Sign in to follow this  
Followers 0
Femma Hrútsdóttir

Innflutt vinnuafl skaði verkafólk

11 posts in this topic

Ég stytti fyrirsögnina.

https://www.visir.is/g/2019191009138/segir-frjalsa-flutninga-vinnu-afls-grafa-undan-hags-munum-verka-folks

Quote

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn.

Er það í alvöru Sólveig mín? Hvað varstu lengi að fatta þetta?

En jæja. Þú ert sú fyrsta úr verkalýðshreyfingunni sem bendir á þetta. Til hamingju með það, og hrós dagsins. 

Kommúnistinn var fyrst til að sjá ljósið. Hver hefði þunkað það?

Bíðum eftir að hún komi lúpuleg til baka til að éta þessi orð ofan í sig.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fyrir hvern voru landamærin opnuð með EES?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Duh, er hún fyrst að fatta þetta núna?

Reyndar er það svo að innflutt ódýrt verkafólk heldur uppi mörgum fyrirtækjum og framleiðslu hér á landi, íslendingar fást ekki í þessi störf vegna þess hve illa launuð þau eru, og íslendingar vilja heldur ekki vinna í "ómerkilegum" störfum lengur. Þannig að ef allt þetta verkafólk hyrfi á einni nóttu þá væri nú ansi margt sem færi til fjandans.

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 minutes ago, Newton said:

Duh, er hún fyrst að fatta þetta núna?

Reyndar er það svo að innflutt ódýrt verkafólk heldur uppi mörgum fyrirtækjum og framleiðslu hér á landi, íslendingar fást ekki í þessi störf vegna þess hve illa launuð þau eru, og íslendingar vilja heldur ekki vinna í "ómerkilegum" störfum lengur. Þannig að ef allt þetta verkafólk hyrfi á einni nóttu þá væri nú ansi margt sem færi til fjandans.

Hvort kemur á undan, hænan eða eggið?

Eru störfin illa launuð af því að völ er á fólki sem er tilbúið til að vinna fyrir lúsarlaun?

Því miður, ég kaupi ekki þessi rök, sem maður heyrir svo oft.

ALLIR eru tilbúnir til að vinna ÖLL störf. Það er bara spurning um launin. Ef launin eru of lág fyrir Íslendinga þá á sú starfsemi ekki að vera á Íslandi.

Og ekki gleyma því að fólkinu sem er ýtt út úr láglaunageiranum með þessum hætti lendir í dópi og slíku og verður að aumingjum og ég og þú verðum að borga þann kostnað. Svo ekki ímynda þér að við séum að græða eitthvað á þessu.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar ég var krakki og EES-samningurinn hafði ekki tekið gildi þá var samt alveg hægt að reka strætó með íslenskum bílstjórum. Það var líka hægt að halda matvöruverslunum gangandi (með íslenskumælandi starfsfólki) og meira að segja líka hægt að byggja hús og læti.

En ok það má vel vera að í heildina sé þessi samningur af hinu góða en það þýðir ekki að við eigum að loka augunum fyrir neikvæðum áhrifum, eins og t.d. það að stéttaskipting hafi aukist frá því hann tók gildi. Það var allavega ekki neitt minnst á þennan punkt í þessari skýrslu sem var gerð um "kosti og galla" EES. 

1 tíma síðan, Newton said:

Reyndar er það svo að innflutt ódýrt verkafólk heldur uppi mörgum fyrirtækjum og framleiðslu hér á landi, íslendingar fást ekki í þessi störf vegna þess hve illa launuð þau eru, og íslendingar vilja heldur ekki vinna í "ómerkilegum" störfum lengur. Þannig að ef allt þetta verkafólk hyrfi á einni nóttu þá væri nú ansi margt sem færi til fjandans.

Heppileg uppstilling þeirra sem eru að reka fyrirtæki svo auðvitað koma þeir reglulega í fjölmiðla og ljúga þessu að okkur. Nei það er alveg hægt að reka fyrirtæki hér á landi án þess að flytja inn ódýrt vinnuafl. Þú þarft bara að gera eins og í gamla daga að bæta laun/kjör til að fá fólk til vinnu.

Önnur lygi er sú að þetta fólk sé duglegra en Íslendingar. Núna er ég búinn að vinna nokkur ár á stað þar sem er sirka 50/50 skipting og Íslendingar og Pólverjar eru bara svipaðir starfskraftar. Það sem ég held að sumir meini þegar þeir segja "duglegri" er að útlendingarnir þekkja síður réttindi sín svo það er hægt að hagræða með því að virða þau ekki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það eru heldur mikil tíðindi þegar harðsvíraður kommi áttar sig á lögmálum um framboð og eftirspurn.
Offramboð leiðir alltaf til verðlækkunar, og það á líka við um starfskrafta.

Staðan á Íslandi er þannig að það er erfitt fyrir unga íslenska karlmenn að komast á samning hjá iðnmeisturum, því markaðurinn er ekki sá sami og hann var.
Skv byggingareglugerð er það nóg að hafa einn meistara í hverju fagi sem ber ábyrgð á framkvæmdum.
Sem hefur leitt til þess að tugir ómenntaðra Austur Evrópubúa eru við störf við hvert fjölbýlishús eða verslunar- og iðnaðarhúsnæði.
Veit þess dæmi að fyrirtæki eru jafnvel ekki með neina íslenskumælandi starfsmenn á vinnustað, og að meistari sjáist aldrei á staðnum.
Og eitt dæmi veit ég um fyrirtæki sem ræður ekki fólk sem getur ekki tjáð sig á vinnustaðnum. Þ.e., kann ekki pólsku.

Þetta er sýking sem er að breiðast út um þjóðfélagi, verslanir eins og Nettó og sumar Bónusverslanir eru keyrðar áfram af Pólverjum.
Ég fer nokkuð reglulega í Nettó í Mjóddinni og þar er ekki orðið hægt að tjá sig á íslensku lengur við starfsmenn, og jafnvel enskan eða þýskan er ekki nothæf heldur, þar sem tungumálakunnátta Pólverja er af skornum skammti.

En auðvitað er það Eflingarfólkið íslenska sem verður verst úti.
Hér virðist enginn starfa við þrif, strætivagnaakstur og aðra þjónustu án þess að tala pólsku.

Og afleiðingar eru orðnar ansi víðtækar.
Tugir miljarða eru fluttar út til Póllands á hverju ári.
Atvinnuleysi meðal útlendinga er mjög hátt hlutfall af heildaratvinnuleysi.
Sveitrarfélög eru farin að greiða umtalssverðar upphæðir í framfærslu þeirra sem hafa lítinn eða engan rétt á atvinnuleysisbótum.
Ungir Íslendingar eru gjarnan settir á örorku "til að leysa vanda"

Sem harðsvíraður frjálshyggjumaður verð ég reiður þegar menn komast upp með það að handstýra markaði, sem kemur niður á einhverjum.
Og það er nú ekki einu sinni þannig að fjöldi Pólverja og annarra Austur Evrópubúa hafi bætt þjónustu eða lækkað verðlag.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 tíma síðan, Fórnarlambið said:

Og það er nú ekki einu sinni þannig að fjöldi Pólverja og annarra Austur Evrópubúa hafi bætt þjónustu eða lækkað verðlag.

Hagræðingin notuð til að moka á toppinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Fórnarlambið said:

Það eru heldur mikil tíðindi þegar harðsvíraður kommi áttar sig á lögmálum um framboð og eftirspurn.

Samt er hún í fremstu röð No Borders hópsins. Ekki halda eina sekúndu að hún sé heil og heiðarleg í þessari nálgun sinni. Hún mun skipta um skoðun, gegn lögmálum hagfræðinnar, þegar það hentar henni hið minnsta. Í þágu þess að geta málað sig og sínar vinkonur sem fórnarlömb auðvaldsins, feðraveldisins eða hvers sem hentar hverju sinni í leit að fórnarlambavæðingu og skrímslavæðingu "the other" a la Marxismi.

sólveig anna og hagfræði.jpg

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Takk fyrir þetta Fleebah það var eitthvað off við þessa afstöðu hennar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 tímum síðan, fleebah said:

Samt er hún í fremstu röð No Borders hópsins. Ekki halda eina sekúndu að hún sé heil og heiðarleg í þessari nálgun sinni. Hún mun skipta um skoðun, gegn lögmálum hagfræðinnar, þegar það hentar henni hið minnsta. Í þágu þess að geta málað sig og sínar vinkonur sem fórnarlömb auðvaldsins, feðraveldisins eða hvers sem hentar hverju sinni í leit að fórnarlambavæðingu og skrímslavæðingu "the other" a la Marxismi.

sólveig anna og hagfræði.jpg

Þetta kvót mitt var reyndar háð, en það skilst svo sem ekki alltaf.

Hitt er svo að mér þykir líklegt að komminn sé ekki alltof hrifinn af því að vera formaður verkalýðsfélags Pólverja og annarra Austur Evrópubúa.
Af því að ég þekki það, frá því fyrir hrun, að starfsmenn verkalýðsfélaga eru ekki alltof hrifnir af því hvernig hlutirnir hafa artast, og hversu mikið streymir úr sjóðum félaganna til Póllands, og hversu mikil vinna er á bakvið þjónustu við þá.
Líklega hefur ástandið ekki batnað síðan þá.

En kommarnir og ESB kratarnir vita ósköp vel, að engin breyting verður á þessu fyrirkomulagi fyrr en Ísland gengur úr EES.
Vel heppnað Brexit gæti orðið prelúda að því.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Verkalýðsfélögin hafa algjörlega brugðist erlendum verkamönnum. 

Þeir borga í sjóðina. Eru á lágum launum og þurfa að borga mafíuskatt til starfsmannaleiga.

Auðvitað eiga félögin að gera það sem starfsmannaleigurnar gera án aukagjalds. Það er innifalið í félagsgjaldinu.

EES á að tryggja sömu réttindi og það er bannað að mismuna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.