum og rest. Þannig að ef íbúi vaknar til að fara að spræna þarf hann að finna stýrið til að kveikja í svefnherberginu ... og svo á baðinu. Hvað ætli gerist síðan þegar hundurinn étur fjarstýringuna, eða hún dettur í klóið, eða týnist eða bilar eða eða...

Fjartsýringin er merkt CE made in China. Jú og einhver vefslóð líka. Það virðast vera fjartsýrð relay sett í dósir við hvert ljós til að stýra þessu dótaríi. Hvernig ætli þjónustan við þetta sé eftir nokkur ár. Ætli vefsjoppan þar sem þetta drasl var keypt verði enn til eða búnaður inn í kerfið? Mér sýnist ekki hægt að fá varahluti í þetta í Byko.

Íbúðin hefur gengið kaupum og sölum og auðvitað veit engin lengur hvar þetta var keypt.

Ég á ekki orð yfir það sem fólki getur dottið í hug. Það er eins og morgundagurinn komi aldrei og ef það virkar í dag þá er málið dautt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, MR-V said:

Hvað ætli gerist síðan þegar hundurinn étur fjarstýringuna

Það verður bara að koma i LJOS.

 

1 hour ago, MR-V said:

Fjartsýringin er merkt CE made in China

Hvað annað

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef aldrei skilið hví er svona erfitt að nota ljósrofa á veggnum. Þetta er ein einfaldasta uppfinning mannsins, af/á rofi á vegg til að stýra ljósi.

Svo nærðu aldrei að stýra öllum ljósum. Ef þú kaupir lampa þá er hann ekkert tengdur þessu.

 

Ég er nýbúinn að vera setja upp loftljós hjá mér og mér finnst þetta vera doldið fáránlegt hvað það er flókið. T.d. þarf að bora fyrir mörgum ljósum, þegar það eru fín skrúfugöt í dósinni sem duga fyrir nær allt. Svo er bras að tengja þetta við vírana, stundum eru dósir stútfullar af vírum og þú veist ekkert hvaða rofi stýrir hverju.

Svona loftdósir eru með standard skrúfugöt 7cm á milli held ég. Hví eru ekki öll ljós með þannig?

Mér finnst að það mætti einfalda þetta stórkostlega. T.d. bara hafa innstungu þarna í staðinn inni í dósinni. Svo geta ljósrofarnir á veggnum verið þráðlausir til að stýra ljósinu, hægt að nota infrared kannski í það, einfalt og gott, getur still allt einsog þú vilt eftir á, þarft ekki að taka allt niður og endurtengja.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jebb, gamla kertakerfið med nagla i töflunni var best...

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.