Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

"Ég hata blaðamenn". Segjum tvær.

7 posts in this topic

Í sovétríkjunum birtist hinn opinberi sannleikur málgagni stjórnvalda; Pravda. Rússarnir notuðu blaðið í skeini, til að fóðra jakkana sína þegar það var kalt og til uppkveikju en fæstum datt í hug að lesa það, þaðan af síður að taka það bókstaflega sem stóð í því. Þeir vissu hvernig blað þetta var og voru vanir þessu.

Vesturlandabúar lifa í þeim misskilningi að þeir búi við frjálsa pressu sem er mest í því að segja þeim satt alla daga. Rússar í dag, Kínverjar, og yfirleitt íbúar þeirra ríkja sem ekki eru undir stórkostlegum vestrænum áhrifum vita að þetta er alls ekki svona. Vestræna pressan er eins og samansúrrað hundastóð sem geltir eftir púkablístrum réttrúnaðar og ennfremur - þeirra sem öllu ráða á vesturlöndum. Umfjöllun hennar um þau ríki sem ekki eru talin hliðholl vestrinu er lítið annað en ómegnaður lygaáróður. Rússar, Íran, Kína og svo framvegis. Það fólk sem skrifar gegn þessum einátta flaumi og tekur víðari sjónarhorn og reynir að útskýra sjónarhorn "andstæðinganna" er sett út af sakramenntinu. Slíkt fólk kemst alls ekki í raðir blaðamanna. Það fær ekki aðgang sem álitsgjafar og innsendar greinar þess lenda í ruslinu. Þessi frásögn Handke er lýsandi:

Quote

 

„Ég stend hér fyrir framan hliðið að heimili mínu og það eru 50 blaðamenn sem spyrja allir sömu spurninganna,“ má heyra hann segja á vef austurrísku útvarpsstöðvarinnar ORF. „Ég heyrði engan segja að hann hafi lesið neitt eftir mig. Það var bara ein spurning: hvernig bregst umheimurinn við? Viðbrögð, viðbrögð, viðbrögð. Ég skrifa í sömu hefð og Tolstoj, Hómer, Cervantes. Svo látið mig í friði og spyrjið ekki svona spurninga.“

 

RÚV segir frá því hvers vegna staðan er svona hjá honum.

Quote

Peter Handke hefur verið gagnrýndur fyrir að halda uppi vörnum fyrir Serba meðan Kósóvóstríðið stóð yfir. Í bók sem hann gaf út árið 1996, og hét Réttlæti fyrir Serbíu, sakaði hann vestræna fjölmiðla um að draga upp ósanngjarna mynd af Serbum í umfjöllun um stríðið. Handke heimsótti Slobodan Milošević meðan réttað var yfir honum vegna stríðsglæpa fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og vefengdi réttmæti þeirra opinberlega meðan þau stóðu yfir. 

Það eru tugþúsundir sem geta sagt sömu sögu og Handke. Fólk sem hefur verið þaggað niður, mætt útskúfun, jafnvel hótunum og tæru ofstæki fyrir að taka aðra línu en þá sem hentar stórveldabrölti og stríðsfargani USA, UK, FR og "vina" þeirra í Ísrael.

Annað nýtt dæmi um þetta gerðist í kappræðum kandídata Demókrataflokksins fyrir fáum dögum þegar Tulsi Gabbard sagði of mikið satt um brjálæðið í Sýrlandi og lýsti því réttilega sem tilraun til stjórnarskipta í Sýrlandi. (öfugt við "borgarastyrjöld" sem er tungtak stóru pressunar um það). Dindlarnir í stóru pressunni fóru af hjörunum og lýstu henni sem handbendi Putins-Assad. https://www.zerohedge.com/political/tulsi-gabbard-calls-cnn-ny-times-completely-despicable-debate-stage-smearing-her-russian

En þessi póll að "hata blaðamenn" er sérdeilis heimskulegur. Það er eins og að hata rollurnar sem nágranninn sleppir yfir á þitt tún. Það er ekki rollunum að kenna, það er nágranninn sem ber ábyrgð á því. Rétt eins og með stóru lygapressuna eru það eigendur hennar og stjórnendur sem bera ábyrgðina. Einmitt þess vegna er tilgangslaust að fordæma starfsmenn á plani fyrir stefnu fyrirtækjanna.

Hvaða öfl eru það síðan sem stýra stóru vestrænu pressunni? Það er óhjákvæmilegt að það séu eigendur hennar. Hvaða hópi tilheyrir það fólk? Hvaða hagsmuni hefur það? Það gæti verið áhugaverð umræða.

 

 

 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og einu sinni enn erum við sammála MR-V og ekki að ræða um vélar, treysti þér algjörlega með þær.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað annað eiga fjölmiðlar að segja?

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Ég hata blaðamenn" var víst rangt haft eftir honum. Hann sagði "Ég hata blaðamennsku" vegna þess að það eina sem "blaðmennirnir" gátu spurt hann um voru "rangar" skoðanir hans um Serba. Ekkert um ritstörf hans sem skiluðu honum Nobel.

Get ekki sagt annað en að ég skilji vel afstöðu hans. Þekki marga Serba og þau eru öll með óbragð í munninum út af Kosovo deilunni og hvernig var farið með Serba í því máli öllu.

Þess ber að geta að USA fór í heilt borgarastríð út af því að einhver fylki ætluðu að kljúfa sig frá USA.

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, fleebah said:

"Ég hata blaðamenn" var víst rangt haft eftir honum. Hann sagði "Ég hata blaðamennsku" vegna þess að það eina sem "blaðmennirnir" gátu spurt hann um voru "rangar" skoðanir hans um Serba. Ekkert um ritstörf hans sem skiluðu honum Nobel.

Get ekki sagt annað en að ég skilji vel afstöðu hans. Þekki marga Serba og þau eru öll með óbragð í munninum út af Kosovo deilunni og hvernig var farið með Serba í því máli öllu.

Þess ber að geta að USA fór í heilt borgarastríð út af því að einhver fylki ætluðu að kljúfa sig frá USA.

Og Spán núna að því er virðist?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.