Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Ríkislögreglustjóri á síðasta sprettinum?

27 posts in this topic

Það er ekkert annað

https://www.ruv.is/frett/segir-markvisst-reynt-ad-hrekja-sig-ur-embaetti

Haraldur hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann tjáir sig hins vegar um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hann ýmsu vanur eftir 22 ár í embætti ríkislögreglustjóra, en að þessar aðferðir nú séu svívirðilegar og hluti af stærra valdatafli sem birtist í hatursorðræðu. Meðal annars að hans frami sé byggður á pólitískum stöðuveitingum. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skrítið hvernig fólk hagar sér.

Ég man eftir því þegar Jón Ásgeir var tekinn fyrir af kerfinu. Menn fóru og tóku bókhaldið hans í þeim tilgangi að finna eitthvað saknæmt. Það eru alltaf villur í bókhaldi. Alltaf. Bókhald eru einfaldar reglur sem ná ekki yfir flókinn raunveruleika. Þess vegna munu þessar einföldu reglur faraá skjön við raunveruleikann. 

Ef menn vilja þá geta þeir farið inn í hvaða fyrirtæki sem og fundið brot á lögum. Öll fyrirtæki. 

Þegar þú ert ríkislögreglustjóri og hefur verið í lögreglunni í mörg ár þá koma alltaf upp mál sem tengjast einhverjum sem þú þekkir úr fjölskyldu, vinnu eða pólitík. Þá kemur að ákvörðunartöku lögreglumanna.

Þeir geta ákveðið að ekkert sé málinu og aðhafast ekkert í málinu. Núna þegar búið er að henda Haraldi fyrir rútuna mun hann nefna þau mál sem annað hvort hann hefur hjálpað til með eða hann veit um önnur dæmi þar sem menn hafa fengið hjálp. 

Alveg eins og þú getur ákveðið að gera ekki neitt, getur þú ákveðið að gera eitthvað. ALLIR BRJÓTA AF SÉR, bara misjafnlega mikið.

Þetta verður áhugavert svo ekki sé meira sagt. :snack:

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað ertu að segja, að Lögreglan sé einkafyrirtæki og Ríkislögreglustjóri eigandi fyrirtækisins. Skrýtin aðkoma verð ég að segja. Ef að það er eitthvað að bókhaldinu hjá Lögreglunni hlýtur það að teljast spilling í opnberri stofnun hefði ég haldið.

Er ekki bókhaldið yfirfarið af endurskoðanda árlega og þannig? Svo verður hann leystur út með milljónum á milljónum ofan alvega sama hvað, er það ekki? 

Mín aðkoma, að ég skil bara ekki hvers vegna Lögreglan er ekki í því að rannsaka, ef að líkur eru taldar til þess (af íslenskum sérfræðingi, fyrrverandi lögreglumanni), að aðalsönnunargagnið í erfðamáli fjölskyldu minnar sé falsað. Hvers vegna á ég að borga fyrir rannsókn sérfræðinga, ég bara skil ekki baun. Til hvers er Lögreglan eiginlega???

Voru þetta einhver mistök hjá mínum lögmanni, þurfti að kæra þetta formlega? Mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með beiðni fyrir mína hönd að matsmaður verði skipaður sem ég á svo að borga fyrir, bara ekkert ánægður með það því meira sem ég velti því fyrir mér. Vil hætta með það og ítreka spurningu mína, hvers vegna ekki að kæra þetta til Lögreglunnar?

Ég tel að Ríkislögreglustjóri sé of nálægt hinu virkilega valdi á Íslandi og vilji þess vegna ekki rannsaka þessa meintu fölsun, að lögmaður minn hafi vitað að það yrði bara öngstræti að kæra til Lögreglunnar, hann í þvi að vinna mál.

Og svo er Ríkislögreglustjóri að halda því fram að hann hafi ekki verið pólitískt skipaður? Gengur hann út frá því að við séum öll idíótar með gullfiskaminni? Kannski að maður ætti að byrja að grafla í gömlum fréttum og greinum um málið, hvernig þessi embættisveiting gekk fyrir sig í upphafi.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég legg til heimsviðburð.

Dómsmálaraðherra og stríðandi fylkingar innan lögreglunar hittist á fundi með RÚV og fari yfir málið.

Þarna er öryggi landsins undir.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta mál er alveg dæmigert fyrir íslands og alla spillinguna sem hér viðgengst. Hér er pólitískt skipaður ríkislögrelgustjóri búinn að sitja í sama embætti í 22 ár. Hefur ekkert gert nema mæta í vinnuna og allt drabbast niður. Ég man aldrei heftir umkvötrunum frá þessum stjóra um hvað mætti fara betur eða hvað þyrfti að laga fyrr en nú.

Af hverju eru þessi embætti ekki auglýst á fimm ára fresti og síðan skipað í þau aftur. Ég bara spyr. Með svona háttarlagi liggja menn eins og ormar á stöðum og gera ekki handtak.

Sama á við um fjölda stofnana hjá ríkinu, m.a. annars Landhelgisgæsluna, þar sem mér hefur heyrst að ríki ógnarástand á skrifstofum og fjöldi fólks hætt störfum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 minutes ago, Sigurður123 said:

Sá þessa frétt, en þetta er eldgamalt mál. Skil ekki af hverju ríkislögreglustjóri eða þeir sem hafa með þetta lögreglulið að gera losuðu sig ekki við manninn á þeim tíma.

Of seint að koma fram núna.

Þetta segir mér að þessi ríkislögreglustjóri hefur ekki verið að sinna starfi sínu

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 minutes ago, 5sinnum said:

Sá þessa frétt, en þetta er eldgamalt mál. Skil ekki af hverju ríkislögreglustjóri eða þeir sem hafa með þetta lögreglulið að gera losuðu sig ekki við manninn á þeim tíma.

Of seint að koma fram núna.

Þetta segir mér að þessi ríkislögreglustjóri hefur ekki verið að sinna starfi sínu

Mér þykir líklegt að þú verðir að hafa hreint sakavottorð til að verða lögreglumaður. Rökhugsun segir mér að þegar þú ert kominn í starfið þá gildir áfram að þú verðir að vera með hreint sakvottorð áfram. 

Þarna er klárlega brotalöm í lögreglunni ef það er gerð krafa um hreint sakavottorð þá þarf að fylgja þeirri kröfu áfram eftir að lögreglumaður tekur til starfa. 

Því skal ganga hreint til verks og segja manninum upp störfum strax. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Thid lesid thetta alveg vitlaust, strakar minir. Haraldur er ad boda domsmalaradherra a fund - ekki ofugt. Segja henni hvernig landid liggur. Thetta er i raun bara innanfundsspjall i Flokknum. Ekkert meira.

4 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, 5sinnum said:

Sá þessa frétt, en þetta er eldgamalt mál. Skil ekki af hverju ríkislögreglustjóri eða þeir sem hafa með þetta lögreglulið að gera losuðu sig ekki við manninn á þeim tíma.

Of seint að koma fram núna.

Þetta segir mér að þessi ríkislögreglustjóri hefur ekki verið að sinna starfi sínu

Flott viðtal hjá honum, stóð sig miklu betur en ég bjóst við, rétt hann sem bað um þennan fund. :P

https://www.ruv.is/frett/rikislogreglustjori-hjadningavig-skila-engu

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst alveg borðleggjandi að tími Haraldar í þessu starfi er lögnu liðinn. Held hann bjargi því ekki með hótunum um að upplýsa um spillingarmál.

Í framhaldi af því sem kom fram hér að ofan þá lýsir það best vanhæfi í starfi að hafa ekki losað sig við lögreglumann sem braut lög og hefur væntanlega ekki hreint sakavottorð.

Kominn tími á að hreinsa til í lögreglunni.

En efast svo sem um að sjallarnir vilji það.

Nýji dómsmálaráðherran er þó í þeirri stöðu að þurfa að taka á málinu annars er hún búinn að rústa trúverðuleikanum.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
28 minutes ago, 5sinnum said:

Mér finnst alveg borðleggjandi að tími Haraldar í þessu starfi er lögnu liðinn. Held hann bjargi því ekki með hótunum um að upplýsa um spillingarmál.

Í framhaldi af því sem kom fram hér að ofan þá lýsir það best vanhæfi í starfi að hafa ekki losað sig við lögreglumann sem braut lög og hefur væntanlega ekki hreint sakavottorð.

Kominn tími á að hreinsa til í lögreglunni.

En efast svo sem um að sjallarnir vilji það.

Nýji dómsmálaráðherran er þó í þeirri stöðu að þurfa að taka á málinu annars er hún búinn að rústa trúverðuleikanum.

Mikid PR og spin i gangi. Hingad til hefur Haraldur alltaf verid frekar fyldulegur og famall i fjolmidlum en nu kjaftar af honum hver tuska og hann brosir meir en Raggi Bjarna. Byst vid ad vid faum heilsiduopnu med hressa Halla  i Mogganum a morgun, hellandi uppa kaffi og deilandi ut runstykkjum og kleinum a vaktinni....

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sá viðtalið við hann í sjónvarpinu áðan og maður veltir fyrir sér hverni maður með svona greind getur orðið lögreglustjóri.

Það gerist örugglega ekki nema með pólitískri ráðningu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Spurningin er hvad hægt er ad bjoda Haraldi i stadinn. Politikusar voru sendir i Sedlabankann eda sendradin adur fyrr, en thad gengur vist ekki lengur. Eitthvert rikisfyrirtæki tha - Inkaupastofnun, ATVR etc.? Varla er hægt ad bjoda Haraldi ad sja um stjornuspanna i Mogganum, thott pabbi gæti gefid god medmæli...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það verður alla vega vandséð hvernig kallinn getur starfað áfram í embætti eftir svona útreið frá nánustu meðreiðarsveinunum í löggunni.

Ég spái því að hann stígi sjálfviljugur til hliðar á næstu dögum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað er að lögrelgunni? Smákóngar. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 24.9.2019 at 3:58 PM, Skrolli said:

Það verður alla vega vandséð hvernig kallinn getur starfað áfram í embætti eftir svona útreið frá nánustu meðreiðarsveinunum í löggunni.

Ég spái því að hann stígi sjálfviljugur til hliðar á næstu dögum.

Er ekki "sæta stelpan" buin ad svæfa thetta i einhverri nefnd? Brynjar sem domsmalaradherra hefdi leyst thetta a tveimur minutum...

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, TinTin said:

Er ekki "sæta stelpan" buin ad svæfa thetta i einhverri nefnd? Brynjar sem domsmalaradherra hefdi leyst thetta a tveimur minutum...

Haha. Nei. Hann er algjört idjót. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 16.10.2019 at 4:47 PM, Sigurður123 said:

Haha. Nei. Hann er algjört idjót. 

Nei Brynjar er vinnuthjarkur og reynslubolti. Ekki i neinu klapplidi i Flokknum, sem getur verid Akkilesarhæll thegar deila a ut radherraembættum. Thetta er bara ordid svo vandrædalegt vesenid kringum Harald. Domsmalaradherra settur ut a hlidarlinu. Ahrifalaus varamadur i lidinu...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.