Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Hinn Trump-múrinn í Texas

6 posts in this topic

..gaman væri að sjá hvort trumpistar og antiscience liðar  málefnanna, sérstaklega vestanhafs, verða ekki kátir að borga TVO múra!

Og athugið hver er ástæða fyrir byggingu múrsins við ströndina!

 

Hermann Stefánsson

Barnið og skraddararnir

Blogg · 7. október 2019 17:39

Sögur í kapítalísku einstaklingshyggjusamfélagi snúast um einstakling — erkitýpu — sem sprettur úr fábrotnum jarðvegi og haslar sér völl, leggur af stað í óvissuferð, berst og hefur að lokum sigur, gegn ofurefli. Fyrirsjáanlegasti (en ekki áhugaverðasti) þátturinn í sögunni um Gretu Thunberg snýst um að karlar með brogað sálarlíf snúist gegn henni, hæði hana og spotti, rægi og níði. Sögugerðin er fastmótuð — þetta er hlutinn sem kemur venjulega skömmu fyrir gifturík sögulok. En varla átti neinn von á að Donald Trump yrði upprifinn yfir Gretu Thunberg, sæi sig um hönd og bætti ráð sitt? Og spyrjum að leikslokum.

Þetta er ævintýri, því er oftast líkt við Nýju fötin keisarans og Gretu við barnið sem benti á að keisarinn væri nakinn. En það vantar eitthvað í söguna. Auðvitað er dálítið gaman hversu fyrirhafnarlaust Greta Thunberg snýr niður belgingslega hæðni Trumps og gerir hann hlægilegan á Twitter. En samskipti gáfaðs barns og pólitískra pótintáta með enga dagskrá í loftslagsmálum eru ekki það sem erindið snýst um. Hvörfin í ævintýrinu eru annars staðar og í því eru fleiri söguhetjur.

Af hverju er keisarinn nakinn? Það er ekki vegna þess að honum þyki svo gaman að láta þegnana hræsna heldur trúir hann því sjálfur að hann sé í fegursta klæðnaði sem ofinn hefur verið. Þeir sem ófu klæðin voru tveir skraddarar, svikahrappar sem stungu dýrum glitþráðum og efni í farteski sitt, auk formúgunnar sem þeir fengu fyrir verkið, og lugu að keisaranum að fötin væru ósýnileg heimsku fólki og öllum sem ekki væru starfi sínu vaxnir. Sem enginn vildi láta komast upp að hann væri.

 

Trump-múrinn hinn meiri

Til stendur að reisa tröllaukinn múr í Bandaríkjunum. Nei, ekki þann múr heldur annan sem minna hefur verið fjallað um. Sá múr snýst ekki síður um þjóðaröryggi en hinn, að mati embættismanna í Texas. Um er að ræða tæplega 100 km. steinsteyptan og járnbentan vegg, feiknarmikinn flóðgarð með járnhliðum og landfyllingu meðfram strandlengju Texas.

Tilgangurinn er að vernda helstu olíuvinnslustöðvar landsins fyrir hækkandi sjávarmáli af völdum loftslagsbreytinga. Hverjir eiga að borga? Bandarískir skattgreiðendur.

Leyfum þessari ljómalausu sögu að sökkva inn í allri sinni epísku stærðargráðu. 

Þeir ætla að byggja múr til að hindra að sjórinn flæði yfir stöðvarnar sem valda því að sjávarmálið hækkar. Þeir vilja að bandarísk stjórnvöld borgi fyrir múrinn.

Þetta eru skraddararnir í sögunni, svikahrapparnir. Svo fyrirmunað er þeim að ímynda sér heim án olíugróða að þeir ætla að verja orsakirnar fyrir afleiðingunum fram í rauðan dauðann.

Auðvitað eru þetta sterkir andstæðingar. Það myndi ekki þýða neitt fyrir neinn að mótmæla fyrir utan neinar höfuðstöðvar, enda veit varla nokkur maður svo mikið sem hvað höfuðpaurarnir heita. Þeir eru ekki naktir heldur ósýnilegir. Og þeir hafa stjórnmálamenn í vasanum, kaupa þá fyrir klink, ausa fé í kosningasjóði, múta þeim, hreint út sagt. Þeir búa til ísmeygileg hagsmunatengsl og fjárfesta í gervivísindamönnum sem bera á borð lygar. Þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra pólitískar breytingar. Og vald þeirra er mjög mikið. 

Skraddararnir ráða

Þetta breytir öllu: Kapítalisminn gegn loftslaginu heitir bók eftir Naomi Klein sem kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Klein veltir fyrir sér hvernig leysa megi loftslagsvandann og tekst á við þá býsna útbreiddu hugmynd að ríkir kallar muni leysa loftslagsvandann. Auðvitað er ágætt að Bill Gates hafi áhuga á loftslagsmálum og vilji gera sitt en niðurstaða Naomi Klein er sú að lítt dugi að leggja allt sitt traust á að milljarðarmæringar muni leysa vandann. Klein trúir frekar á mótmæli almennings við stjórnvöld, á samtakamátt samfélagsmiðla. 

Nú eru mótmæli eins og þau sem Greta Thunberg stendur í ekki lausn í sjálfu sér heldur krafa um lausn. Og þegar öllu er á botninn hvolft felst í þeim ansi mikil trú á stjórnvöldum og stjórnmálamönnum, nánast ofurtrú, nánast ómannlegar kröfur — því þrátt fyrir að sá sem mótmæli lýsi frati í frammistöðuna hingað til snýst krafan um að hann geri betur í framtíðinni.

Og það er ekki lítil krafa. Stjórnmálamaður sem þannig kalli hlýddi þyrfti að hafa hugrekki til að grípa til aðgerða sem eru allt annað en líklegar til almennra vinsælda.

Hvaða stjórnmálamaður mun taka sér fyrir hendur eitthvað sem næstum örugglega kemur í veg fyrir að hann verði endurkjörinn? Hver vill setja stífan kvóta á flugferðir almennings, eyða formúgum í hönnun umhverfisvænna traktora, skipa og flugvéla fremur en að byggja múr? Hver vill setja strangar hömlur á bensínbílaumferð almennings, banna með öllu kolabruna og flúoreðaðar gastegundir og umbylta aðferðum í landbúnaði og ræktun? Hver vill gera lönd sjálfbær í stað þess að gera fríverslunarsamninga um matvælaflutninga, hver vill berjast í gegnum hersingu af blekkingum og lygum um hvað virki og leita sannleikans með alvöru vísindum — hver vill loka olíuvinnslustöðvunum?

Slíkt leggur ekki nokkur stjórnmálamaður til nema hann sé haldinn sjálfseyðingarhvöt. 

Ekki aðeins er krafan sú að stjórnmálamaðurinn sýsli við allt annað en vinsældavæna „neytendavernd“ heldur að hann beinlínis bíti höndina sem fóðrar hann — berjist við öflin sem fregnir bárust af í fyrra að vildu láta Trump byggja fyrir sig vonlausasta múr veraldarsögunnar. Í stað þess að vilja mærðarlegar sjálfsmyndir með Gretu Thunberg er ætlast til þess að stjórnmálamaðurinn vilji beinlínis leggi út í tvísýna orustu við algert ofurefli. Ég á við hagsmunaöflin.

Ég á við skraddarana. Þessa sem sauma fötin á stjórnmálamennina og hafa þá að reginfíflum. Því það eru þeir sem ráða förinni. Það á eftir að þurfa meira en ævintýri og meira en fáein mótmæli með örfáum þátttakendum til að sú orusta hefjist fyrir alvöru.stundin.is

Share this post


Link to post
Share on other sites
32 minutes ago, Herkúles said:

Hvaða stjórnmálamaður mun taka sér fyrir hendur eitthvað sem næstum örugglega kemur í veg fyrir að hann verði endurkjörinn? Hver vill setja stífan kvóta á flugferðir almennings, eyða formúgum í hönnun umhverfisvænna traktora, skipa og flugvéla fremur en að byggja múr? Hver vill setja strangar hömlur á bensínbílaumferð almennings, banna með öllu kolabruna og flúoreðaðar gastegundir og umbylta aðferðum í landbúnaði og ræktun? Hver vill gera lönd sjálfbær í stað þess að gera fríverslunarsamninga um matvælaflutninga, hver vill berjast í gegnum hersingu af blekkingum og lygum um hvað virki og leita sannleikans með alvöru vísindum — hver vill loka olíuvinnslustöðvunum?

Slíkt leggur ekki nokkur stjórnmálamaður til nema hann sé haldinn sjálfseyðingarhvöt. 

Ekki aðeins er krafan sú að stjórnmálamaðurinn sýsli við allt annað en vinsældavæna „neytendavernd“ heldur að hann beinlínis bíti höndina sem fóðrar hann — berjist við öflin sem fregnir bárust af í fyrra að vildu láta Trump byggja fyrir sig vonlausasta múr veraldarsögunnar. Í stað þess að vilja mærðarlegar sjálfsmyndir með Gretu Thunberg er ætlast til þess að stjórnmálamaðurinn vilji beinlínis leggi út í tvísýna orustu við algert ofurefli. Ég á við hagsmunaöflin.

Hér er greinilega að skrifa hugsanabróðir Sólveigar Önnu í Eflingu, þ.e. skítsama um hagfræðina.

Spurt er "hvaða stjórnmálamaður mun taka sér fyrir hendur" og svo kemur rumsa af aðgerðum. Og eins og góðum aktívista sæmir, þá dettur viðkomandi ekki í hug, ekki eina sekúndu, að leiða út hvað þetta þýðir.

Hermann Stefánsson nefnir til sögunnar Grétu. Ok, þá skulum við taka mark á henni, fyrst hann flaggar henni ítrekað. Gréta hefur tilgreint 15% árlegan samdrátt á útblæstri í nokkur ár í þessum liðum sem Hermann telur upp. Flug, landbúnaður (traktorar), flutninga og fiskveiðar (skipin), bílaumferð og landflutninga (bílahlutinn) og svo orkuframleiðslu (kolabruninn). Ég endurtek, Gréta sagði 15% og hún er að herma það upp eftir öllum vísindamönnunum sem hún segist hlusta á. Þá skulum við leiða þetta út með það viðmið.

Þetta þýðir hörmungar sem munu þurrka út framtíðarhorfur komandi kynslóða. Gífurlegan samdrátt, studdan af alls kyns stóráföllum eins og atvinnuleysi, samdrætti í stoðþjónustu, stórminnkandi skatttekjur, stórminnkuð matvælaframleiðsla (traktorar og fiskiveiðar), stórminnkaðar flutningar á matvælum (trukkar) og þetta endar í hungursneiðum og borgarastríðum.  Og nota bene, ríku löndin munu ekki lengur vera rík (því Gréta sagði líka "equity" í sínum lausnum) því þau eru sjálf í tómu tjóni og munu hvorki aðstoða með neyðaraðstoð (bannað að flytja matvæli hvort eð er, trukkar og skip, manstu?).   Holodomor verður hjóm eitt. The Great Leap forward verður hjóm eitt.

En það er þó hægt að segja að þetta gæti verið lausn: Grunnvandamálið bak við loftlagsvandamálið er fólksfjöldinn, 7,7 milljarðar síðan apríl 2019. Með því a draga saman um 15% á ári, í nokkur ár, sem svo mun leiða til hungursneiðar af alvarleikastigi sem aldrei hefur sést áður, þá gætum við gert það sem Thanos var að leytast eftir: Að helminga íbúafjölda jarðar til að vernda hana.

Velkomin í hugarheim fólksins sem heldur að það sé boðberar sannleikans og smættar alla sem ekki stíga í takt. Bjóðum velkominn: Thanos!

thanos_marvel_feature.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites
44 minutes ago, Herkúles said:

Þetta breytir öllu: Kapítalisminn gegn loftslaginu heitir bók eftir Naomi Klein sem kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Klein veltir fyrir sér hvernig leysa megi loftslagsvandann og tekst á við þá býsna útbreiddu hugmynd að ríkir kallar muni leysa loftslagsvandann. Auðvitað er ágætt að Bill Gates hafi áhuga á loftslagsmálum og vilji gera sitt en niðurstaða Naomi Klein er sú að lítt dugi að leggja allt sitt traust á að milljarðarmæringar muni leysa vandann. Klein trúir frekar á mótmæli almennings við stjórnvöld, á samtakamátt samfélagsmiðla. 

Eina leiðin til að draga úr útblæstri, án aðkomu Thanos, er bylting í orkuöflun, orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn fóru að nota gas, sem aflað er með Fracking, í miklu meira magni til að framleiða rafmagn og það kom í staðinn fyrir kolaver. Gas gefur frá sér 50% af því sem kolaver gefa frá sér. Ergo, samdráttur í útblæstri út af fracking. Kaldur samruni er eitthvað sem verið er að vinna í að fá til að virka þessa dagana. Lockheed-Martin Skunk Works® er t.d. stórtækt í því að reyna að bjarga heiminum.  Er það ekki fyrirtæki sem Naomi Klein hatar? Heldur þú að við leysum kaldan samruna með "mótmælum almennings við stjórnvöld, með samtakamætti samfélagsmiðla", @Herkúles minn kæri? Hvað heldur þú? Ég í það minnsta held að það verða aldrei sósíalistar a la Naomi Klein sem leysa eitt né neitt í þessa veru. Það eina sem þau kunna er að kalla fram Thanos.

Share this post


Link to post
Share on other sites

...Herkúles trúaður á tæknilausnir eins BLomborg hefur lagt áherslu á, til þess þarf auðvitað að byrja á að viðurkenna vandann..

Varðandi fólksfjölgunina er sjálfsagt rétt að draga úr henni, á því máli  eru þó sjálfsagt margar hliðarog nátengdar hagvaxtarkröfunni,

því fleiri neytendur því betra osfrv.

Kollsteypur þær sem hægrimenn sjá framundan, fyrst og fremst, vegna þess að aðgerðir koma við pyngjuna, tímabundið,

verða þeir að skoða í stærra samhengi og yfir lengri tíma.. Þjóðfélög hafa alltaf verið að breytast til og frá og svo mun vonandi verða áfram

nýjar áskoranir opna á nýja möguleika..

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég heyrði utanfrá mér að Demókratar og aðrir hitatrúarmenn ætli að byggja vegg í kringum Manhattan um leið og þeir hafa rutt Trump úr vegi.

Nei, ekki til að halda sjónum frá Manhattan, heldur að dæla sjó inn fyrir vegginn, svo hægt sé að standa við gamlan hræðsluáróður um að stórir hlutar Manhattan yrðu komnir undir sjó, fyrir einu ári, í síðasta lagi.

Ef ofangreindur tengill kitlar hláturtaugar annarra en þeirra sem trúa á að Gréta geðveika sé Jésú endurborinn, þá er hér meira gamalt grín.

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Herkúles said:

Þjóðfélög hafa alltaf verið að breytast til og frá og svo mun vonandi verða áfram nýjar áskoranir opna á nýja möguleika..

Og þess vegna þurfum við að búa okkur undir það að ef að engar töfralausnir koma, þá þurfum við að laga okkur að breyttum heimi og breyttu veðurfari. Ég býst ekki við því að við náum tökum á þessu neitt í bráð nema að gríðarleg beyting í orkuöflun, samhliða stöðvun á fólksfjölgun, verði að veruleika.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.