Sign in to follow this  
Followers 0
4sinnum

Radcliffe

11 posts in this topic

Hér er jarðaupptalning á jörðum sem Radcliffe hefur sölsað undir sig, heildarflatarmál 17 sinnum stærra en Þingvallavatn!! Radcliffe hefur verið lunkinn, dundað sér við þetta á hinum enda landsins, eins langt frá Alþingi og ráðamönnum og hægt er..

Ekki getur svona jarðasölsun talist heppileg eða hvað sýnist mönnum?

Ratcliffe á nú meirihluta í 30 jörðum, sem er rúmlega tvöfalt meira en í ársbyrjun í fyrra. Þar að auki á Ratcliffe minnihluta í níu jörðum. Alls 39 jarðir, þar af 24 í Vopnafirði. Þá á hann veiðirétt í tveimur þjóðlendum í Selárdal í Vopnafirði: Mælifelli og Selsárvöllum. Allt í allt réttindi á 41 jörð. Ratcliffe á nú land við átta laxveiðiár á Norðausturlandi: Hofsá, Sunnudalsá, Vesturdalsá og Selá í Vopnafirði; Miðfjarðará í Miðfirði á Langanesströnd; og Hafralónsá, Kverká og Svalbarðsá í Þistilfirði.

Opinberar mælingar á stærð allra jarða eru ekki til, en með því að styðjast við gögn fyrirtækisins Loftmynda, sem eru líklega hvað næst því að teljast nákvæm, má þó gróflega áætla að jarðir sem Ratcliffe á hlut í nái yfir um 1400 til 1500 ferkílómetra, sem er um 1,4% af flatarmáli Íslands. Það er meira en 17 sinnum stærra en Þingvallavatn.

Áslaugarstaðir
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 57,8%

Borgir
Eyðibýli í Sunnudal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Breiðamýri
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 43,3%

Deildarfell
Í Hofsárdal
Land að Hofsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Einarsstaðir
Í Hofsárdal
Land að Hofsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Fagurhóll
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 43,3%

Fremri-Nýpur
Utan við Vesturárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Gnýstaðir
Eyðibýli í Sunnudal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 88,1%

Guðmundarstaðir
Eyðibýli í Hofsárdal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Hagi
Eyðibýli í Hofsárdal
Land að Hofsá og Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Hamar
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 86,7%

Hauksstaðir
Í Vesturárdal
Land að Selá og Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 20%

Hámundarstaðir 1 og 3
Við ósa Selár
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 43,3%

Háteigur
Í Hofsárdal
Land að Hofsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Hraunfell
Eyðibýli í Sunnudal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 48,8%

Hvammsgerði
Í mynni Selárdals
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 86,7%

Lýtingsstaðir 1
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 86,7%

Rjúpnafell
Eyðibýli í Vesturárdal
Land að Selá og Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Síreksstaðir
Í mynni Sunnudals
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Skógar 2
Utan við Vesturárdal
Land að Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Sunnudalur
Eyðibýli í Sunnudal
Land að Sunnudalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 87,5%

Ytri-Hlíð 1
Í Vesturárdal
Land að Selá og Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Ytri-Hlíð 2
Í Vesturárdal
Land að Selá og Vesturdalsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Þorvaldsstaðir
Eyðibýli í Selárdal
Land að Selá
Eignarhluti Ratcliffes: 42,9%

Kverkártunga
Eyðibýli í Miðfirði
Land að Miðfjarðará
Eignarhluti Ratcliffes: 26,2%

Miðfjarðarnessel
Í Miðfirði
Land að Miðfjarðará
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Miðfjörður 2
Í Miðfirði
Land að Miðfjarðará
Eignarhluti Ratcliffes: 17,5%

Brúarland
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Gunnarsstaðir 1
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 25%

Hallgilsstaðir 2
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá og Kverká
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Hvammur 1
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 91,7%

Hvammur 3
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Hvammur 4
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Svalbarðssel
Við Svalbarðsá
Land að Svalbarðsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Víðimörk
Við Hafralónsá
Land að Hafralónsá
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Grímsstaðir 1
Eitt af fjórum býlum á Grímsstöðum á Fjöllum
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

Grímstunga
Eitt af fjórum býlum á Grímsstöðum á Fjöllum

Grímstunga 2
Eitt af fjórum býlum á Grímsstöðum á Fjöllum

Háreksstaðir
Eyðibýli á Jökuldalsheiði
Eignarhluti Ratcliffes: 100%

https://www.ruv.is/kveikur/thetta-eru-jardirnar-sem-ratcliffe-hefur-keypt/

3503AAAC-946A-4B66-9652-2472D8AE5005.png

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, feu said:

Eitt af mýmörgum málum sem ég hef séð fyrir og varað við. Man eftir mörgum umræðum um "kosti" og "galla" EES og síðar umsókn í ESB, varaði ég við að erlendir aðilar og sérstaklega sem leppar (Ratcliff er nokkuð örugglega leppur fyrir Kínverja) kaupa upp allt sem peningar geta keypt og er einhvers virði. 

Óþarft að taka fram að það var hlegið að mér á þeim tíma.. menn svo gjörsamlega blindir að hálfa væri nóg.

Ég veit nú ekki hvort hann er leppur Kínverja, hann virðist vera á kafi í verndun laxins, kanski hann sjái verðmæti í því, þetta eru flestallt jarðir sem hafa veiðirétt í vinsælum laxveiðiám.

Ef ég væri að fjárfesta hérna á landi þá myndi ég frekar vera að spá í heitavatnið í jörðu, skilst að það sé bara á einni jörð þarna austast..

Share this post


Link to post
Share on other sites

Pælið í því, þetta er bara einn maður, sem er búinn að eignast 1,4% í Íslandi.

Það eru milljónir svona kauða til í heiminum, það þarf aðeins 30-40 svona kauða til viðbótar og meirihluti Íslands er kominn í eigu útlendinga.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ætli hann eigi ekki enn fleiri og ekki hættur

Sofandaháttur í íslendingum. Eða ekki.
Það tókst stoppa Núbó. Þstóð ekki lengi. Ratcliffe fékk Grímsstaði mjög auðveldlega.

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 tímum síðan, 4sinnum said:

Ég veit nú ekki hvort hann er leppur Kínverja, hann virðist vera á kafi í verndun laxins, kanski hann sjái verðmæti í því, þetta eru flestallt jarðir sem hafa veiðirétt í vinsælum laxveiðiám.

Ef ég væri að fjárfesta hérna á landi þá myndi ég frekar vera að spá í heitavatnið í jörðu, skilst að það sé bara á einni jörð þarna austast..

Svona uppkaup eru ekki leyfileg fyrir einstaklinga utan EES eða ESB fyrir lönd sem þar eru.. sé enga glóru á bak við þessi uppkaup "Radcliffs" aðra en þá að vera leppur fyrir feitar milligreiðslur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, feu said:

Eitt af mýmörgum málum sem ég hef séð fyrir og varað við. Man eftir mörgum umræðum um "kosti" og "galla" EES og síðar umsókn í ESB, varaði ég við að erlendir aðilar og sérstaklega sem leppar (Ratcliff er nokkuð örugglega leppur fyrir Kínverja) kaupa upp allt sem peningar geta keypt og er einhvers virði. 

Óþarft að taka fram að það var hlegið að mér á þeim tíma.. menn svo gjörsamlega blindir að hálfa væri nóg.

Lækaði þetta hjá þér, þriðja skiptið á einum degi sem ég er þér sammála.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ok, segjum svo að Ratcliff hafi áhuga á því að rækta upp norðuratlantshafslaxinn, þá er það bara gott og við fögnum því. En ef hann er að fjárfesta í þessum jörðum í öðrum tilgangi, t.d. að komast yfir vatnsréttindi eða eitthvað annað hangir á spýtunni, þá er það ekki svo gott. Stjórnvöld verða að tryggja löggjöf sem kemur í veg fyrir eitthvað monkey-business af útlendingum (ég er ekki á móti útlendingum).

Hér áður fyrr var mega-umræða um uppkaup á jörðum á Íslandi, en nú virðist allt hafa þagnað...og stjórnvöld líka. Er ekki kominn tími til að bregðast við þessu?

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.