Sign in to follow this  
Followers 0
Sigurður123

Sykur

11 posts in this topic

Þurfum við sykur eða getum við lifað án hans?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af orkugjöfunum þremur þá er bæði lágmarksþörf á fitu og próteinum sem við þurfum að fá úr fæðu. Annað gildir um kolvetnin (þ.m.t. sykur) þar sem líkaminn framleiðir lágmarkið sem við þurfum af sykri/glúkósa.

Svo við getum ekki lifað án sykurs en við getum lifað án sykurs úr fæðu. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af hverju er stór hluti matvöruverslana undirlagður af óþarfa sykri? Af hverju er ekki sagt. x% mega vera með sykurvöru?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vegna þess að fólk sækist í sykur. Gerir vöruna bragðgóða og söluvæna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stóra breytan í málinu er átak Bandarískra stjórnvalda gegn hjartasjúkdómum, offitu og fl. sem nær aftur marga áratugi. Þetta á sér rætur til ársins 1955 og fullgerðist í stefnumótun kringum 1980 þegar fæðu-píramíðinn var afhjúpaður og stjórnvöld lögðu línur um æskilega samsteningu matar. Manneldisráð ef svo má segja.

Því miður virðast þeir hafa veðjað á ranga hesta í þessum annars vel meintu aðgerðum sínum. Þeirra helsti skotspónn var kólesteról og hugmyndin var sú að dýrafita sem við borðum setjist innan á æðar og valdi hjartasjúkdómum  og svo framvegis. Orkujafnan - hitaeiningar inn mínus orkunotkun líkamans jafngildir fitusöfnun, var líka ofarlega á blaði. 

Árangurinn af þessu varð verulegur þrýstingur á næringarráðgjafa og matvælaiðnaðinn að útrýma þessari vondu fitu úr matvælum. Nú er það þannig að fjöldi unninna matvæla er nær óætur án fitu þannig að svar matvælaframleiðenda var að setja sykur (undir allskonar nöfnum) í matvæli. Fituskert matvæli með viðbættum sykri tröllriðu markaðnum ásamt ráðleggingum um að forðast feitan mat; kjöt, egg osfrv.

Og þar sem Bandaríkin eru dóminerandi forysturíki á svo mörgum sviðum fylgdu önnur vestræn ríki nokkuð í kjölfarið með sömu hugmyndir. Þess vegna blasa við sykruð matvæli út um allt í íslenskum búðarhillum, hvaðan sem þau eru ættuð.

Árangurinn af þessari stefnumótun virðist vera heilt yfir neikvæður og lýðfræðilegar rannsóknir á heilsufari Bandaríkjamanna benda til að þessar breytingar hafi hreint ekki hjálpað og það er sterkur grunur í sumum kreðsum að þær séu verulegur þáttur í versnandi heilsu þarlendra.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, MR-V said:

fæðu-píramíðinn var afhjúpaður og stjórnvöld lögðu línur um æskilega samsteningu matar. Manneldisráð ef svo má segja.

Pýramydinn var nú alls ekki slæmur, gróft kornmeti, grænmeti, mjólkurvörur í hófi og svo kjöt og fiskur, og olíur og sykur aðeins til hátíðarbrigða. 

Ef menn hefðu farið eftir honum hefði þetta ekki verið alslæmt en í praxis var hollri fitu fórnað fyrir sykursukk.   Ótrúlegt að sjá fólk niður í smábörn gangu um með ropvatnsbauka.  Oft lítra glös með frírri áfyllingu. Núna er þetta komið heilan hring, ketó æðið er litlu skárra.  Micheal Pollen er með ágæt ráð

tumblr_mtwrfdY5z41su40qeo1_400.jpg

og svo má náttúrulega ekki gleyma næringarfræðingnum frá framtíðinni. 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Merkileg tilviljun að Bandaríkin finna þann sannleika að kornmeti eigi að vera grunnurinn á nútímamataræði með alla sína kornakra. Auðvitað engin pólitík í því :) 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já að troða sykri í matinn í stað fitu er svipað galið og að predika 30-35 gr. af trefjum á dag. Hins vegar er ég ekki eins hrædd við sykur og trefjar. Eins og Hallgeir bendir á, þá notar líkaminn glúkósa sem orku og stundum getur komið sér vel að fá einföld kolvetni svo það sé fljótlegra/auðveldara fyrir líkamann að fá téðan glúkósa. Líkaminn getur þó notað sykur en það er nákvæmlega engin næring í trefjum. Þær hægja jú á insúlínspækinu og örfáar tegundir geta talist fæða fyrir flóruna (í miklu hófi samt). Aðalfæða flórunnar er samt næring úr slímhúð innan á ristlinum og það er alveg hægt að hægja á insúlíninu með öðrum aðferðum eins og að borða prótein (eða fitu) með einföldu kolvetunum. Drekka mjólk með súkkulaðinu í staðinn fyrir kók, setja ost eða heimagert túnfisksalat ofan á brauðið (það þarf bara smá hugmyndaflug).

High-fructose corn syrup er svo eitur sem allir ættu að halda sig frá, einnig sykurlausar (en sætar) vörur eins og diet- og sykurlaua orkudrykki - ef maður vill vera góður við brisið sitt þ.e.a.s. Brisbólgur geta komið þegar nemar í munni segja brisinu stöðugt að losa insúlín þegar svo ekkert er fyrir insúlínið að vinna á í blóðinu eftir allt saman. Þess vegna geta sykurlausir drykkir orsakað sykursýki 2 og eitthvað þaðan af verra (brisbólgur og krabbamein í brisi neyti fólk þess í lengri tíma).

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi þráður er feitt niðurdrepandi.

Ég sem var að skipta úr sykruðu kóki yfir í sykurlaust.

Allt til einskis?

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég man ekki betur en hafa séð vísanir í rannsóknir um að gervisæta sé gagnslaus og jafn gott að éta bara sykurinn. Það sökkar væntanlega feitt, eða þannig sko.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það sem er ruglingslegt við þetta er að flestar rannsóknir eru fjármagnaðar af hagsmunaaðilum, svo það fer alltaf fram og til baka hvað telst vera í lagi og hvað ekki, og svo er yfirleitt bara um fylgnisrannsóknir að ræða.

Gervisætan sem dæmi á að vera "fitandi" vegna þess að feitt fólk notar hana frekar en grannt. Dálítið svona duhh móment hérna, auðvitað notar feitt fólk hana frekar þar sem það er líklegra til að vera að reyna að grennast. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.