Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Kreppa framundan í efnahagslífinu

47 posts in this topic

6 hours ago, Sigurður123 said:

Monaco hefur sérstakt aðdráttarafl. Hefur Ísland þetta aðdráttarafl. 

Þú borgar hátt verð á Íslandi. Færðu gæði í staðinn?

Já gæðin eru fyrir hendi í Spa og Lagoons á Íslandi, en vantar að bæta Casinos í háum gæðum við flóruna eins og ég nefndi áður.

Share this post


Link to post
Share on other sites

28% fækkun ferða í maí er mikið, varla alveg svo mikil fækkun ferðamanna.

Herkúles spámaðurinn spáði um 20% í sumar,

síðan ætti Skarphéðinn og dulan ferðmálaráðherra að drullast til að setja pening í áróður ,,til að bjarga haustinu"!

 

 

ruv.is

„Ég er ekki bjartsýnn fyrir sumarið og haustið. Ég held að það megi alveg gera ráð fyrir 15% samdrætti í fjölda og jafnvel 20%. En á næsta ári og næstu ár geri ég ráð fyrir því að það verði áfram öflug ferðaþjónusta í landinu,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri.

Það eru blikur á lofti á flugmarkaði. Áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli fækkaði um 28% í síðasta mánuði, að því er segir á vefnum Túristi.is. Bandaríska flugfélagið Delta Airlines hættir áætlunarferðum hingað til lands í haust, EasyJet fækkar ferðum vegna verðlags - og um þriðjungur ferðamanna kom hingað til lands með WOW air áður en flugfélagið varð gjaldþrota.

Á móti kemur að United Airlines ætlar að fljúga daglega milli Íslands og New York í sumar, samkvæmt Túrista.is. Þá ætla forsvarsmenn British Airways og Wizz air að fjölga ferðum frá Lundúnum í vetur. 

Sjá einnig: Þurfa að fella niður 200 ferðir

Icelandair hafði reiknað með níu MAX-8-þotum í leiðakerfi sitt í sumar en hefur nú þurft að fella niður 200 ferðir frá Keflavík á tveimur mánuðum vegna kyrrsetningar þeirra, sem er um 5% af sætaframboði félagsins í sumar. Bilun í hugbúnaði vélanna er talin hafa valdið tveimur mannskæðum flugslysum. Þrátt fyrir það hefur framboð flugsæta félagsins aukist um 10% frá því á sama tíma í fyrra.

Fyrirtæki á landsbyggðinni í hættu

Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri segir að lítið sé hægt að gera annað en að bíða og sjá hvað forsvarsmenn flugfélaganna ákveða. Því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu því meiri áhrif hefur samdrátturinn.

„Sérstaklega er þetta áhyggjuefni á landsbyggðinni þar sem að undanfarin tvö til þrjú ár hefur verið neikvæð afkoma á rekstri fyrirtækjanna. Það má alveg búast við því að mörg þeirra eigi í verulegum vandræðum og jafnvel að þau ráði ekki við það.“

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Mik­il kyrrstaða virðist nú vera á fast­eigna­markaðinum á höfuðborg­ar­svæðinu sam­kvæmt nýrri Hag­sjá hag­deild­ar Lands­bank­ans. Sam­kvæmt  töl­um Þjóðskrár hækkaði fast­eigna­verð á höfuðborg­ar­svæðinu um 0,2% milli maí og júní. Verð á fjöl­býli hækkaði um 0,3% og verð á sér­býli lækkaði um 0,5%.

Þegar horft er yfir 12 mánaða tíma­bil hef­ur verð á fjöl­býli hækkað um 3,4% og verð á sér­býli um 1,8%. Veg­in árs­hækk­un hús­næðis­verðs nem­ur nú 3,4% og er það 0,4 pró­sentu­stiga lækk­un frá fyrri mánuði.

Viðskipti með fjöl­býli skipta hvað mestu máli við mæl­ing­ar á þróun fast­eigna­verðs á höfuðborg­ar­svæðinu. Þannig voru viðskipti með fjöl­býli um 82% allra viðskipta með íbúðar­hús­næði á ár­inu 2018. Á síðustu sex mánuðum hef­ur verð á fjöl­býli hækkað um 1% og skipt­ir 1% verðlækk­un í fe­brú­ar miklu í því sam­bandi. Sam­svar­andi tala fyr­ir árið 2018 var 1,9% og 11,9% fyr­ir árið 2017. Eru þess­ar töl­ur enn ein birt­ing­ar­mynd þess að fast­eigna­markaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu er í mik­illi kyrr­stöðu.

Seg­ir í Hag­sjánni að viðskipti með íbúðar­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu í júní hafi verið mun minni en verið hef­ur lengi, að und­an­skild­um des­em­ber á síðasta ári. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði þessa árs voru um 4% minni en á sama tíma fyr­ir ári og voru viðskipt­in í júní í ár um 23% minni en í júní 2018. „Það má því segja að fast­eigna­markaður­inn hafi gefið tölu­vert eft­ir hvað fjölda viðskipta varðar.“

Þegar horft er til meðal­fjölda viðskipta á fyrstu sex mánuðum árs­ins eru þau um 6% minni en var á öllu ár­inu 2018.

Óvenjugott veður á höfu­borg­ar­svæðinu í júní og júli þetta árið kann að hafa haft áhrif á að viðskipti með fast­eign­ir voru óvenju­lít­il, en óvissa í efna­hags­líf­inu er þó einnig tal­in lík­leg skýr­ing. „Þar má bæði nefna óvissu vegna kjara­samn­inga og áfallið sem hag­kerfið varð fyr­ir í kjöl­far gjaldþrots WOW air. Þá hef­ur fram­boð íbúða á sölu­markaði auk­ist veru­lega og þá er einnig að vænta mik­ill­ar aukn­ing­ar á fram­boði leigu­hús­næðis.

Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina bet­ur fyr­ir sér áður en stór­ar ákv­arðanir eru tekn­ar.“

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/07/23/kyrrstada_a_fasteignamarkadi/

 

Allir að vera rólegir. Það var bara gott veður og enginn vill kaupa fasteign í góðu veðri. Ekkert gott að nota sumarfríið til að ganga frá og flytja. Ó bíddu það var kalt og vont veður í desember líka. Þess vegna var líka lítil sala þá. 

Þetta er verður allt í lagi. 

Segið mér bankamenn. Hvernig farið þið að því að koma í veg fyrir að fasteignaverð lækki?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

“Óvenjugott veður á höfu­borg­ar­svæðinu í júní og júli þetta árið kann að hafa haft áhrif á að viðskipti með fast­eign­ir voru óvenju­lít­il, en óvissa í efna­hags­líf­inu er þó einnig tal­in lík­leg skýr­ing.”

Þannig að þegar það verður hamfara hlýnun þá mun fasteignaverði hrynja i verði ?   Ok þá er að aðeins.   Hlýnunin á víst að gerast innan skamms tíma.  Fasteignakaup eru jú langtímafjárfesting. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Frettir ur vidskiptalifinu eru eiginlega kapituli utaf fyrir sig. Mikid af drottningarvidtolum vid forstjora og stjornarformenn. Milljardamæringar nanast i gudatolu. Vinsælust er frasognin hvernig thetta allt byrjadi i bilskurnum med konuna i bokhaldinu. Svo vatt thetta uppa sig med dugnadi og elju. Milljardarnir hafa engu breytt segja 99 prosent, eiginlega bara vesen... Yeah right. Frettir af hlutabrefamorkudum eru alltaf i farsakenndum ykjustil. Annas hvort er allt a leidinni i hundana eda oendanleg bjartsyni. Getur sveiflast fra degi til dags. Gullfiskaminnid rædur....Nog um thad og ad efni thradarins. Brexit, samdrattur i Thyskalandi, tollstrid milli USA/Kina, botnlausar skuldir thjodrikja, fyrirtækja og einstaklinga...af nogu er ad taka. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Töluverðar líkur á því einfaldlega vegna þess að vandinn mun kima utan frá:

1). Ósjalfbær skuldasöfnun og peningaprentun

2). Viðskiptastrið á milli þriggja stærstu hagkerfa heimsins

3). Fyrirliggjandi gjaldmiðlastríð 

4). Umbreyting hagkerfis heimsins frá globaliseringu

Afleiðingin er sú að almenningur mun halda að sér höndum sem aftur mun auka á niðursveifluna.  Kreppa ?   Fer eftir því hvernig Kína tekst að bjarga sér út úr húsnæðis bólunni sem er við það að springa.  

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.