4sinnum

Play - í alvöru?

67 posts in this topic

þetta segir Landsbankinn:
 
Hagsjá  14. nóvember 2019
18% fækkun ferðamanna í október
Það sem af er ári hefur ferðamönnum frá Norður-Ameríku fækkað mest á sama tíma og ferðamönnum frá Kína og Rússlandi fjölgar. 
Líkt og kunnugt er hefur ferðamönnum fækkað verulega og samsetning þeirra tekið breytingum í takt við minna framboð flugsæta til landsins. Samkvæmt nýbirtum tölum Ferðamálastofu komu 163 þús. ferðamenn til landsins í gegnum Leifsstöð í október og voru þeir 18,4% færri en í október fyrir ári síðan. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
41 minutes ago, Breyskur said:

Það er kapp nóg af ferðum til landsins og það á ágætu verði, London til Kef vikuferð í mars $170 dollar, $360 frá New York   hvort tveggja með Icelandair.   Miðað við sætanýtingu gætu þeir flutt 50þúsund farþega aukalega flestamánuði.   Mikið af ferðamönnum með WoW var fólk að stökkva á ódýrarferðir á seinustu stundu.   Voða gaman að fljúga í 10tíma frá westurströndinni til Íslands fyrir $99 en það stóð engan veginn undirkostnaði og er því ekki hægt að nota það sem einhvern útgangs punkt.

636679377885627360-wow-grid3.jpg?width=2

Takk fyrir þessa mynd Breyskur. Sýnir vel hvað þetta var galið, í fyrrihluta ágústmánaðar hefðu verðin átt að vera $990 en ekki 99. Og þar liggur Herkúles grafinn. 

23 minutes ago, Herkúles said:

þetta segir Landsbankinn:
 
Hagsjá  14. nóvember 2019
18% fækkun ferðamanna í október
Það sem af er ári hefur ferðamönnum frá Norður-Ameríku fækkað mest á sama tíma og ferðamönnum frá Kína og Rússlandi fjölgar. 
Líkt og kunnugt er hefur ferðamönnum fækkað verulega og samsetning þeirra tekið breytingum í takt við minna framboð flugsæta til landsins. Samkvæmt nýbirtum tölum Ferðamálastofu komu 163 þús. ferðamenn til landsins í gegnum Leifsstöð í október og voru þeir 18,4% færri en í október fyrir ári síðan. 

Samsetning ferðamanna breyst á jákvæðan hátt. Meiri tekjur af hverjum ferðamanni. Passaðu höfuðið þegar þú berð því við steininn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skúli Mo­gensen, stofn­andi og fyrr­ver­andi stjórn­andi WOW air, seg­ir að þrátt fyr­ir gagn­rýn­isradd­ir sé ein­fald­lega ekki rétt að rekst­ur WOW air hafi aldrei gengið. Fé­lagið hafi skilað sam­tals millj­arða hagnaði frá stofn­un til byrj­un­ar árs 2018, en stefnu­breyt­ing þegar farið var út í rekst­ur á breiðþotum hafi hins veg­ar lagt fé­lagið. Þetta kem­ur fram í nýrri færslu Skúla á Face­book.

Skúli bend­ir á að velta WOW árið 2018 hafi verið 75 millj­arðar og miðað við nýj­an lista Frjálsr­ar versl­un­ar yfir stærstu fyr­ir­tæki lands­ins hefði WOW air átt að vera þar í 10. sæti.

„Ævin­týra­leg­ur vöxt­ur WOW air hef­ur verið gagn­rýnd­ur og því hef­ur verið haldið fram að rekst­ur WOW air hafi aldrei gengið, lág far­gjöld fé­lags­ins hafi verið ósjálf­bær og að WOW air hafi niður­greitt lág far­gjöld með botn­laus­um tap rekstri. Þetta er ein­fald­lega ekki rétt,“ seg­ir Skúli.

Bend­ir hann á að þrátt fyr­ir gríðarlega fjár­fest­ingu í innviðum, þjálf­un starfs­fólks, flug­flota, markaðssetn­ingu og tækni og þróun, hafi fé­lagið skilað af­gangi fram til 2018.

Rifjar hann upp að fé­lagið hafi flogið með tvær millj­ón­ir farþega til Íslands og að áætluð neysla þeirra hafi verið um 380 millj­arðar, þar af 90 millj­arðar árið 2018. Skatt­tekj­ur rík­is­ins vegna þessa hafi verið 54 millj­arðar.

„Ég er óheyri­lega stolt­ur af upp­bygg­ingu WOW og þeim já­kvæðu áhrif­um sem WOW og ferðaþjón­ust­an í heild sinni hef­ur haft í end­ur­reisn Íslands eft­ir hrun. Það má læra margt af vexti og falli WOW en það er mjög auðvelt að vera vit­ur eft­ir á. Það sem felldi fé­lagið var í grunn­inn að við fjar­lægðumst upp­runa­lega stefnu fé­lags­ins og fór­um af lággjalda­braut­inni og tók­um inn breiðþot­urn­ar,“ seg­ir Skúli.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Herkúles said:

Fé­lagið hafi skilað sam­tals millj­arða hagnaði frá stofn­un til byrj­un­ar árs 2018, en stefnu­breyt­ing þegar farið var út í rekst­ur á breiðþotum hafi hins veg­ar lagt fé­lagið.

Þarna er hann að játa að hafa viljandi sett fyrirtækið á hausinn.   Það voru kjöraðstæður þegar WoW var stofnað, Icelandair var orðið værukært, Ísland var í mikilli uppsveiflu sem áfangastaður, olíverð var lágt, húsbóndinn í bandaríkjunm hvatti til alþjóðasamvinnu osfrv.  WoW komst yfir erfiðasta hjallinn í rekstri flugfélaga fyrstu árin og þegar það er komið með nafn, leiðarkerfi og starfslið hafði það alla burði til að standa sig vel til langframa.   Formúlan fyrir lággjaldaflugfélög er ekki flókin.  Velja fremur stuttar leiðir milli vinsælla áfangastaða og fljúgastíft.   Fram og aftur Evrópa, Ísland, Austurströndin fjórir leggir á dag, vélarnar í loftinu 16-20 tíma á dag.  Þarf ekki stærri speking en yðar einlægan til að setja nokkrar tölur á blað og sjá að þetta var glapræði.   Skúli fékk stjörnur í augun og panntað miklu fleiri vélar en hann réð við að fylla og drap félagið þannig niður með tilheyrandi tapi fyrir ferðaiðnaðið og íslenska hagkerfið allt.

Að reyna endurtaka leikinn er núna er miklu erfiðara.   Ísland er ekki lengur í uppsveiflu sem áfangastaður, Icelandair er á tánum tilbúið að takast á við samkeppni, fjöldi erlendra flugfélaga flýgur til landsins og húsbóndinn westra aðillist einangurnarhyggju og er ekki ýkja gestrisin sem dregur úr áhuga á ferðum til og frá Ameríku.  

Play þarf að fjármagna allan stofnkostnað og óumflýjanlegt tap fyrstu ára fyrirfram og það er meira en að segja það. 

Flugpressan í það minnsta er svartsýn á að þetta gangi hjá þeim.   https://simpleflying.com/icelands-new-airline-play-is-already-being-questioned/

Share this post


Link to post
Share on other sites

.erfitt að sjá að SM hafi viljandi fellt félagið, en hvað um það...

Breyskur er hér með aðrar hugmyndir en stofnanir hér á landi um ástæður fækkunar ferðamanna, Herkúles les bara það sem hann sér og reynir að draga ályktanir 

út frá því. Það eru vanir menn sem koma Play af stað og sé ekki ástæðu til að ætla þeim eitthvað glæpsamlegt.  Tel líklegt að þeir hafi greint eftirspurnina og hagi sér í samræmi við það..Skapi þeir vinnu og fjölgi farþegum til landsins og komi með samkeppni við icelandair er það auðvitað hið besta mál

Share this post


Link to post
Share on other sites

Enginn að bíta á öngulinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þeir eru allavega búnir að fá Jennifer Lopez til að auglýsa fyrir sig.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 11/26/2019 at 2:01 PM, Herkúles said:

Skapi þeir vinnu og fjölgi farþegum til landsins og komi með samkeppni við icelandair er það auðvitað hið besta mál

Það er einmitt það,,hið besta mal ja.   En a þræðinum hans Ingimundar er allt svona hið versta mal,,  þar skapar það hamfarahlynun og hamfarir að vera að brenna miklu eldsneyti,,,en her er það bara hið besta mal,,  auðvitað svo folk komist þangað sem það vill,  langt undir kostnaðarverði.   Eg er löngu buin að sja i gegnum flesta ,,,,hamfarasinnana,,             ekki visindamenn,        heldur folk sem stekkur a eitthvað ser til framdrattar.         Að felaginu Play,,  ekki hægt að kalla það flugfelag,   þvi það flygur ekkert,,   það virðist vera utilokað fyrir flesta að skilja að það er ekkert til sem heitir laggjalda felag,  ,, þið hljotið flest ykkar að sja hvað er i gangi,, folk er að leika ser með eldinn,,,    svona lagað gengur ekki punktur.     Hvað i andskotanum er að þvi að rukka fyrir hlutinn sem hann kostar,,,    það kostar 750 dollara að fljuga fra Isl. til London,,,,   það er ekkert bull,,   en folk vill fa þetta a 109 dollara,   og það er bull.

Share this post


Link to post
Share on other sites

1. Atvinnuleysi er slæmt

2. Það er hægt að auka atvinnu með því að fjölga ferðamönnum

3. Flugvélar menga, til þess að vinna á móti því

reyna menn að finna betra eldsneyti

eyðslugrennri flugvélar

jafnvel nýja gerð flugvéla

takmarka ferðir sínar í loftinu

borga fyrir mótvægisaðgerð s.s. peningur í að planta trjám

 

Eru þeir sem aðhyllast heismynd vísindanna í dag allt saman einhverjir aular sem gera það sjálfum sér til framdráttar?

siggiandri þú sérð sjálfur að þetta er bull.

 

Auðvitað vilja menn draga úr  þessari umræddri losun með því að taka skynsamlega á málunum, án allsherjar kollsteypu, minnka hana hér um X%

ári, helst á öllum sviðum, og þetta eru stjórnmvöld að rembast við, amk í sumu...

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 hours ago, Herkúles said:

Eru þeir sem aðhyllast heismynd vísindanna í dag allt saman einhverjir aular sem gera það sjálfum sér til framdráttar?

siggiandri þú sérð sjálfur að þetta er bull.

Visindamenn eru finir, eg set eðlilega ekki oni við þa,  þott mer hugnist ekki hvað þeir hafa fram að færa stundum,,   Eg er a engan hatt að standa fyrir framförum,sparnaði eða betri og minna mengandi framtið,,,  og myndi ekki gera þott eg hefði vald til.  Eg vill frekar brenna 2 litrum af oliu frekar en 10,   getum við ekki sannmælst um það.     Eg held að margir ykkar fatti ekki alveg hvernig þetta er i raun.    Skoðaðu allar fleiri hundruð og fimmtiu milljonirnar af folki sem pantar ser pizzu i kvöldmat ut um allan heim,  situr i makindum og stolt af að hafa ekki eytt benzini eða raforku i að sækja sjalft, sofnar með bros a vör yfir að hafa bara ekkert mengað þetta kvöldið.   Eða þa sem kaupa alltaf odyrustu og mest handonytustu verkfærin,,hvort sem er a bilinn garðinn heimilið eða hvað annað,,virkar kannski 2 sinnum svo þarf að kaupa aftur,,  sem er half sagan,  þvi það þarf að framleiða aftur senda og selja upp a nytt.     Ef að allir afneitunar sinnar (eg er ekki afneitunar sinni, eg er efins stundum)  drepast strax a morgun,, mun ekkert breytast,,,,,   þvi þessir sem tittla sig vinir jarðar sja alveg um að bræða Grænlandsjökul sjalf,,.   Við sem efumst,  og þeir sem afneita erum ekki að drekkja ykkur hinum,,,,þið sjaið alveg um það sjalf.     Frægur Breskur Sir,,  nafnið hans byrjar a A  hefur verið mikið i sjonvarpi,,  seigir að það se of seint að bjarga þessu,  nu getum við bara minnkað skaðann.  Gott og vel, ef eg trui honum get eg ekkert gert,,sofna bara rolegur og læt komandi kynsloðir um þeirra vanda,,,,  enda vandi minna forfeðra folgin i þvi að komast af með öllum raðum sem var og er skraður nu þegar.     Ef að helvitis jörðin ferst,,, þa ferst hun bara,, djöfulinn að eg lati kenna mer um það frekar en hinum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ætli þetta nái nokkuð á flug? Fjárfestar eru ekkert að kaupa þetta...

Share this post


Link to post
Share on other sites

..þetta eru vanir menn og brenndir af reynslu, þetta hlýtur að takast hjá þeim...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta gæti orðið mjög snúið hjá þeim að koma þessu á koppinn úr þessu. Í fjárfesta kynningunni er ýmislegt sem gengur ekki upp og gætir þar full mikillar bjartsýni t.d. að strax á Q1 2020 er gert ráð fyrir USD 600.000.- hagnaði er í sjálfu sér alger fyrra. Sögulega er Q1 alltaf versti fjórðungur í rekstri flugfélaga. Hér er verið að tala um byrjun á rekstri (e. startup carrier) þar sem allajafna er alveg eins hægt að kveikja í peningum fyrsta árið svo ekki sé mynnst á Q1. 
Einnig kemur fram í kynningunni að um sé að ræða plug and play gangvart þjálfunar kostnaði þ.e. að búið sé að manna áhafnir sem eru þjálfaðar og tilbúnar... þetta er ekki alveg svo einfallt. Ekkert flugfélag týnir áhafnir upp af götunni og hendir þeim upp í flugvél sem setja svo í gang. Þegar áhafnarmeðlimir byrja hjá nýjum flugrekstrar aðila þarf að setjast á skólabekk í að lágmarki 2 vikur og í tilfelli flugmanna u.þ.b. vika til viðbótar í flughermi. ( e. Conversion course). Þetta á við um flugfélag sem er í rekstri, ekki aðila sem er að hefja rekstur. Það hefur jafnan sýnt sig að fyrstu skrefin í upphafi flugreksturs geta verið ansi snúin.

Hér er einungis tæpt á tveimur atriðum í þessari kynningu sem gefa ekki góð fyrirheit og eru þau þó fleirri og stærri þar sem í raun er verið að glepja fjárfesta með algerri froðu. 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nú ætla ég að púlla einn Herkúles...

Ríkið þarf strax að stíga inn og bjarga Play! Gefa þeim flugrekstrarleyfi og rekstrarfé, enda þúsundir (mögulegra) starfa í húfi! Hugsið um alla túristana sem langar til Íslands!!!

Share this post


Link to post
Share on other sites

PLAYerarnir aftur komnir á stjá, kjánalegri en nokkurn tímann. Allt tilbúið, vantar bara monninginn til að byrja. Höfum við heyrt svona söng áður? Lágt ekdsneytisverð, nóg af flugvélum á lausu - formúlan getur ekki klikkað. Það á að leika sér með fé fjárfesta meðan hægt er að mjólka dæmið..

https://www.ruv.is/frett/2020/04/28/play-tilbuid-ad-taka-a-loft-thegar-adstaedur-leyfa

Share this post


Link to post
Share on other sites

Samningar Icelandair við flugmenn og flugfreyjur eru mjög dýrir. Mjög. Miklu dýrari en samkeppnisaðila. Plottið gæti verið þetta: Icelandair verður látið fara á hausinn, Play stígur inn og tekur yfir reksturinn í samráði við kröfuhafa, en með nýja samninga við flugmenn, miklu ódýrari samninga. S.s. leið til þess að hrista af sér lúxus samninga íslenskra flugmanna og flugfreyja.  Þetta er s.s. samsæriskenning sem ég heyrði um daginn :) 

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, fleebah said:

Samningar Icelandair við flugmenn og flugfreyjur eru mjög dýrir. Mjög. Miklu dýrari en samkeppnisaðila. Plottið gæti verið þetta: Icelandair verður látið fara á hausinn, Play stígur inn og tekur yfir reksturinn í samráði við kröfuhafa, en með nýja samninga við flugmenn, miklu ódýrari samninga. S.s. leið til þess að hrista af sér lúxus samninga íslenskra flugmanna og flugfreyja.  Þetta er s.s. samsæriskenning sem ég heyrði um daginn :) 

Draumórar. Samningar flugmanna eru launalega á pari við flest evrópsk flugfélög. Laun flugmanna hjá WOW voru einhverjum tugum þúsunda hærri en hjá ICE. Annað fíflið sem gerði “kjarasamning” við Play er farinn til Air Atlanta. Veit ekkert um hinn vitleysinginn. Flugrekstrarleyfi og allt batteríið sem hangir á því er dýrt og endalaus kerfismennska og vinna. Því er það verðmætt og mun auðveldara að skala upp aftur. En endilega að setja Play af stað. Gef þeim 2 ár frá því þeir byrja.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.