Sign in to follow this  
Followers 0
Ekki tröll

Lífeyrissjóðir

6 posts in this topic

Í hverjum mánuði er tekið fjármagn af þeim sem eru launþegar til að borga í lífeyrissjóð. Þetta eru miklir peningar og eiga að stenda undir ellilífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Ykkur að segja þá er þetta fjármálakerfið tilbúningur manna og algjör þvæla. En það á nú um margt. 

Þessir sjóðir eru notaðir til að fjárfesta í framtíð Íslands. Í flugvélögum, fjarskipta og sjónvarpsstöðvum, og fasteignasjóðum svo fátt eitt sé nefnt. Það hefur komið í ljós að margir hafa orðið mjög ríkir á því að selja lífeyrissjóðum hlutabréf í fyrirtækjum á háu verði. Vegna þess að þessi hlutabréfamarkaður er þvæla er auðvelt fyrir rétt fólk að græða á lífeyrissjóðum. 

Utan um þetta kerfi lífeyrissjóða er fullt af fólki sem tekur háa þóknun fyrir að sýsla með peninga annarra. Þetta fólk skilar litlum árangri fyrir háa þóknun. 

Ég fer fram á að gegnsæi verði aukið. Þeir sem sem vinna hjá lífeyrssjóðum þurfa að birta ársreikning en það er venjulega úrelt plagg þegar hann er gefinn út. Vissulega er gott að vita stöðuna í fortíðinni en það er einfaldlega of seint 

Það sem ég mundi gjarnan fá að vita. A) Hverjir vinna hjá lífeyrissjóðunum og hvað þeir fá í laun og bónusa. Hvaða fjárfestingar þeir hafa ráðist í. Hvar þeir búa og hvað íbuðarhúsnæði kostar. Hvernig bíl þeir keyra á um. Þettta kann að virka íþyngjandi og er það vissulega en menn og konur fá há laun og geta valið sér annan starfsvettvang en að sýsla með peninga landsmanna ef þeir þola ekki dagsljósið. Hagmunir almennings eru meiri en nokkurra vellaunaðra starfsmanna lífeyrissjóða. 

B) Gefa rauntímastöðu á stöðu sjóðana, eða eins fljót og hægt er að vita stöðu fjárfestinga. 

C) Segja frá fjárfestingaákvörðun, C1 fyrir ákvörðun, C2 á meðan ákvörðun stendur eða C3 eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Aðalatriðið er að menn sjái hvernig ákvörðun var tekin og hverning árangur var. T.d. Lífeyrissjóðir ákveða að bjarga Icelandair  eftir bankahrunið. Á tíu árum hefur virðið farið upp og svo niður aftur. Hverju skilaði þessi fjárfesting? Það er hægt að gefa það upp á hverjum degi. Ástæðan er líka að Jón Ásgeir virðist hafa grætt vel á að selja Sýn til lífeyrisjóða 50% lækkun á markaðsvirði. Þetta þarf að koma fram keypt af Jón vegna þess að og niðurstaðan er sú að við töpuðum eða græddum svona mikið. Þetta er tap númer tvö í tveimur hagsveiflum. Forðumst eða ekki forðumst næstu hagsveiflu. 

D) Upplýsa um þóknanir til fjárfestingasjóða, endurskoðaenda, lögmanna, almannatengsla og annarra sem eru að vinna fyrir sjóðina. Ríkið birtir alla sína reikninga. Lífeyrissjóðir ættu líka að gera það. 

E) Birta reikninga sem lífeyrissjóðir greiða. 

F)  Athuga hvort það ekki hægt að bæta árangur sjóðana, ef ekki minnka greiðslur. Það er hægt að borga 400.000 grunnlaun og árangurstengja upp í 1.000.000. Það eru 120 arion bankastarfsmenn sem gætu tekið störf þeirra sem vinna í lífeyrisjóðakerfinu og gert að minnsta kosti jafnvel eða betur. 

Svo bara að lokum þetta er hræðilegt hvernig er farið með launþega. Teknir alltaf hærri og hærri hluti af launum í lífeyrissjóð og verri og verri ávöxtun á meðan afætukerfið verður ríkara og ríkara. 

Laga þetta kerfið eða fara í USA kerfið að menn fjárfesti sjálfir í sínum ellilífeyri. Það meira markaðshyggjulegra en að láta ríkið ákveða að allir borgi í lífeyrissjóð svo fyrirtæki og afætur geti makað krókinn. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Umræðan um lífeyriskerfið er oft víðs fjarri staðreyndum. M.a. er fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur. Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar. Líklega hafa fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef ávöxtunin er svona góð hvers vegna þarf ég þá að borga meira af mínum launum í lífeyrissjóðina?  Peningur sem ég gæti líklega ávaxtað betur? 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Thetta er skitugur bransi. Slaid bara upp Ken Fisher og klamkjaftinum hans...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ken is the founder, Executive Chairman and Co-Chief Investment Officer of Fisher Investments, a money management firm serving large institutions and high net worth individuals throughout the world. The firm has offices in Washington, California, Texas, the United Kingdom, Germany, Dubai, Australia and Japan, with further global expansion underway.

His prestigious Forbes “Portfolio Strategy” column ran from 1984 through 2016, making Ken the longest continuously running columnist in the magazine’s history. He now writes regular columns for USA Today, the UK's Financial Times , Germany's Focus Money, Italy's Il Sole 24 Ore, Denmark's Børsen, Sweden's Dagens Industri, Switzerland's Handelszeitun and the Netherlands' Telegraaf. Ken has authored 11 books on finance and investing, including 4 New York Times bestsellers.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.