Sign in to follow this  
Followers 0
Fórnarlambið

Alheimslöggan

14 posts in this topic

Af gefnu tilefni:
Ekki fyrir fólk sem þjáist af athyglisbresti og getur ekki lesið meira en fyrirsagnir.

----------

Vinsæll frasi í gegnum tíðina hjá sósíalistum, að "Bandaríkjamenn séu að leika einhverja alheimslöggu"
Þessi frasi varð æ vinsælli eftir að Sovétið féll, og "Ísland úr Nató, herinn burt" varð fremur vandræðalegt, og hvarf algerlega þegar herinn fór.
Ísland úr Nató heyrist þó stundum hjá sumum sósíalistum, þegar gamlir verkir taka sig upp.
Nei, sósíalistar hafa ekki rætt mikið um Nató, en þeim mun meira um að "Bandaríkjamenn virðist halda að þeir séu einhver alheimslögga" og að "Bandaríkjamenn eru að stela olíu"

Sovétið fór og sósíalisminn með, fylgjendur létu sig flestir hverfa af sviðinu, og fóru aftur undir steinana.
Þeir sem ekki hurfu fóru í pólitíska kynskiptiaðgerð.
Skaufinn skorinn af og nýir hópar af pólitískum smápíkum sameinuðust gömlum ESB krötum.
Þetta urðu árangursrík umskipti, gömlu ESB kratarnir voru étnir með húð og hári og í dag er ESB orðin sósíalísk ófreskja.
Og Bandaríkjamenn eru áfram hinn mikli Satan.
Reyndar svolítið fyndið að það var erkiklerkurinn, afturhaldsseggurinn og alhliða horbjóðurinn Khomeini sem fyrstur notaði lýsinguna Stóri Satan.
Enda er sósíalistum hlýtt til einræðisherranna í Íran.
Já, sósíalistar yfirtóku ESB, og bjuggu til nýja auglýsingabæklinga með hitatrú sem meginstef, sem er gamli sósíalisminn tappaður á seljanlegri flöskur.

En hvað hefur þetta með alheimslögguna að gera?
Jú, það er alveg sama hvað gerist, ef það er slæmt þá er það Bandaríkjamönnum að kenna.
Ef það er gott, þá er það þrátt fyrir Bandaríkjamenn.
Damned if they do, damned if they don't
Tyrkir ráðast á Kúrda innan landamæra Sýrlands. Skv sósíalistum þá er það Bandaríkjamönnum að kenna.
"Bandaríkjamenn stinga Kúrda í bakið"
En það voru Bandaríkjamenn einir sem komu Kúrdum til varnar þegar Isis var og hét.
Ekki Evrópa, ekki sósíalistar.
Bandaríkjamenn einir hafa haldið aftur af Erdogan, sem verður sífellt grófari.
Fyrirætlanir hans hafa svo sem verið þekktar lengi, að skapa nýtt Ottómannaveldi.
Til þess er hann tilbúinn að bíta af sér Bandaríkjamenn, og halla sér að Rússum, sem kaupin á SS-400 sýna.
Hann fórnaði F-35 fyrir vináttu við Rússa, og Rússar ætla ekki að stoppa Erdogan.
Með því að gefa skít í Kúrda kaupir Putin sundrungu í Nató.
Assad er ekki í neinni aðstöðu að krefja Rússa um eitt eða neitt, þar sem hann lifir einungis vegna þeirra.
Írakar ætla ekki að hjálpa Kúrdum, þeir vilja þá dauða, sem og Íranir.
Og hverjir ætla þá að hjálpa Kúrdum?
Evrópumenn?

Nei, Evrópa ætlar ekki að hjálpa Kúrdum. Þeir gera eins og þeir hafa alltaf gert, krefjast þess að Bandaríkjamenn sjái um málin á sinn kostnað.
Evrópuríki ætla sér ekki einu sinna að fordæma Tyrki, hvað þá að setja á þá viðskiptabann, eða refsa þeim á annan hátt.
Nei, þeir ætla sér að væla um hversu svikull Trump er, að stinga samherja sína í bakið.

Það er tímanna tákn að ESB smápíkan hann Logi Einarsson krefst þess að Bandaríkjamenn stoppi Tyrki.
Þessi fyrrum sósíalisti og núorðið ESB nýsósíalisti krefst þess að Bandaríkjamenn sendi sína drengi og stúlkur til að deyja fyrir málstað Evrópu.
Og á meðan ganga drengir og stúlkur Evrópu kröfugöngur til stuðnings sósíalisma og hitatrú, á milli heimsókna á kaffihús, og hatast við allt sem bandarískt er.
Og Logi er ekki einn, þetta er rauður þráður í málflutningi sósíalista, þetta er allt Bandaríkjamönnum að kenna.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Verð að segja að mannfólkið sem einstaklingar er heimskt. Bandaríkin steypa Saddam af stóli, leika löggu - vond heimslögga,. Bandaríkjin leika ekki löggu í Trykklandi og hjálpa ekki Kúrdum - vond heimslögga. 

Menn taka eitthvað málefni og velja bara með eða á móti. Algjörlega út í loftið. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 tímum síðan, Fórnarlambið said:

Nei, Evrópa ætlar ekki að hjálpa Kúrdum. Þeir gera eins og þeir hafa alltaf gert, krefjast þess að Bandaríkjamenn sjái um málin á sinn kostnað.
Evrópuríki ætla sér ekki einu sinna að fordæma Tyrki, hvað þá að setja á þá viðskiptabann, eða refsa þeim á annan hátt.
Nei, þeir ætla sér að væla um hversu svikull Trump er, að stinga samherja sína í bakið.

Það er tímanna tákn að ESB smápíkan hann Logi Einarsson krefst þess að Bandaríkjamenn stoppi Tyrki.
Þessi fyrrum sósíalisti og núorðið ESB nýsósíalisti krefst þess að Bandaríkjamenn sendi sína drengi og stúlkur til að deyja fyrir málstað Evrópu.
Og á meðan ganga drengir og stúlkur Evrópu kröfugöngur til stuðnings sósíalisma og hitatrú, á milli heimsókna á kaffihús, og hatast við allt sem bandarískt er.
Og Logi er ekki einn, þetta er rauður þráður í málflutningi sósíalista, þetta er allt Bandaríkjamönnum að kenna.

Það er nú af og frá að Hamborgararassalöggan muni horfa aðgerðalaus á Tyrkina ráðast inn í Írak. Auðvitað þarf að fá sprett á vopnasölufyrirtækin í heimalandinu. Þeir reyna hvað þeir geta til að snapa stríð einhvers staðar. Þetta er alveg að þróast í rétta átt hjá þeim blessuðum. Hjáróma sósíalistinn Logi...wanna bíarinn...mun tala fyrir daufum eyrum blessaður. En auðvitað snýst þetta fyrst og síðast hver vinnur áróðursstríðið um hvor sé vondi kallinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
53 mínútum síðan, Skrolli said:

Það er nú af og frá að Hamborgararassalöggan mun horfa aðgerðalaus á Tyrkina ráðast inn í Írak. Auðvitað þarf að fá sprett á vopnasölufyrirtækin í heimalandinu. Þeir reyna hvað þeir geta til að snapa stríð einhvers staðar. Þetta er alveg að þróast í rétta átt hjá þeim blessuðum. Hjáróma sósíalistinn Logi...wanna bíarinn...mun tala fyrir daufum eyrum blessaður. En auðvitað snýst þetta fyrst og síðast hver vinnur áróðursstríðið um hvor sé vondi kallinn.

Hvað segir þú, eru Tyrkir að fara að ráðst inn í Írak?
Verðum við ekki að láta einhvern vita af því?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, innrás Tyrkja virðist ekki vekja neinn sérstakan áhuga, svona þegar búið er að kenna Bandaríkjamönnum um.
Fréttamiðlar hljóðir, þjóðarleiðtogar hljóðir,  ekki hefur verið boðaður neyðarfundur hjá Öryggisráðinu, eða eftir honun óskað.
Þjóðverjar hafa ekki beðið um fund, ekki Bretar, ekki Frakkar, ekki Kínverjar, ekki Rússar.

Merkilegt, ef þjóðarleiðtogum væri mikið niðri fyrir, þá væri búið að halda fund, og ráðið samþykkt ályktun sem skipaði Tyrkjum að hverfa til baka.
Hver ætli skýringin á því sé?
 

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
32 minutes ago, Fórnarlambið said:

Merkilegt, ef þjóðarleiðtogum væri mikið niðri fyrir, þá væri búið að halda fund, og ráðið samþykkt ályktun sem skipaði Tyrkjum að hverfa til baka.
Hver ætli skýringin á því sé?

Akkúrat. Mikill hávaði en svo er lítið að frétta þegar á hólminn er komið. ESB er samt að íhuga viðskiptaþvinganir.... Eins og það sé eitthvað merkilegt.

Þau vilja í rauninni bara að USA setji sína hermenn í skotlínuna en vilja ekki sjálf hætta sínu fólki í sömu spor.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sumir sjá allt illt í BNA á meðan aðrir sjá ekkert varpa skugga á stórfengleika og réttsýni BNA . Rifrildi um slíkt tel ég tímaeyðslu á meðan annar alvarlegri veruleiki blasir við.

 

Fylkingum er skipt í tvent og skreyttar merkimiðum (hægri/vinstri,  með/á móti, shia/sunni – Repúblikanar/ Demókratar, Með Trump /á móti Trump) og ágreiningsefni eru dregin fram til að fylla huga okkar og æsa okkur upp til að haga okkur eins og strengjadúkkur. Menn skrifa móðursjúkann reiðilestur yfir þeim sem eru svo heimskir að láta glepjast af áróðri “andstæðingsinns“. Svo skiptast menn á skítkasti við þessa “vitleysingja“ sem grófu sína skotgröf hinum megin við girðinguna.

Sirkusinn heldur áfram í áratugi þar til fólk fer að sjá að það er leitt á asnaeyrum; það er ginnt í kjaftæðis rifrildi sem er byggt á lygi sem það er fóðrað með í gegnum fjölmiðla. Fjölmargar greinar og bækur hafa verið skrifaðar um efnið (t.d. Manufacturing Consent by E. Hermann & N. Chomsky) og það jafnvel útskýrt í hollívúdd bíómyndum (eins og t.d. Wag the dog). Smá skilningur á mannlegu eðli og sálfræði hjálpar líka við að sjá í gegnum þá manipulation sem á sér stað í gegnum fjölmiðla og skemmtanaiðnaðinn. Þá fer sú mynd að skýrast að fjölmiðlar og skemmtanaiðnaðurinn eru nútíma ”glingur og látúnsperlur“ sem almenningur hefur verið afvegaleiddur með frá upphafi söguritunar.

Á meðan á þessu stendur er valdaklíka ofurríkra einstaklinga sem fer sínu fram á þessari jörð  samvisku og miskunarlaust, þar sem æðasta gildið sem afsakar öll morð, stríð og almenna þjáningu er peningar og völd. Peningar í nægilega miklu magni eru völd og völd eru peningar, allt annað skiptir engu máli; mannlegt líf og þjáning hefur ekkert gildi miðað við peninga og völd.

Sá sem telur að stríð séu háð af einhverjum öðrum ástæðum en til að seðja peningagræðgi og valdagreddu fárra einsaklinga er afvegaleidd og innrætt strengjadúkka sem vinnur verk þeirra sem hafa hann að háði og spotti.

Þetta hefur verið tilfellið í áratugi ef ekki árhundruðir; en með tilkomu internetsins er ekki lengur einokun á upplýsingum. Núna getum við fengið upplýsingar frá öðrum en þeim sem hafa einokað upplýsngastreymi heimsins til þessa. Við ættum að nýta okkur þessa einstæðu stöðu á meðan við höfum ennþá möguleikann og kynna okkur upplýsingar sem ekki koma frá stóru fréttaveitunum.

Þess vegna lifum við á stórmerkilegum tímum þar sem það er raunverulegur möguleiki á að vakna af dáleiðslu og huglægum svefni áratuga innrætingar. En til þess verðum við að vera opin fyrir þeim möguleika að stjórnvöld heimsinns; að stjórnvöld almennt eru ekki mótiveruð af æru og heiðarlegum gildum, heldur af tveim lægstu hvötum manneskjunnar, peningagræðgi og valdagreddu!

Ef við getum komið auga á það þá fer restin að skýrast af sjálfu sér  ....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er eitt að sakna þess að þjóðarleiðtogar segi og geri eitthvað, og að forsætisráðherfan okkar felli ekki tár, en það er algerlega óásættanlegt að Sema Serðan, hálf-hundtyrkinn setji ekki inn statusa um yfirvofandi þjóðernishreinsanir.
Hún hefur nú gert það af minna tilefni.

Annars virðist þetta hafa verið samantekin ráð.
14.000 sýrlenskir málaliðar tyrkja hafa verið fluttir frá Idlib og Afrin til að taka þátt í innrásinni.
Og á sama tíma liggja aðgerðir Assads og Pútíns í Idlib niðri.
Það virðast allir sammála um að Kúrdar séu réttdræpir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Veður hafa skipast skjótt í lofti, Kúrdar sem hafa afhent Sýrlandsstjórn borgir og bæi og losað þar með um fjölmennt lið, er að reka Tyrki og málaliða þeirra til baka.
Nú hafa Tyrkir um það val, hvort þeir fari í fullan gír, sendi inn sinn eigin her og hætti á átök við Sýrlandsstjórn og Rússa, eða sætti sig við tapið, snúi aftur heim með skottið á milli lappanna og sleiki sárin.
Pólitískt séð þá hefur þetta verið ein katastrófa frá byrjun, og Erdógan hefði kannski átt að lesa bréfið hans Trump aftur, en ekki henda því í ruslið.

Annað sem kætir er að Demókrötum virðist það mikið í mun að vaða áfram í hræsninni.
Þegar Hussein forseti dró Bandaríkjaher frá Írak, þá var honum klappað á bakið af sínum flokksmönnum.
Þegar það sama gerist hjá Trump, þá er hann auðvitað útsendari hins illa, Satans, Pútíns og Assads.

Go figure!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Thetta er svona eins og ef USA sendi inn her i Mexico og hirti tuttugu km. ræmu medfram landamærunum "...af thvi thessir Mexikanar vilja bara græda a ologlegum innflytjendum. Vid verdum ad hafa buffersone i Mexiko!" 

Thetta er bara tyrknesk innras i Syrland. Eins og alltaf tharf fyrst ad hringja til USA og bidja um leyfi fyrir sliku hernadarbrolti. Erdogan er gamaldags einrædisherra. Allt i steik heima, tyrkneska liran i frjalsu falli og karlinn fer tha ad spila kalif og storsultan. "Stori Madurinn" er vinsælasta hetjuimyndin tharna sudurfra, sa med stærsta yfirskeggid adalhetjan. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 tímum síðan, TinTin said:

Eins og alltaf tharf fyrst ad hringja til USA og bidja um leyfi fyrir sliku hernadarbrolti.

Eins og alltaf?
Eins og hvenær hafa menn hringt til Bandaríkjanna til að fá leyfi til innrása?

Þú verður að fyrirgefa, en ég er svolítið gefinn fyrir að afla mér þekkingar, jafnvel í smærstu smáatriðum.
Það hjálpar mér í leik og starfi, og ég myndi vera þakklátur ef þú getur bent mér á fordæmi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
45 minutes ago, Fórnarlambið said:

Eins og alltaf?
Eins og hvenær hafa menn hringt til Bandaríkjanna til að fá leyfi til innrása?

Þú verður að fyrirgefa, en ég er svolítið gefinn fyrir að afla mér þekkingar, jafnvel í smærstu smáatriðum.
Það hjálpar mér í leik og starfi, og ég myndi vera þakklátur ef þú getur bent mér á fordæmi.

Helt thad væri almenn vitneskja, ad folk sem stendur i innrasum eda valdaranum tryggir ser studning en lætur ekki bara hendingu rada. Svoleidis var thad thegar Indonesia lagdi undir sig Austur Timor eda herinn sparkadi Diem i Sudur Vietnam fordum. Googladu bara numerid hja Erdogan....

https://fpif.org/east_timor_us_gave_green_light_to_invasion/

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 tímum síðan, TinTin said:

Helt thad væri almenn vitneskja, ad folk sem stendur i innrasum eda valdaranum tryggir ser studning en lætur ekki bara hendingu rada. Svoleidis var thad thegar Indonesia lagdi undir sig Austur Timor eda herinn sparkadi Diem i Sudur Vietnam fordum. Googladu bara numerid hja Erdogan....

https://fpif.org/east_timor_us_gave_green_light_to_invasion/

Við skulum fara aðeins yfir þetta, Diem var steypt af stóli, þar var engin innrás í spilinu.
Það má fara í lærðar umræður um Diem, en hann var enginn engill og það var víetnamski herinn sem taldi sig þurfa að steypa honum, eðlilegt að þeir spyrðu Bandaríkjamenn sem borguðu brúsann í stríðinu gegn einræði kommúnisma.

Indónesíska innrásin var til að steypa nýmyndaðri einræðisstjórn kommúnisma.
Eðlilegasta mál í heimi, því kommúnistarnir voru ekki að fara að spyrja íbúa A-Tímor um eitt eða neitt.
Íbúar A-Tímor eru ábyggilega ánægðir með það í dag, að hafa verið bjargað frá eymd kommúnisma.

Reyndar bjóst ég við einhverjum merkilegum lista og afhjúpunum, en þú komst bara með eitt lásí dæmi, sem er þvert á þá fullyrðingu þína að þetta væri nánast daglegt brauð, "eins og alltaf"

Þér að segja þá var það venjan í gegnum aldirnar að þeir sem ætla sér í innrásarleiðangur hefðu samband við bankastjórann, til að athuga með lán til ævintýranna.
Lánin voru veitt ef innrásin væri líkleg til árangurs, og hvort lánveitandi væri líklegur til að peningana til baka, með vöxtum.
Þeir tímar eiga varla við lengur, líklegast að menn meti það sjálfir hvort sjóðir ríkisins þoli innrásir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, þá eru liðnir 10 dagar frá innrás Tyrkja.
ESB kratar og sósíalistar Evrópu eru þegjandalegir, og ef þeir tjá sig, þá er það til að gagnrýna að Trump skuli draga hermenn Bandaríkjanna til baka.
Tyrkir fá frítt spil frá þeim, sem er svolítið magnað, þar sem þeir eru gerendur.
Engar heitingar eru um það að Evrópuríki sendi inn hermenn til að aðstoða Kúrda. Engar refsiaðgerðir eru boðaðar, engir neyðarfundir, ekkert.

Evrópa hefur ekki fúnkerandi móralskan kompás.
Evrópubúar halda áfram að panta sér flugferðir og hótel í Tyrklandi, og halda þar með áfram að styrkja tyrkneskan efnahag.
Þeir eru búnir að hvítþvo sjálfa sig með því að ásaka Trump.

Engar tárvotar greinar eða blogg á Íslandi vegna framferðir Tyrkja, Sema þegir, Logi þegir, Erpur þegir, meira að segja Fjalldrapi og aðrir álíka á Málefnum þegja.
Þetta fólk hefur ekkert að segja. Bíða sjálfsagt eftir því að arabar frá Líbanon, Gasa, Júdeu og Samaríu geri árásir á Ísreal, og missir sig af heilagri reiði þegar Ísrael svarar fyrir sig.
Evrópu er sorarpyttur siðferðilega gjaldþrota fólks.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.