Sign in to follow this  
Followers 0
Sigurður123

Glæpir

7 posts in this topic

Það eru allskonar ranghugmyndir sem eru til staðar í samfélaginu varðandi glæpi. 

Glæpum er að fjölga. Það er ekki rétt, glæpum er að fækka. Þetta er ánægjuleg staðreynd. Það er ekki heldur þannig að fólk sé að ákveða að verða glæpamenn, þetta er ekki framabraut sem fólk ákveður að ganga.  Sömuleiðis eru glæpamenn ekki þannig að þeir ákveði að vera eins vondir og þeir geta. 

Skipulagðir glæpir eru ekki útbreiddir þrátt fyrir að maður gæti haldið það. Lögreglan segir að skiplagðir glæpir séu að aukast. Ef það væri rétt þá ætti lögreglan auðveldara með að stöðva þá því skipulagning gerir það að verkum að hægt er að rekja hvað sé gert og hver gerir það. Upplýsingar leka út úr skipulögðum glæpasamtökum og þá ætti það að vera auðvelt fyrir lögregluna að fá þessar upplýsingar og stöðva gæpamennina. Mafían var skipulögð enda gat lögreglan upprætt hana í USA þegar hún var upp á sitt besta. 

Erfðir ráða ekki því hverjir verða glæpamenn og hverjir ekki. Það er ekki hægt að segja að þessi sé glæpamaður af því að faðir hans sé glæpamaður. Sósíalistarnir segja að þeir sem eru fátækir verði glæpamenn. Það er ekkert sem styður þess kenningu. Aukin fjöldi innflytjenda eykur ekki glæpi, þvert á móti þá minnka þeir fjölda glæpa. 

Fjölgun lögreglumann leiðir ekki til þess að glæpum fækkar. Þess vegna eru það röng viðbrögð að fjölga lögreglumönnum þegar eitthvað hræðilegt á sér stað. Stjórnendur í lögreglunni græða á þessu því þeir fá meiri fjármuni og fleira fólk til að stjórna. Þetta er sóun á fjármunum að fjölga í lögreglunni. 

Harðari refsingar fækka ekki glæpum. Þannig auga fyrir auga virkar ekki. Ekki er heldur hægt að fara í róttækar endurbætur til að fækka glæpum, þeir einfaldega virka ekki. Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli.  

Share this post


Link to post
Share on other sites

Núna er morðingi sem drap fyrir nokkrum árum farinn að láta sjá sig í samfélaginu og eru fluttar frétir af þessu í fjölmiðlum. Í athugasemdum við fréttir tala menn um að taka eigi fólk af lífi sem drepur aðra manneskju í köldu blóði. 

Þetta dugar ekki til að koma í veg fyrir að fólk drepi annað fólk. Aðrar lausnir þarf að finna. Morðinginn sem ég nefndi í byrjun á að afplána 2/3 af 16 ára fangelsisdómi en með úrræðum sem eru beitt á Íslandi getur hann farið fyrr af stað út í samfélagið. Það er ekkert sem bendir til þess að 2/3 af 16 árum eða lífíðarfanglesi eða dauðarefsing komi í veg fyrir morð. 

Hvernig útskýra þeir að breyta refsingu úr 16 ára fangelsi í aftöku (dauðarefsingu) komi í veg fyrir að morð sé framið? Þeir geta það ekki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Að missa barn og drukkna svo sjálfur hlýtur að vera með harðari refsingu sem maður finnur. Þeir sem reyna að fara til Bandaríkjana og eru teknir og eru vistaðir við hræðilegar aðstæður og jafnvel deyja reyna að komast til fyrirheitna landsins sýnir að harðar refsingar virka ekki. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 hours ago, Sigurður123 said:

https://www.ruv.is/frett/fleiri-hradakstursbrot-eftir-haekkun-sekta

Hmm auknar refsingar fleiri brot. Hvernig útskýrðið þið það? 

Refsingar virka ekki sem skildi. En það er líka í þessu að lögreglan hefur verið mun virkari í að mæla sl. 6-8 mánuði. Þannig að virkni lögreglunnar, samhliða hækkuðum sektum, gæti átt hér hlut að máli.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.