Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Boeing 777... hurð springur í prófunum

10 posts in this topic

Hvað er þetta flest flugfélög bjóða upp á bæði teppi og belti svo maður reddar sér bara sko! 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er hluti af þróun nýrra flugvéla, þær eru þolprófaðar þanngað til að einhvað brotnar rétt eins og bílar eru klessukeyriðir til að sjá hvernig burðarvirkið stendur sig.   Lærdómur frá DeHaviland Comet þegar menn voru ekki eins fróðir um málmþreytu og þeir eru nú með tilheyrandi slysum.  https://en.wikipedia.org/wiki/De_Havilland_Comet?scrlybrkr=b3859467

Það er eðlilegt að einhvað bili í þessum prófum, til þess eru þau gerð.   Eftir á er svo skoðað, skemmdist einhvað óeðlilega snemma, er hægt að bæta hönnun svo hlutirnir verð jafnvel enn sterkara.  Þetta er réttur tími áður en vélin er komin í framleiðslu til að finna allt það sem betur má fara.   Mynd a 787 í þolprófi, vængir beygðir langt umfram það sem búast má við við eðlilegar aðstæður til að leyta að veikum punktum.

boeing-wings0517_0.jpg?itok=V6eS6S_n

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 minutes ago, Breyskur said:

Þetta er hluti af þróun nýrra flugvéla, þær eru þolprófaðar þanngað til að einhvað brotnar rétt eins og bílar eru klessukeyriðir til að sjá hvernig burðarvirkið stendur sig.   Lærdómur frá DeHaviland Comet þegar menn voru ekki eins fróðir um málmþreytu og þeir eru nú með tilheyrandi slysum.  https://en.wikipedia.org/wiki/De_Havilland_Comet?scrlybrkr=b3859467

Það er eðlilegt að einhvað bili í þessum prófum, til þess eru þau gerð.   Eftir á er svo skoðað, skemmdist einhvað óeðlilega snemma, er hægt að bæta hönnun svo hlutirnir verð jafnvel enn sterkara.  Þetta er réttur tími áður en vélin er komin í framleiðslu til að finna allt það sem betur má fara.   Mynd a 787 í þolprófi, vængir beygðir langt umfram það sem búast má við við eðlilegar aðstæður til að leyta að veikum punktum.

boeing-wings0517_0.jpg?itok=V6eS6S_n

Quote

Þetta var síðasta prófunin áður flugmálayfirvöld áttu að samþykkja vélina til notkunar.

Hvað ef þetta hefði ekki komið fram í þessari prófun, en gallinn hefði samt verið til staðar þarna?

Boeing hefur smíðað flugvélar lengi, en það virðist einsog þeir kunni það ekki lengur. Allskyns hönnunargallar og smíðagallar að koma fram.

Þetta gerist þegar land flytur út allan framleiðsluiðnað sinn (industrial base), eftir eru örfáar hendur sem eitthvað kunna, og engin geta lengur til að skala neitt upp, og allt verður miklu erfiðara og dýrara fyrir vikið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Borgarlínan er nýtt og afkastamikið kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa nú í sameiningu. Borgarlínan er forsenda þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með Borgarlínu verður hægt að byggja hagkvæmari rekstrareiningar með að byggja þéttari byggð t.d. með því að hafa færri bílastæði.

Borgarlínan mun ganga eftir samgöngu- og þróunarásum sem búið er að festa í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Frekari upplýsingar um Borgarlínuverkefnið má einnig finna á vefsíðunni Borgarlinan.is

 

—-

Þá er það komið á hreint. Þrengja að bílnum með að fjárfesta ekki í vegum og bílastæðum. 

Þörfin er sem sagt að það eru of mörg bílastæði. Þeim er fækkað.

Nu skil ég aðförin á að þeim sem leggja á gangstéttum og fá mynd af sér á twitter.

Það er búið að fækka stæðum en bílum hefur ekki fækkað. Lausnin er að ráðast opinberlega á þá sem leggja ólöglega vegna stefnu borgaryfirvald.

Mun fólk nota borgarlínuna?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í Stavangri eru 2800 manns á hvern kílómetra. En það er horft til þess í borgarlinunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 9/10/2019 at 0:35 PM, Newton said:

Hvað ef þetta hefði ekki komið fram í þessari prófun, en gallinn hefði samt verið til staðar þarna?

Boeing hefur smíðað flugvélar lengi, en það virðist einsog þeir kunni það ekki lengur. Allskyns hönnunargallar og smíðagallar að koma fram.

Þetta gerist þegar land flytur út allan framleiðsluiðnað sinn (industrial base), eftir eru örfáar hendur sem eitthvað kunna, og engin geta lengur til að skala neitt upp, og allt verður miklu erfiðara og dýrara fyrir vikið.

Þeir fundu veika hlekkinn ekki satt?  Það er ekki óalgengt að eitthvað komi upp á í svona prófum, til dæmis hjá airbus a380 sem annars hefur mestan part verið örugg vél.  https://www.flightglobal.com/news/articles/airbus-a380-test-wing-breaks-just-below-ultimate-load-204716/

Það er hægt að byggja endalaust sterka vél, en þá er hætta á að hún verði of þung og dýr í rekstri.  Sama skapi ef hún er of léttbyggð til að hámarka sparneytni er hætt við að hún verði ekki nógu örugg.   Þarf gott jafnvægi milli styrks og léttleika.

Í svona prófi er byrjað með að reikna neyðarálag á vélina.  Álag sem aðeins getur orðið við  alverstu mögulegar aðstæðum, langt umfram það sem eiga að koma fyrir í venjulegu flugi.   Segjum fullhlaðin vél ofrís rétt eftir að hún hefur náð flughæð, allir geymar eru fullir, flugmenn steypa henni í dýfu til að ná upp hraða og rétta svo afarskarpt við,  yfirþrýstingur inn í vélinni, gríðarleg þyngdarhröðun og svo róttæk stefnubreyting.   Engar venjulegar aðstæður og markmiðið ekki að vélin sleppi óskemmd heldur að hún sé enn flughæf og nái inn til lendingar.   Viðbúið að vélin sé verulega skemmd eða jafnvel ónýt en markmið að farþegar og áhöfn sleppi.   Þegar búið er að reikna út þetta neyðarálag er það hækkað um 50% og það er prófað 150% af neyðarálagi. 

Það er ekki komið í ljós gaf vélin sig við 101% eða 149%?  Hlerinn opnaðist en hvernig? kannski smíðagalli, kannski gaf læsing sig, kannski var klæðning ekki nógu sterk.  Allt þetta væri frekar auðvelt að laga sérstaklega ef þetta var nærri enda prófsins.   Mun verra væri ef hlerinn sprakk út snemma í prófinu af því að skrokkurinn aflagaðist svo að hann passaði ekki lengur í, það væri meiri háttar vandamál.  

Hérna er myndband af prófinu af upprunalegu 777 vélinni sú stóðst það með prýði og vængurinn gaf sig ekki fyrr en í 154% af neyðarálagi.      

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er ekki fullt af aukaskrefum í flugi? Hafa tvo flugmenn, hafa gott kerfi, svo vara kerfi og svo vara vara kerfi. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Newton said:

Þetta er á eldri týpu af 737 en Maxinum og aðeins á vélum sem eru komnar yfir 30þúsund flug og sennilega milli 60 og 100þúsund flugtíma.   Sjónræn skoðun tekur klukkutíma og afar fáar vélar hafa verið með svona vandamál.  Elstu vélarnar skulu skoðaðar innan viku og yngri með tíð og tíma. https://www.reuters.com/article/us-usa-boeing/u-s-orders-speedy-checks-for-cracks-on-165-boeing-737-ng-planes-idUSKBN1WH1JR

Það er ótrúlegt hvað flugvélar endast, ef maður tæki langferðabíl og keyrði á þjóðvegi í þennan sama tíma fjölda værum við að tala um bíl sem væri ekinn milli 5 og 10 milljón km!  Maður hefur heyrt af rútum sem hafa rúllað yfir  milljón km en aldrei neitt sem kæmist nálægt notkun eins og er á atvinnuflugvélum.  

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.