Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Ætla að þýða grein mér til gamans og öðrum, hvað þýðir þessi vísa?

16 posts in this topic

Ekki að ég sé maður til þess, grein í Lesbók Morgunblaðsins fyrir mörgum árum sem ég rakst á fyrir tilviljun. í henni þessi vísa, skil hana ekki og ætla að biðja ykkur að setja hana í skiljanlegt mál fyrir mig:

Eina þá sem aldrei frýs 

úti á heljarvegi

kringda römmum álnarís

á sér vök hinn feigi

Skil hana kannski pínulítið, bara ekki nógu vel. Smá "hint" um hvað þessi grein er. Meira kannski seinna ef að þið eruð hjálpleg. Annað "hint", sjáið Franska flaggið.

Screenshot_2019-09-13 Lesbók Morgunblaðsins, 13 09 1986 - Timarit is.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég skil þessa vísu þannig að skipið sé feigt vegna þess að ís hafi umkringt það... hvernig skilur þú þessa vísu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, jenar said:

Ég skil þessa vísu þannig að skipið sé feigt vegna þess að ís hafi umkringt það... hvernig skilur þú þessa vísu?

Hvernig skil ég þessa vísu?:mellow: Mest lítið, en þegar þú segir skip kannski pínu betur.

Eina þá sem aldrei frýs. Skil aldrei frýs, en ekki meira. Eina þá sem aldrei frýs? Kannski úthafið? Fatta ekki neitt. Rétt hjá Feu, ég svona vitlaus.

úti á heljarvegi. Þetta þykist ég skilja betur. Úti á hafi á leið til Heljar, tortýmingar.

kringda römmum álnarís. Skil þetta. Álnar þykkur ís í kringum skipið.

á sér vök hinn feigi. Hinn feigi hefur sína vök í ísnum??? No comprendo, þarf að spurja Feu.

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fallegt ljóð. Held að það sé nú ekki um haldbæran hlut. Frekar eitthvað hugtak.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eina þá sem aldrei frýs 

úti á heljarvegi

kringda römmum álnarís

á sér vök hinn feigi

Sá feigi á sér eina vök (sem aldrei frýs) úti á heljarvegi. (Sú vök er afmörkuð ís sem er nokkur alin á þykkt, fleirtala alin er álnir)

Merkingin er torræð, en kannski ekki: Fyrstu þrjár línurnar gefa von um skjól -vök sem aldrei frýs- á heljarvegi. Eins konar vin í eyðimörkinni fyrir aðframkomna ferðalanga. Þrátt fyrir að vera umringd þykkum ís frýs hún aldrei. Lofar góðu þar til að maður les síðustu línuna; á sér vök hinn feigi. Eða- þessi vök sem aldrei frýs er skjól hins feiga. Sem er kannski augljóst; ef þú festist í vökinni er förinni lokið og bara tímaspursmál hvenær þín eigin ferð er á enda.

Mér finnst þetta vera fremur atvikalýsing en beinlínis einhver boðskapur. Ef boðskapurinn er einhver þá er hann kannski: ekki festast í vökinni ,ekki verða innlyksa í hafís, ekki freistast til að leita skjóls þar sem þú átt á hættu að lokast af. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það vantar samhengi.
Ljóst að þessu er ekki kastað fram af Frakklendingi.

Hitt er þó ljóst, að aldrei frýs í helvíti, og vegurinn til vítis (dauða) er alltaf fær.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Ekki að ég sé maður til þess, grein í Lesbók Morgunblaðsins fyrir mörgum árum sem ég rakst á fyrir tilviljun. í henni þessi vísa, skil hana ekki og ætla að biðja ykkur að setja hana í skiljanlegt mál fyrir mig:

Eina þá sem aldrei frýs 

úti á heljarvegi

kringda römmum álnarís

á sér vök hinn feigi

Skil hana kannski pínulítið, bara ekki nógu vel. Smá "hint" um hvað þessi grein er. Meira kannski seinna ef að þið eruð hjálpleg. Annað "hint", sjáið Franska flaggið.

Screenshot_2019-09-13 Lesbók Morgunblaðsins, 13 09 1986 - Timarit is.jpg

Ég skil þessa vísu svona, það er alltaf verið að tala um vök (dyr dauðans) kemur ekki fram í fyrstu þremur línunum en opinberast í þeirri fjórðu:

Eina þá sem aldrei frýs (dyr dauðans er alltaf opin)

úti á heljarvegi (dyr dauðans er á vegi dauðans)

kringda römmum álnarís (það er traust undir fæti allt þar til kemur að dyr dauðans)

á sér vök hinn feigi (feigur maður á dauðans dyr vísa)

Fann þetta líka:

Höfundur:Indriði Þórkelsson á Fjalli

Heimild:Vísnasafn Sigurðar Halldórssonar í Héraðsskjalasafni A-Hún Blönduósi

Eina þá sem aldrei frýs
úti á heljarvegi,
kringda römmum álnarís
á sér vök - hinn feigi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Finnst þetta ekki passa við þessa skútu og skýringar Jenar

Skil þessa vísu svona;

Eina þá sem aldrei frýs (ein er sú vök til er aldrei frýs)

úti á heljarvegi (á slóð dauðans)

kringda römmum álnarís (falin undir fölskum ís)

á sér vök hinn feigi (á sá sem er feigur)

Mundi segja að þessi vísa sé um örlögin.. þessi sem eru alltaf framundan á vegi okkar og óumflúin.. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið segir málshátturinn

 Hvernig deyr maður á ís jú fellur í vök.  Lausleg merking vísunar jafnvel á þykkasta ís finnur sá feigi vök til að falla í og drukkna.  Myndi breyta túlkun Feu á þriðju línunni 

2 hours ago, feu said:

Eina þá sem aldrei frýs (ein er sú vök til er aldrei frýs)

úti á heljarvegi (á slóð dauðans)

kringda römmum álnarís (falin undir fölskum ís)  umkringda þykkum ís 

á sér vök hinn feigi (á sá sem er feigur)

Eternally open

on a hellish path 

surrounded by stalwart ice

void awaits the doomed  

Svona væri lausleg þýðing á ensku held merkingin kæmist betur til skila ef línum væri víxlað

on a hellish path 

surrounded by stalwart ice

eternally open

void awaits the doomed  

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og svo eru sumir að gera lítið úr okkur Málverjum, sýnist þið gáfnatröll hver öðrum fróðari. Feu líklega með bestu túlkunina. Segi ykkur á morgun hvers vegna vísan passar við skipið. one more hint "Hvers vegna ekki".

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Breyskur said:

Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið segir málshátturinn

 Hvernig deyr maður á ís jú fellur í vök.  Lausleg merking vísunar jafnvel á þykkasta ís finnur sá feigi vök til að falla í og drukkna.  Myndi breyta túlkun Feu á þriðju línunni

 Þetta er Bingó. Ég var að horfa á skipið og festist í að vísan hefði orðið til kringum hafís eða siglingar í ís. Þetta er miklu nær lagi. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Segi ykkur á morgun hvers vegna vísan passar við skipið. one more hint "Hvers vegna ekki".

 

IMG_6237.PNG

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Breyskur said:

Rammur virðist vera ,,mikið,   verið að lysa einhverju sterku.  Rammgert veltibur, rammgerður veggur, rammur að afli,,, nu og auðvitað rammfalskur, hvort það se notað um vafasaman einstakling,,  eða bara söngvarann.   En að visunni sem Ingi setti fyrir okkur,,  hef eg ekki gloru.

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, feu said:

Rétt.. og áln er mælieining. (um 40-50cm) Þriðja línan væri þá sirka.. Umkringd traustum ís..  

Eins og ég sagði, þú hafðir þetta best, djúp fróður maðurinn. Ég fann þessa grein svo fyrir hreina tilviljun, að rannsaka Mæju frænku sem var allt sitt líf sannfærð um að hefði Matthías Einarsson verði hennar læknir hefði hún ekki misst fótinn. Matthías svo tengdaafi minn og konan ekki beint ánægð að ég sé að monta mig af tengslum mínum við hann :-).

Ég er svo að reyna að hnoða saman sögum handa viðskiptavinum mínum til þess að fá þá til þess að lesa fréttabréfin frá mér og hef gaman af https://gem.godaddy.com/s/8c564f að reyna að draga inn fleiri lesendur og þar með viðskiptavini.

Við fædd á Íslandi vitum jú að Íslandi er nafli heimsins og ég að reyna að sýna öðrum þann sannleika ef með klækjum:

:http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3305242

 

Screenshot_2019-09-14 Lesbók Morgunblaðsins, 13 09 1986 - Timarit is.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.