Sign in to follow this  
Followers 0
Ekki tröll

Siðrof - kristinfræði

18 posts in this topic

https://www.ruv.is/frett/sidrof-thegar-haett-var-ad-kenna-kristnifraedi

Ég var fylgjandi því að minnka þátt íslensku kirkjunnar. En eftir að Píratar fóru að tala svona mikið gegn kirkjunni fór ég að efast. 

Sá á safni Martein Lúther. Þarna er maður sem mér líkar við. Honum ofbauð ofríki og óhófsemi Kaþólika og vildi að hver og einn gæti tengst guði sjálfur. Þetta er frábært og ég styð þetta heilshugar. 

Þetta minnir mig á óhófsemi ráðamanna, embættismanna og framkvæmda stjóra og forstjóa sem er treyst fyrir fjármagni. Hvar er okkar mótmælandi sem nær að losna við stimpilinn komúnisti og nær fram endurbótum eins og Martein náði sviði trúarinnar. 

Ef kristinfræði fer, hvað kemur í staðinn? Boðorðin um markaðslögmálin? Boðorðin um að dýr megi ekki borða? Boðorð um Guð má vita hvað. 

Boðorð markaðshyggju

1. Þú skal ekki haf ríki nema mjög mjög lítið

2. Vextir skulu vera lágir.

3. Ekki á að hafa eftirlit

4. Ekki skal hafa samkeppniseftirlit. 

5. Heiðra skaltu viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins

6. Selja skal ömmu sína ef gott verð fæ fyrir hana

7. Selja eins dýrt með eins litlum tilkostnaði og hægt er.

8. Eyða í auglýsingar í hlutfalli af tekjum.

9. Ekki skal refsa þeim sem svindla á viðskiptavinum sínum

10. Útrásin heppnaðist því sumir græddu en aðrir töpuðu

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er yfirleitt ósammála Agnesi biskup en þarna held ég að hún hafi rétt fyrir sér. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er maður á móti því að fólk tengist Guði sjálft með því að vera á móti því að börn séu heilaþvegin frá ungum aldri? Spes niðurstaða verð ég að segja.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er fínt, að áhrif kirkjunnar i skólum hafi minnkað. Þegar ég var í skóla, voru Biblíusögur kenndar sem sannleikur og fræði. Að sjálfsögðu á að kenna trúarbragðafræði í grunnskóla, svona þegar komið er í gagnfræðadeild. Þó ekki væri nema vegna þess hve trúarbrögð tengjast sögu mannkynsins. Kynning á helstu trúarbrögðum og inntaki þeirra myndi einungis dýpka söguskilninginn.

Hafandi sagt það, þá er ég samt ekkert á móti því að skólarnir fari með börnin í kirkjuheimsóknir á jólum. Sé ekki að það geri þeim eitthvað vont. Það er nefnilega líka hægt að horfa á þetta frá hinni hliðinni þegar kemur að trúfrelsi; til að raunverulegt trúfrelsi ríki, þá þurfa unglingar einhvernveginn að fá að kynnast trúarbrögðunum, til að geta vegið og metið þetta alltsaman á vegasalti jafnvægis.

Þetta gæti þá verið svona svipað og að segja, að það ríkti fullkomið skoðanafrelsi í pólitík, á meðan við myndum bara kenna frjálshyggju í grunnskóla og ekkert annað fengi að komast að. Nú - eða kommúnisma...

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flest fólk hefur lítið pælt í því hvaðan skoðanir þeirra og lífsmynd kemur. Þeir gera sér ekki grein fyrir því, að ef þeir hefðu verið fæddir meðal Ayatolla í afghanistan væru þeir múslímar og ef þeir væru fæddir meðal mannæta í Amazon, þætti þeim ofureðliegt að borða mannakjöt.

Viðhorf okkar er okkur innrætt af umhverfinu, þau gildi sem eru í hávegum höfð af umhverfi okkar eru tekin upp af okkur sjálfum.

Það virðist hafa verið almenn þekking meðal forfeðra okkar, að það sem okkur er kennt kemur til með að skapa lífsmynd og skoðanir okkar. Í dag virðist það aftur á móti vera hin mesti leyndardómur að það sem við kennum börnum okkar, hefur í raun áhrif á þau. Þess vegna sér fólk ekkert að því að fjarlægja kristnikennslu en setja inn kynjafræði og hinseginfræðsu í staðinn - allir vilja fá sína innrætingu inn í skólana til að fá fleiri skoðanasystkyni, sama hvað það kemur til með að kosta komandi kynslóðir að vinna sig út úr vitleysunni.

Ég býst ekki við að höfundar þessara hugmynda hafi hugsað út í hvaða áhrif slíkar breytingar hafi á börn eða hvort slíkar breytingar séu landi og þjóð til góðs. Líklegast skyggði pólitískur eldmóður höfundanna á afleiðingar gjörðanna á framtíðar kynslóðir.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, jenar said:

Þetta gæti þá verið svona svipað og að segja, að það ríkti fullkomið skoðanafrelsi í pólitík, á meðan við myndum bara kenna frjálshyggju í grunnskóla og ekkert annað fengi að komast að. Nú - eða kommúnisma...

Eitt kemur í annars staða. Þegar Nietzsche sagði "Guð er dáinn" var hann að segja "við drápum allt sem heilagt er og hver mun þvo þetta blóð af okkur?". Sem sagt, "við drápum Guð og það mun kosta okkur gríðarlega". Þetta sagði hann 1850-ish (man ekki ártalið nákvæmilega).  Og trúin á ekkert tók við. Allt er leyfilegt,  ekkert hefur Existential afleiðingar. Það er engin synd, ergo, ekkert er heilagt. Trúin á "ekkert" tók við. Nihilismi tók við.

 Fyrsta guðlausa ríkið í vesturlöndum, Sovétrikin, kom svo rétt upp úr aldamótunum og kommúnisminn. 100 milljónir drepin. Blóð hundrað milljóna mannslífa.

Erum við búin að þvo af okkur blóð Guðs? Erum við orðin það þroskuð sem mannkyn að þroskuð og gild viðmið um góða hegðun, sem bundin hefur verið í trúarbrögðin allar þessar aldir, eru komin inn í okkar samfélag að eilífu án þess að Biblían beri þann boðskap inn í okkar vitund? Ég veit ekki. Múgurinn ræðst á fólk í skjóli nafnleysis (stundum) og tekur mannorð af lífi án ábyrgðar. Og þar er "Góða Fólkið™" oft viðstatt. Sama fólk og vill drepa Guð eins og Nietzsche fjallaði um.

Það fólk sem fremst fer í flokki þess að útskúfa kristnikennslu úr grunnskólum er úr hópi trúleysingja sem á sama tíma eru ótrúlega svag fyrir sósíalisma. Af einhverjum sökum ætla ég að telja sem svo að það fólk sé ekkert endilega svo vel innrætt að því sé stætt að benda á kristið fólk og telja sig því betra. Póstmódernískur nihilismi er ekki góður jarðvegur fyrir sígild siðferðisviðmið. T.d. þegar að Siðfræðingar eru með heilu þáttaraðirnar á RUV til að fagna rússnesku byltingunni og geta ekki drullast til að fjalla um vítissyndir þeirrar hugmyndafræði.... Slíkir siðfræðingar eiga ekkert upp á pallborðið með að segja hvað er siðlegt og hvað ekki.

Guð er ekki dauður. Langt því frá. En það er verið að plotta morð hans.

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, jenar said:

 

Þetta gæti þá verið svona svipað og að segja, að það ríkti fullkomið skoðanafrelsi í pólitík, á meðan við myndum bara kenna frjálshyggju í grunnskóla og ekkert annað fengi að komast að. Nú - eða kommúnisma...

Það er þannig.

Aðal siðrofsmaðurinn er ósáttur við orð biskups.

https://www.dv.is/eyjan/2019/10/29/gudmundur-andri-segir-sidrofsskyringu-biskups-neikvaeda-og-gildishladna-eg-myndi-kannski-nota-annad-ord/

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 10/29/2019 at 3:03 PM, fleebah said:

Eitt kemur í annars staða. Þegar Nietzsche sagði "Guð er dáinn" var hann að segja "við drápum allt sem heilagt er og hver mun þvo þetta blóð af okkur?". Sem sagt, "við drápum Guð og það mun kosta okkur gríðarlega". Þetta sagði hann 1850-ish (man ekki ártalið nákvæmilega).  Og trúin á ekkert tók við. Allt er leyfilegt,  ekkert hefur Existential afleiðingar. Það er engin synd, ergo, ekkert er heilagt. Trúin á "ekkert" tók við. Nihilismi tók við.

 Fyrsta guðlausa ríkið í vesturlöndum, Sovétrikin, kom svo rétt upp úr aldamótunum og kommúnisminn. 100 milljónir drepin. Blóð hundrað milljóna mannslífa.

Erum við búin að þvo af okkur blóð Guðs? Erum við orðin það þroskuð sem mannkyn að þroskuð og gild viðmið um góða hegðun, sem bundin hefur verið í trúarbrögðin allar þessar aldir, eru komin inn í okkar samfélag að eilífu án þess að Biblían beri þann boðskap inn í okkar vitund? Ég veit ekki. Múgurinn ræðst á fólk í skjóli nafnleysis (stundum) og tekur mannorð af lífi án ábyrgðar. Og þar er "Góða Fólkið™" oft viðstatt. Sama fólk og vill drepa Guð eins og Nietzsche fjallaði um.

Það fólk sem fremst fer í flokki þess að útskúfa kristnikennslu úr grunnskólum er úr hópi trúleysingja sem á sama tíma eru ótrúlega svag fyrir sósíalisma. Af einhverjum sökum ætla ég að telja sem svo að það fólk sé ekkert endilega svo vel innrætt að því sé stætt að benda á kristið fólk og telja sig því betra. Póstmódernískur nihilismi er ekki góður jarðvegur fyrir sígild siðferðisviðmið. T.d. þegar að Siðfræðingar eru með heilu þáttaraðirnar á RUV til að fagna rússnesku byltingunni og geta ekki drullast til að fjalla um vítissyndir þeirrar hugmyndafræði.... Slíkir siðfræðingar eiga ekkert upp á pallborðið með að segja hvað er siðlegt og hvað ekki.

Guð er ekki dauður. Langt því frá. En það er verið að plotta morð hans.

Ég hélt að allir væru búnir að ná því, að Sovétríkin frömdu ekki grimmdarverk sín í nafni guðleysis. Þau gerðu það í nafni kommúnisma. Það væri þá alveg eins hægt að halda því fram að þau (Sovétríkin) hefðu framið grimmdarverkin vegna skorts á kapítalisma skiluru. Frjálshyggju "guðleysis."

Ótal grimmdaverk hafa verið framin í nafni guða trúarbragðanna. Engin í nafni guðleysis. Það hefur þá verið í nafni einhverra málstaða eða lífsskoðana. Guðleysingjar eru ekki einhver samlit hjörð fólks. Þetta er allskonar fólk með ólíkar skoðanir og mismunandi siðferðisvitund. Svona svipað og þeir sem kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Er það samlit hjörð? Veit að margir hægrimenn kalla alla sem ekki eru Sjálfstæðismenn fyrir sósíalista. Sama og bókstafstrúarkristnir nota um guðleysingja. Þeir fara til helvítis. Ef þú ert ekki með oss ertu á móti oss.

Siðferði mannsins er miklu eldra en öll trúarbrögð heimsins. Er langlíklegast hluti af hinni darwínsku þróun. Snemma sáu hellisbúarnir að það borgaði sig ekki að berjast innbyrðis. Það væri betra að afla fæðu fyrir træbið ef allir sýndu samvinnu. Bingó - þú skalt ekki morð fremja. Sáu líka, að það væri miklu auðveldara að draga fram lífið, ef maður þyrfti ekki að lifa í stöðugum ótta við að einhver úr træbinu manns væri sí stelandi af manni. Bingó - þú skalt ekki stela. Og auðvitað algjör snilld að pakka þessu inn í trúarbrögð. Að sálarheillin væri í veði. Framhaldslífið. 

Þetta gilti auðvitað bara innan þjóðflokksins. Það var áfram allt í lagi að drepa meðlimi annarra þjóðflokka og stela af þeim og ræna. Og það sjáum við auðvitað endurspeglast í stríðum dagsins í dag. Samt hefur siðferðið hægt og bítandi þróast. Og fór að þróast til betri vegar eftir því sem áhrif hinnar kristnu kirkju í daglegu stjórnmálavafstri minnkaði. Eftir það fóru fyrst vísindi, almenn velsæld og mannréttindi að blómstra.

Siðferðið er samt enginn fasti í tilverunni. Sumt hefur ekki breyst í árþúsundir, en siðferðið er samt í stöðugri þróun. Við getum sjálfsagt verið sammála um, að sumt sé skrípó. Eins og það sé álitinn einhver meiriháttar mannréttindasigur, að einhver bóndi geti heitið Sigríður. En það er önnur saga. :)

Ergó: Maðurinn skapaði guð. Ekki öfugt. Langlíklegast. Endurspeglast í fjölda þeirra guða sem mannskepnan hefur tilbeðið gegnum árþúsundin. Sem flestir eru gleymdir og "dauðir." Og ég meina sjálfdauðir. Enginn drap þá. Því sennilega eru trúarbrögðin líka hluti af hinni darwínsku þróun...

 

3 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, jenar said:

Ég hélt að allir væru búnir að ná því, að Sovétríkin frömdu ekki grimmdarverk sín í nafni guðleysis. Þau gerðu það í nafni kommúnisma. Það væri þá alveg eins hægt að halda því fram að þau (Sovétríkin) hefðu framið grimmdarverkin vegna skorts á kapítalisma skiluru. Frjálshyggju "guðleysis."

"Allir búnir að ná því"... Heldur þú að það dugi til til að fólk læri? T.d. að grimmdarverk í nafni kommúnisma lita síðustu öld en enn þann dag í dag er verið að mæra þessar hel-stefnu. Ég hóf að læra um ógeð kommúnismans, vegna þess að ég sá grimmdarverk Júgóslavneska borgarastríðsins með eigin augum og vildi vita af hverju þetta gerist. Ég lærði heilmikið af því um hið mannlega eðli sem drífur slík grimmdarverk í mannkynssögunni. Og þess vegna er ég alltaf að rífa kjaft yfir kommúnistum. Því greinilega eru ekki "allir búnir að ná því", langt því frá. Efling er orðin graftarbæli kommúnismans á Íslandi vegna þess að "allir eru alls ekki búnir að ná því".

Back to the point..... Kommúnistar hafna trúarbrögðum. Sama hver þau trúarbrögð eru. Sjáðu hvað t.d. Kínverjar eru að gera við múslima í Kína í dag. Allt til að bæla niður trúarbrögð. Trúarbrögð voru sem sagt gerð útlæg úr ríkjum kommúnista og með því fór ákveðinn innræting á gildum (darwínískum?) um virðingu við mannlífið. Siðferðisgildi eins og að elska náungann, ekki myrða etc. Þetta var ekki sett í forgrunn heldur jöfnuður über alles sem og hatur á stéttum.

Útilokun trúarbragða er innbyggt í kommúnisma. Það er eitt af grunngildum kommúnista. Og með því fjlúga gildi trúarbragða út um gluggann og ný gildi koma inn, byggð á hatri og biturð, öfund og afbrýðisemi. Kane drepur Abel.

Að segja svona, að grimmdarverk hafi verið framin í nafni kommúnisma en ekki guðleysis, er gífurleg einföldun. Það er alveg eins og að segja að femínismi í dag sé ekki karlfyrirlitning og kvennremba að því að skilgreiningin er "jöfn réttindi kynjanna", þegar HAUGUR af fyrirliggjandi gögnum benda til að karlfyrirlítandi kvennremban sé femínisti nútímans. Bara sorrí, does not fly.

Ég er ekki að segja að guðleysi eitt og sér vísi á voða. Alls ekki. Bara benda á að þegar hornsteinn siðferðis undanfarinna alda, trúarbrögð, er settur í sína gröf og ný viðmið koma inn þá geta sum þessarra viðmiða verið algert eitur. Gildi kommúnista er mannfjandsamlegt dæmi um slíkt sem getur, og hefur, drepið tugi milljóna.

Guðleysi: Meðhöndlist af varúð.

2 hours ago, jenar said:

Siðferði mannsins er miklu eldra en öll trúarbrögð heimsins. Er langlíklegast hluti af hinni darwínsku þróun. Snemma sáu hellisbúarnir að það borgaði sig ekki að berjast innbyrðis. Það væri betra að afla fæðu fyrir træbið ef allir sýndu samvinnu. Bingó - þú skalt ekki morð fremja. Sáu líka, að það væri miklu auðveldara að draga fram lífið, ef maður þyrfti ekki að lifa í stöðugum ótta við að einhver úr træbinu manns væri sí stelandi af manni. Bingó - þú skalt ekki stela. Og auðvitað algjör snilld að pakka þessu inn í trúarbrögð. Að sálarheillin væri í veði. Framhaldslífið. 

Ég veit ekki hvort þetta feitletraða sé rétt, en líklega er stórt sannleikskorn þarna og segjum sem svo, umræðunnar vegna, að svo sé.

Þá spyr ég: Erum við í dag gáfaðari en summa af lífsreynslu hinnar darwínísku þróunnar? Erum við svo mikið gáfaðari að við getum skipt út dýrmætum lærdómi um siðferði í staðinn fyrir nýtt? Ef svo er, þá er næsta skref að við förum að klóna fólk. Því þá erum við Guð, vitum betur en darwínísk þróun og getum leikið okkur að tilverunni alveg eins og við þá leikum okkur að siðferðinu.

Jordan Peterson tekur hér fyrir þversögn frá konu sem segist vera bæði "Christian and a Marxist". Brilliant greining frá manni sem er ákaflega vel lesinn í sálfræði, marxisma og trúarbrögðum.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

My point is, ef siðrof leiðir til hippakommúnu og bara peace and love baby, þá er það í lagi mín vegna. En ef fólk tekur eitt trúarkerfi og setur annað í staðinn, byggt á póstmóderísku eða marxísku hatri á fólki út af stöðu þeirra og stétt, afskaða með þvaðri um valdapíramíta eða "evil kapitalists" þá er voðinn vís. Það kennir sagan okkur og blóðug reynsla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alveg punktur hjá þér fleebah að við verðum að passa okkur á hvað tekur við en eins og þú veist vel þá hefur heimurinn batnað síðustu áratugina á öllum helstu mælukvörðum. Þrátt fyrir minna vægi Guðs og að "allt megi" þá hefur t.d. dregið mjög úr ofbeldi, bæði á milli landa og innan þeirra.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 10/29/2019 at 10:42 AM, falcon1 said:

Ég er yfirleitt ósammála Agnesi biskup en þarna held ég að hún hafi rétt fyrir sér. 

Hun hefur sjalf sett sig i thessi vandrædi. Getur ekki verid ad messa yfir odrum medan hun er med milljonatekjur og byr i glæsieign fyrir hlægilega leigu. A medan hrannast upp prestaskandalarnir.

http://www.hringbraut.is/frettir/jaeja-agnes-nu-er-thetta-ordid-gott-thad-er-kominn-timi-til-ad-bidjast-fyrirgefningar

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, jenar said:

Ótal grimmdaverk hafa verið framin í nafni guða trúarbragðanna.

Ótal grimdarverk eru framinn enn þann dag í dag í nafni allskonar isma; sem kemur í stað trúar á guð. Við höfum rætt þetta áður, þá benti ég á að hegðunin er hin sama, þó að ídólið (hugmyndafræðin) sé mismunandi. Það sem er sameiginlegt flestum fjöldamorðum og limlestingum er að almenningi er talið í trú um að þeirra hugmyndafræði/guð sé betri en þeirra sem verið er að drepa, og fólk trúir því ... Í dag myrðum við og limlestum ekki í nafni guðs, heldur í nafni frelsis, lýðræðis eða einhverra annarra hugmynda. Möo við myrðum útaf ágreiningi um hugmynd.

3 hours ago, jenar said:

Ótal grimmdaverk hafa verið framin í nafni guða trúarbragðanna. Engin í nafni guðleysis.

Trúarbrögðin voru "ástæða" stríða, já, en menn fara ekki í stríð án "ástæðu" ídag, ástæðan er bara ekki trúarbrögð í sama umfangi og áður, en stríðum hefur ekki linnt. Nú er ekki lengur hægt að plata almenning til að styðja stríð með trúarbrögðum, þá er gripið til annarra ráða til að gabba almenning til að styðja stríð. Nú förum við í stríð til að hjálpa eymingja börnunum, eða styðja lýðræðið og frelsið, eða til að steypa af stóli einhverjum sem okkur hefur verið talið í trú um að sé harðstjóri osfrv osfrv.

Stríð gerast og eru studd af almenningi svo að áróðurinn virkar ennþá alveg ljómandi vel án trúarbragða.

 

3 hours ago, jenar said:

Snemma sáu hellisbúarnir að það borgaði sig ekki að berjast innbyrðis. Það væri betra að afla fæðu fyrir træbið ef allir sýndu samvinnu. Bingó - þú skalt ekki morð fremja. Sáu líka, að það væri miklu auðveldara að draga fram lífið, ef maður þyrfti ekki að lifa í stöðugum ótta við að einhver úr træbinu manns væri sí stelandi af manni. Bingó - þú skalt ekki stela. Og auðvitað algjör snilld að pakka þessu inn í trúarbrögð. Að sálarheillin væri í veði. Framhaldslífið. 

Þetta finnst mér hljóma meira eins og Disney útgáfa af skógarlífinu. Mundu að kristni er ekki einu trúarbrögð heimsinns og eru einungis 2000 ára gömul.

Það að elska náungann var byltingarkennd hugmynd á tímum Jesú, þar sem viskan var "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn". Jafnvel í skrifum Plató kemur fram hugmyndin um að réttlæti væri að gera óvinum sínum illt og hygla að vinum sínum. Upprunni trúarbragða er ekki eins einföld og þú gefur í skyn hérna og það ætti að gefa einvherja vísbendingu að hinir menntuðu voru forkólfar trúarbragða, möo að trúarbrögð og vísindi voru sami hluturinn, þar til nýlega.

Þessi óbeit á trúarbrögðum sem okkur hefur verið innrætt í dag, fær okkur til að henda barninu út með baðvatninu, sem er það sem ég skil í orðum Biskups.

 

2 hours ago, fleebah said:

T.d. að grimmdarverk í nafni kommúnisma lita síðustu öld en enn þann dag í dag er verið að mæra þessar hel-stefnu.

Miljónum var slátrað í nafni kommmúnisma í gamla Sovíet, kína og annarstaðar. En við þurfum ekki að líta svo langt; hversu margar miljónir höfum við á samviskunni hérna á vesturlöndum?? Þér er tíðrætt um ódæði kommúnisma og sósialisma en ræðir lítið ódæði vesturlanda í dag.

Hversu margir hafa verið drepnir sem afleiðing stríðs og aðgerða sem við studdum og fögnuðum? Það er blóð sem er á okkar höndum ... og ætti að vera okkur meira áhyggjuefni en blóði úthellt vegna kommúnisma, fasisma, eða trúarbragða, sem við berum ekki ábyrgð á. En við berum ábyrgð á því sem við styðjum eða hjálpum til við að framkvæma með þegjandi samþykki okkar.

 

Þau gildi sem við höldum í hávegi móta okkur og gera okkur að þeim persónum sem við erum. Jafnvel þó að við steypum guði af stalli og afmáum trúarbrögð, þá munum við samt tilbiðja ákveðin gildi. Nú erum við bara án þeirrar leiðsagnar sem trúarbrögð veittu. Og hvaða gildi eru í hávegum höfð í okkar samfélagi í dag? Hvað er það sem fær alla til að standa og sitja eftir skipun? hvaða eina gildi er það sem fær flesta til að yfirgefa nær öll önnur gildi; það er guð dagsinns í dag og það sem við tilbiðjum.

Lífið og tilveran er miklu margslúngnara en við gerum okkur grein fyrir ... og manneskjan því miður svo meðvitunarlítil að hún tekur ekki eftir því að henni er stjórnað eins og sprelligosa.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við deyjum öll. Við kveðjum vini og vandamenn sem deyja. Flestirs sem deyja eru kvaddir með prestum. 

Það er ágæt að vita af því að prestar staðfesti fólk inn í himnaríki fyrir mann. Jesú dó á krossinum fyrir okkar syndir. 

Hvað tekur við ef við með einu pennastriki hættum að borga fyrir presta og kirkjuna? Verður það ekki dýrara, sálfræðingar að róa fólk sem hefur misst ástvini. Jú hann liggur í jörðinni og maðkar éta hann en ... hvað? Að hugsa um dauðann í stað þess að lifa.

Ekki veit ég hvort það sé betra að senda fólk til sálfræðings en að senda þá dauðu til hinmaríkis. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 10/31/2019 at 9:49 AM, fleebah said:

"Allir búnir að ná því"... Heldur þú að það dugi til til að fólk læri? T.d. að grimmdarverk í nafni kommúnisma lita síðustu öld en enn þann dag í dag er verið að mæra þessar hel-stefnu. Ég hóf að læra um ógeð kommúnismans, vegna þess að ég sá grimmdarverk Júgóslavneska borgarastríðsins með eigin augum og vildi vita af hverju þetta gerist. Ég lærði heilmikið af því um hið mannlega eðli sem drífur slík grimmdarverk í mannkynssögunni. Og þess vegna er ég alltaf að rífa kjaft yfir kommúnistum. Því greinilega eru ekki "allir búnir að ná því", langt því frá. Efling er orðin graftarbæli kommúnismans á Íslandi vegna þess að "allir eru alls ekki búnir að ná því".

Back to the point..... Kommúnistar hafna trúarbrögðum. Sama hver þau trúarbrögð eru. Sjáðu hvað t.d. Kínverjar eru að gera við múslima í Kína í dag. Allt til að bæla niður trúarbrögð. Trúarbrögð voru sem sagt gerð útlæg úr ríkjum kommúnista og með því fór ákveðinn innræting á gildum (darwínískum?) um virðingu við mannlífið. Siðferðisgildi eins og að elska náungann, ekki myrða etc. Þetta var ekki sett í forgrunn heldur jöfnuður über alles sem og hatur á stéttum.

Útilokun trúarbragða er innbyggt í kommúnisma. Það er eitt af grunngildum kommúnista. Og með því fjlúga gildi trúarbragða út um gluggann og ný gildi koma inn, byggð á hatri og biturð, öfund og afbrýðisemi. Kane drepur Abel.

Að segja svona, að grimmdarverk hafi verið framin í nafni kommúnisma en ekki guðleysis, er gífurleg einföldun. Það er alveg eins og að segja að femínismi í dag sé ekki karlfyrirlitning og kvennremba að því að skilgreiningin er "jöfn réttindi kynjanna", þegar HAUGUR af fyrirliggjandi gögnum benda til að karlfyrirlítandi kvennremban sé femínisti nútímans. Bara sorrí, does not fly.

Ég er ekki að segja að guðleysi eitt og sér vísi á voða. Alls ekki. Bara benda á að þegar hornsteinn siðferðis undanfarinna alda, trúarbrögð, er settur í sína gröf og ný viðmið koma inn þá geta sum þessarra viðmiða verið algert eitur. Gildi kommúnista er mannfjandsamlegt dæmi um slíkt sem getur, og hefur, drepið tugi milljóna.

Guðleysi: Meðhöndlist af varúð.

Ég veit ekki hvort þetta feitletraða sé rétt, en líklega er stórt sannleikskorn þarna og segjum sem svo, umræðunnar vegna, að svo sé.

Þá spyr ég: Erum við í dag gáfaðari en summa af lífsreynslu hinnar darwínísku þróunnar? Erum við svo mikið gáfaðari að við getum skipt út dýrmætum lærdómi um siðferði í staðinn fyrir nýtt? Ef svo er, þá er næsta skref að við förum að klóna fólk. Því þá erum við Guð, vitum betur en darwínísk þróun og getum leikið okkur að tilverunni alveg eins og við þá leikum okkur að siðferðinu.

Jordan Peterson tekur hér fyrir þversögn frá konu sem segist vera bæði "Christian and a Marxist". Brilliant greining frá manni sem er ákaflega vel lesinn í sálfræði, marxisma og trúarbrögðum.

 

Ég var ekki að taka neina afstöðu til kommúnisma per se. Einungis að segja, að grimmdarverk Sovétríkjanna voru ekki framin í nafni guðleysis. Guðleysi hefur enga eigin stefnu, né neinn sérstakan tilgang. Guðleysi er ekki trú eða sérstök trúarbrögð. Guðleysi er skortur á trú. Eingöngu sú afstaða, að trúa ekki á æðri mátt (guð) eða æðri tilgang.

Sú afstaða sovésku kommúnistana, að ráðast á trúarbrögð byggði ekki einu sinni á guðleysi. Heldur kommúnisma. Að kommúnismi kæmi í staðinn. Og í sjálfu sér er engin mótsögn falin í því að vera kommúnisti og guðstrúar. Sú hugmynd byggir eingöngu á því, að rússnesku kommarnir og þeir sem á eftir komu, voru á móti trúarbrögðum. Þau talin vera ópíum fólksins og hin kristna kirkja talin vera valdastofnun sem varði ríkjandi skipulag. Sem var auðvitað alveg sannleikskorn í.

Og þessvegna þessi stefna, að kommúnismi og guðstrú (guð trúarbragðanna) fari ekki saman. Þú gætir þá alveg eins sagt, að guðstrú og frjálshyggja fari ekki saman, því þú hlýtur að viðurkenna ofsóknir gegn vinstrimönnum í S-Ameríku á sínum tíma. Nákvæmlega það sama.... 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 10/31/2019 at 0:50 PM, Frater DOV said:

Ótal grimdarverk eru framinn enn þann dag í dag í nafni allskonar isma; sem kemur í stað trúar á guð. Við höfum rætt þetta áður, þá benti ég á að hegðunin er hin sama, þó að ídólið (hugmyndafræðin) sé mismunandi. Það sem er sameiginlegt flestum fjöldamorðum og limlestingum er að almenningi er talið í trú um að þeirra hugmyndafræði/guð sé betri en þeirra sem verið er að drepa, og fólk trúir því ... Í dag myrðum við og limlestum ekki í nafni guðs, heldur í nafni frelsis, lýðræðis eða einhverra annarra hugmynda. Möo við myrðum útaf ágreiningi um hugmynd.

Enda ættirðu þá að muna, að ég sagði þá - og segi enn - að ég sé á móti því að útrýma trúarbrögðum. Einmitt vegna þess að þá verður bara drepið í nafni einhvers "ismans" í staðinn. Mannskepnan lætur ekki að sér hæða, þegar kemur að því að finna ástæður til átaka...

 

On 10/31/2019 at 0:50 PM, Frater DOV said:

Þetta finnst mér hljóma meira eins og Disney útgáfa af skógarlífinu. Mundu að kristni er ekki einu trúarbrögð heimsinns og eru einungis 2000 ára gömul.

Það að elska náungann var byltingarkennd hugmynd á tímum Jesú, þar sem viskan var "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn". Jafnvel í skrifum Plató kemur fram hugmyndin um að réttlæti væri að gera óvinum sínum illt og hygla að vinum sínum. Upprunni trúarbragða er ekki eins einföld og þú gefur í skyn hérna og það ætti að gefa einvherja vísbendingu að hinir menntuðu voru forkólfar trúarbragða, möo að trúarbrögð og vísindi voru sami hluturinn, þar til nýlega.

Þessi óbeit á trúarbrögðum sem okkur hefur verið innrætt í dag, fær okkur til að henda barninu út með baðvatninu, sem er það sem ég skil í orðum Biskups.

Þó að ég setti hugmyndina um hið darwínska siðferði fram eins og ég gerði, ásamt því að gera því skóna að því hefði síðan verið pakkað inn í trúarbrögð, þá var ég ekki að segja að það hefði gerst á einni nóttu. Hvort kom á undan, siðferðið eða guðstrúin? Mjög líklega siðferðið. Hið darwínska siðferði hefur sennilega verið komið fram á sjónarsviðið áður en homo sapiens kom til sögunnar. Rannsóknir sýna, að bæði apar og aðrar spendýrategundir hafa ákveðið siðferði innbyggt í sig, eins og t.d. réttlætiskennd. Ef homo sapiens hafði til að bera siðferði frá byrjun, eins og ég lýsti því - og einfaldaði, ég viðurkenni það - þá er ekkert ólíklegt að seinna, þegar hellisbúarnir voru að byrja að reyna að útskýra umhverfi sitt, hafi guðstrúin komið. Fyrst frumstæð trúarbrögð, síðan flóknari, eftir því sem samfélagið varð flóknara.

Hvað var þá eðlilegra í samfélaglegri þróun mannsins, þegar stjórnunin þurfti að verða meiri, að siðferðið hafi verið klætt í trúarbragðabúning?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 hours ago, jenar said:

Enda ættirðu þá að muna, að ég sagði þá - og segi enn - að ég sé á móti því að útrýma trúarbrögðum. Einmitt vegna þess að þá verður bara drepið í nafni einhvers "ismans" í staðinn. Mannskepnan lætur ekki að sér hæða, þegar kemur að því að finna ástæður til átaka...

Jamm það er rétt hjá þér, þetta var þegar Málefnin var ennþá skemmtilegur vetvangur skoðanaskiipta ...

ég var bara að höggva í þessa afstöðu að trúarbrögð skapi stríð; það er manneskeppnan (eða ölluheldur valdhafar) sem skapar stríð og til þess að fá almúgann með, eru notaðar ýmsar vogarstangir. Trúarbrögð er eins slík vogarstöng og það var það sem þú sagðir, alveg eins og allskonar ismar eða "frelsi", "lýðræði" , eða "mannúð" osfrv.

Þarna held ég að við séum á sömu blaðsíðu.

 

9 hours ago, jenar said:

Þó að ég setti hugmyndina um hið darwínska siðferði fram eins og ég gerði, ásamt því að gera því skóna að því hefði síðan verið pakkað inn í trúarbrögð, þá var ég ekki að segja að það hefði gerst á einni nóttu. Hvort kom á undan, siðferðið eða guðstrúin? Mjög líklega siðferðið. Hið darwínska siðferði hefur sennilega verið komið fram á sjónarsviðið áður en homo sapiens kom til sögunnar. Rannsóknir sýna, að bæði apar og aðrar spendýrategundir hafa ákveðið siðferði innbyggt í sig, eins og t.d. réttlætiskennd. Ef homo sapiens hafði til að bera siðferði frá byrjun, eins og ég lýsti því - og einfaldaði, ég viðurkenni það - þá er ekkert ólíklegt að seinna, þegar hellisbúarnir voru að byrja að reyna að útskýra umhverfi sitt, hafi guðstrúin komið. Fyrst frumstæð trúarbrögð, síðan flóknari, eftir því sem samfélagið varð flóknara.

Hvað var þá eðlilegra í samfélaglegri þróun mannsins, þegar stjórnunin þurfti að verða meiri, að siðferðið hafi verið klætt í trúarbragðabúning?

Þetta er stórt og flókið efni svo ég stikla á stóru ...

Ég held að trú og upplifun af raunveruleikanum hafi verið það sama í upphafi og að þessi skil sem við sjáum á trúarbrögðum og raunveruleika upplifun er síðari tíma tilbúningur.

Mér þætti gaman að sjá rannsóknir sem sýna fram á mennska afstöðu í dýrum; því að mínu mati er mennsk upplifun og upplifun apa mjög ólík og þær rannsónir sem ég hef séð á hegðun og greind apa (simpansa) sýnir að þeir hafa ekki vald á abstrakt hugsun eða tungumáli. Noam Chomsky sýndi líka fram á að apar megna ekki að læra að tala, þar sem þeir hafa ekki huglæga getu til að valda tungumáli. Þetta var seinna sannað með tilraunum á öpum þó sumir dragi þær niðurstöður í efa. Þess vegna á ég erfitt að trúa því að simpansar hafi siðferði eins og við skiljum hugtakið; þeirra "siðferði" fjallar um hvað er gott fyrir þá sjálfa en þeir eiga erfitt meða að samsama sér abstrakt hugmyndum, eins og hvers vegna maður ætti ekki að stela banana nágranna-apans ef hann fattar það ekki. Þetta er líka eitthvað sem sumt fólk skilur ekki.

En upphaf trúarbragða tel ég vera upplifun manneskjunnar á raunveruleikanum sem var túlkaður á allt annan hátt en við gerum í dag. Heimurinn var ekki séður sem dauð hrúga af mekanískum öflum heldur var heimurinn lifandi og greindur, knúinn óteljandi öflum; "öndum" eða "verum" sem hver um sig stjórnaði ákveðnum þáttum hans.

Manneskjan var séð sem andi sem býr í líkama af holdi og þegar andinn fer, þá er líkaminn tómur, það er enginn heima og þess vegna rotnar holdið. Þannig sáu menn anda í öllum lifandi verum og jafnvel abstrakt hugmyndum eins og kærleika, græðgi og hatri. Fyrir þeim var það augljóst að þegar við sýnum af okkur ákveðna hegðun þá erum við undir áhrifum þess "anda" sem stýrir þeirri hegðun, sem varð til þess að þeir bjuggu til kerfi til að öðlast vináttu þeirra og jafnvel greiða. Þetta byggði samhengi og skilning sem hjálpaði manneskjunni til að þroskast og þróast.

Seinna voru þessar hugmyndir settar í kerfi til að auka þekkingu okkar og til að skapa frekara samhengi, upp úr öllu þessu spratt meðal annars skilningur okkar á plöntulyfjum sem við notumst við enn þann dag í dag, ásamt stjörnufræði og stærðfræði og margt annað sem liggur að grunni nútíma þekkingu. Enn seinna fóru menn að spá í hvað væri handan þess sem við venjulega sjáum og skiljum, sem varð til þess að manneskjan uppgötvaði eingyðingstrú; að á bak við alla "andana" var ein meðvitund, eða "líf" sem var sameiginlegt öllu lífi. Löngu eftir að eingyðingstrú var fundin upp kom fram á sjónarsviðið útgáfa af slíkri sem við köllum kristni ....

Siðferðið eins og við þekkjum það í dag var vegvísir sem var hannaður í viðleitni manneskjunnar til að þekkja sjálfa sig, eins og við sjáum í yama og niyama úr yoga, sem eru reglur sem nýtast þeim sem vilja feta hina andlegu braut. Það eru ekki móralskar reglur heldur praktísk ráð til að skapa besta innra og ytra umhverfi fyrir manneskjuna til að þroskast. Þess háttar reglur voru svo útvatnaðar handa almenningi eins og er tilfellið í boðorðunum 10.

Siðferði fyrri tíma fjallaði aðallega um rétt hinns sterka og er við lýði sumstaðar í heiminum enn þann dag í dag.

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

 

On 11/12/2019 at 0:49 AM, Frater DOV said:

Mér þætti gaman að sjá rannsóknir sem sýna fram á mennska afstöðu í dýrum; því að mínu mati er mennsk upplifun og upplifun apa mjög ólík og þær rannsónir sem ég hef séð á hegðun og greind apa (simpansa) sýnir að þeir hafa ekki vald á abstrakt hugsun eða tungumáli. 

Fólk hefur sennilega tilhneigingu til að kalla þetta mennska afstöðu vegna þess að það erum við sem gefum hlutunum nafn. Rannsóknir hafa sýnt, svo ekki verður um villst, að sumar dýrategundir fyrir utan mannsskepnuna, hafa þætti í sér, sem myndi tilheyra því sem við köllum siðferði. Eins og t.d. réttlætiskennd. Líka almenna hjálpsemi. Þau hafa auðvitað ekki vit til að skilgreina hegðunarþætti sína, en það þýðir ekki að réttlætiskennd og hjálpsemi sé mennsk upplifun. Ekki eingöngu. Sum dýr hafa sjálfsvitund eins og maðurinn. Rannsóknir sýna það. Það að fórna lífi sínu fyrir aðra, er talin ein æðsta dyggð sem til er. En sú dyggð er ekki einu sinni sér mennsk. Einstaklingar innan dýrahjarða fórna sér fyrir velferð hjarðarinnar. Ástæðan fyrir því að apar hafa ekki hæfileika til að tala er m.a. sú, að þeir eru ekki með eins fullkomin raddbönd og homo sapiens. Það er hægt að kenna öpum táknmmál, eins og sannast hefur. Það er hinsvegar rétt, að apstrakt hugsun er eingöngu okkar mannanna. 

 

On 11/12/2019 at 0:49 AM, Frater DOV said:

En upphaf trúarbragða tel ég vera upplifun manneskjunnar á raunveruleikanum sem var túlkaður á allt annan hátt en við gerum í dag. Heimurinn var ekki séður sem dauð hrúga af mekanískum öflum heldur var heimurinn lifandi og greindur, knúinn óteljandi öflum; "öndum" eða "verum" sem hver um sig stjórnaði ákveðnum þáttum hans.

Ég er alveg sammála því, að trúarbrögð voru hluti af félagslegri þróun mannsins. Menn héldu að jörðin væri flöt, menn héldu að sólin snérist kringum jörðina, að náttúruöflin væru birtingamynd guðanna, annaðhvort reiði þeirra eða velþóknun, o.sv.frv. Einn þáttur í þessari þróun var að pakka siðferðinu inn í guðstrúna.

Held að það hljóti að liggja í hlutarins eðli, að guðstrú hafi komið mjög snemma fram á sjónarsviðið. Siðferðið varð þá hluti af guðstrúnni, sem varð síðan fljótlega stjórntæki hinna æðstu í ættbálkunum, sbr. galdralækna o.fl. Ekkert af þessu gerist þó á einum degi, þetta var þróun. 

Guðstrú og vísindi voru samofin lengi vel, eins og þú hefur réttilega bent á. Alveg fram á okkar daga. Með "okkar daga" meina ég alveg fram á tímana þangað til fyrir svona 400-500 árum. En hluti af þróuninni var sá, að það varð óumflýjanlegur aðskilnaður. Af því að engin guðstrú, hvorki kristin né nokkur önnur, gat útskýrt hinn náttúrulega heim á fullnægjandi hátt. Að lokum komst homo sapiens nefnilega að því, að þrátt fyrir allt var heimurinn hrúga af mekanískum öflum. En samt vill lítill minnihluti ennþá skilgreina heiminn á forsendum guðanna. Og dirfast að kalla það siðrof, að það sé hætt að kenna guðsfræðina sem sannleika... 

 

Hér er stutt myndband um réttlætiskennd og samúð dýra:

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.