Sign in to follow this  
Followers 0
Sigurður123

Breyting menntakerfisins

42 posts in this topic

Jæja....  

Quote

Viðvarandi slakur árangur er óviðunandi
„Í út­tekt sinni á á ís­lensku efna­hags­lífi dreg­ur OECD skýrt fram áskor­an­ir í ís­lensku mennta­kerfi. Þar kem­ur fram at­hygl­is­verð grein­ing á þeim þátt­um sem hafa áhrif á breyt­ing­ar sem orðið hafa á ár­angri ungs fólks hér á landi. Þar má nefna vax­andi áhrif fé­lags­stöðu nem­enda og fé­lags­legr­ar sam­setn­ing­ar skóla á náms­ár­ang­ur, kynjamun­ur er mik­ill, ár­ang­ur nem­enda á lands­byggðinni versn­ar og staða inn­flytj­enda er veik,“ seg­ir Arn­ór. 

Hann seg­ir að staðan sé síst að batna líkt og bent er á í skýrslu OECD. Ekki síst hvað varðar vax­andi mun á milli lands­byggðar og höfuðborg­ar­svæðis­ins og inn­flytj­enda.

Spurður út í fé­lags­stöðu nem­enda seg­ist hann telja að þetta teng­ist þeirri at­vinnu­breyt­ingu sem er að verða og hef­ur verið að breyt­ast til lengri tíma litið. Á sama tíma og aukn­ar kröf­ur eru gerðar um mennt­un. „Þú sérð ekki leng­ur fyr­ir þér sem barn á lands­byggðinni að vinna í fiski eða fara á tog­ara strax að lokn­um grunn­skóla. Held­ur er veru­leik­inn orðinn allt ann­ar og nauðsyn­legt fyr­ir alla að sækja sér fram­halds­mennt­un. Við erum að ganga í gegn­um mikið umbreyt­ing­ar­skeið í at­vinnu­mál­um sem ég tel að end­ur­spegl­ist í þess­ari fé­lags­legu breyt­ingu. Að fólk fer til að mennta sig og kem­ur ekki til baka,“ seg­ir Arn­ór.

Hann seg­ir að þetta sé ekki aðeins slæmt fyr­ir framtíðar­at­vinnu­mögu­leika ungs fólks í flókn­um tækni­heimi nú­tím­ans held­ur einnig fyr­ir lýðræðis­vit­und og sam­fé­lagsþátt­töku.

Að sögn Arn­órs er á sama tíma gerð auk­in krafa um þjón­ustu í skóla­kerf­inu og að skól­inn sinni þörf­um allra sem fóru kannski ekki áður í gegn­um skóla­kerfið held­ur fóru fyrr út á vinnu­markaðinn. „Þá spyr maður sig hvort þess­ir litlu skól­ar fái nægi­leg­an stuðning til að veita þessa þjón­ustu og ég held að svarið sé nei,“ seg­ir Arn­ór og vís­ar þar til mis­mun­andi aðstæðna sem sveit­ar­fé­lög­in búa við. Allt frá þeim stærstu í þau smæstu. Þetta hafi einnig áhrif á kenn­ara og kröf­una á þjón­ustu sem ætl­ast er til að þeir veiti nem­end­um.

Hver ber ábyrgð á inn­leiðingu?
„Ísland hef­ur alla burði til að snúa þess­ari þróun við. Slíkt verður fyrst og fremst gert með því að efla skóla og kenn­ara og skapa þeim for­send­ur að bæta starf sitt. En hver ber ábyrgð á að inn­leiða slík­ar um­bæt­ur?

Með und­ir­rit­un Þjóðarsátt­mála um læsi árið 2015 skuld­bundu ríki og sveit­ar­fé­lög sig til að vinna að bætt­um ár­angri nem­enda í lestri. Á þess­um tíma hafa verið þróuð tæki til að meta stöðu nem­enda í lestri og styðja við starf kenn­ara, sveit­ar­fé­lög hafa mótað sér læsis­stefnu, veitt hef­ur verið ráðgjöf til sveit­ar­fé­laga og skóla og unnið að því að auka vit­und for­eldra og al­menn­ings um mik­il­vægi lest­urs. Þrátt fyr­ir mikið starf und­an­far­in ár sjást þó eng­in merki þess að ár­ang­ur sé að batna. Vissu­lega taka menntaum­bæt­ur tíma og áhrif aðgerða koma ekki strax fram en viðvar­andi slak­ur ár­ang­ur, sam­kvæmt reglu­bundn­um mæl­ing­um Mennta­mála­stofn­un­ar, er óviðun­andi. Svo virðist sem kerf­is­læg­ar for­send­ur skorti til að hægt sé að snúa þró­un­inni við,“ seg­ir Arn­ór.

Kenn­ara­mennt­un og starfsþróun kenn­ara er afar mik­il­væg og hef­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, þegar gripið til aðgerða á þeim vett­vangi með breyt­ing­um á námi kenn­ara og nýj­um lög­um um mennt­un þeirra og hæfni.

„En fleira þarf að koma til. Eitt af því sem bent hef­ur verið á er skort­ur á stýr­ingu í ís­lensku skóla­kerfi. Þetta birt­ist meðal ann­ars í að ábyrgðar­hlut­verk lyk­ilaðila í skóla­kerf­inu eru óljós. Með flutn­ingi grunn­skóla til sveit­ar­fé­laga riðlaðist það stuðnings­kerfi við grunn­skóla sem áður var til staðar hjá fræðslu­stjór­um á veg­um rík­is­ins. Í könn­un sem gerð var 2016 kom í ljós að starf­andi voru 30 skóla­skrif­stof­ur í land­inu en 20 skól­ar voru utan skóla­skrif­stofu. Þegar dreif­stýr­ing er mik­il sam­kvæmt lög­um og aðal­nám­skrá seg­ir það sig sjálft að svo smá­ar ein­ing­ar hafa afar tak­markaðar for­send­ur til að veita viðeig­andi stuðning við kenn­ara og skóla. Fyr­ir vikið þurfa kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur að axla ábyrgð á margs kon­ar viðfangs­efn­um án viðeig­andi stuðnings og hafa minna svig­rúm til að sinna kennslu og námi nem­enda sem skyldi.

Hlut­verk og ábyrgð rík­is­ins eru einnig óljós. Það set­ur lög og aðal­nám­skrá en treyst­ir síðan á sveit­ar­fé­lög og skóla við inn­leiðingu. Stuðning­ur við náms­mat og aðra lyk­ilþætti í inn­leiðingu nám­skrár er afar tak­markaður enda ekki ljóst hversu langt ríkið á að ganga í stýr­ingu gagn­vart skól­um og sveit­ar­fé­lög­um. Lausn­in felst ekki endi­lega í að auka miðstýr­ingu af hálfu rík­is­ins. Víða er­lend­is er verið að hverfa frá lóðréttu boðvaldi til verka­skipt­ing­ar þar sem ólík­ir aðilar vinna sam­an en hafa ákveðna sjálf­stjórn. Þannig er stjórn­un mennta­kerfa lag­skipt þar sem tengsl og hlut­verk þeirra sem vinna á ólík­um stig­um eru sveigj­an­leg og breyti­leg en þó skýr, hvort sem það er ríki, sveit­ar­fé­lög, sam­tök, skóla­stjórn­end­ur eða kenn­ar­ar.

„Ég held að byggja þurfi upp stærri ein­ing­ar varðandi þjón­ustu við skóla­kerfið á lands­byggðinni en nú er. Að ein­hverju leyti er verið að því með sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga en ég held að það þurfi meira til og að það sér gert strax,“ seg­ir Arn­ór. 

Í Kan­ada sem einnig er dreif­býlt land hef­ur verið far­in sú leið að stýr­ing­in sé frá miðjunni. Ekki með miðstýr­ingu rík­is­ins held­ur byggja upp ein­ing­ar á vett­vangi og sam­starf fleiri aðila. Fyr­ir­komu­lagið get­ur verið með ólík­um hætti en samt sem áður í gegn­um svæðismiðstöðvar sem sinni þess­ari þjón­ustu. 

Að ein­hverju leyti er verið að ræða það með samþætt­ingu mennta-, vel­ferðar- og heil­brigðisviðs en áhersl­an þyrfti að vera meiri á mennta­kerfið, seg­ir Arn­ór. Í Reykja­vík er til að mynda talað um Breiðholts­mód­elið og á Aust­ur­lands­líkanið sem er þverfag­legt sam­starf fé­lagsþjón­ustu, heilsu­gæslu og skóla á Aust­ur­landi. 

Enn einu sinni varað við veik­leik­um í mennta­kerf­inu
„Við hjá Mennta­mála­stofn­un ger­um ákveðnar kröf­ur um nám og kennslu því ef það er í lagi er margt annað í lagi. Við finn­um það varðandi læsis­verk­efnið að það er ákveðin þörf fyr­ir sér­fræðiþjón­ustu. Að bregðast við og fylgja eft­ir ólík­um þörf­um nem­enda út frá mæl­ing­un­um. Ég sé fyr­ir mér sam­starf Mennta­mála­stofn­un­ar við aðila úti á landi sem hafa það verk­efni að styðja við skóla,“ seg­ir Arn­ór og bæt­ir við að í sta­f­ræn­um heimi þarf ekki endi­lega að horfa þröngt á svæði held­ur sam­starf fag­fólks í skól­um og fleira með dreifðri stjórn­un þar sem ólík­ar þarf­ir nem­enda eru í for­grunni og for­eldr­ar, kenn­ar­ar, skóla­stjórn­end­ur, sveit­ar­fé­lög og aðrir þeir sem að mennt­un koma geti haft áhrif. 

Að sögn Arn­órs má þetta ekki vera til­vilj­ana­kennt því það er rétt­ur barna að fá ákveðna þjón­ustu og ekki hægt að virða þann rétt ef ekki er búið að koma stýr­ingu á. „Þetta er stórt viðfangs­efni sem ekki hef­ur fengið mikla at­hygli. Við sjá­um það bæði í ár­angri hér í sam­ræmd­um próf­um og læsis­mæl­ing­um,“ seg­ir Arn­ór. 

Enn einu sinni hafa Íslend­ing­ar fengið ábend­ing­ar frá er­lend­um aðilum þar sem varað er við veik­leik­um í mennta­kerf­inu. Það er kom­inn tími til að skapa rétt­ar for­send­ur til að snúa þró­un­inni við og  skýra hlut­verk og ábyrgð lyk­ilaðila í þeirri veg­ferð, seg­ir Arn­ór. „Ábyrgðin ligg­ur ekki bara hjá sveit­ar­fé­lög­un­um og rík­inu held­ur er þetta sam­eig­in­leg ábyrgð okk­ar allra,“ seg­ir Arn­ór Guðmunds­son, for­stjóri Mennta­mála­stofn­un­ar. 

Einn af fáum í grunnskólakerfinu sem segir út, blátt áfram, að eitthvað sé rotið í Danaveldi og að skólakerfið þurfi að gyrða sig í brók.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stort vandamal ad ekki er inntokuprof i menntaskola eda sett thak a fjolda studenta. Menntaskolarnir soga til sin heilu argangana. Bara einhver reitingur fer i Fjolbrautina og faggreinar thar. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
29 minutes ago, TinTin said:

Stort vandamal ad ekki er inntokuprof i menntaskola eda sett thak a fjolda studenta. Menntaskolarnir soga til sin heilu argangana. Bara einhver reitingur fer i Fjolbrautina og faggreinar thar. 

Þróunin hér eins og í öðrum löndum er að fá ódýrt erlent vinnuafl aðallega iðaðarmenn á lægstu launum til landsins. Krakkarnir skynja það að til að vera ofar í matarkistunni þurfa þau háskólamenntun til að fá stjórnunarstörf og betri laun, því fara svona mörg í menntaskóla frekar en iðnskóla..

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það væri áhugavert að halda þessari umræðu áfram. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af hverju er þetta ekki betra?

Foreldrar og bæjarfulltrúar benda á grunnskólann, kennarar benda á ráðuneytið. Svo móðgast kennarar og vinna ekki vinnuna sína. 

Ef þetta er ráðuneytinu að kenna, hví var þetta ekki vandamál annar staðar en á nesinu?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
19 minutes ago, Sigurður123 said:

Af hverju er þetta ekki betra?

Foreldrar og bæjarfulltrúar benda á grunnskólann, kennarar benda á ráðuneytið. Svo móðgast kennarar og vinna ekki vinnuna sína. 

Ef þetta er ráðuneytinu að kenna, hví var þetta ekki vandamál annar staðar en á nesinu?

Þetta er bara eins og í PISA mælingum: "Ekki ég" segja þau öll og benda á hvort annað í kór þegar svarið við vandamálinu blasir við þeim í speglinum.

Það vill svo til að innleiðing nýs námsmats var ekki fullkomin og þetta gerðist líka í öðrum skólum en á Nesinu. Það sem ég tók helst eftir var ólík nálgun milli kennara á hvaða árangir var náð.

Dæmi:

  • Kennari A fer yfir próf og skv. gamla kerfinu er það 9,6. Og viðkomandi kennari gefur A í einkunn.
  • Kennari B fer yfir próf og skv. gamla kerfinu er það 9,6. Og viðkomandi kennari gefur B+ í einkunn.
  • Ergo, sami árangur, mismunandi niðurstaða.

Þetta sá ég gerast hjá mínum eigin börnum. Oftar en einu sinni. Og að kennarar voru að skilja mismunandi hvaða árangur í prófi gaf hvaða niðurstöðu. Ég confrontaði tvo kennara með þetta og þau bara yptu öxlum.

Sem sagt, kennslumat er orðið að vissu leiti huglægt mat kennarans en ekki hlutlæg mæling á færni og kunnáttu. Börn fá stundum lægri einkunn í þessu nýja mati en þau hafa unnið fyrir og það er ósamræmi milli kennara í þessu. OG BÖRNIN VITA ÞETTA!!!!

En hvað gera kennarar í Való þegar þau fá réttmæta gagnrýni á sig? Þau fara í dags verkfall í staðinn fyrir að gyrða sig brók. Alveg eins og þessi stétt, í heild sinni, firrir sig allri ábyrgð á sí-versnandi árangri í PISA mælinum. Og börnin líða fyrir þetta.

Fyrir hverja er þetta rándýra skólakerfi? Kennarana eða börnin?

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kennarana.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, kemur í ljós að innistæða var fyrir gagnrýninni á Való.

 

Quote

Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið
[...]
Formaður skólanefndar og fræðslustjóri höfðu þá þegar lagt til að leitað yrði til óháðs fagaðila um skoðun á því hvernig staðið var að námsmati við skólann, sérstaklega m.t.t. mats- og hæfniviðmiða og var ákvörðun um það staðfest í kjölfar erindis ráðuneytisins.

Til verksins var fengin Erna Ingibjörg Pálsdóttir, skólastjóri Álftanesskóla, en hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á námsmati og vinnslu þess.

Erna Ingibjörg skilaði af sér greinargerð um námsmat sem fylgir með í fundargögnum fundar skólanefndar frá 12. nóvember s.l. þar sem hún fer ítarlega yfir námsmatið. Þar kemur fram að vinnan við hæfnimiðað námsmat sé „kominn nokkuð vel á veg“ í GS en að spurningar sem vöknuðu meðal foreldra hafi ekki verið tilefnislausar og því þurfi að taka þarf tillit til ýmissa ábendinga við frekari þróun námsmats í við Grunnskóla Seltjarnarness á komandi misserum.
[...]

Sem sagt, í stuttu máli, foreldrar taka eftir galla í hæfnismati nemenda af hálfu kennara í Való. Þau benda á þetta. Þetta er tekið fyrir og niðurstaðan er að þetta var, að minnsta kosti að hluta til, á rökum reist. Bæjarstjórn biður svo foreldra afsökunar "á þessum leiða misskilningi" eins og Georg Bjarnfreðarson hefði sagt.

Hvað gera kennarar? Fara í fýlu og loka sig inni til að ræða vonbrigði sín. Ég vona svo innilega að þau horfi inn á við og bæti sig. Skólinn er ekki fyrir kennarana heldur börnin.

Þetta er alveg magnað. Það hefur ekki komið mikið fram um hvað gekk á á þessum fundi en kannski, vonandi, verður námsmatið bætt í skólanum.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, nýjustu tölur af PISA könnuninni 2018 voru að koma í hús. Enn versnar ástandið hvað lesskilning varðar. Og enn erum við lang-neðst af Norðurlöndunum

Quote

Staða ís­lenskra drengja enn verri en áður

Rúm­lega þriðjung­ur ís­lenskra drengja nær ekki grunn­hæfniviðmiðum lesskiln­ings sam­kvæmt niður­stöðu PISA-könn­un­ar­inn­ar árið 2018. Sam­an­tekið er  frammistaða í lesskiln­ingi á Íslandi mun lak­ari en á öðrum Norður­lönd­um og áfram nokkuð und­ir meðaltal­inu í lönd­um OECD.

Sam­tals voru 18,7% pró­sent stúlkna og 34,4% drengja und­ir hæfniþrepi 2 í PISA 2018 og telj­ast því ekki búa yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi. Hlut­fall drengja hef­ur hækkað mark­tækt um fimm pró­sentu­stig frá því í síðustu könn­un árið 2015 og sam­tals um rúm­lega tíu pró­sentu­stig frá 2009 þegar lesskiln­ing­ur var síðast aðalsvið. Hlut­fall stúlkna und­ir hæfniþrepi 2 hef­ur hækkað minna en hlut­fall drengja frá því í síðustu könn­un, eða um þrjú pró­sentu­stig, en hækk­un­in frá því 2009 er svipuð og hjá drengj­um eða tæp níu pró­sentu­stig.

1175309.jpg

[...]

Meðal helstu niðurstaðna um Ísland í PISA 2018 er, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Mennta­mála­stofn­un:

  • Frammistaða ís­lenskra nem­enda í lesskiln­ingi í heild hef­ur ekki breyst mark­tækt frá síðustu könn­un PISA árið 2015 en þó hef­ur nem­end­um sem ekki ná grunn­hæfniviðmiðum lesskiln­ings fjölgað hlut­falls­lega. Þeir telja nú 26% þátt­tak­enda í heild, 34% drengja en 19% stúlkna. Frammistöðu hef­ur hrakað mark­tækt í sam­an­b­urði við árið 2009 þegar lesskiln­ing­ur var síðast aðalsvið. Sam­an­tekið er  frammistaða í lesskiln­ingi á Íslandi mun lak­ari en á öðrum Norður­lönd­um og áfram nokkuð und­ir meðaltal­inu í lönd­um OECD.
  • Íslensk­ir nem­end­ur stóðu sig í heild mark­tækt bet­ur í læsi á stærðfræði en í síðustu könn­un PISA og eru rétt yfir meðaltal­inu í lönd­um OECD. Þá náðu hlut­falls­lega fleiri stúlk­ur grunn­hæfniviðmiðum PISA í læsi á stærðfræði en í síðustu könn­un.
  • Frammistaða ís­lenskra nem­enda í læsi á nátt­úru­vís­indi er óbreytt frá því í síðustu könn­un. Íslensk­ir nem­end­ur standa áfram verr að vígi á þessu sviði en jafn­aldr­ar þeirra á Norður­lönd­un­um og að meðaltali í lönd­um OECD.

PISA-könn­un­in var lögð fyr­ir í 79 ríkj­um árið 2018 og hér­lend­is tóku 87% allra 15 ára nem­enda þátt. 

Það má þó nefna það að læsi í stærðfræði og náttúruvísindum hækkar örlítið milli ára eftr að hafa hrakað í nokkur ár. Erum samt langt fyrir neðan meðaltalið í læsi á náttúruvísindi.

https://www.visir.is/g/2019191209752/mun-lakari-frammistada-i-lesskilningi-en-a-odrum-nordurlondum

Já, það er undir þessum tíðindum sem að kennarar fara í fýlu ef að þeim er bent á að árangur hjá þeim er að versna. En það er greinilegt að við foreldrarnir þurfum að fara að taka okkur tak líka. Skólakerfið er hriplekt.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, fleebah said:

Jæja, nýjustu tölur af PISA könnuninni 2018 voru að koma í hús. Enn versnar ástandið hvað lesskilning varðar. Og enn erum við lang-neðst af Norðurlöndunum

Það má þó nefna það að læsi í stærðfræði og náttúruvísindum hækkar örlítið milli ára eftr að hafa hrakað í nokkur ár. Erum samt langt fyrir neðan meðaltalið í læsi á náttúruvísindi.

https://www.visir.is/g/2019191209752/mun-lakari-frammistada-i-lesskilningi-en-a-odrum-nordurlondum

Já, það er undir þessum tíðindum sem að kennarar fara í fýlu ef að þeim er bent á að árangur hjá þeim er að versna. En það er greinilegt að við foreldrarnir þurfum að fara að taka okkur tak líka. Skólakerfið er hriplekt.

Jebb, vid erum langt fra Nordurlondunum. Og tho. Danir og Nordmenn i godum malum. Vid erum meira a roli med Svium og Sudur Evropu.

http://factsmaps.com/pisa-worldwide-ranking-average-score-of-math-science-reading/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég spái því að nú fari í gang upprifjun á Litlu Gulu Hænunni í öllu skólakerfinu: Þau munu segja, öll í röð "Ekki ég", það fólk sem ber ábyrgð á menntun barna okkar. Og kenna hvort öðru um, eða foreldrum, eða prófinu, eða .... whatever.... um þessa enn eina rað-lélegu niðurstöðu í PISA. Skólastjórnendur, stjórnendur í Kennarasambandinu, kennarar, námsmatssérfræðinar, námsráðgjafar.... Ekkert þeirra mun stíga fram og segja "hei, við þurfum að girða okkur brók".  Þetta hefur verið trendið hingað til fyrir utan Jón Pétur Zimsen

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, TinTin said:

Jebb, vid erum langt fra Nordurlondunum. Og tho. Danir og Nordmenn i godum malum. Vid erum meira a roli med Svium og Sudur Evropu.

http://factsmaps.com/pisa-worldwide-ranking-average-score-of-math-science-reading/

Svíar eru búnir að taka inn mikið af innflytjendum. Meira eða minna en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Hefur það áhrif á niðurstöðuna?

Share this post


Link to post
Share on other sites

https://www.dv.is/eyjan/2019/12/4/olaesir-strakar-verda-olaesir-karlar/

Ólæsir strákar verða ólæsir karlar. Það er í sjálfu sér ekkert slæmt fyrir kvenlægt samfélag að karlar geti ekki lesið.

Af hverju er þetta svona á Íslandi? Það kemur alþjóðleg könnun um námsárangur og þá kviknar upp umræða. Hvar er eftirlit borgarinnar með grunnskólum og hvar er eftirlit menntamálaráðuneytisins. 

Þegar kemur svona frétt um að námsárangur sé ófullnægjandi þá eiga að koma viðbrögð frá kerfinu sem segir já við vissum þétta og við ætlum að gera a, b, og c til að laga ástandið eða ástandið er betra samkvæmt okkar mælingum. Það er með öðrum öðrum engin stjórn á námsárangri barna. 

Það verður að segjast að kennarar eru áskrifendur að laununum sínum og þeir sem stjórna taka enga ábyrgð. Það væri gaman að hafa samanburðarhóp þar sem heimskennska er borin saman við skólakerfið. Hvor er með meiri árangur? Þetta hlýtur að vera til í USA. 

Samkvæmt þessu er margir drengir sem geta ekki lesið sér til gagns. Ætli ég sé ekki einn af þeim skv. @TinTin. Hver ber ábyrgð á þessum dreng sem getur ekki lesið sér til gagns?

Foreldrarnir tveir, einn til tíu kennarar, einn sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og einn hjá borginni og svo menntamálaráðherra. Þetta er fólkið sem er að sinna þessu. Þetta fólk er að bregðast þessum dreng. Í stað þess að líta í eigin barm er öllum öðrum kennt um. 

Fyrir utan alla aðra í samfélaginu. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað er til ráða? Hvernig væri að taka kirkjuna sem fyrirmynd. 

Byrja á því að setja boðorð. Þú skalt kunna að lesa (kannski kunna kennarar ekki að lesa til gagns sjálfir eða kenna það en það er áhugaverð umræða útaf fyrir sig).

Hafa æðsta prest lestrar - eins og biskup

Hafa einn sem ber ábyrgð á lestri - eins og prestar

Predika á hverjum degi þú skalt lesa því það færir þig til himna eða ef ekki til helvítis. 

Svo að hafa söfnuð sem segir að lesa sé ekki bara gagnlegt heldur lika skemmtilegt..

Svo væri lestrarþing á vegum borgarinnar og menntamálráðuneytisins þar sem er farið yfir góðan árangur starfsins FYRSTA SÆTI Í PISA KÖNNUNINNI og skv. innri mælingum lestrarstarfsins. 

Svo væri sérstök hátið þar sem bækur eru gefnar að gjöf og borðaður góður matur svona eins og jólin.þ 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að vandamálið sé margþætt. Samfélagsmiðlar eru auðsóttir, hér í den voru það bækur sem heilluðu sem afþreying. En ekki í dag. Rafbækur kannski? Svo er kennsla í skólum kvennlæg, þ.e. aðferðafræðin hentar stúlkum betur en drengjum.

EN

Ísaksskóli hefur lengi verið með allt aðra tölfræði hvað lestur varðar en aðrir grunnskólar. Ekki einungis eru börnin betri í lestri en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu heldur eru jafnvel hlutföllin öfug hvað getu varðar, þ.e. drengir standa stúlkum framar er kynin eru skoðuð. Og þetta eru bara venjuleg börn. Það er eitthvað í gangi þarna.

Þess ber að geta að á sama tíma og um helmingur grunnskóla landsins tóku upp hið svokallaða Byrjendalæsi, sem svo reyndist verra en eldri aðferð, þá var Ísaksskóli ekkert að hlaupa á eftir nýjungum og notaði bara gömlu góðu hljóðaðferðafræðina.

Þannig að það er margt í mörgu. En ég er nokkuð viss um að þessi endalausi austur sjálfsfyrirlitningar sem ausið er yfir unga drengi í fjölmðilum og annars staðar gæti haft áhrif.  Það er því hlutverk okkar foreldranna að kenna sonum okkar hvað það er að vera karlmaður. Ekki skólakerfisins. Að vera sterkur, góður karlmaður og bera sig sem slíkur í okkar samfélagi.

Það er alveg sóknarfæri i að skoða hvað Ísaksskóli er að gera rétt og læra af því. En ég óttaðst að sósíalísk hugmyndafærði sem hefur verið löðrandi innan KÍ og annarra stofnana (m.a. borgarstjórnar) muni hamla því. Því Ísaksskóli hentar ekki hugmyndafræði póstmódernista og marxista í þessu stjórnkerfi þar sem hugmyndafræði hefur hingað til ekki truflað þau í að gera verr en ella og svo klappa sér á bakið, haldandi að þau hafi sigrað.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Norðurland kemur illa út í PISA.

Quote

Akureyri í naflaskoðun eftir PISA

Í ljósi niðurstaðanna funduðu all­ir skóla­stjór­ar á Ak­ur­eyri í vik­unni með fræðslu­sviði bæj­ar­ins og fóru yfir stöðuna. Karl Frí­manns­son, sviðsstjóri fræðslu­sviðs Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar, seg­ir að nú sé unnið að því að horf­ast í augu við þetta, læra af þessu og meta hvað verður gert í fram­hald­inu. Á síðustu árum hef­ur áhersla í skóla­kerf­inu á þessu svæðinu verið lögð á að efla læsi, með fyrr­greindri læsis­stefnu.

Sú stefna, Læsi er lyk­ill­inn, var unn­in í sam­starfi þriggja sveit­ar­fé­laga við Eyja­fjörð og Miðstöðvar skólaþró­un­ar við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri. Mis­jafnt er hvaða aðferðum er beitt við lestr­ar­kennslu í grunn­skól­um á Norður­landi eystra, til að mynda vinn­ur hluti grunn­skóla Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar sam­kvæmt Byrj­enda­læsi. Það var þróað á veg­um Miðstöðvar skólaþró­un­ar við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri í sam­vinnu við sex skóla á Norður­landi skóla­ár­in 2004 til 2006. Hafa um 80 grunn­skól­ar þar af um 170 víðs veg­ar um landið inn­leitt byrj­enda­læsi í sam­starfi við HA. Karl bend­ir á að þrátt fyr­ir að skól­ar hafi inn­leitt byrj­enda­læsi er ekki ör­uggt  að þeir fari eft­ir þeirri stefnu.

„Við þurf­um meðal ann­ars að sann­reyna hvað við erum að gera í skól­un­um. Spyrja þarf hvort unnið sé í sam­ræmi við það sem lagt var upp með? Erum við að nota þær matsaðferðir á fram­förum nem­enda sem við sögðumst ætla að nota?” spyr Karl. Þetta eru þætt­ir sem verða kortlagðir inn­an skól­anna í bæn­um til að bregðast við ástand­inu. Hann tek­ur fram að mik­il­vægt sé að skoða þetta í raun­hæfu ljósi og af yf­ir­veg­un án þess að varpa ábyrgðinni yfir á aðra.

Þess ber að geta að Byrjendalæsi var þróað fyrir norðan og innleitt fyrst fyrir norðan. Og af þessum texta þá virðist vera stefnan núna að skoða hvort að Byrjendalæsi hafi örugglega ekki verið innleitt alla leið. Það er athyglisvert, því að Byrjendalæsi, hverrar frumkvöðlar af nemendum voru núna að taka PISA próf, hefur við skoðun Menntamálastofnunar reynst verra en t.d. hljóðaaðferðin, þessi gamla góða.

2015 kom eftirfarandi í ljós:

Quote

Lakari árangur á samræmdum prófum

Grunnskólar sem nota kennsluaðferðir Byrjendalæsis ná lakari árangri á samræmdum prófum en þeir skólar sem ekki nota þá aðferð. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Menntamálastofnunar sem gerð var í tengslum við undirbúning að aðgerðaáætlun um eflingu læsis.

Þegar greindur var árangur á samræmdum könnunarprófum í 4. bekk kom í ljós að nemendur sem lærðu eftir kennsluaðferðum Byrjendalæsis voru undir landsmeðaltali í íslensku, lesskilningi og stærðfræði.

Tekið var meðaltal nemenda í þeim 38 skólum sem hafa notað í Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur og það borið saman við landsmeðaltal allra nemenda á Íslandi. Samkvæmt greiningu Menntamálastofnunar er þróun einkunna tölfræðilega marktæk og af henni megi álykta að kennsluaðferðir Byrjendalæsis leiði ekki til betri árangurs nemenda eins og hann er mældur á samræmdum könnunarprófum. Þó hafi margir þættir í skólastarfi áhrif á árangur nemenda sem frekari rannsóknir muni leiða í ljós.

Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð þar sem lestur, ritun, hlustun, tal og sjónræn viðfangsefni eru notuð við lestrarkennslu. Aðferðin var þróuð í Háskólanum á Akureyri og er aðallega ætluð í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. Kennsla með Byrjendalæsi hófst árið 2005 og aðferðin er notuð við 80 grunnskóla hér á landi.

Bara sorrí, hér er líklega ein ástæðan fyrir verri árangri í lesskilningi. Og þessu var rúllað út í skólana án þess að nokkuð lægi fyrir um að þetta væri vænlegri aðferð. Nei, það kom í ljós að aðferðin er VERRI.

Og að sjálfsögðu brást fagfólk í menntamálum hið versta við þessum tíðindum, fóru í "ekki ég" keppni og þetta er ennþá í gangi.

Og börnin okkar eru með verri lesskilning fyrir vikið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
16 minutes ago, fleebah said:

Norðurland kemur illa út í PISA.

Þess ber að geta að Byrjendalæsi var þróað fyrir norðan og innleitt fyrst fyrir norðan. Og af þessum texta þá virðist vera stefnan núna að skoða hvort að Byrjendalæsi hafi örugglega ekki verið innleitt alla leið. Það er athyglisvert, því að Byrjendalæsi, hverrar frumkvöðlar af nemendum voru núna að taka PISA próf, hefur við skoðun Menntamálastofnunar reynst verra en t.d. hljóðaaðferðin, þessi gamla góða.

2015 kom eftirfarandi í ljós:

Bara sorrí, hér er líklega ein ástæðan fyrir verri árangri í lesskilningi. Og þessu var rúllað út í skólana án þess að nokkuð lægi fyrir um að þetta væri vænlegri aðferð. Nei, það kom í ljós að aðferðin er VERRI.

Og að sjálfsögðu brást fagfólk í menntamálum hið versta við þessum tíðindum, fóru í "ekki ég" keppni og þetta er ennþá í gangi.

Og börnin okkar eru með verri lesskilning fyrir vikið.

Er ekki bara málið að skólakerfið er stútfullt af "kerlingum dauðans", segi bara svona..

Allavega virðist strákum hundleiðast, læðist að manni grunur að halli kynjana verði til þess að áherzlur á stúlknamál verði ofan á!!

Mikið talað hér áður fyrr um Finnland og hversu mikla virðingu fólk ber til kennara þar í landi. Kanski kominn tími til að kíkja á nýjasta undrið í EU, Eistland. Ekki nóg með að þeir hafi toppað allt í IT, heldur eru þeir að gera gríðarlega vel í menntamálum og PISA. Held samt að það gangi ekkert að spá í það vegna öfgafemínismans hér sem þekkist ekki þar!!

"In the Pisa results published in 2016, Estonia came third in science while the UK was ranked 15th, and in reading Estonia was ranked sixth - far above the UK's 22nd place."

https://www.bbc.com/news/education-50590581

Share this post


Link to post
Share on other sites
Just now, 4sinnum said:

Er ekki bara málið að skólakerfið er stútfullt af "kerlingum dauðans", segi bara svona..

Tja, Rósa Eggertsdóttir, sú sem þróaði þessa aðferð og agiteraði hvað mest fyrir innleiðingu hennar, segir í viðtali

Quote

Hljóðaðferðin gamla steingeld
Ástæður þess að Rósa hóf að þróa nýja aðferð við lestrarkennslu voru þær að það kveikir ekki nægilega mikinn áhuga barnanna á lestri bóka.

„Hljóðaðferðin er steingeld aðferð að mínu mati. Þar fá börnin einn staf í einu án samhengis og fá ekki vitrænan texta fyrr en eftir dúk og disk, ég er ekkert á móti hljóðaðferðinni, mér finnst hún bara vond aðferð. Við þurfum að huga að lestraránægju barna á sama tíma og læsi barna,“ segir Rósa. „Það er engin áhugakveikja en þekkjandi kennara þykir mér mjög líklegt að þeir sem nota hljóðaðferðina noti helling af öðru kryddi til að bæta námið.“

Það vill svo til að sá grunnskóli á landinu sem hvað best hefur komið út í samræmdum prófum 4. bekkjar í lesskilningi í mörg ár í röð er Ísaksskóli. Í Ísaksskóla er kennd hljóðaaðferðin.  Þannig að þetta er ekki steingeldara en svo. Sú aðferð er þaulreynd. Byrjendalæsi var ekki sannreynd sem aðferð áður en hún var innleidd í hvern grunnskólann á fætur öðrum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.