Sign in to follow this  
Followers 0
Sigurður123

Kaupendamarkaður

15 posts in this topic

Núna er allt á leið í frost á Íslandi. Hagvöxtur á niðurleið. Húsnæðisverð stendur í stað og stóru aðilarnir á markaði eru að senda skilaboð að núna verið þetta verð á fasteignum varið. Íbúðarlánasjóður mætti í rúv og sagði að núna væri of mikið af íbúðum og það tæki langan tíma að byggja nýar. (Menn eiga að halda að sér höndum til að halda verðinu uppi). 

 

Núna er kaupendamarkaður. Þannig ef þú ert nýr á inn á markaðinn. Bjóddu bara eins lítið og þú getur. Mér datt meira segja í hug að byrja að bjóða uppsett verð eða lægra og lækka boðið með hverju boðið. 

50 milljónar eigna. bjóða 49 milljónir og lækka um 500 þúsund með hverju boðinu. 

En hvernig er best að gera ef maður er sjálfur með fasteign sem þarf að selja á kaupendamarkaði? Væntalega bjóða lægra en maður sjálfur telur á. En er það hægt? 

Share this post


Link to post
Share on other sites

svo lengi sem þú ert einn að bjóða... þá getur þu svoldið stýrt malunum

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ísland er lítið land og er fasteignamarkaðurinn lítill. Hvað er það sem stýrir framboðið og eftirspurn á markanðum og þar af leiðandi verðinu. 

Í grunninn er það tekjumöguleikar fasteignar sem ráða því hversu verðmæt hún. Þú ert með einstaklinga eða fyrirtækis sem hefur tekjur. Þess tekjur ráðav verðinu. HM selur föt og getur því greitt leigutekjur eða fjölskylda sem hefur x tekjur getur keypt fasteign með þessum tekjum. 

Braskarar geta geta keypt húsnæði og þannig hækkað verðmæti hússins. Ef tekjur þeirra í samfélaginu sem eiga að kaupa fasteignir duga ekki fyrir verðinu sem þeim sem braskar vilja og þurfa til að ávaxta sitt þá lækkar fasteignarverð.

London, New York og aðrar stórborgir hafa slíkt aðdráttarafl að menn geta keypt og selt íbúðir þar og þurfa ekki einu sinni að hafa tekjur af leigu sem þýðir að þú ert með hús þar sem enginn býr en eigendurinnar græða stór fé á því að selja öðrum bröskurum fasteignina. Ef þetta er innan þeirra marka sem fólk og fyrirtæki geta greitt þegar þeir búa í eða starf í fasteigninni þá er þetta ekkert mál. 
 

Veltan í Reykjavík er einfaldlega ekki nógu mikil til að braska svona með fasteignir. Það virðist þurfa meira til en bara byggja eða kaupa fasteignina. Það þarf eitthvað meira og þetta hefur London, New York og aðrar borgir. 

Á Íslandi fer fólk seinna í lífinu og fær sér eigin húsnæði. Á hverju eru árangar sem koma út á vinnumarkaðinn og geta ekki keypt sér fasteign. Verðið er einfaldlega of hátt eða krafan um stærð og þá fjölda fermeta er of há. 

Það tekur tíma að byggja fasteign og það virðist vera nægilega langur tími til að hluteigandi, bankar og núverandi fasteignaeigendur geta haft áhrif á framboðið. Ef allt væri eðlilegt sem það er klárlega ekki ætti fasteignaverð að hækka þegar fleiri vilja kaupa og svo á það að lækka þegar framboð eykst. En það gerist ekki þess vegna er íslenskur fasteignamarkaður ónýtur og líkist frekar lénskerfi miðhalda en nútímalausn á að veita fólki þak yfir höfuðið. 

Ég sé enga lausn aðra en að ríkið komi inn og fari að byggja mikið magn af íbúðum, raðhúsum og einbýlishúsum. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta verður að gera og fasteignaverð verður að lækka. Þetta mun koma þeim sem keyptu á háu verði illa en þetta verður að gera til þess að komandi kynslóðir fái þak yfir höfuðið. Þetta kemur sér illa fyrir banka og byggingarfélög en þessir aðilar eru í þeim tilgangi að græða og við getum ekki sem samfélag sett gróða fram yfir þá skyldu að allir geti leigt eða keypt húsnæði. 

Í búsáhaldabyltingu var fólk sem var að missa húsnæðis sitt. Það var reitt og var tilbúðið að gera rótæka hluti og var það vegna þess að það var að missa húsnæði sitt. Það og börnin þeirra voru á leið á götuna. Fólk sem er í þessari stöðu hefur engu að tapa. 

Unga fólkið í dag það mun eignast börn og það mun þurfa þak yfir höfuðið. Það verður lika reitt ef það er ekki hægt að tryggja þeim húsnæði. Þetta verður að laga og það strax. Það er auðvelt að mæla þetta. Ef fasteignaverð fer bara upp en aldrei niður þá þarf að auka fjölda fasteigna í bygginu. Ef verðið er að lækka þá er þetta að virka. 

 

Bankar, íbúðarlánasjóður og lífeyrissjóðir ráða miklu um framboð á fasteignamarkaði. Sömuleiðis byggingarverktakar. Þessir aðilar ráða hvað er byggt og hve mikið. 

Fasteignasalar, íbúðakaupendur, braskarar, ferðamenn ráða eftirspurninni. Unga fólkið okkar er umburðarlynd og og talar tvö eða fleiri tungumál. Það getur flutt erlendis ef það líkar ekki veran á Íslandi. Já verðið er hátt líka erlendis, ekki allsstaðar en þú færð meira fyrir peningin erlendis. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
Quote

 

Vextir á íbúðalánum hafa lækkað um á bilinu 0,5 til 1,7 prósentustig samhliða 1,25 prósentustiga vaxtalækkun Seðlabanka Íslands frá því í maí. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir október.

Þrátt fyrir það hefur dregið úr nýjum íbúðalánum bæði frá fyrri mánuði og frá sama mánuði í fyrra. Ný óverðtryggð lán hafa aukist um 41 prósent milli ára en verðtryggð lán hafa dregist saman um 51 prósent. 

Í skýrslunni kemur fram að dregið hefur úr veltu í byggingariðnaði á árinu og innflutningur á byggingarhráefnum hefur verið að dragast saman. starfsfólk í byggingariðnaði með erlent lögheimili hefur farið fækkandi undanfarin tvö ár og fækkar enn. Starfsfólki með íslenskt lögheimili hefur hins vegar ekki verið fleira frá árinu 2008 og heildarfjöldi starfsfólks í greininni er því enn með mesta móti. Því fjölgar þó hægar en áður og voru 3% fleiri á öðrum ársfjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra.

 

https://www.ruv.is/frett/ibudalanavextir-nidur-um-allt-ad-17-prosentur

Hvað er það sem er búið að keyra upp fasteignaverð á undanförnum árum?

- Breytt fyrirkomulag varðandi lán -  byggt á lánshæfismati. Lánshæfismat breytist ekkert við að vextir lækka eða hækka.

- AirBnb - margir ferðamenn, fleiri fasteignir undir ferðamenn en íbúa.

- Uppgangur í þjóðfélaginu. 

- Svikalokn, menn að nota hækkanir á fasteignum til að kaupa aðrar fasteignir en svo þegar fólk hefur ekki efni á þessu minnkar eftirpurninn. 

- Gjöf Sigmundar Davíðs í formi skuldaniðurfellingar. 

-...

 

Ég hef spurt, hvaða áhrif hefur vaxtalækkun? Það hefur enginn sýnt fram á það. 

Hinsvegar ef lesið er nýjasta The Economist þar segir að hefðbundin stýritæki Seðlabanka eru hætt að virka. Því spyr ég eins og ég gerði á öðrum þræði. Til hvers erum við með Seðlabankastjóra?

Þessu óbeint tengt. Af hverju að lækka bankaskattinn? Hann rennur í ríkissjóð og bankanir segja að viðskiptavirnirnir borgi þetta á endanum. Af hverju er þá bankinn að biðja um þessa skattalækkun? Þeir sjá auðvitað gróða í þessu fyrir sig. 

Skatt þarf að leggja á með lögum. Það þarf líka að hafa einhver rök fyrir skatti.Við erum að reka ríkið með skattpeningum. Ef Seðlabankinn er óþarfu þá má leggja hann niður að mestu leiti, segja upp starfsfólki og lækka skatta. 

Skattar eiga að fara í eitthvað nytsamlegt. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, hvað segja húsnæðissérfræðingarnir núna? Er ekki fermetraverð í frjálsu falli og offramboð á nýbyggingum? Kannske bezt hjá  mer að segja upp leigusamningnum í bílskúrnum hja fleebah og kíkja eftir einhverri kjallaraholu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Húsnæðisverð er í raun verðtryggt.

Þannig að það mun ekki falla, heldur halda í stað þar til uppsveiflan kemur aftur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er náttleg galið að halda því fram að húsnæðisverð sé verðtryggt. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/05/07/46_prosent_raunlaekkun_fasteigna/

Til lengri tíma hefur fasteignaverð haldist að raunvirði. Það er staðreynd. En það þýðir ekki að það sé verðtryggt nema þú horfir til margra áratuga. 

Hér er verið að velta fyrir sér hvort það eigi að kaupa fasteign í dag. Það er ómögulegt að segja hvað gerist í ár en mín skoðun er að kaupendur haldi að sér höndum á sama tíma og mikið er til að fullkláruðum íbúðum og það mun aukast næstu mánuði. Einföld hagfræði segir að framboðið verði þá meira. Erlend starfsfólk í ferðaþjónustu fer úr landi og AirBnb markaðurinn hverfur í einhvern tíma. Á móti koma lágir vextir sem lækkar greiðslubyrgði en ég held að fasteignaverð muni ekki hækka í takti við verðbólgu á árinu, þótt lítil sé. Býst þó ekki við neinu miklu falli. Bara óvissa sem hægja verulega á kaupendum til einhvers tíma.

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, GGG said:

Það er náttleg galið að halda því fram að húsnæðisverð sé verðtryggt. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/05/07/46_prosent_raunlaekkun_fasteigna/

Til lengri tíma hefur fasteignaverð haldist að raunvirði. Það er staðreynd. En það þýðir ekki að það sé verðtryggt nema þú horfir til margra áratuga. 

Hér er verið að velta fyrir sér hvort það eigi að kaupa fasteign í dag. Það er ómögulegt að segja hvað gerist í ár en mín skoðun er að kaupendur haldi að sér höndum á sama tíma og mikið er til að fullkláruðum íbúðum og það mun aukast næstu mánuði. Einföld hagfræði segir að framboðið verði þá meira. Erlend starfsfólk í ferðaþjónustu fer úr landi og AirBnb markaðurinn hverfur í einhvern tíma. Á móti koma lágir vextir sem lækkar greiðslubyrgði en ég held að fasteignaverð muni ekki hækka í takti við verðbólgu á árinu, þótt lítil sé. Býst þó ekki við neinu miklu falli. Bara óvissa sem hægja verulega á kaupendum til einhvers tíma.

Húsnæðisverð er verðtryggt. Það gæti verið sveiflur til stutts tíma, en á endanum eru það verðtryggt.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 3/28/2020 at 0:21 AM, Newton said:

Húsnæðisverð er verðtryggt. Það gæti verið sveiflur til stutts tíma, en á endanum eru það verðtryggt.

Ef einhver er að spyrja hvort hann ætti að kaupa húsnæði í dag finnst mér ekki rétt að segja að það skipti engu máli hvenær þú kaupir þar sem þetta fylgir verðlagi til langs tíma. Þá gæti það svar átt við um flest skuldabréf og fleira. Og að segja að það muni ekki falla finnst mér ekki ábyrgt. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 3/29/2020 at 1:07 PM, GGG said:

Ef einhver er að spyrja hvort hann ætti að kaupa húsnæði í dag finnst mér ekki rétt að segja að það skipti engu máli hvenær þú kaupir þar sem þetta fylgir verðlagi til langs tíma. Þá gæti það svar átt við um flest skuldabréf og fleira. Og að segja að það muni ekki falla finnst mér ekki ábyrgt. 

Það er algjörlerlega ótímabært að fara taka einhverjar vitrænar ákvarðanir í dag. "The dust needs to settle" einsog maður myndi segja, í dag eru öll hagkerfi heimsins í stóru báli.

Málið er að enginn er að taka stórar ákvarðanir í dag, framtíðin er alltof óviss og ótrygg. Enginn veit hver áhrifin af þessum vírus verða. Þetta gæti drepið helming allra fyrirtækja í landinu, án gríns.

Ef fólk hefur ekki vinnu, þá hefur það ekki pening, og það hefur ekki kaupmátt, og það er bara kreppa. Þeir sem eiga pening eru í góðum málum, til skemmri tíma, en maður veit ekki hvaða áhrif þessi peningaprentun hefur í öllum þessum hagkerfum. Við erum á algjörlega ókunnum slóðum. Þessar aðstæður og þessar aðgerðir í framhaldi hafa aldrei verið gerðar áður. Þegar spænska veikin var þá voru gjaldmiðlar peggaðir við gull eða álíka. Í dag er þetta öðruvísi.

Ljóst er að allt verður gert til að bjarga hagkerfunum, það er  #1, bjarga fyrirtækjum, bjarga atvinnu fólks, koma í veg fyrir allsherjar ömurleika. #2 er að ráða við verðbólgu sem hugsanlega gæti hlotist af því. Ég reyndar held að þessu hljóti að fylgja verðbólga. En hinsvegar er seðlabanki íslands með stóran gjaldeyrisvaraforðasjóð, en samt eru allar gjaldeyrisskapandi greinar í rústi núna.

Það var talað um að gjaldeyrisvaraforðinn ætti að duga fyrir innkaupum í 3 mánuði. Ég held að hann dugi mun lengur enda nokkur stór þessa stundina. En ef ástandið fer ekki að komast í samt lag þá erum við að sjá ekki bara gjaldeyrishöft heldur hugsanlega skömmtun, í formi að bannað verður að kaupa ákveðnar ónauðsynlegar vörur, önnur en matvæli, lyf og vörur nauðsynlegar hagkerfinu til útflutnings! Nuddpottar sem dæmi fá ekki að koma inn.

 

Veit ekki hvað er viturlegast að gera í dag. Aðstæðurnar eru fordæmalausar.

Fyrir ungt fólk væri viturlegast einfaldlega að byrja að eignast fullt af börnum. Það gæti tekið okkur 20 ár að komast upp úr þessum kreppudal, og þá er fínt að eiga unga krakka sem geta séð fyrir foreldrunum sem misstu af öllum tækifærunum. Erum eiginlega kannski að snúa aftur í það.

Þegar við lítum til baka og sjáum hvaða bíll var mest seldi bíllinn áður en þetta gerðist, Tesla!!, þá áttum við okkur á því hve hégómagjörn og sjálfselsk við vorum orðin.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, Newton said:

Fyrir ungt fólk væri viturlegast einfaldlega að byrja að eignast fullt af börnum. Það gæti tekið okkur 20 ár að komast upp úr þessum kreppudal, og þá er fínt að eiga unga krakka sem geta séð fyrir foreldrunum sem misstu af öllum tækifærunum. Erum eiginlega kannski að snúa aftur í það.

 

?

Börn er ekkert nema nettó kostnaður.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að 68-kynslóðin ætli að selja stóru hripleku einbýlishúsin sín í þessari kreppu. Þessi hús sem keypt voru á óverðtryggðu víxlunum á sama tíma og námslánin brunnu upp í óðaverðbólgunni. Þá getur yngra fólk keypt þessi hús með fullri verðtryggingu, svo 68-kynslóðin geti öll sameinast í einni stórri golfferð til Ameríku. Selur líklega síðustu ríkiseignirnar í leiðinni, svo hún þurfiið ekki að taka krónu úr eigin vasa til rekstrarfés ótíumsins.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.