Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

F-35, fullkomnasta herþota heims hrapar í Japan...

8 posts in this topic

https://edition.cnn.com/2019/06/10/asia/japan-f-35-fighter-crash-cause-hnk-intl/index.html

Þeir eru búnir að vera að leita að þotunni sem hrapaði í Apríl, en hafa gefist upp.

Nú er búið að gefa upp orsökina, "spatial disorientation". Flugmaðurinn hélt að hann væri að fljúga bara eðlilega, en áttaði sig ekki á því að hann stefndi beint niður í sjó. Hann sá ekki neitt út fyrir flugvélina þar sem það var nótt, þannig að hann þurfti að treysta á tækin.

Mér finnst merkilegt að þessi fullkomna þota, F-35, sem er búin að vera í þróun í langan tíma, skuli ekki geta komið í veg fyrir svona atburð. Það hefur verið sagt að þessi þota er með allskonar flottheit, "heads up display" í hjálminum og hvaðeina, en greinilega ekkert til að vara við því að þotan sé að hrapa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alveg örugglega eitthvað til að vara flugmanninn við!

Svona er þetta stundum.

Öll tækni heimsins kemur ekki í veg fyrir að menn og konur gera mistök.

Þetta er orustuflugvél. Væri algjörlega fáránlegt að vera með búnað sem tekur yfir það sem flugmaðurinn er að reyna að gera. Þarna þarf að treysta á færni flugmanneskjunnar, en sætta sig við að svona gerist af og til. Allavega þar til tölvurnar fljúga þessum vélum einar og geta farið í stríð við hvor aðra án þess að blanda sakleysingjum í átökin.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er varla tilgangur með orustuþotum lengur, held ég.

Allavega ekki fyrir alvöru stríðsátök, drónatæknin og flugskeytin eru bara orðin það "fullkomin".

Hvað er langt frá síðasta dogfight?

Gerðist held ég einu sinni í Persaflóastríðinu, svo ekki sögunni meir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þeir vita ekki hvað gerðist og þetta er bara tilgáta að flugmaðurinn hafi orðið umhverfisfirrtur - svo notað sé orðalag Árna Johnsen á alþingi fyrir margt löngu.
Þessi herþota er rétt ein skrautfjöðrin í hatt bandaríska stríðsins sem er farlama og örmagna af innanroti og spillingu.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, MR-V said:

Þeir vita ekki hvað gerðist og þetta er bara tilgáta að flugmaðurinn hafi orðið umhverfisfirrtur - svo notað sé orðalag Árna Johnsen á alþingi fyrir margt löngu.
Þessi herþota er rétt ein skrautfjöðrin í hatt bandaríska stríðsins sem er farlama og örmagna af innanroti og spillingu.

 

:inlove: Þú kannt að koma orði að því. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

:inlove: Þú kannt að koma orði að því. 

Á sinn hátt voru Bandaríkin vonarstjarna og leiðarljós fyrri tíðar - um frjálst og sjálfstætt fólk sem réði sínu landi í krafti lýðræðis, upplýsingar og skynsemi. Því miður kjarni þeirra hugmynda týndur og tröllum gefinn. Eftir stendur múgur sem er stýrt af auðklíkum, arðránsdrasli og stríðsglæpahyski að ógleymdum siðlausum Zíónistum. Gjörsamlega mislukkuð tilraun. Árangurinn blasir við hvert sem litið er.

Fánahyllingar, dekur við stríðsdraslið, þjóðremba og gullnar draugasögur um "the greatest generation" allt hetjuvirkið kringum stríðsbröltið, lygarnar um lýðræðisástina og útbreiðslu frelsis og mannréttinda... Enginn með fulla fimm trúir þessu lengur.

Kennslubókardæmi um lýðræði og kapítalismi eru eins og vatn og gæs. Keyrðu kapítalismann nógu og langt og þá hefur þú ekkert lýðræði lengur. Svipaða sögu má segja um sósíalisma ef einhver er með böggum hildar yfir því.

Þú býrð í guðs-voluðu skítaríki Ingimundur. Af því að það hafði glæstar vonir og fögur fyrirheit eru vonbrigðin því meiri.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tyrkir voru sendir heim úr þjálfun á F-35. Af því Tyrkland fór að kaupa S-400 loftvarnarkerfi af Rússum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 6/12/2019 at 10:52 AM, Fjalldrapi said:

Tyrkir voru sendir heim úr þjálfun á F-35. Af því Tyrkland fór að kaupa S-400 loftvarnarkerfi af Rússum.

Það gengur ekki upp að rússar hafi aðgang að radargögnum sem sýna F-35, þeir geta þá þróað varnir sínar gegn F-35. Tyrkir eru hálfvitar að skilja þetta ekki, Erdogan er meiriháttar lúser og hálfviti. Know your allegiances and your loyalties.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.