Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Kreppa framundan í efnahagslífinu

51 posts in this topic

Talsmaður stærstu atvinnugreinarinnar ætti að vita hvað hann syngur.

Hvað skal gera?

 

 

Miklu meiri og lengri niðursveifla er framundan í efnahagslífinu en talið var fyrstu mánuði ársins, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar – SAF. Jóhannes hélt erindi á fundi sem Forlagið gekkst fyrir í Norræna húsinu í gær vegna útkomu bókarinnar WOW – Ris of fall flugfélags, eftir Stefán Einar Stefánsson. Jóhannes ræddi um áhrif falls WOW á ferðaþjónustuna og áhrif samdráttar í ferðaþjónustunni á heildarefnahag þjóðarinnar.

Í mars spáði SAF því að 2% samdráttur yrði í landsframleiðslu vegna beinna og ábeinna áhrifa frá samdrætti í ferðaþjónustu. Búist var við fækkun ferðamanna um 325.000 sem er 14% fækkun. Spáð var rúmlega 100 milljarða lækkun gjaldeyristekna frá árinu 2018 sem er rúmlega fimmtungslækkun og er á við fimmfaldan loðnubrest.

Myndin sýnir tekjur af ferðaþjónustunni árið 2018

Talið var að 2 til 3.500 störf myndu tapast í ferðaþjónustu og afleiddum greinum.

Núna er útlitið enn dekkra þar sem í mars var gert ráð fyrir því að önnur flugfélög myndu að einhverju leyti fylla í það tóm sem WOW skilur eftir sig. Það virðist ætla að verða í mun minna máli en vænst var. Erfitt er að fara í markaðsátak í vor um ferðalög til Íslands vegna þess að ekki er nægt framboð af flugferðum.

Búast má við því að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja verði gjaldþrota í haust vegna þess að yfirgnæfandi meirihluti þeirra er örsmár og því eru ekki tækifæri til hagræðingar með sameiningum. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin eru hins vegar komin á fullt í hagræðingunni og farin að segja upp starfsfólki.

Myndin sýnir samdráttinn eins og spáð var í lok mars. Núna er útlitið enn dekkra.

Farþegar WOW jafndýrmætir og farþegar Icelandair

Jóhannes kvað niður þá mýtu að WOW hefði flutt inn farþega sem eyða litlu á meðan Icelandair flytji inn farþega sem eyði miklu. Gögn sýna að sáralítill munur er á eyðslu farþega sem komu með WOW og Icelandair. Stór hluti farþega WOW komu frá Bandaríkjunum en Bandaríkjamenn eru að jafnaði verðmætustu túristarnir. Oft var um að ræða fólk sem vill ódýrt fjargjald til að geta eytt meiri peningum á áfangastaðnum.

Segir að lækka þurfi álögur á ferðaþjónustuna

Almennt er dekkra hljóð í SAF en greiningardeildum almennt um horfurnar í efnahagslífinu. Aðspurður um aðgerðir til úrbóta segir Jóhannes að lækka þurfi álögur á greininni. Tryggingagjaldið sé of hátt og hann er ekki hrifinn af gistináttaskattinum sem mörg fyrirtæki geti ekki staðið undir. eyjan.is

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eldhúsdagur í dag, á þingi ræða menn þó ekki vandamál stærstu atvinnugreinar þjóðarinnar sem kallar á kreppu ef ekki hrun framundan, skrítið?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Reddast þetta bara?

Bjarnheiður Hallsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason skrifa skrifar 28.5.2019 19:27

Álit og spádómar um ferðaþjónustu í þjóðfélagsumræðunni litast nú af tveimur möntrum.

Fyrri mantran lýtur að því að samdráttur í ferðaþjónustu verði skammvinnur og að viðsnúningur verði strax á næsta ári. Svo rammt kveður að þessu að greiningardeildir keppast nú við að setja þetta fram hver á fætur annarri.

Fagfólk í ferðaþjónustu, sem þekkir markaðinn og gangverk atvinnugreinarinnar, á mjög bágt með að skilja þessa framsetningu. Frá þeirra sjónarhóli og reynslu er ekkert sem bendir til þess að slíkur viðsnúningur verði til af sjálfu sér. Þvert á móti virðast allar breytur í jöfnunni benda til þess að niðursveiflan verði lengri en spáð er. Vert er að spyrja þá sem telja að viðsnúningurinn komi af sjálfur sér á næsta ári hvaða breytingar séu i farvatninu sem muni örva atvinnugreinina?

Margir mínusar verða ekki plús

Það er ekki fyrirsjáanlegt að flugframboð aukist, þvert á móti eru flugfélög nú fremur að draga úr vegna minni eftirspurnar og tæknivandamála. Isavia hefur ekki uppfært farþegaspá sína þrátt fyrir að mikil þörf sé á – því er ekki við neitt marktækt að miða í þeim efnum eins og staðan er í dag. Miklar líkur eru á að verð á flugsætum til Íslands hækki ofan í þá staðreynd að Ísland er orðinn dýrasti áfangastaður Evrópu og líklega einn af þremur dýrustu áfangastöðum heims.

Þrátt fyrir augljósa þörf hafa stjórnvöld ekki boðað neinar aðgerðir, hvorki markaðsaðgerðir né aðrar, til að bregðast við breyttu ástandi í greininni. Í stað þess að leggja aukna áherslu á stoðkerfi atvinnugreinarinnar hefur ríkisstjórnin boðað rúmlega 500 milljóna lækkun á framlögum til málefnasviðs ferðaþjónustu í fjármálaáætlun. Vonandi verður sú skyssa leiðrétt við afgreiðslu áætlunarinnar á næstu dögum – það er lágmarksviðbragð við þeirri stöðu sem upp er komin í atvinnugreininni og efnahagslífinu í heild.

Ekkert bendir til þess að gengi krónunnar eigi eftir að veikjast sem gæti vegið á móti erfiðu starfsumhverfi útflutningsfyrirtækja.

Síðari mantran er að vöxtur undanfarinna ára hafi ekki verið sjálfbær og það sé í raun gott að nú gefist andrými til að skipuleggja, hagræða, byggja upp innviði og þjappa saman í greininni.

Þetta var að hluta til rétt á meðan aðeins var um að ræða minni vöxt, eða lítils háttar fækkun – þ.e. breytingu úr örum vexti í eðlilegan. Samanlögð áhrif falls WOW air, gengisáhrifa, aukins kostnaðar, vandamála tengdum MAX flugvélum Boeing, hækkun flugfargjalda, verðlagsáhrifa og almennt minnkandi eftirspurnar á lykilmörkuðum hafa hins vegar gjörbreytt myndinni. Þessi samanlögðu áhrif munu hafa miklu meiri áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni en greiningaraðilar og stjórnvöld virðast gera sér grein fyrir. Augljóst er að niðursveiflan er miklu skarpari en talið var fyrstu mánuði ársins. Sameiningar og stórfelldar hagræðingaraðgerðir í rekstri eru ekki valkostur hjá stórum hluta ferðaþjónustufyrirtækja, sem eru flest lítil og í besta falli meðalstór – rekin af einyrkjum og fjölskyldum. Það verða ekki yfirtökur eða sameiningar á litlum gistiheimilum á landsbyggðinni ef illa gengur. Þau leggja einfaldlega upp laupana.
 

Hvað er raunverulega að gerast?

Í dag bendir flest til að a.m.k. 14% fækkun ferðamanna til Íslands verði staðreynd. Það þýðir um 100 milljarða króna tapaðar gjaldeyristekjur fyrir samfélagið – um fimmfaldur loðnubrestur. Ef horft er til afkomu er aprílmánuður versti ferðaþjónustumánuður frá því fyrir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010.

Staðan í ferðaþjónustunni er gjörbreytt frá því fyrir 6 mánuðum síðan. Upplýsingar SAF frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sýna að samdráttur er fyrirsjáanlegur hjá öllum tegundum ferðaþjónustufyrirtækja, misjafn eftir greinum og landfræðilegri legu, en allt upp í 40-50% miðað við síðasta ár. Mikill samdráttur er í bókunum inn í sumarið hjá hótelum í Reykjavík, um 12-40% miðað við árið í fyrra. Svipaða sögu er að segja af svæðum utan höfuðborgarsvæðisins og það er skýrt hættumerki að jafnvel fyrirtæki á suðausturlandi í nálægð við eina helstu náttúruperlu og ferðamannasegul landsins finna nú fyrir verulegum samdrætti.

Afbókanir á hópferðum eru orðnar tíðar eða að hópar minnka. Samdráttur hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum nemur tugum prósenta. Svo nefnd lausatraffík ferðamanna er þegar orðin mun minni en verið hefur og það hefur fljótvirk áhrif á fyrirtæki um allt land. Hópferðafyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri glíma við erlenda aðila sem undirbjóða markaðinn í krafti félagslegra undirboða og skattasniðgöngu og launahækkanir munu hækka kostnað og auka rekstrarvandann.

Ljóst er að samanlagt mun þetta leiða til uppsagna í greininni og jafnvel alvarlegri afleiðinga. Ef þessi þróun heldur áfram munu fyrirtæki leitast við að færa starfsemi frá Íslandi og til annarra landa, þó óljúft sé, þar sem rekstrarumhverfið er hagstæðara, og klippa út íslenska milliliði. Það myndi hafa í för með sér að virðisaukinn – verðmætasköpunin – færist þá til annarra landa en Íslands.

Þetta er myndin af stöðunni eins og hún birtist fyrirtækjum í ferðaþjónustu í dag og inn í næstu mánuði. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa því miklar áhyggjur af komandi mánuðum, ekki síst næsta hausti og vetri. Útlitið á landsbyggðinni er ekki síst slæmt, sérstaklega utan hringvegarins.
 

Meiri endurfjárfesting ríkisins í ferðaþjónustu skilar betri niðurstöðu fyrir alla

Allt sýnir þetta hvað gögn og greiningar á ferðaþjónustunni sem atvinnugrein, uppbyggingu hennar og áhrifum er ábótavant. Greiningaraðilar sitja því miður uppi með að þurfa að veifa votum fingri upp í vindinn til að giska á hvaðan hann blæs þegar kemur að því að greina stöðu greinarinnar, líklega þróun og afleiðingar fyrir þjóðarbúið. Enn og aftur verður þörfin á framlögum til stoðkerfis greinarinnar æpandi, svo að hægt verði að taka stefnumarkandi ákvarðanir á grundvelli áreiðanlegra gagna, greininga og rannsókna.

Í fyrirtækjarekstri þykir það góð þumalputtaregla að þegar eftirspurn minnkar sé orku og fjármagni forgangsraðað í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Það sama á vel við þegar ferðamannalandið Ísland glímir við niðursveiflu af ýmsum samverkandi ástæðum. Ferðaþjónusta er þjóðhagslega orðin ein mikilvægasta atvinnugreinin og stjórnvöld verða því að sýna viðbrögð í samræmi við það. Auknir fjármunir og skýr viðbrögð við stöðunni eru fjárfesting sem mun skila sér í minni öldudal og hraðari uppsveiflu til baka. Og enginn getur efast um að það muni koma öllu samfélaginu til góða.

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
 

Share this post


Link to post
Share on other sites

....ekki fer þetta nú hátt ,,í umræðunni"

Hinn svokallaði ferðamálaráðherra deplar ekki auga, sífellt er tönglast á því að ,,þjóðarbúið hafi aldrei verið jafn vel undirbúið" að taka á sig skell osfrv.

Herkúles grunar að hér sé hinn gamli hugsunarháttur enn á ferðinni: ferðamaðurinn er eins og makríll eða segjum loðna: kemur og fer og við fáum engu ráðið.

Það er þó grundvallarmisskilningur eins og Herkúles hefur margoft bent á árum saman.

Svona að öllu jöfnu er fiskurinn í sjónum eitthvað sem við stjórnum ekki.

Ferðamaður er allt annað og utan um hann heil fræðigrein og alls konar stýringar til, sbr greinina hér fyrir ofan frá Bjarnheiði og Jóhannesi.

Samt hefur lengi vel og er líklega enn litið á ferðamanninn sem eitthvað sem kemur og fer og við fáum engu ráðið um!

 

Það lítur út fyrir að ríkisstjórnin hafi gert grundvallarmistök með því að halda ekki WOW gangandi fram á haustið. Afleiðingar:

-Fjöldaatvinnuleysi, gríðarlegar atvinnuleysisbætur

-Gjaldþrot og erfiðleikar í ferðamannabransanum

-Stóminnkaðar skatttekjur af ferðamönnum um allt þjóðfélagið

-Lækkun ef ekki hrun krónunnar

-Sem sagt: Tugmilljarða tap, sem líklega hefði mátt koma í veg fyrir!

 

Þetta ætti að kalla á vantraust á ríkisstjórnina, en þá vill svo til að minnihlutinn situr úti í horni og mjálmar við sína mjólkurskál á Austurvelli, allt og sumt

 

Hvað skal gera núna?  Ríkið þarf að setja hundruð milljóna í þetta dæmi, lækka skatta og fara í auglýsingaherferð ,,til að bjarga haustinu"

sem sé enn meiri kostnaður, allt í boði fjármálaráðherrans, sem þó hreykir sér daglega yfir hinni góðu stöðu ríkissjóðs!

Sá hani -með fjóshauginn undir!

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skoðið þessa mynd þetta er ekki eðlilegt ástand.  Túristafjöldi tífaldast síðan 2000, fór 2.3 milljónir 2018.  Svona veldisvöxtur heldur ekki, aldrei, fyrr eða síðar stoppar einvað hann.  Hægari vöxtur en varanlegri og viðráðanlegri fjöldi hefði verið miklu æskilegri.   Fer saman undirboð hjá WoW sem smalar liðið til landsins og ríki sem situr aðgerðalaust í aftursætinu og horfir á ferðamanna holskelfluna.  Allir fjárfesta, 20 vöxtur á hverju ári, gaman, gaman,  sprengjum upp íbúðaverð, flytjum inn fólk í lausavinnu, hótel á hverju horni.   Blaðran er sprungin, sorrý

910452.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

París: 2,3 milljónir íbúa. Ferðamenn 23 milljónir.  Semsagt 10 sinnum fleiri en íbúar.

Ísland 2018: 2,3 milljónir  eða tæplega 7 sinnum fleiri.

Hvað er ,,hæfilegur" fjöldi? Hvað er að frétta af Króatíu og Víetnam? Ferðamönnum fjölgar alls staðar.

Ferðaþjónustan hefur skapað gríðarlegar tekjur í landinu! Skatttekjur meðal annars. Rifið okkur upp úr kreppunni 2008.

,,Blaðran er sprungin" er ekki heppileg samlíking, það er allt eða ekkert.

Hér erum við að tala um fækkun ferðamanna um gróflega talað 10% og kannski 10% í viðbót vegna falls WOW aðallega.

Og hér hefur aðkoma ríkisins verið rædd, aðgerðaleysi.  Árum saman og það er rétt hjá Breyski hefur aðgerðaleysi ríkisins eða dratthalaháttur

verið gagnrýndur;  þrátt fyrir tugmilljarða tekjur hafa innviðir ekki verið bættir sem skyldi og aðgangsstýringu ekki verið komið á.

Auðvitað kostar sitt að taka á móti þeim sem hingað koma og það þarf að gera sómasamlega. Tíminn hefur verið nægur.

Skipulag hefur vantað og viljann til að sinna ,,stærstu atvinnugrein" landsins, svo furðulega sem það hljómar!

Share this post


Link to post
Share on other sites
39 minutes ago, Breyskur said:

Skoðið þessa mynd þetta er ekki eðlilegt ástand.  Túristafjöldi tífaldast síðan 2000, fór 2.3 milljónir 2018.  Svona veldisvöxtur heldur ekki, aldrei, fyrr eða síðar stoppar einvað hann.  Hægari vöxtur en varanlegri og viðráðanlegri fjöldi hefði verið miklu æskilegri.   Fer saman undirboð hjá WoW sem smalar liðið til landsins og ríki sem situr aðgerðalaust í aftursætinu og horfir á ferðamanna holskelfluna.  Allir fjárfesta, 20 vöxtur á hverju ári, gaman, gaman,  sprengjum upp íbúðaverð, flytjum inn fólk í lausavinnu, hótel á hverju horni.   Blaðran er sprungin, sorrý

910452.jpg

Það er magnað að sjá þessi línurit. Að sama skapi er það í raun ótrúlegt að sjá hvernig tókst til að byggja upp nýja atvinnugrein eftir hrun - túristaiðnaðinn!!

Pælið í því, ef eldsneytisverð hefði verið í hæstu hæðum þá hefði túristaflugið hingað ekki tekið þennan kipp.

Í dag sætum við uppi með fiskveiðiiðnað sem aðalatvinnuveg og loðnubrest, sjúgandi hor í nasir og tönglandi - þetta reddast!!

Share this post


Link to post
Share on other sites

..þeir segja að bílasala hafa dregist saman um 40% miðað við í fyrra,

svona eru smitáhrifin, og uppsagnir hafnar hjá umboðunum

þá virðist íbúðaverð fara LÆKKANDI þessa dagana, sem hefðu þótt tíðindi einhverntímann

sýnist dollarinn vera 25% sterkari nú gagnvart krónunni en fyrir ári síðan...

Ef ríkið setur ekki svona 500 milljónir í auglýsingaherferð fyrir haustið munu bílaleigur, gistihús og ferðafyrirtæki fara á hausinn

,,Ferðamálaráðherrann" okkar er dula, (hvað 1/3 ráðherra?) sem ætti auðvitað nú með réttu að funda og stíga fram og heimta aðgerðir til varnar

sinni grein, og  þeim sem líða vegna atvinnuleysis eftir WOWmistökin

Eða á nú að haardera hlutina eina ferðina enn?

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 tímum síðan, Herkúles said:

París: 2,3 milljónir íbúa. Ferðamenn 23 milljónir.  Semsagt 10 sinnum fleiri en íbúar.

Ísland 2018: 2,3 milljónir  eða tæplega 7 sinnum fleiri.

Hvað er ,,hæfilegur" fjöldi? Hvað er að frétta af Króatíu og Víetnam? Ferðamönnum fjölgar alls staðar.

Er nú ekki tölfræði sem menn eiga almennt að stunda ?

Þú berð saman ferðamannafjölda til borgar við þann fjölda sem heimsækir tiltekið land.  

Það væri þá nær að skoða hlutfallið fyrir aðeins Reykjavík.  Eða enn nákvæmar Reykjavík vestan Elliðaráa því talan 2,3 milljónir í París undanskilur úthverfin.

Samkvæmt tölum Reykjavíkurborgar eru 90% ferðamann sem koma til Reykjavíkur þ.e. 2,1 milljón samkvæmt þínum tölum.

a) Mannfjöldi Reykjavíkur = 126.000 þ.e. 17 fleiri ferðamenn en íbúar

b) Mannfjöldi í Reykjavík vestan Elliðaráa = 66.000 þ.e. 32 fleiri ferðamenn en íbúar

Nær er hins vegar að skoða fjölda til viðkomandi lands.

Frakkland = 67 milljónir og 90 milljónir ferðamanna þ.e. 1,3 falt fleiri en íbúar

Ísland = 0.34 milljónir og 2,3 milljónir ferðamanna þ.e. 6,8 falt fleiri en íbúar

Alveg sama hvernig þú reiknar þetta.  Það hallar mjög á innviði á Íslandi í öllum tilvikum.

Og hver er æskilegur fjöldi ferðamanna ?

Sennilega í kringum 1 milljón.  Við höndlum það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og varðandi WOW. 

Halda menn í alvöru að ríkið hefði getað sett inn í fyrirtækið einhvert smotterí til að halda fyrirtækinu á flot?  Í alvöru er einhver sem trúir því virkilega ?

Eini möguleikinn er að ríkið hefði keypt WOW.  Ergo tekið yfir reksturinn.  Jú það hefði verið möguleiki ef það hefðu verið einhverja almennilegar eignir.  En þær voru svo litlar að þær duga rétt svo fyrir forgangskröfum ergo launum.

Og þá fylgir öll skuldasúpan með.  Auðvita !

Hvað ætli skuldirnar séu miklar þ.e. almennar kröfur.  Að minnsta kosti jafn miklar og tap Icelandair frá 4Q-2018 og 1Q-2019 auk skuldar við Isavía. 

Við erum því að horfa upp á 15-20 milljarða skuldapakka sem ríkið hefði þurft að taka við.  Já 15-20 milljarðar !  Þetta er innspítingin sem hefði þurft til að halda WOW á floti því það voru nánast engar eignir.  

Ríkið hefur ekki heimild til að reka opinber fyrirtæki með neikvæðu eignfé !

3 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Feneyjar eru sprungnar segja menn, svipað í gangi í Barcelona og Amsterdam...

En að reikna út ,,þolmörk" staða er flókið en þarf auðvitað að gera, þau eru háð svo mörgu eins og við vitum

Ísland getur tekið á móti mikið fleiri en 1 milljón ferðamönnum,  þeas ef þú færð þá ekki alla í júli til Reykjavíkur í viku ferðalag...

(Fyrir utan að 60% fækkun ferðamanna þýddi stórt hrun og gríðarlegt  atvinnuleysi!)

Sem sagt bygging innviða og skipulag þarf að fylgja með í þessu sem öðrum atvinnugreinum

Meiri dreifing um landið og skipulagðar lokanir myndu létta álaginu af mörgum stöðum

Share this post


Link to post
Share on other sites

visir.is Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári.

Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð.  Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20 prósent milli ára.

Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW AIR.

Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp þrjátíu prósent á sama tímabili.

Þetta er svipað hlutfall og Wow air var með en félagið flaug um þrjátíu prósent allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma.

Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. 

Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic  að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er spurning hvort það sé kreppa yfirvofandi?
Ef svarið er já, hvað skal þá gera?
Svarið við þeirri spurningu er fremur einföld, ef það dregst saman, þá verður hér atvinnuleysi, til þess að leysa atvinnuleysi er einfaldlega að senda heim farandverkafólk.
Og þá er ekkert atvinnuleysi hér lengur.

Við einföldum vandmálum eru yfirleitt til einfaldar lausnir.
Ef við erum hér með 40-50 þúsund farandverkamenn, þá er augljóst að hér er svo sannarlega borð fyrir báru til að koma í veg fyrir að Íslendingar missi vinnuna.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

...semsagt reka útlendinga svo landinn fái vinnu?!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af hverju ekki?
Erum við félagsmálastofnun fyrir austur Evrópuríki?

Share this post


Link to post
Share on other sites

......ætli það  mundi ekki heita mannréttindabrot

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eru það ekki mannréttindabrot ef Íslendingar fá ekki vinnu á Íslandi?
Eru það ekki mannréttindabrot er þeir neyðast til að flýja land í leit að vinnu?
Eru það ekki mannréttindabrot ef austur Evrópuríki geta ekki útvegað sínu fólki vinnu?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

...sumir kalla þetta mannréttindabrot jú, einkum þeir lengst til vinstri,

en ekki gengur að mismuna fólki á grundvelli  þjóðernis, kynþáttar, trúar osfrv 

sbr Stjórnarskrá lýðveldisins

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við mismunum Asíubúum á kostnað Íslendinga, þeir geta ekki komið hingað óhindrað til að vinna.
Segir stjórnarskráin eitthvað um að við getum mismunað þeim, en ekki Pólverjum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Seðlabankinn segist ætla að lækka vexti. Hvernig hjálpar það að koma í veg fyrir kreppu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.