Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Samgönguvandinn: Lausnir eða gjaldþrot?

14 posts in this topic

   Það er nú orðið deginum ljósara, að sá samgönguvandi sem við Íslendingar eigum við að glíma er á engan hátt leystur með þeim tillögum, sem "samkomulag" hefur náðst um á milli sveitarfélaganna og ríkisins. - Þetta kom fram m.a í Kastljóssþætti Sjónvarpsins í kvöld (mánud. 7. október), þar sem rætt var við borgarstjóra af spyrli þáttarins. Þetta var ágætur þáttur sem slíkur, en svaraði engum spurningum um hvar  taka eigi það fé sem almenningi er ætlað að greiða. Borgarstjóri kom alls ekki illa út í svörum sínum - en því miður var honum ofraun að sannfæra áhorfendur um fyrirætlanir samkomulagsins. Spyrill gekk þó nokkuð hart fram í spurningum sínum, með réttu, en báðir aðilar höfðu ekki erindi sem erfiði í Kastljóssþætti kvöldsins.

     Nú er það rætt manna á meðal, t.d. í heitu pottum sundlauganna sem og annars staðar, að þetta verkefni, að leysa samgönguvandann á höfuðborgarsvæðinu sem og annars staðar, sé engan veginn á færi landsmanna sjálfra að leysa. Hvorki séu til tæki né tól eða nægur mannskapur til að leysa verkefnið - að ekki sé nú minnst á fjármunina. - Það sé því ekki annað í stöðunni en að leita til þess aðila sem reynst hefur okkur hvað best í áranna rás, allt frá stríðsbyrjun (seinni heimsstyrjaldar) og síðar að aðstoða okkur Íslendinga enn einu sinni. Og hverjir skyldu það nú vera aðrir en Bandaríkin? - Liggur þetta ekki ljóst fyrir?

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

        Bandarískir nemendur hafa nú þegar lagt fram tillögur um úrbætur á samgönguvanda hér í Reykjavík. Með því að endurhanna eða skipuleggja ferðir Strætisvagnanna hefur því verið beint til stjórnar Strætó sem hefur tekið tillögunum feginsamlega. - Nú sjáum við hvernig framhaldið verður! - Kanske útfært í þá átt sem hér var ýjað að hér að ofan:semsé allsherjar aðstoð frá heimalandi þeirra - Bandaríkjunum?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nemendurnir storma örugglega að Hvíta Húsinu þar sem Trump verður tilbúinn við tröppurnar til að taka á móti skjölunum. Þau fá svo stóran rauðan Priority stimpil og fara efst í hrúguna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 tímum síðan, Sigurður123 said:

Þetta er auðvitað grátbroslegt að það þurfi skólakrakka frá Boston til að leiðbeina forkólfum hjá Strætó um leiðakerfið.

Sá sem þetta ritar er að baksa við að nota strætó dags daglega í vinnu. Það gengur reyndar fínt hjá mér (ein skipting og passar fínt), en margir vinnufélagar kvarta sáran yfir löngum ferðatíma og vondum tímasetningum við skiptingar. Helst eru þeir sem búa í Hafnarfirði og t.d. í Kórahverfinu í Kópavogi; að það taki upp undir klukkutíma að koma sér í vinnu í Grafarholtið!

En það eru líka aðrir vinklar á þessu hjá Strætó. Við (aðrir líka) í okkar vinnu höfum kvartað undan því að ekki sé komið strætóskýli, á leið hjá okkur í Vínlandsleið. Strætó veit af þessu, en hefur ekkert aðhafst í marga mánuði. Þetta er óþolandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skattstjóri er með skrá yfir hvar allir vinna. Þjóðskrá er með skrá yfir hvar fólk býr. Strætó gæti fengið þessi gögn og greint þarfir fólks við að komast í og úr vinnu. Það gæti t.d. strætó farið Reykjanesbrautina. Gerir strætó það? 

Ef það eru nógu margir sem vinna í Hafnarfirði og Kópavogi til að réttlæta ferð í Grafarholtið þá á að gera það. Hvað þarf fólk? Komast í vinnu og í búðina. Þá getur strætó stoppað beint fyrir utan Bónus mitt á milli Kópavogs eða Hafnarfjarðar og Grafarholts. 

Hvaða fleiri þarfir hefur fólk? Læknir og apótek.

Keyrir enginn strætó Reykjanesbrautina?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Haha.. Þetta er stórkostlegt, það þurfti bandaríska nemendur til að sjá þörf á því að greina flæðið á farþegunum. 

Er þetta ekki kennt í samgöngufræðum 101?

Sýnir bara enn eitt fúskið á Íslandi. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

           Ekki hafa þeir sem sent hafa innlegg hér mikið snert á vandanum sem að okkur steðjar á sviði samgöngumálanna. Innleggið um bandarísku nemendurna sem voru að kanna strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu var sett inn svona rétt til að sýna hve nærtækt það er fyrir útlendinga að sjá hvar skórinn kreppir. - Vandamál okkar í samgöngumálunum er ennþá óleyst og ENGIN lausn í sjónmáli. Hversu mjög sem aðrir þeir sem senda hér inn kæruleysislegar athugasemdir um málið, verður það ekki frá okkur tekið það stóra vandamál sem vofir yfir íbúum: að leysa samgönguvandann - einkum á höfuðborgarsvæðinu. - Stjórnvöld eða bæjarfélög, sameinuð eða sundruð, hafa enga möguleika til þess að leysa vandann.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Landsbanki byggir höfuðstöðvar í miðbænum. Það eykur á bandanna.

Arion segir upp 100 manns. Það minnkar vanda í Borgartúni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tvær ódýrustu lausnirnar:

- Staðsetja fyrirtæki, stofnanir og þjónustu víðar á höfuðborgarsvæðinu. Hægt væri að flytja ríkisstofnanir í Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð eða Mosfellsbæ, án þess að fólk þurfi að flytja búferlum.

- Breyta tímasetningu á opnun og lokun hjá fyrirtækjum, stofnunum o.s.frv. Þannig að skólar opnir á öðrum tíma heldur en fyrirtæki, og stofnanir á öðrum tíma.
Það er engin ástæða fyrir framhaldsskóla og háskóla að byrja kl 08:15, 09:15  væri fullkomið því þá er öll morgun-traffíkin búin að réna. Ríkið og reykjavíkurborg eiga auðvitað að sýna gott fordæmi og leiða þessa breytingu, þetta er ódýrasta sem hægt er að gera, kallar á núll framkvæmdir, núll fjárfestingu, bara breyting á vinnutíma fólks, og hvað ef það þarf að stytta vinnudag um hálftíma til að ná þessu fram? Fólk eyðir þessu tíma í dag hvort sem er bara sitjandi í umferðinni.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

           Held bara, að þetta sé ein og nokkuð skynsamleg uppástunga sem fram kemur hjá Newton í innleggi hans. Ef ekki eitthvað þessu líkt, hvað þá? Að ætla að vaða í þau verkefni sem virðast samstaða um milli ríkis og sveitarfélaga er bara glapræði, svo vægt sé til orða tekið. - Einhvers konar tilfærsla á tímum og vinnutíma getur orðið lausn, ekki vafi. En lausn á framkvæmdum á samgöngukerfinu er ekki á okkar færi. Svo mikið er víst.

Share this post


Link to post
Share on other sites
24 mínútum síðan, Newton said:

- Staðsetja fyrirtæki, stofnanir og þjónustu víðar á höfuðborgarsvæðinu. Hægt væri að flytja ríkisstofnanir í Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð eða Mosfellsbæ, án þess að fólk þurfi að flytja búferlum.

Margir íbúar í miðbænum sem í dag lifa "bíllausum lífstíl" (yfirleitt virkar það m.a. vegna þess að það þekkir svo marga á bíl þegar þarf að redda því) myndu örugglega þurfa að fjárfesta í bíl eftir slíka breytingu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Hallgeir said:

Margir íbúar í miðbænum sem í dag lifa "bíllausum lífstíl" (yfirleitt virkar það m.a. vegna þess að það þekkir svo marga á bíl þegar þarf að redda því) myndu örugglega þurfa að fjárfesta í bíl eftir slíka breytingu.

Jafnræði fyrir alla!

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 mínútum síðan, Newton said:

Jafnræði fyrir alla!

Já einmitt og jafnast auðvitað út. Fleiri á bíl en á móti eitthvað færri og styttri vegalengdirnar. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.